Morgunblaðið - 20.01.1980, Page 27

Morgunblaðið - 20.01.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1980 59 í stuttii máli REGNBOGINN: PRÚÐULEIKARARNIR Því miður stendur kvikmyndin um Prúðuleikarana sjónvarpsþáttunum vinsælu talsvert að baki. Myndin er langdregin, oftast fremur ófyndin (það kemur á óvart) og hinir frægu gestaleikarar eru flestir eins og álfar út úr hól, með ólánlega brandara á milli tannanna. Maður er kannski orðinn alltof vanur þessum ágætu kunningjum okkar vel flestra (vona ég) á skjánum, allavega finnst mér þeir eiga þar mun betur heima. Leikstjórinn, James Frawley (KID BLUE), hefur sannað að hann getur gert mun betur. Á næstunni AUSTURBÆJARBÍÓ: A MATTER OF TIME INNAN tíðar verður stillt hér upp bandarísku myndinni A MATTER OF TIME, með frægum kven- stjörnum tveggja kynslóða: Ingrid Bergman og Lizu Minelli. Þá bregður fyrir nokkrum gamal- kunnum sjarmörum, Charles Boyer, Gabriele Ferzetti o.fl. íburðarmikil ævintýra- og söngva- mynd sem gerist á Ítalíu í byrjun aldarinnar. Leikstjórn annast fað- ir Lizu, Vincente Minelli. . . .ií' *4*é&'* Aquarius endurborinn í t r „TAtVN Það hefur að vonum verið talsvert rætt og ritað um kvikmyndagerð söngleiksins HÁRSINS, verksins sem end- urspeglaði svo eftirminnilega lífsviðhorf og skoðanir stórs hluta ungmenna sjöunda ára- tugarins og fram á þann áttunda, „hippanna" svoköll- uðu, „blómabarnanna" og þar fram eftir götunum. Er söng- leikurinn af mörgum talinn hápunktur og samnefnari þessara menningar. Hún setti sinn svip á samtíðina og sterkra áhrifa gætir frá þessu skeiði og mun gæta um ókom- in ár. Til góðs og ills. Við nutum eftirminnilegr- ár uppsetningar verksins á fjölum gamla, góða Glaum- bæjar, og átti það vel við. Leikstjórn annaðist Brynja Benediktsdóttir röggsamlega og tónlistarþátturinn var í öruggum höndum Didda „fiðlu". Hugsunarhátturinn var svo allt annar. Nú átti að bjarga heiminum með ást og kærleika, söng og sakleysi. Og ekki sakaði feit pípa ... Það kom taisvert á óvart er United Artists valdi Tékkann landflótta, Milos Forman, til að leikstýra kvikmyndagerð þessa margflókna söngleiks, HÁRSINS. Bæði var hann allfjarri er hippamenningin stóð í hvað mestum blóma, eins hafði Forman aldrei fyrr verið bendlaður við söng- og dansamynd. En hann hafði nýsannað getu sína svo um munaði með listaverkinu GAUKSHREIÐRIÐ (sem á næstu dögum verður endur- sýnd í Tónabíói), og svo fór að lokum, að þetta áratugar gamla vandamál kvikmynda- versins (og á þeim tíma höfðu fjölmargir leikstjórar verið orðaðir við HÁRIÐ, m.a. Alt- man og Norman Jewison hvað helst) var lagt upp í hendurnar á hinum snjalla Tékka. Undirritaður átti þess kost að sjá kvikmyndagerðina í haust í einu besta kvik- myndahúsi Lundúnaborgar, og hvílíkur árangur! Myndin hefst um kyrrlátan sumarmorgun út í sveit. Son- urinn, Claude (John Savage), er að kveðja. Á förum til New York þar sem hann hefur verið kvaddur í herinn. Myndin iðar öll af lífi og tónum strax frá