Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 5 3 Fyrrverandi guru varar við jóga Rabi Maharaj er af indversku bergi brotinn af gamalli prestsætt. Frá barnæsku var honum ætlað það hlutskipti að verða brahmin, hindúaprestur, og hlaut strangt uppeldi í leyndardómum hindúatrúar. Þegar á unglingsaldri var hann orðinn guru — helgur maður og fræðari, og naut mikillar lotningar. Hann hafði náð öllum æðri vitundarstigum hugleiðsl- unnar og dró að sér fjölda lærisveina. En þá segist hann hafa séð, að hann var á rangri leið. Hann sá það, að hann var enginn guð, ekki einu sinni guðlegur. Þó naut hann lotningar sem slíkur. Hann sá líka, að leið hans lá ekki til hins sanna Guðs, heldur frá honum. Hann varð kristinn. Og nú ferðaðist hann um og varar menn við því, sem hann áður kenndi, og er ómyrkur í máli. Ekki bara leikfimi Á umliðnum áratug hefur jóga og hugleiðsla komist í tísku á vesturlöndum. Milljónir manna, sem slitnað hafa úr tengslum við Kristna trú, leita lífsfyllingar í fornum indverskum trúariðkun- um. Rabi Maharaj telur, að þótt flestir byrji að iðka jóga vegna líkamsæfinganna, þá sé jóga í grundvallaratriðum trúarleg iðkun, sem snertir kjarnaatriði hindúatrúar, hjálpræðisleið, sem hefur það að marki að sameinast alvitundinni, hinu algjöra, óper- sónulega Brahman. Kristur er ekki Krishna Öll trúarbrögð hafa ekki sama markmið, segir Rabi Maharaj. Ég hef kynnst báðum leiðum. Ég hef náð hæstu vitundarsviðum sem guru, en það nægði ekki. En ég hef fundið þann Guð, sem enginn leið hindúasiðar getur leitt mig til. Það er sá Guð, sem Jesús Kristur boðar. Við eigum að elska alla menn, en við getum ekki elskað jafnt Jesú og Kris- hna og Búdda, því þeir fara hver sína leið. Kristur kennir að Guð sé skaparinn, sem skapar allt úr engu og elskar sköpun sína. Hindúasiður kennir að allt sé guð, þú ert guð og ég er guð. Vandamálin — blekking Ein ástæða þess, að ég fór að efast um grundvallaratriði barnatrúar minnar, hindúasiðar, voru afleiðingarnar hennar í lífi manna. Hindúatrú kennir að heimurinn sé aðeins blekking „maya“. Ekkert sé rétt og ekkert rangt, ekkert illt og ekkert gott. Þessvegna stoðar ekkert að tak- ast á við vandamál hvort heldur er stjórnmálalegs eða félagslegs eðlis. Lífið og sjálfsvitund mannsins er í augum hindúans böl og bölvun, sem fjötrar hann við tilveru, sem er eilíf hringrás undir lögmáli endurgjaldsins, „karma“. Keppikeflið er að losna úr þessum viðjum lífsins. Það gerist með því að maður nái algjöru valdi yfir hugsunum sínum en til þess þarf fyrst að ná valdi yfir líkamanum. Það gerist með jóga. „Jóga til heilsubótar" er e.t.v. saklaus leikfimi, en leiðir auðveldlega inn í heiðinn hugmyndaheim og gerir hann móttækilegri fyrir lífsafneitun hindúismans, segir Rabi Mahar- aj. Efnishyggjan er lika lífsafneitun segir Maharaj, og engu síður alvarleg. Samtímis því sem vest- urlandamenn þjást af ofbeldi, gramsa milljónir manna í sorp- Rabi Maharaj tunnum í borgum 3. heimsins. Einhver hefur reiknað það út, að það sorp, sem til fellur frá meðal fjölskyldu í Evrópu gæti fætt 8 manna fjölskyldu á Indlandi. Þetta hróplega dæmi ranglætis- ins líka andstyggð í augum hins eina, sanna Guðs. Kristnir menn verða að minnast þess, að kristin trú er fyrst og fremst líf með Jesú Kristi og í fylgd hans. Það ætti að hafa áhrif á daglegt líf Ágimd Guðspjall dagsins segir okkur frá tollheimtumanninum Zakk- eusi, sem klifraði upp í tré til að geta séð Jesú og fékk Jesú síðan sem gest inn á heimili sitt. Tollheimtumenn voru illa þokkaðir á dögum Jesú. Hvort tveggj a var að þeir voru í þjónustu hernámsliðsins og þóttu auk þess frekir til fjárins — innheimtu gjarnan meira en til var ætlast og stungu í eigin vasa. Zakkeus virðist hafa verið dæmigerður tollheimtumaður, auðugur og ágjarn. Við skulum hins vegar hvarfla huganum frá Zakkeusi og líta í eigin barm til að sjá hvort við finnum einhvern skyldleika. Ekki endilega það að við höfum með röngu af öðrum, heldur hvort svo kunni að vera að við séum á einhvern hátt haldin og gildismat, af því að Kristur berst gegn neyðinni í heiminum, og frelsar menn, ekki frá heim- inum og lífinu, heldur til lífs í þjónustu og kærleika. íhugun og efnishyggja íhugun hindúasiðar og kristin íhugun í ljósi Guðs orðs, eru ólík í