Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 Með vaxandi samskiptum Kínverja við umheiminn hafa umgengnisvenjur orðið frjálslegri. Myndin er tekin í samkomusal You-Yi gistihússins í Peking þar sem hægt er að fá sér snúning eftir vestrænni danstónlist. sagði hún, „þetta er reglulegt sóðatal." Segja má að getnaðarvarnir séu eina hlið málsins sem sæmandi þykir að viðurkenna sem staðreynd. „Pillunni" er dreift ókeypis til allra kvenna og þær eru óspart hvattar til að aðstoða við að halda fólksfjölgun í skefjum með því að taka hana. Fjöldi karla tekur þátt í tilraun, sem undanfarin ár hefur verið gerð með getnaðarvarnatöflur, en sérfræðingar víða um lönd telja þetta lyf einna líklegast þeirra, sem tilraunir eru gerðar með, til að koma að notum sem getnaðar- vörn fyrir karla. Greinarhöfundur var staddur í lyfja- búð í miðri Peking þegar kona, á að gizka fertug, vatt sér inn og bað um „pilluna". Afgreiðslustúlka leit á hana með tor- tryggni og greinilegri vanþóknun og spurði: „Fyrir þig?“ „Nei, nei,“ flýtti konan sér að segja, „það er fyrir dóttur mína.“ Greinilega féll þessi skýring ekki í góðan jarðveg, því ekki hvarf vandlæt- ingarsvipurinn af afgreiðslustúlkunni. Ástæðan var eflaust sú, að þótt hár konunnar væri farið að grána gat hún vart verið svo gömul að hún ætti dóttur, sem komin væri á réttan aldur. Til þess hefði hún þurft að vera a.m.k. fimmtug, því að í Kína hefst kynlíf kvenna ekki fyrr en um 25 ára aldur, í fyrsta lagi, því að lög heimila þeim ekki að ganga í hjónaband fyrr. Líklegasta skýringin á þessu samtali er sú að konan hafi skammazt sín fyrir að viðurkenna að hún hefði enn kynmök við eiginmann sinn, komin á þennan aldur. . Ping kallar höfundur hálffertuga skrifstofustúlku, sem hann komst í kynni við og fékk til að ræða opinskátt um afstöðu sína til hjónabandsins. Hún hafði kynnzt manni sínum þegar bæði stunduðu nám í menntaskóla. Hann var meðlimur í flokknum og líklegur til að öðlast frama. Ping segir það fyrst og fremst hafa verið fyrir tilstilli umsjón- arkennara hennar að hún féllst á að giftast manninum, því að kennarinn, sem einnig var flokksfélagi, leit svo á að þessi ráðahagur væri hinn ákjósanlegasti. Nú heldur Ping því fram að hún hafi aldrei verið hið minnstá hrifin af manni sínum og að hjónabandið hafi frá upphafi verið henni hin mesta raun. „Mér fannst allt, sem viðkom kynlífi, saurugt. Ég þoldi aldrei að hann kæmi nálægt mér og reyndi jafnan að komast hjá því að láta hann snerta mig. En hann var sterkari en ég og fékk sínu fram- gengt. Fyrir okkur bæði var þetta hreinasta andstyggð." Brátt kveðst hún hafa komið sér upp nokkurs konar ósjálfráðu varnarkerfi. „Þegar hann fór að láta vel að mér var eins og ég væri að fá hjartaslag. Ég fann til þrengsla yfir brjóstinu og átti bágt með að ná andanum. Yfirleitt hljóðaði ég upp og þá varð maðurinn minn skelfdur og lét mig í friði." Ping fór í læknisskoðun, en lækninum tókst ekki að finna neitt athugavert. „Auðvitað sagði ég læknin- um aldrei hver ástæðan var, — slíkan viðbjóð er ekki hægt að ræða.“ Ping taldi óhugsandi að samfarir stæðu lengur en þrjár til fjórar mínutur, en í hjónabandi hennar hafði þeirri athöfn jafnan lokið með því að eiginmaðurinn hafði sig í burtu. Henni ofbauð þegar henni var sagt frá því að til væru bandarískir sérfræðingar, sem árum saman hefðu helgað sig rannsóknum á kynferðislegu atferli mannskepnunnar, og að bækur með niðurstöðum Kinseys og Hikes hefðu um árabil verið metsölubækur um allt landið. „Hvílík tímasóun," sagði hún. Hún kvaðst aldrei hafa hlotið fræðslu um kynferðismál af nokkru tagi, hvorki frá foreldrum sínum, félögum né í skólanum, að undanskildum fyrirlestri um getnaðarvarnir, sem haldinn var á vinnustaðnum, og hún hafði ekki hirt um að hlusta á nema með öðru eyranu, þar sem henni þótti málefnið mjög ógeðfellt. Breytt afstaða I lok menningarbyltingarinnar varð þess vart að viðhorf ungs fólks, og þá fyrst og fremst virkra þátttakenda í henni, til kynferðismála var farið að breytast. Sú þróun hefur haldið áfram en hún hefur verið mjög hægfara og fara litlar sögur af henni utan Peking. Þar eru t.d veitingastaðir, r.em fjölsóttir eru af ungu fólki og feróamönnum. Einn þessara staða er „Fr'ð.ukaffi" í miðborg- inni. Þar safnast saman fólk af öllu tagi til að drekka bjór eða fá sér aðra hressingu og sýna sig og sjá