Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1980 Leiöin, sem farin var í Esjufjöll, merkt inn á kort. Einnig er merkt inn á kortið leið sú, sem Þorsteinn fór í Máfabyggðir nokkru áöur. Leiðangurinn lagður af stað til baka. Jepparnir eru á hrygjj á milli jökulsprungna og er varla meira en hálfur metri hvoru megin við jeppana niöur í gapandi jökulsprungurnar. ",' «.-p> •r*. hmm Ánægöir bílstjórar leiöangursins búnir aö leggja að baki rúmlega 20 km. leið eftir skriðjöklinum, sem aldrei áður hefur verið farinn á bifreiðum í Esjufjöll í Vatnajökli. ■ *■' ***<»*& * .a"1- ■ « f ''fy* . '■'«# £- - ÆVINTÝRALEGUR AKSTU FJÖLLYFIR SPRUNGINN í HAUST var farin fyrsta ferðin, sem farin hefur verið á jeppabif- reiðum i Esjufjöll i Vatnajökli. Fjórir ferðalangar voru í leið- angri þessum á tveimur jeppa- bifreiðum. Ferðin hófst á mánu- degi og var lagt upp í ferðina frá rótum Breiðamerkurjökuls og að sögn Þorsteins Sigurbergssonar, eins leiðangursmanna, var þessi ferð algjört einsdæmi. Þó svo að oft sé hægt að keyra 6—8 km. inn á jökulinn síðari hluta sumars þá telst það til meiri háttar tíðinda, að jökullinn hafi verið ökufær alla leið í Esjufjöll. Taldi Þor- steinn ákaflega litlar líkur á, að slikar aðstæður yrðu aftur næstu árin að hægt yrði að fara akandi á jeppum þessa leið. Litlar líkur á að hægt verði að aka leiðina næstu áirin Ferðin gekk vel þar til komið var austur af Káraskeri, sem er á að gizka 12 km í loftlínu upp á jökulinn, en leiðin í Esjufjöll frá jökulrönd er um 18 km. Þegar komið var upp með Káraskeri að austan er komið inn á mikið sprungusvæði, sem þarna er í skriðjöklinum, og var þá komið inn á erfiðasta hluta leiðarinnar. Þurfti nú að þræða fram og til baka meðfram jökulsprungunum og leita að höftum yfir þær, sem voru nógu breið fyrir jeppana. Þetta sprungusvæði spannar yfir um 2 ferkílómetra og tók það leiðangurinn um 4 klukkustundir að fara yfir það. Um klukkan 18 þennan mánu- dag var leiðangurinn kominn efst í sprungusvæðið og var þá tekin sú ákvörðun, að til þess að lenda ekki í myrkri síðasta áfanga leiðarinn- ar, að fara fótgangandi síðasta hluta leiðarinnar í skála Jökla- rannsóknafélagsins, sem þarna er og kanna um leið hvaða leið væri heppilegust fyrir jeppana þegar þeir yrðu sóttir daginn eftir. Upp í skálann var síðan um klukku- stundar gangur og var komið þangað um klukkan 19. Klukkan 8 morguninn eftir var lagt af stað frá skálanum niður að þeim stað þar sem jepparnir höfðu verið skildir eftir kvöldið áður. Var nú lagt af stað á jeppunum og ekin sú leið, sem valin var þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.