Morgunblaðið - 03.01.1980, Page 21

Morgunblaðið - 03.01.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 21 Forsetakosningar í júní Guðlaugur Þorvaldsson Eldjárn hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs, en annað vildi hann ekki um málið segja. Sigríður Thorlacius: Hrein fjarstæða „Nei, það er hrein fjarstæða og mér hefur aldrei komið neitt slíkt til hugar og enginn hefur nefnt það við mig,“ sagði Sig- ríður Thorlacius fyrrum formað- ur Kvenfélagasambands íslands. Sigríður kvaðst vona að sitt nafn blandaðist ekki inn í þær umræður sem yrðu um hugsan- lega forsetaframbjóðendur, það væri alls ekki í myndinni. Sigríður Thorlacíus Ármann Snævarr: Ekkert ákveðið Ármann Snævarr Ólafur Jóhannesson: Segi ekki orð um málið MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær til nokkurra þeirra manna, sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir forsetaframbjóðendur, en ljóst er nú að forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum, sem fram fara 29. júní í sumar. Aðeins Albert Guðmundsson gaf jákvætt svar, en svör hinna fara hér á eftir: Guðlaugur Þorvaldsson: Segi ekkert að svo stöddu „Ég get ekkert sagt um þetta mál á þessari stundu, ég er ekki reiðubúinn til þess á þessari stundu að segja eitt eða neitt um þetta mál,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari Gylfi Þ. Gislason „Ég hef ekkert ákveðið í því efni og ekki leitt mikið huga að því,“ sagði Ármann Snævarr hæstaréttardómari, er Morgun- blaðið spurði hann í gær um forsetaframboð. Ármann kvaðst hins vegar ekki geta neitað því, að menn hefðu rætt þetta við sig, en hann hefði ekkert ákveðið. Ármann kvaðst enn bera þá von í brjósti, að Kristján Eldjárn héldi áfram að gegna embætt- inu. Pétur Thorsteinsson „Ekki orð,“ sagði Ólafur Jó- hannesson, alþingismaður og fyrrum forsætisráðherra, er hann var spurður hvort hann hugleiddi að gefa kost á sér til forsetaembættis. Ólafur sagði jafnframt, að ekki væri að vænta neinnar yfirlýsingar frá sér um þetta mál. Sagðist hann aldrei hafa rætt um að fara í forsetafram- boð, þó aðrir hefðu nefnt nafn sitt í þessu sambandi. Ólafur sagði það leitt að dr. Kristján Ólafur Jóhannesson Ragnhildur Helgadóttir Tók því fjarri Ragnhildur Helgadóttir, fyrr- um alþingismaður tók því fjarri, er Morgunblaðið spurði hana í gær, hvort hún ætlaði að gefa kost á sér til embættis forseta Islands. Gylfi Þ. Gíslason: Hef ekkert um málið að segja „Ég hef ekkert um málið að segja að svo stöddu," sagði Gylfi Þ. Gíslason prófessor og fyrrum ráðherra. Sagði hann málið vera svo nýtt og þyrfti að fá að þróast, en að svo komnu máli vildi hann ekkert segja. pg fyrrum rektor Háskóla íslands. Sagði hann fara best á því að leyfa nýja árinu að ganga al- mennilega í garð áður en þetta mál yrði rætt. Pétur Thorsteinsson: Myndi taka áskoranir til athugunar „Ef hópur fólks eða samtök manna skora á mig að gefa kost á mér í embætti forseta mun ég taka það til athugunar á sínum tíma,“ sagði Pétur Thorsteinsson sendiherra. „En ég hef lítið hugsað um þetta mál og mér þykir mjög miður að núverandi forseti skuli ekki gefa kost á sér áfram." ítrekaði Pétur að hann hefði ekki í hyggju að hafa neitt eigið frumkvæði í þessu máli að svo Ragnhildur Helgadóttir stöddu, og væri ekki meira um málið að segja af sinni hálfu. Fjórði forsetinn