Morgunblaðið - 06.02.1980, Side 30

Morgunblaðið - 06.02.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 Yfirburðir Sigurðar og Steinunnar Sæm. •Þessi mynd er tekin á lokaminútunum í leik Vals og Drott á sunnudag. Bjarni Guðmundsson fór i hraðaupphlaup komst i gegn en brotið var illa á honum á síðustu stundu eins og sjá má. Norsku dómararnir dæmdu einungis aukakast. en greinilegt er á myndinni að báðir leikmenn Drott eru inn í teignum, auk þess sem gripið er í höndina á Bjarna. Ljósm. Kristján. Evrópukeppnin í handknattleik: Hverjir verða mótherjar Vals í 4 liða úrslitum? í DAG verður dregið i Evrópumeistarakeppninni i handknattleik i aðalstöðvum Alþjóðahandknattleikssambandsins i Basel i Sviss. Nú eru fjögur lið eftir i meistarakeppninni, íslandsmeistarar Vals, ungversku meistararnir Tatabanja, v-þýsku meistararnir Gross- waldstadt og spænsku meistararnir Atletico Madrid. Mbl. ræddi við Þórð Sigurðsson, formann handknattleiksdeildar Vals, i gær og spurði að því hverjir væru óskamótherjar Vals. — Við biðum vissulega spenntir eftir því á móti hverjum við lendum. Það væri best að dragast á móti spænsku meisturunum, þá ættum við að eiga góða möguleika á sigri. Vonandi leikur lánið við okkur. Nú, við eigum vissulega möguleika á móti Ungverjum og Þjóðverjum, en allir vita að þessar þjóðir eru á meðal þeirra bestu. Hvað um það, við vonum að lánið leiki við okkur. Fyrri leikurinn i undanúrslitum meistarakeppninnar á að fara fram á tímahilinu 25. febr. til 2. mars og síðari leikurinn á að leikast á timabilinu 3. til 9. mars. Vegna þrengsla i blaðinu í gærdag komust ekki inn á iþróttasíðurnar ummæli þjálfara og leikmanna eftir leik Vals og Drott en þau fara hér á eftir: Búið að velja hóp fyrir NM Eftirtaldir piltar hafa ver- ið valdir til að æfa fyrir þátttöku í norðurlanda- meistaramóti í handknatt- leik sem fram fer í Finn- landi dagana 11. til 13. apríl í vor. í sömu ferð verður farið til IloIIands og leiknir þar tveir landsleikir í þess- um aldursflokki. Piltarnir eru á aldrinum 19 ára og yngri. Markverðir: Sverrir Krist- insson F'H, Haraldur Ragn- arsson FH, Gísli F. Bjarna- son KR, Sigmar Þ. Óskarsson Þór Vm. Aðrir leikmenn: Valgarð Valgarðsson FH, Hans Guð- mundsson FH, Kristján Ara- son FH, Egill Jóhannesson Fram, Erlendur Davíðsson Fram, Brynjar Stefánsson Víking, Guðmundur Guð- mundsson Víking, Gunnar Gunnarsson Víking, Ragnar Hermannsson Fylki, Georg Guðni Hauksson Fylki, Páll ólafsson Þrótti, Oddur S. Jakobsson Þrótti, Brynjar Harðarson Val. Knatt- spyrnu- úrslit Spánn: Espanol—Malaga 1—1 Burgos—SeviIIa 1—0 Gijon—Atl.Madrid 0—0 Hercules—Las Palmas 1—0 Real Sociedad—Bilbao 4—0 Salamanca—Valencia 1—1 R. Madr,—Rayo Vallec. 7—0 Real Betis—Barcelona 2—1 Zaragoza—Almeria 0—0 Real Sociedad hefur foryst- una í spænsku deiidinni, hef- ur hlotið 29 stig. Real Madr- id, sem vann stórsigur um helgina, er í ððru sæti með 28 stig. Laurie Cunningham, enski landsliðsútherjinn var í essinu sínu er lið hans Real Madrid tók VaJlecano í kennslustund. Cunningham skoraði eitt af sjö mörkum liðsins og lagði upp fjögur af hinum sex. Enginn með 12 rétta ENN hefur vetur konungur sett strik í reikninginn hjá ensku knattspyrnunni. Á iaugardag varð að fresta fiestum Ieikjum i ensku og skosku knattspyrnunni á völlum, sem voru norðan við Mersey — og Humber — fljótin. Aí þeim leikjum, sem voru á getraunaseðli nr. 23 féllu fjórir leikir niður og varð að grípa til teningsins illræmda. Að þessu sinni fylgdi teningurinn nokkuð þeim likum. sem taidar voru senniiegastar á úrslitunum. þótt ekki væri hann alveg i þessum fjórum leikjum á sömu skoðun og hinn brezki „Pools-panel" sem kallaður var út i annað sinn á þessum vetri. Enginn seðill kom fram með 12 rétta, en 5 seðlar reyndust með 11 rétta og vinningur fyrir hvern kr. 498.500.