Morgunblaðið - 25.01.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.01.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 25. JANÚAR 1980 Saksóknari lagði fram skýrslu um nýjar tímamælingar Frásögn af seinni umferð málflutningsins í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ÞEGAR Benedikt Blöndal hrl. hafði lokið varnarræðu sinni fyrir Hæstarétti á miðvikudaginn hófst önnur umferð málflutningsins. Fyrstur talaði saksóknarinn, Þórður Björnsson, en síðan héldu verjendurnir stuttar ræður. Hér á eftir verður rakið það helsta, sem fram kom í þessari seinni umferð málflutningsins. Ríkissaksóknari sagði þetta efn- islega í upphafi ræðu sinnar: Nú hafa háttvirtir verjendur sak- borninga ákærðu gert grein fyrir sjónarmiðum sínum. Það er ekki hægt að segja annað en þau hafi verið sett fram af miklum skarp- leika og snilli en framar öllu öðru hugmyndaflugi, enda um að ræða nokkra af færustu verjendum landsins. Þykir mér rétt að t.aka fram, að hlutur ákærðu hefur ekki verið fyrir borð borinn með slíka verjendur. Saksóknari kvaðst vilja leið- rétta það, sem fram kom í máli eins verjandans, að hann hefði aðeins talið það upp sem kom ákæruvaldinu vel en sleppt hinu. Kvaðst hann alls ekki geta fallist á þetta. Hann sagði að mjög margt hefði komið fram í ræðunum, sem gera mætti athugasemdir við. Áber- andi væri að hverjum verjanda hefði þótt hlutur hinna meiri í málinu en síns skjólstæðings. Nefndi hann nokkur dæmi því til sönnunar, t.d. hvort hefði ráðið meiru i sambúðinni Erla eða Sævar og hvor hefði verið læri- meistarinn og hvor nemandinn í afbrotunum, Sævar eða Guðjón. Símhringingum mótmælt Saksóknarinn gerði næst að umtalsefni það, sem fram kom hjá Jóni Oddssyni hrl. um símhring- ingar karlmanns á heimili Guð- mundar heitins Einarssonar og hótanir, sem maður þessi hafði í frammi. Sagði saksóknari, að for- eldrar Guðmundar heitins hefðu gengið á fund rannsóknarlögregl- unnar þá um morguninn og hefði móðir Guðmundar skýrt þar frá því, að hún hefði aldrei skýrt frá neinu slíku. Hún hefði aftur á móti minnst á það, að nokkru eftir hvarf Guðmundar hefði verið hringt í nokkur skipti og þegar svarað var hefði enginn verið í símanum. Faðir Guðmundar kannaðist heldur ekki við þá frásögn sem Jón Oddsson gerði að umtalsefni í ræðu sinni. Þórður Björnsson kvað það frá- leitt sem Hilmar Ingimundarson hrl. héldi fram, að Tryggvi Rúnar hefði ekki komið að Hamarsstíg og að hann hefð, ekki lent þar í átökum. Fyrir lægju játningar hans um hvorttveggja og fram- burður annarra ákværðu í málinu. Þá taldi hann það fjarri sanni, að handtaka Tryggva Rúnars og yfir- heyrslurnar yfir honum hefðu haft þau áhrif á Tryggva Rúnar sem Hilmar vildi vera láta. Fáir hefðu jafn mikla reynslu í yfir- heyrslum og einmitt ákærði Tryggvi Rúnar, sem væri með 10 refsidóma að baki. „En hann hefur þó fætur“ Þá mótmælti hann einnig full- yrðingum um að Sævar hefði hvergi nálægt átökunum komið við þá Guðmund og Geirfinn, því hann hefði ekki líkamsburði til þess að standa í átökum. — En hann hefur þó fætur og hann er einmitt ákærður fyrir það að sparka í Guðmund með fótunum og í Geirfinnsþættinum er hann ákærður fyrir að berja Geirfinn með 70—80 sentimetra langri spýtu, sagði saksóknari. Þá þver- tók hann