Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
Ásgeir Þórhallsson:
Skáldið
og
jóla-
gjafirnar
„Morgunblaðið, góðan dag. Nei.
Hann er því miður ekki við.
Morgunblaðið, góðan dag. Augna-
blik, ég skal athuga það,“ sagði
símastúlka í fordyri ritstjórn-
arskrifstofu Morgunblaðsins fjór-
um dögum fyrir jól.
Stúlkan hafði falleg augu. Á
borði, við skiptiborðið, stóð jóla-
krans. Uppi á vegg var mynd af
forsíðu Morgunblaðsins er eldgos-
ið í Eyjum stóð yfir og lát Lyndon
B. Johnsons ný afstaðið. A litlu
borði voru dagblöð. Innan úr
herbergjum blaðamanna, með
glerjuðum hurðum, heyrðist vél-
ritunarkliður, símhringingar,
hróp og köll. Menn voru á þönum,
pappírsilmur í lofi.
„Er ritstjórnarfulltrúinn við?“
sagði maður mitt á milli tvítugs
og þrítugs, með silfurgráa loðhúfu
er eyrnaskjólin dingluðu laus á,
með trefil og svarta hanska, and-
litið magurt og baugar undir
augum, stuttklippt yfirvaraskegg.
„Ég held það, gáðu,“ sagði stúlk-
an og benti á nálæga gluggalausa
hurð.
Ungi maðurinn tók húfuna ofan
og opnaði hurðina. í herberginu
sat höfuðstór maður, byrjaður að
grána fyrir hærum; unglega vax-
inn, við stórt skrifborð og var að
lesa Vísi. Það var gegnumtrekkur
og gardínurnar feyktust til og frá.
„Blessaður."
Maðurinn leit upp.
„Blessaður, Gunnar,“ sagði
maðurinn.
Gunnar gekk inn og lokaði á
eftir sér, renndi blússunni frá og
dró brúnt umslag undan peysunni.
„Ég er með smávegis ...“
„Hvað er það?“
„Þú ætlar ekki að gefast upp.“
Það er ekki svo auðvelt."
„Leyfðu mér að sjá.“
Gunnar rétti ritstjórnarfull-
trúanum hvít, vélrituð blöð, nokk-
ur fest saman með sitthvorri
bréfklemmunni, og fimm svart-
hvítar myndir í umslagi.
„Var verið að flytja smásögu í
útvarpinu eftir þig?“
„Ha, já.“
„Ég heyrði ávæning af því, gat
nú ekki hlustað á hana.“
„Já.
„Um hvað eru þessar greinar?"
„Önnur er um gamla skútu sem
verið er að gera upp, ég hafði
viðtal við skipasmið og fékk að
fara um borð.“
„En þessi. Blaðamaðurinn og
trúin?" sagði fulltrúinn.
Já. Ég hafði viðtal við gamlan
mann sem gengur í hús og býður
kristileg rit.“
Þorbjörn byrjaði að troða í pípu
Prins Albert tóbaki og hóf hér
lesturinn. Gunnar fékk sér sæti og
þakkaði guði, því oft hafði hann
þurft að koma seinna. Hann vissi
að hann mátti ekki fletta Vísi því
það hafði truflandi áhrif á rit-
stjórnarfulltrúann. Gunnar
mændi út í bláinn og lét fara illa
um sig, krosslagði fætur, andaði
hljóðlega, fann fiðring í maga.
Ritstjórnarfulltrúinn kveikti á
eldspýtu og bar eld að pípunni,
það tók að surga í hólknum og
tóbaksilmur fyllti loftið. Hann las
hægt og lagfærði stafsetningar-
villur öðru hvoru.
Á skrifborðinu lágu svarthvítar
ljósmyndir, grár sími, öskubakki
með brenndum eldspýtum, rauð
plastdós með viðloðandi bréf-
klemmum. Ritvél stóð á borði til
hliðar. Uppi á vegg var málverk af
eldrauðum hesti, innrammað
plagg sem á stóð „Diploma
Sauna“. Þykkar bækur með ártöl-
um á kili voru í bókahillum. Út um
stóran veltiglugga sást loftblásari
og ómálaður steinveggur. Hægt
var að snúa í hringi stólnum, sem
Gunnar sat í. Á fótum hafði hann
götótta rússkins-íþróttaskó af
Golagerð, sem héngu saman af
gömlum vana. í hvert sinn sem
ritstjórnarfulltrúinn fletti gaut
Gunnar augunum til hans, aldrei
ætlaði síðasta blaðið að koma og
biðin var drepandi. Loks stokkaði
Þorbjörn blöðin og sagði:
„Já, já. Þetta er allt í lagi.“
„Guði sé lof.“
Voru myndir með þessu?"