verður kjörinn í þriðju almennu forsetakosningunum Forsetakosningarnar í sumar verða þriðju almennu forseta- kosningarnar hér á landi. þar sem Sveinn Björnsson fyrsti for- setinn var kjörinn á fundi Sam- einaðs Alþingis á Þingvöllum 17. júni 1944, en annar og þriðji forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn voru þjóðkjörn- ir. Sveinn Björnsson fyrsti forseti Islands hafði gegnt embætti ríkis- stjóra frá 1941. Kjör ríkisstjóra fór fram á fundi í Sameinuðu Alþingi 17. júní. Sveinn var kjör- inn ríkisstjóri til eins árs með 37 atkvæðum, Jónas Jónasson frá Hriflu hlaut 1 atkvæði, en sex seðlar voru auðir. Fimm þingmenn voru fjarstaddir atkvæðagreiðsl- una. Á fundi Sameinaðs Alþingis á Þingvöllum 17. júní 1944 voru tvö mál á dagskrá: yfirlýsing um gildistöku lýðveldisstjórnarskrár- innar og forsetakjör. Bráðabirgða- ákvæði var í stjórnarskránni þess efnis að fyrsti forseti lýðveldisins skyldi kjörinn af Sameinuðu Al- þingi, en eftirmenn hans skyldu vera þjóðkjörnir. Sveinn Björns- son ríkisstjóri var svo kjörinn forseti með 30 atkvæðum, Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Al- þingis hlaut 5 atkvæði og 15 seðlar voru auðir. Sveinn Björnsson var svo sjálfkjörinn áfram, er fyrsta kjör- tímabil hans rann út, en hann lézt úr hjartaslagi aðfaranótt 26. jan- úar 1952. Þrír menn buðu sig fram í forsetakosningunum, sem fram fóru 29. júní 1952, Ásgeir Ás- geirsson alþingismaður og banka- stjóri, séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup og Gísli Sveinsson, fyrrver- andi alþingismaður og sendiherra. Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn annar forseti íslands. Hann hlaut 32.925 atkvæði, eða 46,7%. Bjarni Jónsson hlaut 31.042 atkvæði, eða 44,1% og Gísli Sveinsson hlaut 4.255 atkvæði, eða 6%. Auðir seðlar voru 1940, eða 2,8% og ógildir 288, eða 0,4%. Á kjörskrá voru 86.700, atkvæði greiddu 70.444 og var kjörsókn 81,2%. Ásgeir Ásgeirsson var svo sjálfkjörinn áfram í forsetaemb- ættið, þar til 1968, að hann gaf ekki lengur kost á sér. Aðrar almennu forsetakosn- ingarnar á íslandi fóru fram 30. júní 1968. Tveir menn voru í framboði, Kristján Eldjárn þjóð- Sveinn Björnsson minjavörður og Gunnar Thorodd- sen fyrrverandi alþingismaður og sendiherra. Kristján Eldjárn var kjörinn þriðji forseti íslands með 67.564 atkvæðum, sem voru 65% greiddra atkvæða. Gunnar Thor- Ásgeir Ásgeirsson oddsen hlaut 35.438 atkvæði, eða 34,1%. Auðir seðlar voru 667 og ógildir 238, eða samtals 0,9%. A kjörskrá voru 113.719, atkvæði greiddu 103.907, eða 91%. Krístján Eldjárn var svo sjálfkjörinn 1972 og ’76, en hefur nú lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram aftur á þessu ári. Samkvæmt stjórnarskránni er hver sá maður kjörgengur til embættis forseta íslands, sem er 35 ára og fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrði. Forseti er kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningar- rétt hafa til Alþingis og er sá réttkjörinn forseti, sem flest fær atkvæðin, ef fleiri en einn eru í kjöri. Ef aðeins einn er í kjöri, er hann réttkjörinn án atkvæða- greiðslu. Forsetakosningar hafa jafnan farið fram síðasta sunnu- dag í júní. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosninga- bærra manna og mest 3000. Kjör- tímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.