fyrir, að Sævar hefði fjarvistarsönnun í Guðmundar- málinu. Hann hefði einmitt reynt að fá vinkonu sína til að bera ljúgvitni eins og rækilega hefði fram komið. Þórður var nú kominn að Geir- finnsþættinum og kvað hann verj- endur þar hafa beitt meira ímynd- unarafli en raunsæi. Kvað hann margt benda til þess, að verjend- urnir hefðu verið búnir að semja sínar ræður áður hann sína sókn- arræðu og ákveðið að láta slag standa. Þeir hefðu eytt löngu máli í smáatriði t.d. um það hvort bíllinn stóð austanmegin eða vest- anmegin á Vatnsstígnum og hvort hann var ljósblár eða rauðbrúnn. Aðalatriðið væri það, að bíllinn var þarna. Nýjar tíma- mælingar gerðar Það merkilegasta í vörn verj- enda hefði verið förin og dvölin á Kjarvalsstöðum og að tímamæl- ingar lögreglu útilokuðu dvöl ákærðu í Keflavík á þeim tíma, sem talið er að Geirfinnur hafi horfið þar í bæ. Saksóknari rifjaði upp framburði um dvöl Sævars, Erlu og móður Sævars á Kjarvals- stöðum að kvöldi 19. nóvember 1974 og leitaðist við að sýna fram á, að þau hefðu yfirgefið Kjarvals- staði fyrr um kvöldið en verjendur töluðu um. Síðan skýrði hann frá nýjum tíma- og vegalengdarmæl- ingum, sem Rannsóknarlögregla ríkisins hefði framkvæmt með aðstoð Sigurðar Haukssonar vega- eftirlitsmanns. Var jeppi notaður við þessar mælingar og vegamælir og skekkja mælisins leiðrétt mið- að við þekkta lengd á ákveðnum vegarkafla á Keflavíkurvegi. Sam- kvæmt því var hraði á vegalengd- um innanbæjar frá Kjarvals- stöðum að Vatnsstíg 32—45 km en á leiðinni frá Vatnsstíg að Aðal- stöðinni í Keflavík, sem er 46,7 km, var meðalhraði 84,2 km og tók ferðin 33 mínútur og 15 sekúntur. Sagði saksóknari, að samkvæmt þessu hefðu ákærðu geta verið komið til Keflavíkur klukkan 22.08 eins og hann hefði haldið fram. Þórður Björnsson sagði, að hann hefði margoft lesið upp skýrslur ákærðu og margendur- teknar játningar en einnig lægju fyrir í málinu skýrslur Guðjóns og Sigurðar Óttars Hreinssonar rit- aðar með eigin hendi og mjög vandaðar teikningar Sævars af atburðunum í dráttarbrautinni og væri augsýnilegt að það hefði tekið Sævar marga daga að útbúa þessar teikningar. Og eins og listamenn gerðu jafnan væri nafn Sævars ritað undir myndirnar. Ég held að samkvæmt venju- iegum sönnunarreglum sé komin lögfull sönnun fyrir því að Krist- ján, Sævar og Guðjón hafi farið til Keflavíkur umrætt kvöld, átök hafi orðið milli þeirra og Geir- finns, sem leitt hafi til dauða hans, sagði saksóknarinn, Þórður Björnsson. Því hefði verið haldið fram, að um slys hefði verið að ræða en svo væri ekki, heldur um hatramma árás, um það bæru vitni höggin, hrindingarnar og barsmíðin. Það hefðu svo verið Guðjón vildi að Geirfínn- ur f æri á brott óáreittur Úr varnarræðu Benedikts Blöndals hrl. BENEDIKT Blöndal hrl., verjandi Guðjóns Skarphéð- inssonar, hélt sína varnarræðu á miðvikudaginn, en hann talaði síðastur verjenda. Ilann krafðist sýknu í málinu ok vægustu refsinsar til vara. Fer hér á eftir það helsta, sem fram kom í máli Benedikts. Var samvinnuþýður Hann byrjaði á því að rekja stuttlega æviferil Guöjóns og hvernig hann kynntist Sævari Ciesielski í Reykjaskóla við Isafjarðardjúp en þar var Guð- jón kennari um skeið og var Sævar nemandi hans hálfan vetur. Kvað Benedikt það hafa