Morgunblaðið - 06.02.1980, Side 5

Morgunblaðið - 06.02.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1980 5 Sinfóníuhljómsveit íslands: Einleikur á fiðlu á næstu tónleikum Fyrstu áskriftartónleikar Sinfó- níuhljómsveitar Islands á síðara misseri starfsársins verða haldn- ir á fimmtudagskvöld 7. febr. og hefjast kl. 20.30 í Háskólabiói. A efnisskrá eru verk Berlioz Rom- an Carnivel, fiðlukonsert nr. 2 í g-moll eftir Prokofieff og si- nfónia nr. 5 eftir Shostakovich. Stjórnandi er Gilbert I. Levine og einleikari Pina Carmirelli. I frétt frá Sinfóníuhljómsveit Islands segir m.a. svo um stjórn- andann og einleikarann: Hljómsveitarstjórinn Gilbert I. Levine fæddist árið 1948 í New York. Hann lærði hjá Dennis Russel Davies við Juillard-skólann í sömu borg 1967—8, við Prince- tonháskólann hjá Jacques Monod 1968—71, hjá Nadíu Boulanger í París á árinu 1971, og við Yale- háskólann í Connecticut hjá Gustav Meyer 1971—2. Árið 1973 var hann sérlegur aðstoðarmaður George Solti í London og París, þar sem þeir unnu saman að konsertum með L’Orchestre de Paris, B.B.C. Symphony Orchestra við Royal Opera House, Covent Garden og með London Philharm- onic Orchestra við upptökur á La Bohéme fyrir R.C.A. hljómplötu- fyrirtækið. Um haustið sama ár, kom hann fyrst fram sjálfstætt með frönsku útvarpshljómsveit- Árnað heilla 75 ára er í dag Lilja Jónsdóttir, Rauðagerði 18. Lilja er að heiman í dag, en vinir hennar og vanda- menn senda henni beztu hamingjuóskir. Hafréttar- ráðstefnan hefst á ný í lok febrúar NÆSTA fundarlota Hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hefst í New York 27. febrúar n.k. og mun standa til 3. apríl. Að sögn Hans G. Andersens sendiherra í Washington á þetta að verða næst síðasti fundur Hafréttarráðstefnunnar og sá síðasti á að verða í Genf 28. júlí til 29. ágúst í sumar. Hins vegar kvað Hans það óljóst, hvort tækist að halda þessum áætlunum. Á fund- inum í New York, sem hefst síðar í þessum mánuði, verður haldið áfram að ganga frá endanlegu uppkasti Hafréttarsáttmála. Hans G. Andersen mun sem fyrr verða formaður íslenzku sendinefndarinnar en áðrir full- trúar hafa ekki verið valdir ennþá. inni L’Orchestre Philharmonique. Hann var framkvæmdarstjóri og fastur hljómsveitarstjóri Norwalk Symphony Orchestra 1974 og hef- ur síðan stjórnað ýmsum hljóm- sveitum í Evrópu og Ameríku. Einleikarinn Pina Carmirelli hefur verið talin meðal fremstu fiðluleikara allt síðan hún árið 1937 vann fyrstu verðlaun í sam- keppni sem haldin var í tilefni af því að liðin voru 200 ár frá dauða hins fræga fiðlusnillings Antonio Stradivari frá Cremona. Hún leik- ur jöfnum höndum einleiks- og kammerverk. Hún stofnaði bæði Boccherini-kvintettinn og Carm- irelli-kvartettinn, sem báðir hafa leikið á fjölda tónleika í Evrópu og Ameríku við mjög góðan orðstír. Hún lék með Sinfóníuhljómsveit íslands á starfsárinu 1970—71. Pina Carmirelli leikur á „Tosk- ano“ Stradivariusfiðlu sem hún fékk að gjöf frá ítölsku ríkis- stjórninni í virðingarskyni fyrir list sína. Þetta er í þriðja sinn sem hún sækir okkur heim og leikur sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Runebergsdagur í Norræna húsinu SUOMIFÉLAGIÐ heldur upp á Runebergsdaginn að þessu sinni með samkomu í Norræna húsinu miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20:30 og í tilefni norræns málaárs verður dagskráin helguð finnskri tungu og kynningu á henni. Formaður Suomifélagsins, Bar- talar Mikko Háme magister um bro Þórðarson, flytur ávarp og finnski sendikennarinn við Há- skóla íslands, Rosmari Rosen- berg, flytur erindi um finnska tungu. Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt, sem stundað hefur nám í Finnlandi, flytur spjall sem hún nefnir „Að læra finnsku." Einnig viðhorf Finna til íslenskunnar, bræðurnir Arnór og Gísli Helga- synir leika samleik á slaghörpu og flautu, og finnskar bækur liggja frammi á bókasafni hússins. Á undan samkomunni verður hald- inn aðalfundur Suomifélagsins og hefst hann kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.