Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 31 væri sem á undan segir verr fallinn en aðrir bátar til ofansetn- ings ef illa stóð á sjó. Jón Guðfinnsson átti part í bátnum með Einari, en ekki virtist útgerðin ætla að verða þeim bræðrum gróða fyrirtæki. Bátur- inn kom á versta tíma, kreppan hafði að vísu skollið á 1930 en 1934 bættist eindæma aflaleysi við lágt fiskverð. Jón á Einari Hálfdáns var hæstur í Bolungavík fyrstu vertíð- ina (1935) með 25 króna hlut frá nýári til páska. Menn óðu ekki í peningum í Bolungavík þennan vetur fremur en þá næstu og er þessu hallæri lýst í Einars sögu. Þótt Jón væri ötull formaður og sækti fast, var aldrei neinn æsing- ur í honum við mannskapinn. Hann var einstaklega laus við hávaða og bægslagang og skamm- ir, enda mannasæll. Eg, sem þetta rita, var með honum á síld eitt sumar á Einari Hálfdáns og man ekki eftir styggðaryrði frá for- manninum. Hins vegar minnist ég snarræðis hans eitt sinn mjög glöggt. Við vorum á reknetum og höfðum stoppað dráttinn til að hrista úr. Það var ágætt veður en dálítil lognkvika og í einni þeirra rann síld á dekkinu yfir í annað borðið. Það þurfti ekki mikið til að halla 8 tonna súðbyrðingi. í stað þess sem margur hefði líkast til reynt, að moka síldinni til baka eða niður í lest, en hvorttveggja hefði verið umhendis og seinlegt ef ekki hvolft bátnum svo mikill sem hallinn var, gerði Jón það eina sem rétt var og gerði það strax. Hann þreif síldarháf í vélarhúskappanum og skólfaði síldinni út yfir borðstokkinn und- an hallanum en lét okkur hina færa okkur yfir í hitt borðið og hala til okkar net. Ef við hefðum farið út í borðið að moka er eins líklegt að bátnum hefði hvolft, hann vantaði áreiðanlega ekki nema mannsþyngd eða tveggja til þess. — Þessum fleytum veitti undan manni, sem stóð á öðrum borðstokknum, hvað þá mörgum. Þannig var Jón Guðfinnsson snar- ráður maður og handtakagóður. Hér verður nú að gera stanz á sjómannssögunni til að geta lífsförunautar Jóns, en það var 10. október 1931, sem hann kvæntist Þorgerði Einarsdóttur Hálfdáns- sonar og Jóhönnu Einarsdóttur. Hún þótti einn bezti kvenkostur í plássinu, frið stúlka, greind og af góðu foreldri. Þeim hjónum fædd- ist 1933, fyrsta og eina barn sitt, Einar, sem er þekktur tögaramað- ur í Reykjavík, lauk prófi frá Stýrimannaskólanum 1957 og hef- ur síðan verið stýrimaður eða skipstjóri á togurum. Hann er kvæntur Veru Einarsdóttur Krist- jánssonar og Aðalbjargar Bjarna- dóttur og eru börn þeirra hjóna fjögur og öll komin til þroska. Það yngsta 12 ára drengur. Barnabarn þeirra Einars og Veru er eitt. Hafði Jón mikið yndi af þeim öllum, því að hann var maður barngóður. Þótt það sé ekki mitt að votta um innræti þessa látna manns, veit ég að hann bar hlýtt hjarta undir sjómannsstakknum og dálítið hrjúfu yfirborði á stundum. Þegar kom fram á þriðja stríðs- árið og hagur Bolvíkinga tekinn að rýmkast og þá einkum Einars, aðalútgerðarmannsins, fóru Einar og formenn hans að hugsa til stærri báta, enda jukust um þær mundir vonir manna um bætt hafnarskilyrði. Jón Guðfinnsson seldi Hálfdáni frænda sínum og mági part sinn í Einari Hálfdáns og fór haustið 1943 á sjómanna- námskeið á ísafirði og lauk þar hinu minna-fiskimannaprófi í jan- úar 1944. Þá varð hann stýri- maður á vélbátnum Bangsa, 41 tonna báti, sem Einar hafði keypt. Árið 1945 varð Jón skipstjóri á Bangsa. Einar notaði Bangsa mest til vöruflutninga að sunnan en beitu- flutninga að norðan. Þær ferðir reyndust oft svalksamar, því að ekki var nú flutningaskipið neitt hafskip í sjó að leggja hlaðið að vetrarlagi fyrir Hornstrandir eða Núpa og