„Já. Þær eru hér,“ sagði Gunnar
og ýtti umslagi til hans.
Ritstjórnarfulltrúinn skoðaði
myndirnar.
„Var texti með myndunum?"
„Já, á aftasta blaðinu."
„Já, já. Jæja, þetta kemur bráð-
lega.“
Gunnar beit saman vörunum og
kinkaði kolli.
„Hvað er þetta hvíta, málning?"
sagði fulltrúinn.
„Þetta er svona tippex, vökvi
sem mála má yfir og þornar á
augnabliki.“
„Já. Þetta er ágætis frágangur
hjá þér, en þú ert lélegur í
stafsetningu. Jæja, þetta kemur."
„En hvað með hina greinina?"
„Nú, var önnur grein?"
Ritstjórnarfulltrúinn tróð aftur
í pípuna og byrjaði að lesa á ný,
las nú hraðar. Aftur fékk Gunnar
fiðring í magann og átti í erfið-
leikum með að festa augun á
eittþvað. Gunnari fannst óratími
líða. Loks stokkaði ritstjórnar-
fulltrúinn blöðin.
„Já, já. Þetta er fínt. Nokkuð
mannlegt, bara. Ég skal reyna að
láta þetta koma fljótlega. Ég er að
fara á fund núna, var það eitthvað
fleira?"
Gunnar stóð upp.
„Ég ætlaði að vita hvort ég gæti
nokkuð fengið borgað."
„Ja, nú er búið að breyta
greiðslufyrirkomulaginu."
„Nú?“ '
„Þú færð ekki borgað fyrr en
þetta hefur birst og áfram gildir
útborgun aðeins á milli
fimmtánda og tuttugasta hvers
mánaðar."
„Fæ ég þetta þá ekki borgað
fyrir jól?“
„Ég er hræddur um ekki.“
Rauður í vöngum og hikandi
yfirgaf Gunnar skrifstofuna.
„Ég þakka þér samt fyrir,“ sagði
hann.
„Blessaður."
Gunnar sendi símastúlkunni
augnaráð í von um vorkunn, hann
fékk það. Hann smeygði loðhúf-
unni á höfuðið, vafði treflinum um
hálsmálið og brá sér út um
glerhurð út á mannþrönga gang-
stétt á Aðalstrætinu. Snjóflyksur
svifu til jarðar og bílar voru með
Ijósin og rúðuþurrkurnar á, slátt-
ur í keðjum heyrðist. Búið var að
strekkja ljósaperur á milli húsa í
Austurstrætinu, grænar, rauðar
og hvítar.
Á bak við matvöruverslun, uppi
við gluggalausan steinvegg, stóð
reiðhjól með bögglabera. Plast-
poka hafði verið smeygt yfir
sætið. Á veggnum var ryðgað
niðurfall, hafði vatnsbuna brætt
snjóinn og myndað holu í jarðveg-
inn þar sem voru steinvölur,
glerbrot og tóm kardimommuglös.
Gunnar tók pokann af hnakknum
og sté á bak hjólinu. Hann hugs-
aði:
— Búið að breyta greiðslufyr-
irkomulaginu. Guð minn almátt-
ugur. Ég sem treysti á þetta.
Hvernig á ég nú að gefa jólagjafir.
Ég fæ hvergi lán, skulda öllum.
Hvað á ég að gera, hvað á ég að
gera?
Hann lét sig bruna niður Hofs-
vallagötuna á eftir gulum strætó
sem pústaði óvþerra út í and-
rúmsloftið.
— Þarna er enn eitt klandrið
sem ég hef komið sjálfum mér í
með skáldskapnum. Ég held það
þýði ekkert að vera að reyna að
lifa á því að selja dagblöðum
greinar og tímaritum smásögur.