verið ósmekklegt hjá verjanda Sævars að tala um að Guðjón hefði einnig verið lærimeistari .Sævars í afbrotum, miklu líklegra væri að Sævar væri lærimeistarinn og Guðjón nem- andinn í þeim efnum eins og allt væri í pottinn búið. Vildi að Geirfinnur færi á brott óáreittur Benedikt vitnaði í skýrlsu sem tekin var af Guðjóni í marz 1977 í samprófun hans og Erlu Bolla- dóttur og taldi þá skýrslu vera næst sannleikanum í málinu. Þar sagði Guðjón efnislega: Ég tók í upphandlegg Geirfinns og ætlaði að leiða hann á brott. Ég þóttist vita að þarna væri mis- skilningur á ferðinni og ég vildi að Geirfinnur færi á brott óá- reittur. Mér fannst Geirfinnur ekki taka því illa þegar ég tók í handlegg hans en Sævari og Kristjáni var laus höndin og átök hófust eins og kveikt væri í púðri. Ég get ekki gefið ná- kvæmari skýrslu um átökin og ég tel að ég hafi ekki slegið Geirfinn og engin merki sáust um það á hnúum mínum á eftir. — Þetta er ekki játning, sagði Benedikt, heldur frásögn af slysi. Þetta er ekki ásetningur, heldur margfaldur misskilning- ur. Guðjón hefur ekki dregið þennan framburð til baka, hann ætlar að standa við hann og er reiðubúinn að hljóta réttlátan dóm fyrir. Benekikt sagði að saksóknari hefði teflt framburði einstakra sakborninga fram gegn hinum. Sagði Benedikt að framburður þessa fólks væri að engu haf- andi. I mesta lagi væri hægt að nota framburðina til að fylla upp í frásagnir, sem enn stæðu í málinu, en þær væru allmargar. Það kom fram hjá Benedikt að eftir að Guöjón var handtekinn í nóvember 1976 var hann yfir- heyrður hvað eftir annað. Hann mundi ekki eftir því að hafa verið með í förinni til Keflavíkur en eftir að hann gerði sér það Ijóst reyndi hann á allan hátt að vera samvinnuþýður. Ljóst væri, að atburðir þessir hefðu haft svo mikil áhrif á Guðjón að þeir hefðu liðið úr minni hans, hann hefði fengið taugalost af ein- hverju tagi. I varnarræðu sinni vís; ,ni Benedikt beint í niðurstöð^r héraðsdóms og rakti þau atriði lið fyrir lið, sem vörðuðu skjól- stæðing hans. I héraðsdómi er því slegið föstu að Guðjón hafi farið til Keflavíkur og hann hafi lent í átökum við Geirfinn og tekið þátt í líkflutningnum til Reykja- víkur. Kvað Benedikt það ósann- að að Guðjón hefði lent í átökum við Geirfinn og tekið þátt í líkflutningnum. — Ég tel Iíkur á því að ekki hafi allir fundist, sem tóku þátt í ferðinni til Keflavíkur umræddan dag. Skýrsla tekin seint að kvöldi Hann vék næst að þeirri full- yrðingu hérðasdóms að játn- ingar Guðjóns væru afdráttar- lausar og frásögri um breyttan framburð hans. Hins vegar væru ekki færð haldbær rök að breyt- ingum þessum. Nefndi Benedikt að skýrsla sú, sem saksóknari hefði aðallega vitnað til, hefði verið tekin seint að kvöldi og jafnvel að nóttu til. Skráð væri að yfirheyrsla hefði byrjað klukkan 22.22 en ekkert, tekið fram hvenær henni lauk. Eðli- legra væri að taka skýrslur að degi til og auðvitað ætti að skrá það hvenær skýrslutöku lyki. Þá vék hann að lyfjagjöf til Guðjóns og sagði að hún hefði verið í hámarki á þeim tíma þegar umrædd skýrsla var tekin í desember 1976. Yrði að hafa þetta í huga þegar gildi skýrslna væri metið. Þá nefndi hann handritaða blaðið, sem Guðjón skrifaði um málið og kvað það hafa verið aðferð að láta ákærðu