Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 39 Afmœliskveðja: Þórhallur Þorláksson Betra miklu þykir mér en ekki að hafa þó farið eina langferð um ævina fótgangandi með bakpoka um heiðarvegi og hálsa, firði og dali vors fagra lands. Frá þeirri ferð eru líka margar góðar minn- ingar, ekki sízt vegna þess að förunauturinn var af beztu „sort“. Ég ætla að skeggræða stundar- korn um þann heiðursmann við yður, lesendur góðir, ef þið megið vera að því að renna augum yfir skrifið, vegna þess að hann átti sextugsafmæli á dögunum. Þórhallur heitir maðurinn og er Þorláksson, kunnur maður í stétt kaupsýslumanna, enda ber hann hið besta skynbragð á tölur, hvort heldur á hverflyndi eða staðfestu talna, og kemur honum fátt á óvart í þeim efnum, því að hann fylgist vel með í markaðsmálum margs konar. Engu að síður hefðu hæfileikar hans getað bent honum inn á aðrar brautir og hann orðið góður liðsmaður víða. Þórhallur Þorláksson er vest- firzkra ætta, fæddur á Isafirði, en fluttist barn að aldri með foreldr- um sínum til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur eftir nokkur ár. Foreldrar hans voru Þorlákur Einarsson og Þórunn Franzdóttir, hörkuduglegt greindarfólk sem gaman var að kynnast. Þau eru nú bæði látin fyrir þó nokkrum árum. Þórhallur gekk í Verzlunarskóla íslands óg útskrifaðist þaðan 1938, gerðist eftir það verzlunar- og skrifstofumaður hjá bókav. Sigf. Eymundssonar, heildv. Garðars Gíslasonar og Landsíma íslands. En þar kom að vestfirzka sjó- mannsblóðið sagði til sín. Hann sneri sér að útgerð um hríð ásamt bræðrum sínum, en ekki leið á löngu unz hann lagði aðaláherzlu á innflutning útgerðarvarnings ýmiss konar, einkum netabúnaðar togskipa, og síðustu 20—25 árin er fyrirtæki hans, „Marco“, í tölu hinna þekktustu í þeirri grein. Hefur Þórhallur sýnt mikla fyrir- hyggju og hagsýni í viðskiptum, ekki sízt við Japani og Portúgali. Hefur hann farið marga ferðina í viðskiptaerindum til þessara landa og annarra og er því senni- lega kominn í tölu hinna víðförn- ustu íslendinga. Nú er Örn sonur hans farinn að létta rækilega undir með honum við rekstur fyrirtækisins, en þar að auki hefur Þórhallur notið góðra starfskrafta bróður síns, Halldórs, við ýmislegt er að rekstrinum lýtur. A þessum erfiðu tímum, þegar allt er í hnút í efnahags- og viðskiptamálum ríkisins og vönt- un virðist vera tilfinnanlega á góðum „fjármálahausum", hefur mér oft komið til hugar að verzl- unarskólaárgangurinn okkar frá 1938 gæti sem bezt lagt til for- sjármenn í þeim efnum, sem líklegir væru til árangursríkara starfs en aðrir hafa náð fram, og þar er Þórhallur Þorláksson hvað fremstur í flokki. Velgengni Þórhalls er ekki að- eins á efnahags- og viðskiptalegu sviði. Hann hefur líka verið láns- maður í einkalífi, kvæntur glæsi- legri afbragðskonu, Guðríði Ein- arsdóttur, og saman eiga þau fjögur börn, einkar vel gerð til líkama og sálar. Þau hjónin hafa búið fagurlega um sig á heimili sínu í Laugarásnum, og er þar ætíð gaman að koma, enda oftast eitthvað nýtt að sjá. Listaverkin á þeim bæ eru mörg og sum einstak- ir kjörgripir. Þar klingir líka iðulega klassísk tónlist af ýmsu tagi, því að húsráðendur unna góðri músík. „Lengi býr að fyrstu gerð“. Þórhallur sótti tónlistar- skólann hér í Reykjavík um skeið á yngri árum og lagði stund á fiðluleik. Aðra grein listar hefur Þórhall- ur iðkað dálítið sér til ánægju. Það er skáklistin. Við höfum verið klúbbfélagar í áratugi, og hef ég líklega öðrum oftar orðið fyrir barðinu á harðskeyttum leikjum hans. Þórhallur er bjartsýnis- maður í skákinni, og þótt sú bjartsýni gangi ekki ætíð fram til uppfyllingar, gengur hann jafn ódeigur og sigurreifur að næsta tafli. Þess vegna er skemmtilegt að sitja gegnt honum við skák- borðið. íslenzkur málsháttur segir: „Margur verður af aurum api.