Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
17
Guðmundar- og Geirfinnsmálin:
Málílutningur fyr
ir Hæstarétti
hefst 14. janúar
Sjálfseignastofnun St. Jós-
efsspítala tók til starfa 1. janúar
1977 og hefur því starfaö í rétt 3
ár. Fyrirkomulag það um stjórn-
un, sem komið var þá á, hefur
reynst vel. Astæða er til hér og nú
að þakka fulltrúaráði og stjórn
fyrir gott starf. Ég held að ekki sé
á neinn hallað, þó ég nefni þá
formann yfirstjórnar, Óttarr
Möller og formann framkvæmda-
stjórnar, Höskuld Ólafsson, sér-
staklega fyrir þau góðu störf, sem
þeir hafa unnið í þágu stofnunar-
innar.
En hvert höldum við? Hvað ber
framtíðin í skauti? Eru allir
erfiðleikar að baki, getum við
tekið lífinu með ró þann tíma, sem
sjálfseignastofnuninni er ætlað að
starfa. I rekstri spítala er ekki
nema um tvennt að velja, hnignun
eða áframhaldandi þróun. Að
standa í stað, halda í horfinu, er
sama og afturför.
Er þá tilvera okkar trygg? Ekki
endilega. í dag er stjórnskipuð
nefnd að gera tillögur um fyrir-
komulag á heilbrigðisstofnun
Islands. Ekki hvort slíkri stofnun
skuli komið á, heldur hvernig.
Samkvæmt frumhugmyndum
nefndarinnar á að miðstýra allri
heilbrigðisþjónustu, bæði spítala-
rekstri, heilsugæslu og utanspít-
alaþjónustu. Samkvæmt þessum
hugmyndum félli Landakotsspít-
ali undir þessa stofnun. Hér yrði
um að ræða bákn með 5 til 6
þúsund starfsmönnum, og velta
fyrirtækisins yrði vart undir 100
milljörðum króna. Og í hvaða
tilgangi skyldi þetta gert? Jú, til
þess að skipuleggja og spara. Hér
er dæmigerð oftrú miðstýringar-
manna á ágæti kerfisins. Menn
virðast halda að hægt sé að reka
heilbrigðisþjónustu á einhvers-
konar færibandakerfi án nokkurs
tillits til mannlegra sjónarmiða.
Við megum ekki sitja hjá við
umræðu um þessi mál, heldur
verðum að mótmæla þessum hug-
myndum kröftuglega.
Húsnæðismál spítalans eru
stöðugt í brennidepli. Vaxandi og
breytileg starfsemi krefst aukins
húsrýmis. St. Jósefssystur byggðu
spítalann upp eins og hann er í
dag af litlum efnum og hann er
ekki fullbyggður. Smám saman
hefur sú starfsemi, sem getur
verið annarsstaðar verið flutt úr
spítalabyggingunni og meira hús-
næði tekið undir bráðnauðsynlega
lækningastarfsemi. Möguleikar til
slíks hljóta bráðlega að þrjóta. Ef
ólafur örn Arnarson tók við
starfi yfirlæknis frá 1. jan.
þróunin á ekki að stöðvast, þarf
mjög nauðsynlega að halda áfram
vinnu við framtíðaráætlun spítal-
ans af fullum krafti. Það tekur
vafalaust langan tíma að fá það
fjármagn, sem nauðsynlegt er og
við megum ekki í daglegu amstri
gleyma því að hugsa til framtíðar-
innar.
Endurnýjun læknaliðs spítalans
hlýtur einnig að verða stöðugt á
döfinni. Við, sem störfum hér í
dag, megum ekki verða værukærir
og sofna á verðinum. Við verðum
að geta með reglulegu millibili
tekið inn unga menn, með nýja
vitneskju, fulla eldmóði og fersk-
um hugmyndum. Hæfilegt sam-
bland við reynslu og festu þarf
jafnan að vera til staðar. Læknar
spítalans eiga jafnan að hafa sem
frjálsastar hendur um það á hvern
hátt þeir stunda sínar lækningar.