upphafi. Fið- urféð gaggar í fjarska, grísirnir rýta, líkt og til vinstri við myndina, hljóm- burðurinn er gjörningum líkastur, mér verður ljóst að „Dotbyið" er einhver mesta tæknibylting við gerð kvik- mynda um árabil. Forman dregur upp ákveð- inn söguþráð — öndvert við leiksviðsverkið, sem var nokkuð þokukennt. Við fylgj- umst með saklausa sveita- drengnum Claude, sem kvaddur hefur verið í herinn, en hrífst af hippunum í Central Park, verður ástfang- inn af hinni fögru hástétt- arstúlku Sheilu (Beverly D’Angelo), eignast góðvin í hippunum Berger (Treat Williams), Jeannie (Annie Milos Forman hefur örugglega ekki grunað^ þegar hann barðist án árangurs fyrir því að setja upp HARIÐ i Prag. að hann ætti eftir að leikstýra kvikmyndagerðinni. og það í Vesturheimi. Tvær af höfuðpersónunum: sveitadrengurinn Claude og hástéttarstúlkan Sheila. Golden), Hud (Dorsey Wright) og fleirum. En allir draumar taka enda og Claude kemst á „réttan kjöl“ að nýju, hlustar ekki á þrálátar beiðnir og ábend- ingar félaganna og heldur í herinn. Berger og félagar komast að því hvar vinur þeirra er í strangri herþjálf- un og vilja gleðja hann áður en hann verður sendur sem byssufóður austur í lönd. Og þá fer á annan hátt en ætlað var. HÁRIÐ er að mestu leyti tekið á söguslóðum, í East Village og Central Park í New York, þar sem mörg helstu söngatriðin eru tekin, „Aqu- arius“, „Colored Spade" og „Ain’t Got No“. Tvær fjöldasamkomur blómabarna voru sviðsettar, önnur í Washington D.C., og er bakgrunnur laganna „3— 5—0—0“ og „Let the Sun Shine In“. Hin í Central Park, þar sem 20.000 New Yorkbúar íklæddust hippagervi síðasta áratugar og tókst vel. Kvikmynd Formans er að sjálfsögðu um margt ólík söngleiknum, en hann er trúr anda hans. Öðrum hefði ekki tekist betur. Að mörgu leyti er HÁRIÐ mun meira afreks- verk af hendi Formans en nokkurn tíma GAUKS- HREIÐRIÐ, svo vandasamur sem söngleikurinn var á8m myndefni og hversu árangur- inn er frábær. En víst má telja að GAUKSHREIÐRIÐ verði þó löngum talin fegiwjí. fjöður í hatti leikstjórans, pví HÁRIÐ hefur því miður farið framhjá flestum öðrum en gagnrýnendum. Treat Williams sem hippaforsprakkinn Berger er eftirminnilegastur leikaranna. Kraftmikill og blessunar- lega karlmannlegur. Minnir á Steve MacQueen hér á árum áður. Starfsemi Fjalakatt- arins fram til vors Svo virðist sem hin ágæta starfsemi kvik- myndaklúbbsins „Fjala- kattarins“, fari fyrir ofan garð og neðan hjá kvik- myndaáhugamönnum. Það er ekki fjársterkt fyrir- tæki, enda aðgöngumiða- verði mjög stillt í hóf, og hefur ekki bolmagn í að auglýsa að ráði. Fram- kvæmdastjóri klúbbsins kvað aðsóknina heldur dræma á sumar þeirra mynda sem sýndar hafa verið í vetur. Þó hefur kennt þar ýmissa góðra grasa, eins og ALLT ER FALT, e. Wajda, NOSFER- ATU Murnaus, WEEK- END Godards og ZABRISKIE POINT Ant- onionis, svo nokkrar séu nefndar. Kvikmyndaunnendum til glöggvunar verða nú raktar hér á eftir þær myndir sem ósýndar eru af starfsári klúbbsins — sem lýkur 25. maí. sýningarnar eru í Tjarn- arbíói á fimmtudögum kl. 21.00, laugardögum kl. 17.00 og sunnudögum kl. 17.00, 19.30 og 22.00. Jan. 10., 12., 13. Myndin sem fyrst vakti athygli heimsins á Pólverjanum Roman Pol- anski; KNIFE IN THE WAT- ER. Jan. 17., 19., 20.: ÍRAFÁR VEGNA MYNDA GEORGIE OG BONNIE, („Hullaballo Over Georgie and Bonnie’s Pict.