Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 63 15 til 40 ára kaupa mest af hljómplötum í Bandaríkjunum 50,5% krakka á aldrinum 6—19 ára keypti 5 eða fleiri plötur á ári í samanburði við 50,9% á aldrin- um 20—29, 41,4% á aldrinum 30—39, 41,8% á aldrinum 40—49, 34,4% á aldrinum 50—59, og 31,5% á aldrinum 60—99. Það sem helst er merkilegt við þessa skoðanakönnun er að pró- .sentin virðast ekki lækka mikið með aldrinum, og þeir sem á annað borð byrji að safna hljómplötum haldi því áfram að mestu leyti fram eftir aldri. Hvort í nýlegri skoðana- könnun sem birt var í Billboard kom í ljós að 56% Bandaríkjamanna kaupa eina eða fleiri breiðskífu á ári. Einnig kom í ljós að 10% keyptra platna er keypt af 1% kaupenda. en flestir á aldrinum 15—40 ára kaupa plötur að staðaldri. þessar niðurstöður séu sambæri- legar við kaupvenjur okkar á hljómplötum er ekki gott að segja, þess má geta að kassettur eru ekki teknar með í þessari könnun, en framleiðendur vilja halda því fram að sala hljómplötunnar hafi minnkað verulega vegna aukinnar sölu á óáteknum kassettum. Og ef þið viljið flokka ykkur þá taldi könnunin 15 plötur og meira á ári vera mikið, 7—14 eðlilegt, en 6 eða minna lítið. HIA Heiðruðu útgefendur 226 hljómplatna á árinu 1979 • Það hefur verið til siðs í tónlistarheiminum að veita við- urkenningar fyrir góða sölu hljómplatna. Plötur verða að gullplötum og platinumplötum í dag. en urðu að gull- og silfur- plötum hér áður fyrr. . „ I Banda- ríkjunum, sem er líklega stærsti markaður hljómplötunnar hvað magn snertir þó við sláum þá þó líklega út í sölu á mann, eru það Samtök aðilja hljómplötuiðnað- arins sem fyigjast með sölu platna og veita þessar viður- kenningar. A árinu 1979 voru veittar viður- kenningar fyrir 226 hljómplötur 54 fengu platinum, en 172 fengu gull. En árið áður, 1978, voru aftur á móti veitt 122 platinum, og 254 gull. En þetta var þó ekki alveg svona svart, því í byrjun 1979 voru teknar upp nýjar reglur sem kváðu svo á að 120 dagar þyrftu að líða áður en viðurkenning væri veitt, sem þýðir að inn í myndina 1979 vantar alveg fjóra síðustu mánuðina, sem er besti sölutím- inn. 42 breiðskífur fengu platinum en 12 smáskífur og 112 breiðskífur fengu gull á móti 60 smáskífum. Þar af runnu 16 platinum plötur og 53 gullplötur til CBS, 13 platinum og 30 gull til Polygram, og 11 platinum og 28 gull til WEA, en þetta eru risarnir þrír sem ráða nú vfir hátt í % hluta iðnaðarins. HIA ALLIR VILDU AUÐGAST Fyrir jólin varö mikiö kapphlaup í popplöndun- um tveimur, Bretlandi og USA, milli „Greatest Hits“-platna. Allir vildu auögast á einfaldan máta. Út komu Greatest Hits-plötur frá ABBA, Rod Stewart, Bee Gees, Manfred Mann, Moody Blues, Mantovani(l), Hot Chocolate, Elvis Presley, Diana Ross, Electric Light Orchestra, Kenny Rogers, 10 CC, Chic, Bachelors, England Dan og John Ford Coley og Neil Young, aö ógleymdri Donnu Summer. Af þessum plötum hefur Slagbrandur valiö fjórar til umsagnar að þessu sinni, plötur ELO, ABBA, Bee Gees og Rod Stewart, en þetta eru allt listamenn sem hafa sett svip á liöinn áratug og óvíst nema þeir haldi því áfram, allavega voru síöustu plöturnar frá öllum fjórum þeirra toppar. „GREATEST“ Bee Gees (RSO) Bee Gees voru sniðugri en svo að kalla þessa plötu „Great- est Hits“ en „Greatest“ titill gefur þeim óneitanlega meira svigrúm. Efnið á þessari plötu er allt frá síðastliðnum fimm árum, eða frá því er þeir tóku að framleiða diskótónlist. Á plötunni eru öll þeirra bestu lög þessa skeiös, sérlega skemmtilega niöur raðað, þar sem líkum hughrifum er safnað á hverja hlið. Það fer ekki á milli mála að þessir bræður eru miklir fagmenn á sviði laga- smíöa og úrvinnsla þeirra sér- lega fáguð og eru þessi ein- kenni líklega sterkust þegar leitaö er skýringa á vinsældum þeirra. Á hliö eitt eru lögin „Jive Talking,, sem hóf merki þeirra í