Það verður einnig að sjá til þess,
að þeim verði sköpuð þau skilyrði,
að þeir geti veitt sjúklingum
sínum sem besta og öruggasta
þjónustu. Starfsreglur, sem nauð-
synlegar eru, eiga að vera ljósar
og einfaldar. Það verður að fara
eftir þeim skilyrðislaust. Við verð-
um að varðveita þann góða anda,
sem hér hefur ríkt. Samstarf
einstakra lækna og deilda verður
að halda áfram. Við verðum að
hugsa fyrst og fremst um þarfir
spítalans í heild, þá mun okkur
öllum farnast vel.
Samstarf spítalans við stjórn-
völd, og þá sérstaklega heilbrigð-
isráðuneytið, hefur verið gott og
farið vaxandi. Okkur er mjög
nauðsynlegt að halda þessu sam-
starfi vel við og miða okkar áform
jafnframt við þarfir heildarinnar.
Þannig mætti lengi halda áfram
að telja. Það eru vissulega mörg
verkefni framundan, sem þarf að
leysa úr og áhugavert verður að
fást við.
Ég hefi kosið að ræða hér um
Landakotsspítala, stöðu hans í
dag og í framtíðinni. Ég hygg að
dr. Bjarna hafi ekki þótt það verra
umræðuefni. Svo samofin eru ör-
lög hans örlögum spítalans, að
erfitt er að greina á milli. Hann
hefur séð spítalann í litlu timb-
urhúsi frá því um aldamót. Vest-
urálman er byggð um það leyti,
sem hann er hér aðstoðarlæknir
og austurálman er vígð skömmu
eftir að hann tekur við störfum,
sem yfirlæknir. Á læknisferli
hans hafa orðið meiri framfarir í
læknisfræði en á mörgum öldum
þar áður.
Á þessari stundu er mér efst í
huga virðing og þakklæti. Virðing
fyrir því mikla starfi, sem hér
hefur verið unnið. Þakklæti fyrir
náið samstarf undanfarinn áratug
að málefnum spítalans, samstarf,
sem aldrei hefur borið skugga á.
Læknaráð Landakotsspítala
hefur ákveðið að láta gera brjóst-
mynd af dr. Bjarna. Vegna veik-
inda þess listamanns, sem til þess
hefur verið valinn, hefur styttan
ekki verið gerð enn, en vonir
standa til að úr rætist nú á næstu
vikum. Jafnframt hefur læknaráð
ákveðið að gefið verði út hátíðar-
rit fræðilegs efnis í tilefni þessara
tímamóta til heiðurs dr. Bjarna.
Landakotsspítali breyttist við
það að St. Jósefssystur hættu
rekstri hans. Spítalinn verður ekki
samur eftir að dr. Bjarni Jónsson
hættir störfum. Það er okkar, sem
nú tökum við, að sjá til þess að hér
verði ekki lakari spítali, þar höf-
um við traustan grundvöll að
byggja á.
Að síðustu sagði síðan dr.
Bjarni Jónsson nokkur orð:
Skipshöfnin
var góð
Ég þakka hlý orð, sem fallið
hafa í minn garð.
Kannski orkar tvímælis hvort
ég á þau skilið, en hitt get ég
fállist á, að ég hef gert það sem á
mínu valdi stóð til að gera þessa
stofnun að góðum spítala.
Ég vil deila þeim þökkum, sem
ég hef fengið með konu minni.
Hún hefur öll þessi ár átt margar
hugmyndir, sem hafa orðið spítal-
anum til framdráttar og lagt af
mörkum ótaldar vinnustundir í
þágu hans, þó þess hafi hvergi
verið getið.
Þegar ég lít yfir farinn veg er
margs að minnast og engin tök á
að gera skil nú. Það má þó segja,
að það hefur ætíð verið barningur,
oft syrt í álinn, stundum svo að
örvænt þótti um landtöku. En
skipshöfnin var góð, það lagði
enginn upp árina sína og hafi
einhverjum dottið það í hug þá
hefur hann bitið á jaxlinn og tekið
fastar á hlumminum. Það kemst
enginn formaður í höfn í foraðs-
veðri nema hann hafi góðan
mannskap.
Fyrsti ráðherra íslands var
glæsimenni og hetja, sem ekki
fórnaði sannfæringu sinni fyrir
lýðhylli; hann kvað um aldamótin
... hvað öldin ber í skildi
enginn fær séð hve feginn sem
hann vildi,
eitt er þó víst hún geymir hel og
' hildi.. .