Það er enga peninga upp úr þessu
að hafa. Maður getur ekki lifað án
peninga, er það?
Að kvöldi sama dags sat Gunn-
ar við eldhúsborð í föðurhúsum,
drakk mjólk og át volgar smákök-
ur. Heitt var í eldhúsinu og
ilmandi bökunarlykt. Móðir Gunn-
ars var að hnoða deig á borði
undir glugganum, fingur hennar
voru ataðir hveiti. Hún var komin
á eldra skeiðið, með brún augu,
brúna upphandleggi, fjörleiki í
fasi. Hún stráði hveiti undir
deigið, flatti það út með kökukefli.
Kökurnar skar hún út með glasi,
raðaði þeim á svarta, fituga plötu,
stráði möndlu og sykurmolamuln-
ingi ofan á og málaði yfir með
eggjahræru. Hún bakaði síróps-
kökur, kringlóttar með möndlu í
miðjunni, brúnar; hálfmána með
sultu innan í; gyðingakökur, þunn-
ar með muldum möndlum og sykri
ofan á; vanilluhringi; mömmukök-
ur.
Hún opnaði bakaraofninn og tók
út úr honum plötu sem á voru
bakaðar sírópskökur, notaði lepp
til að brenna sig ekki. Með spaða
tók hún kökurnar af og setti á
grind er var á borðinu fyrir
framan Gunnar. Það rauk úr
kökunum og þær voru linar. Kök-
urnar sem fyrir voru á grindinni
setti hún í Makkintos-dós. Svo
skellti hún nýrri plötu í ofninn.
„Þú mátt ekki klára allar kök-
urnar fyrir mér.“
„Þær eru bestar svona glóðvolg-
ar, þrælgóðar þessar sírópskökur."
„Já. Þetta er voða fín dönsk
uppskrift sem Hilda kenndi mér.
Það hefði kannski þurft meira af
kardimommum."
Gunnar fékk sér hvert
mjólkurglasið á fætur öðru, þar til
honum varð kalt í maga.
„Þetta smíðaði nú afi þinn,“
sagði hún og lyfti ferhyrndu
kökumóti til að skera út mömmu-
kökur.
„Er það?“
„Þetta smíðaði hann nú bara úr
dósarloki. Ég er hissa á þér að
vilja ekki læra neitt, þú sem ert
svo laginn í höndunum."
„Hvernig var það, smíðaði afi
fiðlu?“
„Já. Hann var eini maðurinn á
íslandi sem það gerði. En hann
var ekki nógu ánægður með hana
og keypti sér aðra í Danmörku."
„Hvernig þá?“
„Nú hann var eitthvað ekki
ánægður með hljómburðinn, þetta
þarf að vera svo nákvæmt, sér-
stakur viður."
„Svakalega hefur hann verið
laginn."
„Já. Og ég man að fyrsta
jólatréð sem var hjá okkur
smíðaði hann.“
„Þá var ekki mikið um jólatré.
Hann smíðaði greinarnar úr tré
svo held ég hann hafi límt mosa
utan á og málað grænt.“
„Voru þið ánægð?“
„Já. Við krakkarnir vorum voða
hrifin."
„Virkilega?"
„Já. Við vorum alveg ánægð þó
það væri heimasmíðað."
Gunnar varð hugsi.
„Þú smíðaðir nú brauðbretti
handa mér og það dugar enn.
Systur þína langar svo til að eiga
eitthvað eftir þig. Þú ert alltaf að
smíða þessa seglbáta. Væri ekki
nær að smíða eitthvað handa
okkur húsmæðrunum í fjölskyld-
unni?“
„Heldurðu það?“
„Það yrði gaman fyrir okkur að
eiga það. Ert þú ekki með útskurð-
artækin hans afa þíns?“
Ásgeir Þórhallsson
Gunnar settist inn í stofu og
horfði á karl með bólgnar varir
„segja veðurfréttir og benda á kort
í sjónvarpi. Gunnar tók ekki eftir
hvað veðurfræðingurinn sagði.
Eldri maður flautaði jólalag og
yljaði sér upp við ofn sem stóð á
bak við hurð. Hann sló úr tóbaks-
pontu á úlnlið sér og tók í nefið.
„Pabbi, leyfðu mér aðeins að sjá
pontuna þína.?