“ Þetta er ekki mælt út í hött en væri alrangt, ef gefið væri'í skyn að þetta gilti um alla. Þórhallur er gersamlega óspilltur af velgengn- inni, óbreyttur í framkomu, alþýð- legur og notalegur, hreinn og beinn. Þetta tel ég meiriháttar kost á hverjum sem er. Og þannig veit ég að Þórhallur heldur áfram að vera allar götur til endadæg- urs. Tími er afstætt hugtak. Það varð mér ekki hvað sízt ljóst á gönguferð okkar Þórhalls um Vestfirði fyrir margt löngu. Þegar við inntum eftir því á einhverjum bænum, hvað lengi væri gengið yfir hálsinn eða heiðina framund- an til næsta bæjar handan við, brást ekki að leiðbeinandinn nefndi u.þ.b. helmingi skemmri tíma en hann reyndist vera, stundum meira en svo. Og gengum við félagar þó fullum fetum, enda ungir þá, að vísu með nokkra byrði á baki. Síðan þetta var hafa ævidagar okkar nær þrefaldast, og satt að segja finnst mér spölurinn mikl- um mun styttri en það. Þarna sannast því enn betur kenningin um afstæði tímans. Ég man ekki lengur gerla, hvað okkur Þórhall tók langan tíma að ganga frá Kollabúðum til Arn- gerðareyrar, þar sem Þorskafjarð- arheiði er helzti áfanginn, eða þá yfir heiðarhálsana milli fjarða frá Dýrafirði til Patreksfjarðar, en ég man vel hvað landið var svipmikið á þessum slóðum, veðrið oftast gott og viðtökur góðar hjá frænd- fólki og venzlafólki okkar beggja, bæði á Þingeyri og Sveinseyri við Tálknafjörð. Eini dökki bletturinn var slæmskan, sem hljóp í félaga minn kvöldið og nóttina, er við tjölduðum í varpanum á Hrafns- eyri, en hann bar það af sér með karlmennsku og reis upp nær alheill að morgni, og áfram var haldið. Þannig hefur Þórhallur aldrei látið neinn bilbug á sér finna í einu eða neinu. Og nú er hann búinn að fylla sjötta áratug æviára 'sinna. Sá áfangi náðist 10. þ.m. Þá var hann kominn vestur um haf með konu sinni, og munu þau væntanleg heim um rnánaða- mótin. Ég vona að þau njóti góðrar dvalar og sendi þeim beztu árnaðaróskir. Baldur Pálmason. Húsnæði óskast 2ja til 3ja herb. íbúö óskast til leigu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla. Upplýs- ingarísíma 24671. V_____________________/ Hjartans þakkir færi ég börnum mínum, tengda- börnum, barnabörnum, þeirra fjölskyldum og öll- um vinum mínum sem færöu mér fallegar gjafir á 75 ára afmæli mínu 15. janúar og geröu mér daginn ógleymanlegan. Lifiö heil Ólafía Gudrún Sumarlidadóttir Thorens Traustbyggður og hárnákvæmur, enda svissnesk hag/eikssmíð. í nærfellt hundrað ár hafa THORENS THORENS spilara. sem að ytra útlitirhafa tekið verksmiðjurnar framleitt plötuspilara. sífellt miklum stakkaskiptum. Verðið er enn setn f\ rr endurbætta af svissnesku huoviti o® haoleik. hasstætt. Sé miðað við sæði serir Traust hönnun. tæknileg fullkomnun jiú tæpast betri kaup í öðrum og takmarkalaus nákvæmni eru aðalsmerki plötuspilurum. THORENS. Þess vegna eru THORENS spilarar mjög sjaldséðir gestir á verkstæðum. Við kvnnum nú nvjar gerðir THORENS ER TRAUSTSINS VERÐUR Leiðandi fyrirtæki á sviði sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.