Nú sýnist hafa rofað til hjá
okkur en þar fyrir megið þið ekki
leggja hendur í skaut. Baráttan
heldur áfram.
Ég óska ykkur og spítalanum
þess, að þið standið saman sem
einn maður að efla hag hans, að
þið hugsið um það fyrst, sem verða
má honum til farsældar. Þá verð-
ur bjart framundan.
Ég þakka öll árin.
MÁLFLUTNINGUR í Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálunum svoköll-
uðu fyrir Hæstarétti hefst mánu-
daginn 14. janúar n.k. klukkan
10, samkvæmt málaskrá réttar-
ins, sem Mbl. hefur borizt.
Málflutningurinn hefst með
sóknarræðu Þórðar Björnssonar
ríkissaksóknara en síðan flytja
verjendur ákærðu varnarræður
sínar. Jón Oddsson hrl. er verjandi
Sævars Marínós Ciesielskis, Bene-
dikt Blöndal hrl. er verjandi
Guðjóns Skarphéðinssonar, Hilm-
ar Ingimundarson hrl. er verjandi
Tryggva Rúnars Leifssonar, Örn
Clausen hrl. er verjandi Alberts
Klahn Skaftasonar, Guðmundur
GÓÐ FÆRÐ er víðast hvar um
landið miðað við árstíma sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá vegaeft-
irliti Vegagerðar rikisins í gær.
Greiðfært er um allt vestanvert
landið, allt vestur í Reykhóla-
sveit. Fjallvegir voru ruddir á
Snæfellsnesi í morgun. Frá Patr-
eksfirði er fært suður á Barða-
strönd og stórum bílum og jepp-
um er fært yfir Hálfdán til
Bildudals.
Fært er á milli Þingeyrar og
ísafjarðar og Breiðadals- og
Botnsheiði voru ruddar í morgun.
UM fimmleytið á nýársnótt
varð það slys á Reykjavíkur-
vegi í Ilafnarfirði. rétt ofan
við gatnamót Hverfisgötu, að
bifreið var ekið á miklum
hraða á ljósastaur. Segja má
að bifreiðin hafi hreinlega
vafizt utan um staurinn.
Tók drjúga stund að ná bifreið-
inni af staurnum og ökumannin-
um síðan úr bifreiðinni, en hann
var einn í henni. Maðurinn, sem er
ungur að aldri, lærbrotnaði á
FJÓRUM umferðum er lokið á
alþjóðlegu skákmóti í Prag í
Tékkóslóvakiu. en þar eru meðal
þáttakenda alþjóðlegu meistar-
arnir Margeir Pétursson og Jón
L. Árnason. Þeir félagarnir
tefldu saman í 4. umferðinni í
gær og gerðu stórmeistarajafn-
tefli í 15 leikjum. Margeir hefur
2’á vinning og er í hópi efstu
manna en Jón hefur l'/2 vinning
og hefur hann sótt i sig veðrið
eftir slaka byrjun.
I mótinu teflir einn stórmeist-
ari, Vasjúkov frá Sovétríkjunum,
og fimm alþjóðlegir meistarar en
keppendur eru alls 14 og verða því
Ingvi Sigurðsson hrl. er verjandi
Erlu Bolladóttur og Páll Árnór
Pálsson hdl. er verjandi Kristjáns
Viðars Viðarssonar, en þetta er
prófmál Páls fyrir réttinum.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin
eru umfangsmestu sakamál, sem
komið hafa fyrir íslenzka dóm-
stóla og er talið að málflutningur-
inn fyrir Hæstarétti taki rúma
viku. I undirrétti féll dómur í
desember 1977 þ.e. í sakadómi
Reykjavíkur. Þar voru Kristján
Viðar og Sævar dæmdir í ævilangt
fangelsi og eru það þyngstu dóm-
ar, sem kveðnir hafa verið upp hér
á landi á þessari öld.
Fært er frá Bolungavík til ísa-
fjarðar og inn í Súðavik.
