Morgunblaðið - 03.01.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
Stjórn Sa Carneiros
tekin við i Portúgal
Lissabon. 1. jan.
NÝR forsætisráðherra
Portúgals, Franscisco Sa
Carneiro, lagði í dag fram
ráðherralista sinn. í
stjórninni eiga sæti fimm-
tán ráðherrar. Formaður
miðdemókrata, Freitos do
Amaral, er aðstoðarfor-
sætisráðherra og utan-
ríkisráðherra, eins og
spáð hafði verið.
PSD-flokkur forsætisráð-
herrans hefur níu ráð-
herra í nýju stjórninni en
CDS hefur fimm og einn er
óháður.
Áður en ráðherralistinn var
birtur á gamlársdag var tilkynn-
ing birt frá Eanes forseta, þar sem
hann bar til baka sögusagnir um
að embætti varnarmála, innanrík-
is- og utanríkismála væru ekki
blessuð af honum. Síðan byltingin
var gerð í Portúgal 1974 hefur
herforingi jafnan verið í starfi
varnarmálaráðherra þar til nú að
Adeline Amaro da Costa, 36 ára
gamall verkfræðingur, tekur við
þeirri stöðu.
Ymsir ráðherranna hafa farið
með embætti áður, þar á meðal er
viðskiptaráðherrann, Basilo
Horta, sem jafnframt er yngsti
ráðherrann, 36 ára gamall, Do
Amaral er 38 ára og elzti ráðherr-
ann er fimmtugur að aldri. Stjórn
Sa Carneiro mun sitja í átján
mánuði, en þá verður að efna til
kosninga á ný.
Olympíuleikar
sniðgengnir?
Veður
víða um heim
Akureyri 2 alskýjaó
Amsterdam 2 heióskírt
Aþena 13 bjart
Barcelona 14 skýjað
Berlin 0 skýjað
BrUssel 4 snjókoma
Chicago -1 skýjaö
Denpasar, Bali 31 skýjaó
Dublin 3 skýjað
Frankfurt 3 skýjað
Genf 0 skýjað
Helsinki 0 skýjaö
Hong Kong 22 skýjað
Jerúsaiem 13 bjart
Jóhannesarborg 29 bjart
Kaupmannahöfn 0 bjart
Lissabon 19 skýjað
London 2 bjart
Los Angeles 25 bjart
Madrkf 16 bjart
Mallorca 11 skýjaö
Msligi 17 skýjað
Miami 24 bjart
Moskva -3 þokumóða
Nýja Delhi 15 skýjað
Newr York 7 skýjað
Ósló -3 bjart
Parfs 4 bjart
Reykjavík 4 úrkoma
Rio de Janeiro 31 skýjað
Rómaborg 5 rigning
San Francisco 14 skýjað
Stokkhólmur -2 skýjað
Sidney 20 akúrir
Tel Aviv 17 bjart
Tókýó 30 bjart
Vancouver 8 skýjað
Vlnarborg 0 bjart
Ó»16, 2. janúar. AP.
TVEIR norskir íþróttafrömuðir
sögðu í dag, að hernaðarihlutun
Sovétmanna í Afghanistan kynni
að leiða til fjarveru fjölmargra
rikja á Ólympíuleikunum í
Moskvu í sumar.
„Sterk öfl hafa þegar hafið fyrir
því baráttu að ríki heims mótmæli
hernaðaríhlutun Sovétríkjanna í
Afghanistan með því að senda
ekki keppendur á Ólympíuleikana.
Menn skyldu ekki halda að litlar
líkur séu á að úr mótmælunum
verði," sagði Arne B. Mollen,
52 fórust í
jarðskjálfta
Ponta Delgada. 2. janúar. AP.
BANDARISKIR hermenn aðstoð-
uðu portúgalskar hersveitir við
björgunar- og hjálparstörf á Azor-
eyjum í dag, en jarðskjálfti er
mældist sjö stig á Richterkvarða
reið yfir eyjarnar i gær. Skýrt var
frá i dag að 52 manns hefðu farist
og yfir 300 slasast, sumir lífshættu-
lega.
