Morgunblaðið - 03.01.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980
39
• Hjarni Guðmundsson, einn af leikreyndari mönnum islenska landsliðsins skorar i landsleik gegn
Pólverjum á síðasta keppnistimabili. Bjarni hefur oftar en einu sinni tryggt íslandi jafntefli með mörkum
sinum á lokasekúndum landsleikja.
Tekst að sigra Pólverja
í höllinni í kvöld?
Leikmenn IBV
æfa síðdegis
LEIKMENN ÍBV munu í sumar stunda knattspyrnuæfingar sínar
síðdegis en ekki á kvöldin eins og verið hefur. Knattspyrnuráð
Vestmannaeyja mun tryggja vinnutap þeirra. Þetta fyrirkomulag
hefur ekki verið áður í Vestmannaeyjum. Er þetta mikil bylting fyrir
leikmenn meistaraflokks sem munu nú eiga fri öll kvöld og geta þvi
ráðstafað þeim að eigin vild. Mun þetta standa yfir í heila fimm
mánuði á árinu. Enn hefur ekkert verið ákveðið i þjálfaramálum hjá
ÍBV. Lið ÍBV mun vera fyrsta liðið sem tekur þetta fyrirkomulag upp.
Lið íþróttabandalags Akraness mun hafa það fyrirkomulag að æfa í
það minnsta tvívegis í viku á eftirmiðdögum i sumar. — HKJ/þr.
Real Madrid
óstöðvandi
ÚRSLIT leikja í spænsku deild- Real Sociedad — Burgos 2—2
arkeppninni um helgina urðu Hercules — Sporting Gijon 1 — 1
þessi: Real Madrid — Sevilla 2—0
Rayo Vallecano — Espanol 2—2
Barcelona — Valencia 2—1
Aimeria — Bilbao 4—2
Zaragoza — Las Palmas 4—0
Real Betis — Atl. Madrid 0—0
Salamanca — Málaga 3—0
Real Madrid hefur forystuna
með 23 stig að 14 umferðum
loknum. Real Sociedad hefur einu
stigi minna, en Sporting Gijon
hefur 19 stig.
LANDSLIÐ Pólverja í hand-
knattleik kom til landsins í gær-
dag og var það með alla sina
bestu leikmenn. Fyrsti landsleik-
urinn af þremur fer fram í
Laugardalshöllinni i kvöld og
hefst hann kl. 20.30. Forsala að
leiknum hefst á sama stað kl.
17.30.
Alls hafa íslendingar og Pól-
verjar leikið 16 landsleiki og
hefur okkur tekist að sigra fimm
sinnum og einu sinni hefur orðið
jafntefli. Oftast hefur verið mjótt
á mununum og úrslit ekki ráðist
fyrr en á síðustu mínútunum.
í liði Pólverja er Jerzy Klempel
en hann er af mörgum talinn einn
besti handknattleiksmaður heims-
ins. Hann er íslendingum góð-
kunnur af fjölum hallarinnar þar
sem hann hefur oftar en einu sinni
sýnt glæsileg tilþrif og iafnan
skorað fjölda marka. Íslenska
landsliðið hefur æft vel yfir há-
tíðarnar og kemur því vel undir-
búið til leiksins. Verður fróðlegt
að sjá hvernig hinu unga liði
Jóhanns Inga tekst upp í leiknum.
Besti stuðningur sem liðið getur
fengið er hvatning áhorfenda sem
getur vel fleytt þeim yfir flúðirn-
ar, og því er óhætt að hvetja fólk
til að fjölmenna í höllina og til
þess að hvetja landann.
Dauðsfall í hringnum
TVÍTUGUR hnefaleikakappi.
Tony Thomas frá Suður-Karó-
linu, lézt af völdum höfuðhöggs í
sjúkrahúsi i heimafylki sinu um
áramótin.
Höfuðhöggið hlaut hann í
hringnum. Það er ekki ný bóla að
hnefaleikamenn látist, en atvikið
átti sér stað 22. desember í fjórðu
lotu. Klukkustund eftir að mót-
Skin og skúrir
hjá landsliðinu
um áramótin
herjinn Sam Horne, hafði verið ræða.
úrskurðaður sigurvegari, hné
Thomas til jarðar í búningsklefa
sínum. Hann komst síðan ekki
aftur til meðvitundar.
Sigurvegarinn Sam Horne lék
þarna sinn fyrsta leik sem at-
vinnu maður í hnefaleikum og
kæmi víst fáum á óvart þó að um
síðasta leikinn hafi einnig verið að
ISLENSKA landsliðið í hand-
knattleik átti ekki náðug áramót,
enda æfir liðið af kappi þessa
dagana fyrir komandi átök gegn
Pólvcrjum og fyrir Baltic-
keppnina sem hefst 8. janúar.
Landslið Bandaríkjanna i hand-
knattleik lék hér þrjá leiki og
hefur áður verið greint frá úrslit-
um fyrsta leiksins gegn islenska
landsliðinu í Laugardalshöllinni.
ísland sigraði 24—17.
íslenska landsiiðið skipað leik-
mönnum 18 ára og yngri mætti
siðan bandaríska liðinu i Hafnar-
firði á laugardaginn og unnu
strákarnir þar mjög góðan sigur,
21 — 18. Unglingaliðið æfir af
kappi fyrir HM 1981 og virðist
liðið efnilegt.
Á sunnudaginn fjölmenntu
síðan Skagamenn í íþróttahúsið,
því að nú skyldi grafa Bandaríkja-
mennina á Skaganum. Islenskur
sigur varð ofan á, en líklega hefur
ísland sjaldan verið jafn nálægt
því að tapa fyrir bandarísku
landsliði og á Akranesi. Lokatölur
leiksins urðu 27—24 fyrir ísland,
en þrátt fyrir að Island hafi
byrjað leikinn með snilldar-
handknattleik og komist í 11—5,
var staðan um tíma í síðari
hálfleik orðin 19—18 fyrir USA!
En allt er gott sem endar vel og
sigurinn tókst að fæða, þó að hann
hafi verið tekinn með keisara-
skurði. Sigurður Sveinsson var
markhæstur íslensku leikmann-
anna með 9 mörk, en Atli Hilm-
arsson skoraði 5 mörk.
Á gamlársdag var íslenska
landsliðið enn í sviðsljósinu og
mætti þá erfiðari mótherja heldur
en bandaríska liðinu, eða úrvals-
liði þeirra íslensku leikmanna sem
leika með erlendum liðum. Þarna
voru mættir þrautreyndir karlar
eins og Axel, Björgvin, Ólafur H.
Jónsson, nafnarnir Gunnar Ein-
arssynir, Viggó o.fl. Þetta var
mikill sóknarleikur og mikið skot-
ið og skorað. „Útlendingarnir"
með þá Björgvin, Axel og Viggó
sem bestu menn, höfðu töglin og
hagldirnar lengst af í leiknum og
þegar skammt var til leiksloka
stóð 25—19 fyrir þá. En þá sigu
landsliðspiltarnir heldur betur
fram úr og sigruðu örugglega
31-27.
HaRdknaltielkur
Landsleikur í tiandlcnattleilc
Island
Pólland
í Laugardalshöll í kvöld kl. 20.30.