diskómúsíkinni, „Night Fever", „You Should Be Dancing" og „Staying Alive“ úr kvikmyndinni „Saterday Night Fever" auk „Tragedy". Allt eru þetta lög gerð fyrir miklar danshreyf- ingar. Á hlið tvö eru aftur á móti hugljúfari tónmyndir frá þeim bræðrum en meöal laga þar eru „How Deep Is Your Love“, „Love So Right“, „Too Much Heaven" og „Fanny" auk „Don’t Throw It All Away“, hér í fyrsta sinn í útfærslu Bee Gees á plötu, en bróðir þeirra, Andy Gibb, hefur gert þetta lag vins- ælt. Hlið þrjú er einnig hugljúf með lögum eins og „Love Me“ og „More Than A Woman". Rokkhrifin blönduð diskó- hljómum og töktum enda svo plötuna, en á hlið fjögur eru lög eins og „Wind of Change", „Spirits" og „Night On Broad- way“. „ROD STEWART GREATEST HITS VOLUME ONE“ (Riva) Þaö hrikalegasta við útgáfu þessarar plötu er titillinn þar sem út hafa komið yfir tíu „Greatest Hits“-plötur frá Rod. Þessi er kannski ekkert verri en aðrar slíkar frá honum en ólíklegt er þó, að margir eigi eftir að verða sér úti um slíka plötu frá Rod, sem á annaö borð hafa haft það í huga. „Do Ya Think l’m Sexy“ er hérna á plötunni, „Maggie May“, „Hot Legs“, „Sailing", „I Was Only Joking", „The Killing Of Georgie” og „You’re In My Heart”. Flest þessara laga eru róleg og falleg en þannig hefur undirrituöum ætíð líkaö best við kappann sem er annars hvers manns hugljúfi þegar hann heyrist en sést ekki, þó hann sé kannski ágætis skemmtiefni á stundum. Þó hefðu mátt vera fleiri „Great Hits“ hérna. „Magg- ie May“ náði jú fyrsta sæti, líka „Sailing”, „I Don’t Want To Talk About lt“, „The First Cut Is The Deepest”, „Do Ya Thing l’m Sexy“ komst í annað sæti, eins gerði „The Killing Of Georgie”, „Your’e In My Heart” komst í 3., „Tonight’s The Night” komst í 5. En lagið „You Wear It Well“ komst líka í 1. sæti, en er ekki hér, „Angel/What Made Mil- waukee Famous” komst í 4., en er ekki, „Oh No Not My Baby” komst í 6. en er ekki, „Farewell” komst í 7. og „This Old Heart Of Mine“ komst í 4. sæti en er ekki heldur. Og þessi lög eru bæði eldri og yngri en lögin hér þannig að valið er nokkuð tilviljanakennt. „ELO’s GREATEST HITS“ Electric Light Orchestra (Jet) Þetta er ekki fyrsta „Greatest Hits“-platan þeirra en líklega sú besta. Hér eru eingöngu lög sem hafa orðið vinsæl þó reyndar ekki fyrstu lögin. Þeir styðjast greinilega við vinsældir sínar í USA í vali laganna en elstu lögin eru „Showdown” og „Ma Ma Ma Belle” af „On The Third Day“, bæði ágæt rokklög. „Can’t Get It Out Of My Head“ er kannski ekki dæmigert fyrir bestu breiðskífu þeirra, „Eldorado”, en ágætt samt, síðan eru „Evil Woman” og „Strange Magic" af „Face The Music“, „Living Thing”, „Rockaria” og „Thele- phone Line“ af „A New World Record”. Af „Out of The Blue“ koma svo auðvitað „Turn To Stone”, „Mr. Blue Sky“ og „Sweet Talking Woman". En ekkert af „Discovery” sem er ágætt fyrir þá sem uppgötvuðu þá á þeirri plötu. Lögin standa öll undir nafni, en varla væri hægt að kalla þessa plötu „Best Of“, en það er líka alltaf matsatriöi. Platan er heilsteypt eins og ferill þeirra, en kannski furðu- lega tilbreytingarlítil miöað við fimm platna feril. GREATESt HITS VOL. 2 ABBA (Polydor) ABBA höfða líklega til flestra hérlendis. Á sinni „Greatest Hits” plötu eru þau með 14 lög sem öll hafa orðið geysivinsæl í óskalagaþáttum útvarpsins að minnsta kosti. Meðal þessara laga eru „Money Money Money”, „Danc- ing Queen”, „Chiquitita", „Thank You For The Music”, „Knowing Me Knowing You“, auk nýrri laga eins og „Angel- eyes“, og „Does Your Mother Know“ og „Gimme Gimme Gimme” en það er í fyrsta sinn á breiðskífu á þessari plötu. Elsta lagiö er „Rock Me“ frá 1975, en annars eru lögin flest frá síðustu þrem árum. Uppröðun laga er ágæt og platan líður vel inn um annaö eyrað og út um hitt, en er þó viss skrásetning í sögu dægurt- ónlistar. HIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.