Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 29 Því miður er hér ekki um einstakt fyrirbæri að ræða. Fyrir nokkrum árum fannst t.d. kind í fjalllendi nálægt Krísuvík með sundurskotna fætur og í dagblaði sama ár var birt viðtal við hinn skotglaða mann, sem sagðist vilj- andi hafa skotið undan henni fæturna til þess að geta skemmt sér við að sjá hana velta niður hlíðina. Ekki veit ég hversu hart er tekið á afbrotum slíkum, sem hér er minnst á. En hitt er meira atriði, að enginn verði til að drepa eða limlesta dýr, hverju nafni sem nefnast, sjálfum sér til ánægju. Allir skyldu reyna að útrýma drápsgirndinni úr huga sér en veita öðrum og göfgari hugsunum þar rúm í staðinn. Ingvar Agnarsson • Tölurnar 1—10 mynda tug „Tíu menn fóru saman inn á veitingahús og báðu um kaffi. Þjónninn kom að vörmu spori með kaffikönnu og tíu stóra bolla. Þegar hann hafði hellt fyrsta bollann fullan sagði hann: „Einn“. „Tveir", sagð’ann þegar hann hafði fyllt annan bollann og svona hélt hann áfram að telja þangað til hann hafði fyllt níu bolla af kaffi. Þá sletti hann örfáum drop- um í tíunda bollann og sagði: „Jæja, þá er ég búinn að hella í 10 kaffibolla." Tíundi gesturinn sætti sig ekki við að fá aðeins botnfylli þegar allir hinir gestirnir fengu fulla bolla. Honum fannst þetta óréttlátt. Nokkrir gestanna sögðu hins vegar að þjónninn hefði skýrt rétt frá þegar hann sagðist hafa hellt í alla bollana (þótt þeir væru ekki allir fullir, en það er önnur saga). Um þetta var svo þrasað þangað til kaffið var orðið kalt og ódrekkandi. Áttundi áratugurinn er kenndur við töluna 80 og hlýtur því að enda á henni. Á sama hátt hefst níundi tugur á tölunni 81 og endar á 90, samkvæmt íslenskri málvenju. Á síðari árum hafa málvenjur dönsku- og enskumælandi þjóða rugiað marga íslendinga í ríminu. Danir kalla árin frá 1970—1979 (að báðum meðtöldum) „Halv- fjerdserne". Bretar kalla þau „The seventies". Við getum ekki komið svipaðri hugsun inn í íslenskt mál (á bókstaflega vísu) nema með því að finna upp orðskrípi á borð við „Sjötíurnar" eða eitthvað í þeim dúr. Síðustu aldamót voru haldin hátíðleg í lok ársins 1900, því að þá var talið að 1900 ár væru liðin frá tímatali okkar. Á sama hátt endar öldin okkar — 20. öldin — þegar árið 2000 er liðið. Þess vegna endar áttundi áratugurinn þegar árið 1980 er liðið. Og svo hefst níundi áratugurinn klukkan 00 á miðnætti, 1. janúar árið 1981 — nema þið viljið heldur halda ykkur við „Fjerdserne" og „The eighties". Þorsteinn Eggertsson. • Þakkir fyrir bjórinn Bjóráhugamaður: Ég vil fá að koma á framfæri þökkum til Davíðs Schevings Thorsteinssonar fyrir baráttu hans fyrir að fá bjórinn inn í landið, því áreiðanlega á hann stóran þátt í því að reglugerð um innflutning bjórs var breytt á þann veg að ferðamenn fá nú allir að taka ákveðinn skammt með sér. Þarna er stigið fyrsta stóra skref- ið í þessu mikla réttlætismáli, en reyndar á réttlætið eftir að ganga yfir alla, því það er ekki á allra færi að ferðast til útlanda. Því þarf að halda baráttunni áfram fyrir því að bjórinn nái fótfestu hérlendis. Ég er viss um að hann verður ekki sú slæma viðbót sem margir bindindismenn halda, hann verður viðbót fyrst í stað, en síðan held' ég að menn læri að umgangast hann og láti jafnvel af ofnotkun sterkra drykkja. Hafi því Davíð þökk fyrir að segja okkur hvar hann keypti ölið, og hvet ég um leið til áframhaldandi baráttu. Hugheilar þakkir færi ég öllum fósturbörnum mínum og öllum þeim sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og skeytum á 85 ára afmæli mínu 31. janúar s.l. Guö blessi ykkur öll. Margrét Tómasdóttir, Sólvallagötu 68, Reykjavík. Reyfarakaup Verð frá kr. 138.950. PRAKTICA vélar og linsur Greiösluskilmálar. Opiö laugardaga 10—12. LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811 Firmakeppni Þróttar Eins og undanfarin ár gengst Knattspyrnufélagiö Þróttur fyrir Firmakeppni í innanhússknattspyrnu og fer keppnin fram í Vogaskóla og hefst sunnudaginn 24. febrúar. Þátttökutilkynningar þurfa aö berast til Guöjóns Oddssonar í Liturinn Síöumúla 15, sími 33070, fyrir þriöjudagskvöld 12. febrúar. Þátttökugjald er kr. 30.000 þús. Knattspyrnudeild Þróttar. • Erlendar málvenjur Mér datt þessi samlíking í hug í sambandi við rifrildi fólks út af ártalinu 1980, hvort það sé síðasta ártal áttunda áratugarins eða upphaf þess níunda. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU HOGNI HREKKVISI 53? S\G6A V/öGA £ 1/LVERAkl P0LAR M0HR 9 ... . Útvegum þessar heimsþekktu pappírs- skurðarvélar beint frá verksmiðju. Sturlaugur Jónsson, & Co s.f. Vesturgötu 16, Reykjavík, sími 14680. Í6 As- Wm $ & v£f \ yh ^al Lm \ %W 49 YtóS4 0M 49 U6/W-J &GA w vf f? Wl / v MAMt) mw J xYim'bWitiNj—\ .iSw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.