Látrabjarg. Jóni gengu flutningarnir áfallalaust, þótt hann biði ekki oft af sér veður í höfnum. Eins og drepið hefur verið á, var hann óragur við vond veður og meira en það, það lá aldrei betur á honum á sjó en þegar veður gerðist varhugavert. Allt lukkaðist honum þó, vegna þess hve laginn og öruggur stjórn- andi hann var og gætinn stjórn- andi þegar hann þurfti til þess að taka. Jón hafði verið aflasæll á Einari Hálfdáns og hlutahæstur í Bol- ungavík síðustu vertíðina á honum ásamt Bernódusi Halldórssyni á Maxinum. Þeir höfðu báðir 4 þúsund króna hlut frá nýári til páska, og var þá allur munur á orðinn frá fyrstu vertíð Jóns á Einari en þá hafði hann sem áður segir 25 króna hlut yfir sama tíma. Bangsi reyndist hins vegar Jóni ekki nein happafleyta á fiskveið- um. Hann var erfiður línubátur, lét seint að stýri og lá ekki vel á stefnu í andófi, því að hann var breiður og grunnur hlutfallslega. Á síldveiðum réði Bangsi ekki við tvo nótabáta en Jón fór á síld á Bangsa 1945 og hitti þá á eitt mesta ördeyðusumar síldveiðisög- unnar. Nótin var einnig of viða- mikil fyrir Bangsa. Hún hafði verið keypt af Fjölnisútgerðinni og sett upp fyrir stærri bát. Jón sá að hringnót myndi henta betur og var með slíka nót næsta sumar og gekk þá ágætlega. Enn var svo eitt sumar á síld með Bangsa, en þá varð hann fyrir því óláni, að skekkja var í nótinni og uppgötvaðist hún ekki fyrr en langt liðið var á sumar og síldar- vertíðin að enda. Árið 1951 lét Jón af skipstjórn á Bangsa og hafði þessi bátur reynst honum svo erfiður og hann orðinn þreyttur, að hann hugsaði ekki meir til skipstjórnar. Þau hjón fluttust suður til Keflavíkur og fór Jón að vinna á Vellinum. Þar undi hann sér ekki nema árið og fluttust þau hjón þá til Reykjavíkur, þar sem Jón réði sig á Hvalfellið, nýsköpunartogar- ann, með Snæbirni Ólafssyni. Enda þótt ég væri fjarri þegar ég frétti, að þessi formaður frá Bolungavík væri kominn á togara, varð mér oft hugsað til Jóns í þeirri sjósókn. Það er nú ekki aðeins að það sé erfitt fyrir skipstjóra í þrjá áratugi að gerast háseti, Jón reyndar aldrei verið háseti sem hét, heldur er erfitt fyrir mann uppalinn á línubátum að gerast togarasjómaður á full- orðins aldri. Þetta er allt öðru vísi sjósókn, veiðarfærið allt annað og flóknara, lífið um borð með öðrum brag en á bátunum. Sjálfur hafði ég reynt þetta og yngri en Jón og átti þó erfitt með að venjast umskiptunum. En þótt Jón Guð- finnsson væri kominn á fimmt- ugsaldur og tekinn að láta sig — það kom við bakið í mönnum hin erfiða sjósókn frá Bolungavík einkum setningin og sleit mörgum fyrir aldur fram — og Jón ekki kynnst botnvörpu, varð hann strax ágætur togaramaður, komst vel niður í neti og öllum vinnu- brögðum um borð: Þar hef ég fyrir mér umsagnir félaga hans, og Markúsar Guðmundssonar, sem Jón fór til á Marzinn þegar Snæbjörn hætti skipstjórn, „og orð Markúsar eru ekki til að rengja," eins og Tryggvi Ófeigsson myndi sagt hafa. Það geta sjómenn dæmt um, að það er afreksverk að byrja á togara á fimmtugsaldri og verða þar meira en meðalmaður til allra verka. Það kann að vera, af því að ég þekki gerla hversu erfitt þetta hlaut að reynast hinum gamla bátaformanni, að ég er alltaf dálítið stoltur með sjálfum mér af þessum Bolvíkingi og finnst hann hafa verið eitt órækasta dæmi um það hver kengur var í Bolvíking- um fyrrum. Þar var margur af- reksmaðurinn við sjóinn og Jón Guðfinnsson einn þeirra. — Þessi hafnlausa verstöð Bolungavík hefði ekki haldist við lýði nema vegna ódrepandi seiglu fólksins sem bjó þar. Árið 1963 hætti Jón til sjós, þá farinn að heilsu. Ekki vildi hann þó