„Ætlarðu að fá þér í nefið,“
sagði maðurinn í gamansömum
tón.
„Nei. Ég ætla að skoða hana.“
Pontan var smíðuð úr hvaltönn
og nýsilfri , oddmjó í annan
endann. Hvaltönnin var byrjuð að
gulna. Á henni voru tveir tappar,
annar skrúfaður en hinn fleyg-
myndaður og með keðju í. Fanga-
mark föður hans var grafið á
pontuna.
„Hann Ásgeir afi þinn smíðaði
þetta," sagði gamli maðurinn.
„Já. Þetta er virkilega vandaður
gripur. Hann smíðaði svona og
seldi, var það ekki?“
„Rann út eins og heitar lumm-
ur.“
„En var pabbi þinn ekkert
laginn?"
„Jú, jú. Hann var söðlasmiður
heima á ísafirði."
„Já. Auðvitað."
Gunnar horfði á auglýsingarn-
ar. Þegar þulur, sem ekki gat sagt
ess, kom á skerminn stóð hann
upp og fór inn í lítið herbergi þar
sem var fataskápur er náði upp í
loft. í öðrum hluta skápsins voru
hillur, þær voru fullar af ýmsu
dóti: skrúfjárn í vindlakassa,
borvél; tvö björgunarvesti, báta-
blöð, samanbrotin segl; tveggja
barka kafaralunga, heimasmíðað-
ur glerkassi utan um myndavél,
notað til myndatöku neðansjávar.
Gunnar tók fram lítinn kassa með
renniloki. í kassanum voru fimm
útskurðarhnífar og lítil brýni.
Hnífarnir voru með kúlulaga tré-
handföngum sem féllu vel í lófa.
Eitt bitið var v-laga, annað u-laga,
sköftin íbogin. Gunnar athugaði
bitið með fingurgómi.
„Ég ætla að skreppa aðeins út í
skúr,“ sagði hann, klæddi sig í
hvíta lopapeysu og tók lykil af
snaga í eldhúsinu.
Úti var frost og það brakaði í
snjó undir fótum hans. Búið var að
setja jólaseríu fyrir ofan stofu-
glugga á bakhúsi, marglitar perur
og greni sem sveiflaðist til í vindi.
Gunnar fór að húsabaki, framhjá
öskutunnum, lauflausum birki-
runna, freðnum rabbarbaragarði,
að hrörlegum forsköluðum skúr,
svipaður bílskúr en engin hurð var
að framanverðu. Trémastur vafið
stögum hafði verið fest undir
þakskeggið. í garðinum, þar sem
voru birkitré hlaðin snjó, stóð
seglbátur á hvolfi, hulinn snjó.
Gunnar blés í skráargat á gisinni
hurðinni. Hann opnaði, klofaði
yfir snjóskafl sem myndast háfði
við hurðina, stappaði af sér snjó,
kveikti ljós. Skúrnum var skipt í
tvennt með millivegg klæddum
bleiku asbesti, hafði verið dregið
úr penslum á vegginn. í ytra
herberginu voru garðáhöld,
spýtnadrasl, ryðgaður miðstöðv-
arketill, tómir pappakassar, fólks-
vagen-hásing, bíldekk, netadrusl-
ur, samfestingur ataður málningu.
Snjóað hafði inn um rifu á þak-
glugga. Móða stóð út úr Gunnari
og í skúrnum var undarleg þögn.
Gunnar opnaði hengilás og fór inn
í innra herbergið. Þar var ísskáp-
ur sem breytt hafði verið í frysti-
kistu, tveir gamlir eldhússkápar
hver ofan á öðrum sem í voru
geymdar sultur í krukkum og
súrsaðar agúrkur, svartur utan-
borðsmótor sem gömul úlpa hafði
verið breidd yfir. Borð var undir
glugganum, á því var skrúfstykki
atað rauðum málningarslettum.
Upp á vegg hékk rafmagnsofn og
gamalt og stórt útvarpstæki. Á
gólfinu stóðu tveir stólar sem
hægt var að leggja saman, anöar
úr járni hinn úr tré. Vatn hafði
lekið í gólfið. Lágt var til lofts og
þakið hafði sigið. Úti í horni stóð
ölkassi með malt og appelsín.
Nakin pera lýsti.