Morgunblaðið - 25.01.1980, Page 21

Morgunblaðið - 25.01.1980, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 Lög um olíugjald sam- þykkt á Alþingi i gær Gasolía hefur hækkað úr 58 í 155 krónur hver lítri á tæplega einu ári Þannig var vélageymslan útlits eftir brunann. Mikið tjón i bruna á V-Hnappavöllum Höfn llornafirði. 23. janúar. VÉLAGEYMSLA ásamt öllum vélum búsins á Vestur- Hnappavöllum í A-Skaftafelis- sýslu gjöreyðilagðist í bruna að kvöldi sunnudagsins og er áætl- að tjón 25—30 milljónir króna. Fyrstir til að sjá eldinn voru heimamenn í Vestur-IIjáleigu. sem er næsti bær við. Þeir urðu eldsins varir um klukkan 19.30 og varð skemman alelda á um 10 mínútum. Um klukkan 20 var komið með dælu, sem staðsett er í Fagurhólsmýri og tókst að ráða niðurlögum eldsins með henni. Hjálpaði það mikið til að veður var gott. Engu tókst að bjarga úr geymslunni, nema Bronco-jeppa, sem sonur bóndans, Guðjón Ingimundarson á, en jeppinn var þó stórskemmdur. Einnig reyndi Guðjón að koma einni dráttar- vélinni í gang, en varð að hörfa frá vegna reyks og hita, auk þess sem Guðjón var orðinn brenndur og sviðinn við þessar tilraunir. Hann sagði að meðal þess, sem inni brann í skemmunni, hefðu verið Lada-bifreið árgerð 1974, 2 dráttarvélar, öll heyvinnslutæk- in, gamall Willys-jeppi, jeppa- kerra, 100 pokar af graskögglum, 20 pokar fóðurbætis ásamt öllum varahlutum og verkfærum, sem bóndinn, Ingimundur Gíslason, var búinn að koma sér upþ. Vélaskemman var nýtt stál- grindarhús, 8x18 metrar með 3 metra háum veggjum. Skemman var tryggð og bílarnir einnig, en annað ekkert eða lítið byggt. — Einar Dráttarvélarnar tvær og jeppinn. sem eyðilögðust í brunanum. (Ljósm. Ingólfur Waage). Leikklúbbur Skagastrandar: Sýna „Gísl" á Seltjarnarnesi Lög um tímabundið olíu- gjald til fiskiskipa voru samþykkt frá Alþingi í gær. Lögin kveða á um. að þegar fiskiskip selur afla í innlendri höfn. eða af- hendir afla sinn til vinnslu án þess að sala fari fram. skuli fiskkaupandi eða fiskmóttakandi greiða út- gerðarmanni eða útgerð- arfyrirtæki olíugjald, er nemi 5% miðað við fisk- verð eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarút- vegsins. Hið sama gildir, þegar fiskiskip selur afla sinn öðru skipi til löndun- ar í innlendri höfn. Olíu- gjald þetta kemur ekki til hlutaskipta eða aflaverð- launa. I lögunum segir ennfremur, að þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn, skuli auk frá- dráttartölu kjarasamninga og stofnfjársjóðsgjalds draga 1% olíugjald til útgerðar frá heildarsöluverðmæti við ákvörðun aflaverðlauna, auka- aflaverðlauna og hlutar sam- kvæmt kjarasamningum. Samkvæmt lögunum er sjávarútvegsráðherra heimilt að setja nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga með reglugerð, en lögin hafa þegar tekið gildi. Skulu ákvæði þeirra taka til fiskafla og hlutaskipta frá upphafi til loka árs 1980, nema aðilar að kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna komi sér saman um önnur hlutaskipti. I athugasemdum með lögun- um segir svo meðal annars: Frumvarp þetta er flutt til þess að greiða fyrir ákvörðun fiskverðs frá 1. janúar 1980, en um áramót gengu úr gildi lög nr. 88/1978 um 9% olíugjald til fiskiskipa utan skipta. Meg- inefni þessa frumvarps er að lögfesta samskonar olíugjald og gilti á árinu 1979 en lækka það í 5%. Þörfin fyrir gjald af þessu tagi er enn brýn, því olíuverðshækkunin, sem var tilefni upphaflegu lagasetn- ingarinnar um olíugjald, hefur reynst bæði meiri og langvinn- ari en vonast var til, þegar gjaldið var fyrst ákveðið. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að engin atvinnu- grein hefur orðið jafn harka- lega fyrir barðinu á hinni gífurlegu olíuverðshækkun á síðustu misserum og sjávar- útvegurinn. Þegar í upphafi síðasta árs var olíukostnaður- inn útveginum þingbær og síendurteknar hækkanir á olíuvörum frá þeim tíma hafa enn aukið á þennan vanda. Góð aflabrögð hafa hins vegar bætt hér nokkuð úr skák. Gasolíuverð er nú rúmlega 155 krónur pr. lítra en var fyrir ári tæplega 58 krónur. Svart- olíuverð er nú kr. 108.500 pr. tonn en var fyrir ári 41.800 krónur pr. tonn. Framundan er hætta á frekari hækkun, en þó eru vonir við það bundnar, að nýir viðskiptasamningar við Breska ríkisolíufélagið geti dregið úr þeirri hættu, þegar kemur fram á síðari hluta ársins, Allt er þetta þó mikilli óvissu háð. Mikill hraði var á afgreiðslu mála í þinginu í gær, og minnti andrúmsloftið einna helst á síðustu dagana fyrir þinglausnir á vorin. Ekki varð efnislegur ágreiningur um af- greiðslú laganna um olíugjald- ið, en tveir þingmanna Al- þýðubandalagsins, þeir Ólafur R. Grímsson og Stefán Jóns- son, gagnrýndu hins vegar þann hraðagang sem væri á málinu. LEIKKLÚBBUR SkaKastrandar hefur að undanförnu sýnt við góðar undirtektir sjónleikinn Gísl eftir Brendan Behan á Skagaströnd og í nágrannabyggðum. Þýðandi leik- ritsins er Jónas Arnason en ieik- stjóri Ragnhildur Steingrímsdóttir. Nú hyggst leikklúbburinn heim- sækja höfuðborgarsvæðið í fyrsta sinn um næstu helgi og sýnir leikinn í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi n.k. laugardag 26. jan. kl. 21.00. Aðeins verður þessi eina sýning sunnan heiða. Þetta er fimmta verkefni leikklúbbsins, en hann var stofnaður árið 1975 og hefur ávallt sett upp eitt verk á ári. 25 nýir ríkisborgarar LAGT heíur verið íram á Alþingi frumvarp til laga um ríkisborgararétt til handa tuttugu og fimm ein- staklingum. Þeir eru þessir: 1. Aichy, Steinar Bjarni, barn í Reykjavík, f. í Frakk- landi 30. nóvember 1971. 2. Andersen, Lise-Lotte Reynis, gangastúlka í Reykjavík, f. í Danmörku 23. maí 1958. 3. Brink, Mark Kristján, sjómaður í Reykjavík, f. á íslandi 25. maí 1954. 4. Christiansen, Margrét Rósa Dahl, húsmóðir í N-ísafjarðarsýslu, f. á íslandi 8. september 1952. 5. Eagles, Rose, húsmóðir í Reykjavík, f. í Englandi 6. mars 1925. 6. Grimm, Karl Heinz Ger- hard, cand. med. í Reykjavík, f. í V-Þýskalandi 25. júlí 1949. 7. Grönvaldt, Lisbeth, hús- móðir á Akureyri, f. í Dan- mörku 17. júlí 1944. 8. Hafsteinsson, Jonhard, verkamaður í Sandgerði, f. í Færeyjum 17. janúar 1959. 9. Heiða Björg Pálmadóttir, barn í Reykjavík, f. í Líbanon 2. apríl 1979. 10. Hördal, Richard Halldór, kennari í Reykjavík, f. í Kanada 18. desember 1946. 11. Krámmer, Emma Maria, flugfreyja í Reykjavík, f. í Austurríki 15. febrúar 1943. 12. Lund, Gunnar Guðmund- ur William, sendill í Reykjavík, f. í Danmörku 1. mars 1956. 13. Lund, Stefán Carl, verka- maður í Mosfellssveit, f. í Danmörku 26. ágúst 1953. 14. Meiling, Roger Arthur, fulltrúi í Kópavogi, f. í Eng- landi 21. apríl 1944. 15. Olesen, Bjarni Rothaus, vélstjóri á Selfossi, f. á íslandi 7. júní 1955. 16. Popovic, Sava, tækni- teiknari í Reykjavík, f. í Júgóslavíu 28. október 1945. 17. Ruggstein, Ulla, húsmóð- ir í Reykjavík, f. í Færeyjum 20. júní 1935. 18. Saleh, Mohid Ali Ahmad, verkamaður í Reykjavík, f. í Palestínu 25. janúar 1948. 19. Samson, Lamberto, verkamaður í Garðakaup- stað, f. á Filipseyjum 28. ágúst 1953. 20. Speight, John Anthony, tónlistarkennari í Reykjavík, f. í Englandi 27. febrúar 1945. 21. Spur, Inga Birgitte, hús- móðir í Reykjavík, f. í Dan- mörku 28. desember 1931. 22. Sörby, Rolf, listmálari í Reykjavík, f. í Noregi 21. mars 1950. 23. Thomasdóttir, Jara Kristina, barn í Reykjavík, f. á íslandi 5. maí 1976. 24. Thomasson, Stefán Peter, barn í Reykjavík, f. á íslandi 13. júlí 1978. 25. Wood, Dennis Leo, að- stoðardeildarfulltrúi í Reykjavík, f. í Bandaríkjun- um 4. október 1946. Þessi myna er reKin á sýningu I eikklúbbsins á Gísl á Skagaströnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.