skrifa slíka punkta til þess að skapa trúnaðartraust milli þeirra og rannsóknara og hafi ekki átt að taka blaðið sem skýrslu í málinu. Benedikt sagði að engin gögn tengdu ákærðu við málið svo að óyggjandi væri og ekki hefði verið reynt að afla gagna eins og hægt hefði verið. Benti hann á að engin tilraun hefði verið gerð til þess að finna Ijósbláa bíla- leigubílinn og hefði þó aðeins verið um að ræða 18 bíla sem til greina komu. Ef Geirfinnur hefði verið leikinn svo illa sem segir í frásögnum af átökunum við hann hlyti blóð að hafa lekið niður í Volkswagenbílinn, ef líkið var flutt í honum. Taldi Benedikt að vanrækt hefði verið að leita sönnunargagna, sem hefðu getað varpað ljósi á málið. Voru einhverjir aðrir hér að verki? Hann taldi sannað að símtalið í Hafnarbúðinni tengdist ekki ákærðu. Og ef hafður væri í huga framburður Vilhjálms Knudsens, að Sævar, Erla og móðir Sævars hefðu farið frá Kjarvalsstöðum klukkan 21.40 í fyrsta lagi og makalausar tímamælingar lögreglunnar hafðar til hliðsjónar, benti allt til þess að þau hefðu ekki verið komin til Keflavíkur í tæka tíð. Þetta stvddi þá tilgátu, að þarna hefðu einhverjir aðrir verið að verki. Benedikt sagði að margir Benedikt Blöndal hrl. þræðir væru lausir í málinu og rannsókn þess ekki nógu góð. T.d. hefði aldrei verið talað við manninn, sem Guðjón var hjá áður en lagt var upp í förina til Keflavíkur. Páll Konráð Kon- ráðsson Þormar hafi talað um það að hann hafi ekki þekkt manninn, sem kom að sækja Kristján þá um kvöldið og sú spurning vaknaði því hvort ekki vantaði ennþá mann í málinu. Þá nefndi hann að sakbendingar í málinu væri marklausar. T.d. hefði Kristján verið látinn kíkja á Guðjón við yfirheyrslu og síðar hefði hann verið látinn benda á Guðjón við sakbendingu og þá auðvitað þekkt hann. Varkár í íullyrðingum Kvað Benedikt það áberandi hjá Guðjóni að vilja ekki full- yrða neitt nema hann væri viss, hann hafi ekki viljað falla í sömu gryfju og aðrir. Taldi Benedikt að það ætti að telja honum til tekna ekki áfellis. í héraðsdómnum hefði komið fram að varhugavert væri að leggja framburði Sævars og Kristjáns um hlut Guðjóns til grundvallar dómi og kvaðst Benedikt vera dómendum hjart- anlega sammála í því efni. Guð- jón kannaðist ekki við að hafa tekið Geirfinn hálstaki, en Schúts hefði skýrt honum frá því og borið Kristján fyrir. Væri komin fram sönnun um það að frásögnin um hálstakið væri frá Schútz og væri það enn eitt dæmið um það hvernig rann- sóknarar hefðu borið á milli sakborninga í málinu. Benedikt kvað það ósann- gjarnt hjá sak.sóknara að telja hlut Guðjóns jafnan hlut hinna í átökunum, eins og komið hefði fram í niðurstöðum héraðsdóms. Hlutur Guðjóns hefði verið áber- andi minnstur og að hann hafi ætlað að leiða Geirfinn á brott og leyfa honum að fara óáreitt- um. Benedikt kvaðst fullyrða það, að aldrei hefði vaknað ásetningur hjá Guðjóni að verða Geirfinni að bana, þetta hefði verið hörmulegt slys. Allt málið hefði yfirbragð slyssins. Taldi Benedikt upp ýmis atriði til refsilækkunar og vakti sér- staka athygli á þeirri staðreynd, að Guðjón hefði alla tíð lagt sig fram við að upplýsa málið og hann hefði ekki hlaupið og dregið framburð sinn til baka. - SS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.