grundvallaratriðum, segir Ma- haraj. Indversk íhugun miðar að því að tæma hugann, slæva og slökkva meðvitundina, og líkist helst dáleiðslu eða vímu. Inn- hverf íhugun varð tískuvara þegar Bítlarnir uppgötvuðu guru að nafni Maharishi, sem sat við hugleiðslu í Himalaja. „Ihugun í stað efnishyggju“ er slagorð, og það slagorð hefur gert Mahar- ishi sjálfum kleyft að eignast einkaþotu og hótel svo og árs- tekjur upp á 20 milljón Banda- ríkjadala. Innhverf íhugun er siðlaus, segir Rabi Maharaj. Maharishi segir að þetta séu vísindi, þótt hann viti fullvel, að hér er um að ræða hreinræktaða hindúatrú. Enginn getur neitað því að vígsluathöfnin er fórnar- athöfn, þar sem indversk goð eru ákölluð og „mantrað" er goða- heiti. Sá sem tekur þátt í slíku afneitar þar með Jesú Kristi. Alltaf eru að koma nýjir fræðarar og bjóða fólki til hug- leiðslu námsleiða, jóga eða slök- un, en oftar en ekki er hér um að ræða dulbúið trúboð lífsfjand- samlegra sértrúarflokka, sem leiðir fólk í gildru. Fólk leitar þar slökunar og sálarfriðar, en í raun og veru tekur það þátt í glæfraspili, og leggur sína eigin sál undir, segir hinn fyrrverandi guru að lokum. (ílr Kyrkpressen — Finnlandi) 2. sunnudagur eftir þrettánda. Guðspjall: Lúk. 19.1 — 10. ... Því að manns sonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. þeim kvilla að girnast meira en við þörfnumst af þessa heims gæðum meðan aðrir líða nauð. Hvort við séum haldin þeim kvilla að girnast stöðugt meira af þessa heims gæðum meðan við sveltum okkur að því er varðar það sem hefur gildi út fyrir gröf og dauða. Jesús dvaldi dagstund í húsi Zakkeusar. Þau kynni sem þar tókust umturnuðu hugarfari tollheimtumannsins. Hann tók að líta til annarra. Hann frelsað- ist úr fjötrum ágirndar sinnar. Fleira fjötrar en ágirndin. Jesús sagðist vera kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. Gefum við Jesú Kristi það færi á okkur að okkur hlotnist sams- konar hjálpræði og Zakkeusi og fjölmörgum öðrum sem hleypa Jesú inn til sín? Bœnavika fyrir einingu kristninnar Við minnum á alþjóðlega bænaviku fyrir einingu hins dreifða kristindóms, sem hald- in er um heim allan dagana 18.—25. janúar. Samstarfs- nefnd kristinna trúfélaga, sem mynduð er af fulltrúum þjóð- kirkjunnar, Kaþólskra, Hvíta- sunnumanna og aðventista, hefur gefið út bækling sem ætlaður er til notkunar við bænagjörðir þessa viku, jafnt í einrúmi sem og í kirkjum. Frétta- molar Sextán þúsund „dulinu þjóðabrot Sérstök kristniboðsráðstefna hefur nýlega verið haldin í Aþenu og voru þátttakendur frá 17 löndum. Forseti ráðstefnunn- ar var hinn kunni kristniboðs- leiðtogi Ralph Winther. Þátttak- endur hófu ráðstefnuna með sex daga pílagrímsferð í fótspor Páls postula. Því næst var sest á rökstóla um hvernig best yrði staðið að kristniboði 20 síðustu ár þessarar aldar. í sérstakri „Aþenu-yfirlýsingu“ var í upp- hafi staðhæft, að mikilvægasta takmarkið væri að koma á fót sjálfstæðum kirkjum meðal hinna 16.750 „duldu" þjóðar- brota sem ekki hefðu lifandi kirkju starfandi. Nú eru kristnar kirkjur starfandi í næstum öll- um þjóðlöndum heims, en ef heimsálfunum er skipt í þjóðir og þjóðabrot sem hver hefur eigin menningu, eru enn 16.750 þjóðir sem ekki hafa komist í snertingu við fagnaðarerindið að sögn Winthers. Tékkar ráðast gegn Biblíulestri Skýrslur herma að yfirvöld í Tékkóslóvakíku hafi hafið nýja sókn á hendur kristnum mönnum. M.a. er bent á að ástandi í fangelsum landsins sé mjög erfitt. Þar er stranglega bannað að lesa Biblíuna eða biðjast fyrir. Þeir sem eru staðn- ir að því að hafa bænastundir einslega í klefum sínum eiga á hættu þyngdan dóm. Gert er ráð fyrir að þessar hertu reglur standi í sambandi við réttarhöld þau sem farið hafa fram í Tékkóslóvakíu und- anfarið og sé tilraun til þess að brjóta alla andstöðu við ríkis- stjórnina á bak aftur. Biblíii- lestur vikuna 20.—26. jan. Sunnudagur 20. jan. Lúk. 19:1—10 og Róm. 12:6—16a Mánudagur 21. jan. Mark. 2:18-22 og Jes. 61:10-11 Þriðjudagur 22. jan.. Mark. 3:1—6 og II. Mós. 20:1—17 Miðvikudagur 23. jan. M .rt, 19:3—9 og Míka 6:6—8 Fimmtudagur 24. jan. Matt. 5:17—26 og V. Mós. Föstudagur 25. jan. Jóh. 1:15—8 og V. Mós 32:45-47 Laugard. 26. jan. Post. 7:35—10 og Hebr. 12:18—24

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.