Greiðfært er norður í land, til
Hólmavíkur, Siglufjarðar og Ól-
afsfjarðar. Síðan er fært austur
eftir um Dalsmynni til Húsavíkur
og með ströndum til Vopnafjarð-
ar. Möðrudalsöræfi eru ófær og
ófært er um Jökuldal og í Hróars-
tungum. Mokað var í gær til
Borgarfjarðar eystri og á Fjarð-
arheiði.
Greiðfært er síðan frá Egils-
stöðum um Fagradal til Norð-
fjarðar og síðan suður með fjörð-
um allt til Reykjavíkur. Þess má
þó geta að mjög víða er hálka á
vegum.
báðum fótum en mun ekki hafa
meiðst að öðru leyti og þykir það
ganga kraftaverki næst miðað við
aðstæður á slysstað. Grunur leik-
ur á því að ökumaðurinn hafi
verið undir áhrifum áfengis.
Sömu nótt, um klukkan sjö, var
bifreið ekið á ljósastaur við Norð-
urfell í Breiðholti. Tveir ungir
menn voru í bílnum og sluppu þeir
án teljandi meiðsla. í þessu tilfelli
lék einnig grunur á ölvun við
akstur.
tefldar 13 umferðir. I fyrstu um-
ferðinni gerði Margeir jafntefli
við Vasjúkov en var nálægt vinn-
ingi en Jón tapaði fyrir Ilic frá
Júgóslavíu, sem nú er efstur á
mótinu. Jón var mjög óheppinn,
féll á tíma með betri stöðu. Tapið
fór illa í Jón því í 2. umferð tapaði
hann fyrir Tékkanum Prandstekt-
er en Margeir gerði jafntefli við
landa hans Modr. í þriðju umferð
gekk Islendingunum vel, Margeir
vann Svíann Ivarson og Jón vann
Tékkann Lanc.
í dag teflir Margeir við
Prandstekter en Jón við Hruska,
sem er Tékki.
Dr. Bjarni Jónsson yfirlæknir á
Landakotsspitala sem lét af
starfi nú um áramótin.
þann mann mikils. Háar lær-
dómsgráður og vísindastörf eru
góð svo lengi sem þau miða að
því að bæta mein manna. Ein sér
hafa þau takmarkað gildi, ef
sjúklingurinn gleymist vegna
fræðanna.
Fyrsta skylda læknis er að
lækna. Það er ekki hægt að
lækna öll mein, en hann á að
kappkosta að sjúklingur fari
ætíð af fundi hans betur á vegi
staddur en hann var þegar hann
kom.
Það er ekki ætíð svo, að
auðveldsta leiðin fyrir lækninn,
sé sú besta fyrir sjúklinginn. Þá
reynir á manninn.
„Bjargar þá engum bóknáms
draugur,
birgðir af tölum og staðreynda
haugur
heldur það eitt sem hann er.“
kvað piltur í læknaskóla fyrir
nokkrum árum og lýsir það
furðulegri skarpskyggni hjá svo
ungum manni.
Þetta hefi ég lært á langri
læknisæfi og stundum hefir
skólinn verið strangur. Ég ætla
ekki að segja ykk ur, að mér
hafi aldrei orðið á í messunni,
það væri ósatt og getur þar hver
litið í eigin barm.
-O-
Það er ekki venja að vera
margmáll við þetta tækifæri. Ég
trúi, að þið sjáið í gegnum fingur
við mig, að ég hefi brotið þá
reglu og vonast til að eftirmaður
minn láti það ekki henda sig fyrr
en hann stendur hér á mínum
aldri í síðasta sinn.
Ég vona, að þið berið gæfu til
þess að gera hag þessa spítala
sem mestan og þar með ykkar
eigin veg, að þið standið saman
og styðjið hver annan, að þið
snúið saman bökum og verðið
sverð hans og skjöldur þegar
þess þarf með, þá verðið þið líka
sómi hans.
Ég óska ykkur árs en ekki
friðar. Lífið er linnulaus bar-
átta. Friðurinn kemur fyrst að
lífinu loknu.
Ég óska ykkur öllum gleði-
legra jóla.
Bjarni Jónsson.
Góð f ærð er
um allt land
Brotnaði á báðum fót-
um í umferðarslysi
Skákmótið í Prag:
Stórmeistarajafntefli
hjá Jóni og Margeiri