Mikið tjón varð á mannvirkjum á
eynni Terceira og þaðan voru flestir
hinna látnu. Bandarísk herstöð á
eynni slapp þó svo til alveg. Um það
bil 70 af hundraði allra húsa á
Terceira hrundu.
formaður norsku Ólympíunefnd-
arinnar, í viðtali við Verdens
Gang í Ósló.
Jan Staubo, sem á sæti í Al-
þjóðaólympíunefndinni, sagðist
yfirleitt vera á móti hvers konar
mótmælum er beindust gegn Ól-
ympíuleikunum. „Hins vegar lýsi
ég mig mjög andvígan hernaðar-
legri og pólitískri íhlutun Sovét-
manna, framkvæmdaaðila Ólymp-
íuleikanna, í Afghanistan, þar
sem hún getur stefnt leikunum í
sumar í mikla hættu."
Fregnir frá Brússel í dag
hermdu að þar hefði komið til
umræðu að NATO-ríki byndust
samtökum um að taka ekki þátt í
leikunum vegna hernaðaríhlutun-
ar Sovétríkjanna í Afghanistan.
Afghanskir stúdentar í Nýju Delhi hrópa „Rússnesku hundar, farið út
úr Afghanistan“, og kveikja í fána stjórnarinnar í Kabul eftir að þeir
lögðu undir sig sendiráð Afghanistans í Nýju Delhi.
Árásir á sendiráð í
Bonn og Nýju Delhi
í Teheran ruddust þúsundir að sovézka sendiráðinu
11 fórust í eldsvoða
Rottcrdam. 2. janúar. AP.
ELLEFU manns, þar á meðal sjö
börn á aldrinum fjögurra til fimm-
tán ára, fórust i eldsvoða I þriggja
hæða íbúðarhúsi árla í dag, að sögn
lögreglu.
Eldsupptök voru á jarðhæð en
orsök er ókunn, og breiddist eldurinn
ört út. Slökkvistarf gekk seinlega
þar sem erfitt var að komast að
húsinu sem var í elzta hluta borgar-
innar, en þar eru götur þröngar.
Hinir látnu voru allir Hollendingar.
Nýju Delhi, Teheran, 2. janúar. AP.
85 UNGIR Afganir gerðu atlögu að sendiráði lands síns í Nýju Delhi i
dag. Komust ungmennin framhjá indverskum öryggisvörðum og
héldu sendiráðinu í fjórar klukkustundir. Voru þá í byggingunni þrír
diplómatar og afganskur kaupsýslumaður. Sögðust þeir með þessu
vilja mótmæla skorinort ihlutun Sovétmanna um stjórn lands þeirra.
Hrópuðu mennirnir slagorð gegn Sovétrikjunum sem þeir ruddust inn
i húsið. Indverska lögreglan handtók engan eftir að ungmennin, sem
flest voru námsmenn, létu gislana lausa og héldu á brott án þess að
hafa gert neinum mein eða unnið tjón á húsinu.
í Bonn tóku afganskir stúdentar manns aðsúg að sendiráði Sovét-
sendiráð lands síns þar í borg og
héldu því í klukkustund til að
mótmæla íhlutun Sovétmanna.
Lögreglan tók 36 stúdenta fasta,
og er mál þeirra í rannsókn. Voru
þarna að verki um þrjátíu menn.
í gær gerðu nokkur þúsund
Nýtt njósnahneyksli
á Bretlandseyjum
London, 2. janúar. AP.
NÝTT njósnamál hefur sprottið
upp á Bretlandseyjum, en um
helgina var skýrt frá útkomu
bókar í júní næstkomandi þar
sem segir að Guy Maynard
Liddell, sem var einn æðsti
maður brezkra öryggismála á
stríðsárunum, hafi verið rússn-
eskur njósnari. Höfundur bók-
arinnar, David Mure, er var
starfsmaður brezku leyniþjón-
ustunnar, segir að sviksemi
Liddells hafi hjálpað til þess að
Bandaríkin drógust inn í seinni
heimsstyrjöldina. Segir Mure
að Liddell hafi i yfir 10 ár
starfað með Burgess-MacLean-
Philby njósnahringnum.