halda að sér höndum, og fór að vinna í landi, lengst af í Málm- steypu Ámunda Sigurðssonar. Þar vann hann eins lengi og fjörið þoldi og þó lengur, því að hann var harður af sér. Jón Guðfinnsson var andlega og líkamlega vel byggður maður. j Hann var skýr í hugsun og vel að manni og notaði krafta sína til að vinna með þeim, en ekki til að abbast uppá náungann, því að hann var illindalaus maður og stillti vel skap sitt sem var þó mikið. Hann var í hærra lagi á vöxt og þrekinn, herðarnar dálítið kúptar, eins og oft er á sterkum mönnum. Hann var dökkur yfirlit- um og svipurinn karlmannlegur og allur bar hann það með sér, að hann væri karlmenni að kjarki og dug. Enda þótt kynni okkar Jóns væru ekki náin sökum aldursmun- ar og eins þess að leiðir okkar lágu ekki saman nema fá ár heima í Bolungavík, þá var mér hlýtt til þessa látna manns og sakna hans. Það er einum góðum dreng færra úr gömlu Víkinni... Ásgeir Jakobsson. + Úför eiginmanns míns og föður okkar HÖGNA EYJÓLFSSONAR, rafvirkja, Barmahlíö 25 fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 4. janúar kl. 15. Sigríður Einarsdóttir, Guðrún Helga Högnadóttir, Eyjólfur Högnason. Maðurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir MAGNÚS BJARNASON, Reykjabraut, Mosfellssveit lést 15. desember. Jaröarförln hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hlns látna. Gunnhild Bjarnason, Einar Magnússon, Kristinn Magnússon, Jóna Georgsdóttir, Gunnar R. Magnússon, Kristfn Davfðsdóttir. + Eiginmaður minn, faöir og tengdafaðir, VIGFÚS VIGFÚSSON, Njörvasundi 17 lézt 16. desember. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Kristfn Sveinsdóttir, Vigfús Óöinn Vigfúsaon, Freysteinn Vigfússon, Anna Bára Pétursdóttir, Guðmundur Vigfússon, Robin Kluger Vigfússon. + Faðir okkar, tengdafaöir og afi SIGMUNDUR JÓHANNSSON, Blómvallagötu 12 lézt 30. desember í Landspítalanum. Jaröarför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. janúar kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afbeöin. Þuríöur Sigmundsdóttir, Þórir H. Bergsteinsson Jóhann Sigmundsson og barnabörn. + Útför föður okkar FINNS GUÐMUNDSSONAR, náttúrufræðings verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna Helga Finnsdóttir, Guörún Finnsdóttir, + Hjartkær faðir okkar og fósturfaöir STEINN ÞÓRDARSON, frá Kirkjulæk sem andaöist 24. desember verður jarðsunginn frá Breiöabólstaö í Fljótshlíö laugardaginn 5. janúar kl. 14.00. Börnin. + Eiginkona mín, móðlr okkar, tengdamóöir og amma SVANA JAKOBSDÓTTIR, Lönguhlíö 23 verður jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 4. janúar kl. 1.30 e.h. Garöar Jónsson, synir, tengdadætur og barnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi ALBERT ERLENDSSON, Selvogsgötu 10, Hafnarfiröi veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 4. janúar kl. 2. Ingveldur Albertsdóttir, Kristín Albertsdóttir, Margrét Albertsdóttir, Steingrímur Benediktsson, Ólafía Albertsdóttir, Gunnar Guömundsson, Erla Albertsdóttir, Einar Guömundsson. og barnabörn. + Minningarathöfn um föður okkar SIGURÞÓR ÞORLEIFSSON, Brekkubraut 3, Keflavík fer fram í Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. þ.m. kl. 10 árdegis. Jarösett veröur aö Odda á Rangárvöllum sama dag kl. 3 s.d. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Keflavíkur. Þorleifur Sigurþórsson, Ágúst Sigurþórsson. Bílferð veröur frá Keflavíkurkirkju og frá Umferöamiðstööinni í Reykjavík, kl. 12.15. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför frænku okkar, INGUNNAR ARADÓTTUR, Fagurhólsmýri. Systkinabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.