aðra. Popp-tónlist frá Hong Kong ómar um sali frá japönskum kassettutækjum, vændiskonur eru þar á stangli, og fyrir áramótin lét lögreglan til skarar skríða og handtók á staðnum 16 slíkar ásamt fylgdarmönnum, á einu bretti. Vændis- konurnar voru ákærðar fyrir að „ófrægja þjóðina" með athæfi sínu. Undanfarna mánuði hefur verið að koma í ljós að afstaða kínverskra fjölmiðla til samskipta kynjanna er að breytast. Til skamms tíma var einfald- lega ekki minnzt á þessa hlið daglegs lífs, en nú hefur dagblað eitt, sem sérstaklega er ætlað æsku landsins, breytt um stefnu og birtir nú öðru hverju lesendabréf og svör við þeim. Þar gefst unga fólkinu tækifæri til að leita ráða vegna sinna hjartans mála. Nýlega birtist bréf í þessum dálki frá Xiao Li (Li litla) sem sagður var frá Henan-héraði í norðurhluta landsins. Erindið var „vandamál, sem veldur mér blygðun, þ.e.a.s. sjálfsfróun. í meira en ár hefur mig langað til að hætta þessu, en ég get það ekki. Ég finn að þetta dregur úr mér mátt og hef áhyggjur af því að það kunni að hafa áhrif á kynlíf mitt þegar ég hef gengið í hjónaband, og jafnvel að ég kunni þá að reynast getulaus." Ye Gonghsao, prófessor við læknaskól- ann í Peking, er fenginn til að svara bréfinu, og eru útskýringar hans á þessa leið: „Sjálfsfróun er í sjálfu sér ekki sjúkdómur, heldur athöfn sem ber vott um hömluleysi, er smám saman getur orðið að slæmum ávana. Sé þetta stund- að reglulega verður það til að örva starfsemi kyntauganna, en örvun þeirra hefur í för með sér máttleysi, doða, þreytu, minnisleysi og aðra kvilla, sem valda tregðu í námi og starfi. í alvar- legum tilfellum verður afleiðingin tauga- áfall." En prófessorinn vekur athygli á því að svartnættið sé ekki algjört: „Ég get fullvissað þig um, að hægt er að sigrast algjörlega á þessu vandamáli. Þú skalt byrja á því að einbeita eins miklu af orku þinni og mögulegt er að náminu og skipuleggja tómstundir þínar til þátt- töku í menningar- og íþróttaiðkun. Áður en þú ferð að sofa skaltu fara út og skokka og fara síðan i heitt fótabað og reyna síðan að sofna um leið og þú ert kominn upp í rúm. Þegar þú vaknar um morguninn skaltu ekki lúra áður en þú ferð fram úr. Gættu þess að sofa ekki liggjandi á maganum og sofðu ekki undir of mörgum ábreiðum." Hagstjórnartæki í borgum Kínaveldis mega konur, lögum samkvæmt, ekki ganga i hjóna- band fyrr en þær hafa náð 25 ára aldri, og karlar fá ekki leyfi til þess fyrr en þeir eru 27—28 ára. I sveitum er aldursmarkið víða nokkru lægra. Til að ganga í hjónaband þarf sérstakt vottorð frá trúnaðarmanni kínverska kommún- istaflokksins á vinnustað, og er tilgang- urinn í samræmi við þá stefnu yfirvalda að letja fólk fremur en hvetja til að rugla saman reytum sínum. Hafi viðkomandi óflekkað pólitískt mannorð — þ.e.a.s. sé ekki stimplaður gagnbyltingarsinni og hvorki afkomandi landeiganda né kapít- alista — þá fæst leyfið yfirleitt vafn- ingalaust. Annars verður rekistefna, sem endað getur með synjun, þótt ekki sé það algengt. Gangur skilnaðarmála er svipaður. Flokksdeildin á vinnustað rannsakar málavexti áður en heimilt er að sækja um skilnað hjá hlutaðeigandi stjórnvöld- um, og þrátt fyrir yfirlýstan tilgang hj úskaparlöggj afarinnar um einföldun slíkra mála verður reyndin oft sú að samfélagið stendur gegn því í lengstu lög að þau nái fram að ganga. Þessi afskiptasemi þjóðfélagsins varð- andi hjúskaparmál er í rauninni hag- stjórnartæki, sem fyrst og fremst er ætlað að stemma stigu við fólksfjölgun í landinu, en einnig að koma í veg fyrir los og rótleysi, sem hljótist af hjónaskilnaði. Hvað fólksfjölgun varðar verður ekki séð að þetta hagstjórnartæki hafi komið að tilætluðum notum, því að frá valdatöku kommúnista árið 1949 er talið að þjóð- inni hafi fjölgað úr 540 milljónum í 960 milljónir. Fólksfjölgun er alvarlegasta þjóðfélagsvandamál Kínverja um þessar mundir, að því er yfirvöld telja, og hafa yfirvöld sett sér það mark, að um aldamótin hafi tekizt að snúa þróuninni við. — Á.R. (Heimild: Fox Butterfield, The New York Times Magazine) 7 víkíT f' 0 Kaupmenn — verslunarstjórar! / AVEXTIRIÞESSARI ^ Klementínur — appelsínur — sítrónur greipaldin — epli rauð — epli græn — epli dönsk — bananar — vínber græn — peru AVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjánsson hf. Sundagörðum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.