Liddell veitti forstöðu svokall-
aðri M15 deild. Innanríkisráðu-
neytið vildi ekkert láta frá sér
fara um málið í dag en M15
heyrir undir það.
Mure sagði við AP að Japanir
hefðu að líkindum ekki ráðist á
Pearl Harbor 1941, en þess í stað
gert innrás í Sovétríkin, ef
fyrirætlunum Japana, sem
brezka leyniþjónustan komst á
snoðir um, hefði ekki verið
haldið leyndum fyrir Banda-
ríkjastjórn. „Liddell verndaði
hins vegar Sovétríkin með því að
láta upplýsingarnar fara aðra
leið en ætlað var,“ sagði Mure.
Sagði Mure að í stað þess að
skýra Bandaríkjaforseta eða yf-
irmanni bandaríska heraflans
frá upplýsingunum hefði hann
skýrt J. Edgar Hoover yfirmanni
alríkislögreglunnar frá þeim, en
Hoover og Liddell voru góðkunn-
ingjar. „Liddell vissi að Hoover
mundi liggja á upplýsingunum
þar sem hann bar kala til
bandaríska varnarmálaráðu-
neytisins," sagði Mure. Hann
sagði að Sovétmenn hefðu ekki
getað varist árás á tveimur
vígstöðvum.
Loks segir Mure í bók sinni að
Liddell hafi fyrirskipað Anthony
Blunt fyrrum listráðunaut
Bretadrottningar, en njósnir
hans í þágu Sovétríkjanna voru
afhjúpaðar fyrir skömmu, að
skýra þeim Guy Burgess og
Donald MacLean frá því 1951 að
þeir mundu brátt verða afhjúp-
aðir.
ríkjanna í Teheran til að mótmæla
ofangreindri íhlutun og voru flest-
ir Afganir. Hópurinn var stöðvað-
ur við hlið sendiráðsins og verðir
Irana skutu af byssum upp í loftið
til að dreifa hópnum. Ekki varð
neitt manntjón svo vitað sé. Fólk-
ið bar kröfuspjöld þar sem andúð
á Sovétríkjunum var látin í ljós og
foringi hópsins las upp yfirlýsingu
þessa efnis. Pars-fréttastofan
sagði að um sex þúsund Afganir í
Mashad í Norðaustur-íran hefðu
einnig efnt til mótmæla og meðal
annars brennt sovézka fánann.
Afganskir klerkar voru í fyrir-
svari þessa hóp. Hann hélt síðan
til bandaríska sendiráðsins þar
sem endurtekin voru mótmæli
gegn Sovétríkjunum og bætt við
nokkrum velvöldum svívirðingum
um Bandaríkjamenn í leiðinni.
ERLENT
Hreinsanir
í Riyadh
Riyadh, 2. janúar, AP.
KHALED konungur hefur
sett nýja menn í æðstu
stöður innan hers landsins
og segja kunnugir, að þær
hreinsanir sem átt hafa
sér stað að undanförnu
eigi rætur sínar að rekja
til árásarinnar á stór-
moskuna í Mekka, en kon-
ungur var mjög óánægður
með hvernig til tókst í
viðureigninni við upp-
reisnarmenn.
Yfirmaður alls herafla landsins
var settur Mohammed As-Saleh
Hammad hershöfðingi, en auk
hans voru settir nýir menn í æðstu
stöður innan ftughers og landhers.
Hreinsanirnar eru þær um-
fangsmestu sem gerðar hafa verið
innan heraflans frá því Faisal
konungur var myrtur 1975.
Ennfremur var tilkynnt við
hirðina að Fawaz Bin Abdul Aziz
prins hefði sagt af sér embætti
borgarstjóra í Mecca „af heilsu-
farsástæðum", en kunnugir herma
að prinsinn hafi orðið að segja af
sér vegna mosku-málsins.