“), gerð af bandaríska leikstjóranum James Ivory, sem lengst af hefur starfað á Indlandi. Jan. 24., 26., 27.: UNDUR ÞÖKUM PARÍSARBORGAR, („Sous Les Toits de Paris"), ein af bestu myndum hins virta, franska leikstjóra René Clair. Gerð 1929. Jan. 31.. feb. 2., 3.: ONI- BABA, þekkt, japönsk mynd, sem olli talsverðu umtali þeg- ar hún var sýnd hérlendis fyrir u.þ.b. áratug í Laugar- ásbíói. Leikstj. Kaneto Shindo. Feb. 7., 9., 10.: VELDI ÁSTRÍÐNANNA, („Empire of the Passion"), gerð af hinum japanska Nagisa Osh- ima, höfundi listaverksins Á VALDI TILFINNINGANNA, („Empire of the Senses"), sem yfirvöld höfðu ekki manndóm til að sýna á síðustu kvik- myndahátíð, en það er önnur saga. Feb. 14., 16., 17.: BORG HINS TAKMARKALAUSA ÓTTA, e. Jean-Pierre. Feb. 21., 23., 24.: MILLI LÍNANNA, („Between the Lines“), nýleg mynd eftir bandaríska leikstjórann Joan Maclin Silver, (HESTER STREET). Feb. 28., mars 1., 2.: DO- DESKA DEN. Snilldarverk meistara Kurosawa. Mars 6., 8., 9: THE CHEM- IST/DITTO, gerðar af gam- anleikaranum fræga Buster Keaton. Mars 13., 15., 16.: LALL- EGRO NON TROPPO. Hér gerist ítalski teiknimynda-. leikstjórinn Bruno Bozzetto, góðlátlegt grín að FANTA- SÍU Disneys. Mars 20.. 22.. 23.: SEM SVIPT ÚR HÖFÐI GAMALS MANNS, („I huvet pá en gammel gubbe“), leikin og teiknuð mynd eftir þá Tage Danielson og Per Ahllin. Mars 27.. 29.. 3U.: NÆR- MYND AF LISTAMANNIN- UM Á YNGRI ÁRUM. Hér fæst hinn sérkennilegi kvik- myndagerðarmaður Joseph Strick, í annað sinn við verk eftir Irann James Joyce — („Portrait of the Artist as a Young Man“). Með aðalhlut- verk fer m.a. Sir John Gielgud. Apríl 3., 5.. 6.: NÍU MÁNUÐ- IR, („Kilenc Hónap“), gerð af hinum þekkta, ungverska leikstjóra, Mörtu Mészáros. Apríl 10.. 12., 13.: HUG- REKKI FÓLKSINS e. Jorge Sanjines. Bólivísk og fjallar um blóðugar aðgerðir þar- lendra stjórnvalda til að brjóta niður verkfall 1 tin- námum árið 1967. Apríl 17., 19., 20.: STEAM- BOAT BILL JR. Ein þekkt- asta mynd eins frægasta leik- ara og leikstjóra þöglu mynd- anna, Buster Keaton. Apríl 24., 26., 27.: UTAN- GARÐSMENNIRNIR, („The Outsiders"), gerð af einum þekktasta leikstjóra mesta kvikmyndagerðarlands ver- aldar, — Indlands, Mrinal Sen. Mai 1., 3., 4.: M, sú magnaða, klassíska mynd Fritz Lang, með Peter Lorre í aðalhlut- verki. Maí 8., 10.. 11.: ÓLYMPÍU- LEIKARNIR í TOKYO, hið þekkta verk Ichikawa. Maí 15.. 17., 18.: PUNK IN LONDON, heimildarmynd um það fyrirbrigði. Maí 22.. 24., 25.: METRO- POLIS. Það er vel við hæfi að ljúka starfsemi þessa vetrar með öðru klassísku verki eftir Fritz Lang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.