- og hver 122 raða með 10 rétta fékk i sinn hlut kr. 8.700.- Sigurður Jónsson og Steinunn Sæmundsdóttir voru hinir ótvi- ræðu yfirburðamenn fyrsta punktamóts vetrarins sem fram fór á Ilúsavík um síðustu helgi. Keppt var bæði í svigi og stór- svigi og sigruðu þau Sigurður og Steinunn í báðum greinum. Auk þess sigruðu þau í alpatvíkeppn- inni. Röð og tími fyrstu keppenda í hvorri grein fylgir hér á eftir. Svig. 1. SÍKUrður Jónsson í t5.92~t5.72 91,51 2. Hjórn OÍKCÍrsson H 16.15-16.75 93.20 3. Haukur Jóhannsson A 18.13-17.33 95.76 1. Tómas Loiísson \ 18.83-17.25 96.08 5. Y aldimar BirKÍsson í 18.09-19.02 97.83 6. ólafur Haróarson A 19.23-18.60 97.83 1. Stcinunn Sæmundsd.. R 11.13—37.57 78.70 2. Nanna Lcifsd.. A 12.81-38.67 81.18 3. Ásdís Alírcósd.. R 12.71-38.93 81.61 1. Ilalldóra Bjórnsd.. R 12.80-10.31 83.11 5. Asa Hrónn Sa mundsd.. R 11.55—39.81 81.39 6. Hrcfna MaKnúsd.. A 17.61—13.53 91.11 C-KEPPNIN í handknattleik stendur sem hæst um þessar mundir og hafa þrjár umferðir farið fram í hvorum riðli. Úrslit síðustu leikja urðu sem hér segir: A-riðill: Frakkland — Portúgal 18-17 (10-10) Noregur — Ítalía 26—13 (12— 5) B-riðill: Færeyjar — Luxemburg Merkilegur sigur hjá Calpisa CALPISA frá Alicante á Spáni vann athyglisverðan stórsigur gegn Dozsa Debrechen frá Ung- verjalandi i síðari leik liðanna i Evrópukeppni bikarhafa i hand- knattleik. Sigraði spænska liðið 32—19, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 16—11 fyrir Calpisa. Dozsa sigraði í fyrri leiknum 24—22, þannig að spænska liðið sigraði samanlagt með miklum glans. UM helgina léku i bikarkeppni körfuknattleikssambandsins Þór Akureyri og Vestmannaeyingar. Fór leikurinn fram á Akureyri. Það er skemmst frá því að segja að Þórsarar tóku öll völd í sínar hendur strax í upphafi og unnu yfirburðasigur 97:50. Staðan í leik- hléi var 58:26. Það var aldrei nein spurning um það hvort liðið færi með sigur af hólmi, Vestmannaey- ingar áttu aldrei neina möguleika á að stöðva Þórsara. Leikurinn var ekki sérlega vel Ieikinn og lítið spennandi. Þórsar- ar beittu pressuvörn á köflum og gafst það vel. Varnarleikur beggja liða var ekki mjög traustur en ÍK Aðalfundur íþróttafélags Kópavogs, ÍK, fer fram í KFUM og K heimilinu við Melaheiði laugardaginn 9. febrúar og hefst klukkan 14.00. Stórsvig sek. 1. SÍKuróur Jónsson í 53.78-58.37 112.15 2. Einar V. Kristjánss. í 55.43-59.17 114.90 3. Bjórn Olgcirsson II 55.48-59.59 115.07 1. Ilaukur Jóhannsson A 55.07-60.51 115.58 5. Bjarni SÍKurósson II 56.70-59.32 116.02 6. Yaldimar Birgisson í 55.76-60.78 116.18 7. Bjórn V’íkinKsson A 56.00-60.72 116.72 8. Tómas Lciísson A 57.76-60.90 118.66 Stórsvig 1. Steinunn Sa’mundsd.. R 19.09-17.12 96.21 2. Ásdís Alfreósdóttir R 48.59-48.51 97.10 3. Nanna Lcifsdóttir A 49.67-48.67 98.34 1. Ása Ilr. Sæmundsd.. R 50.02-50.04 100.06 5. Halldóra Bjórnsd.. R 51.11—19.77 100.88 6. Hrcfna Magnúsd.. A 51.44—50.55 101.99 7. Ásta Ásmundsd.. A 61.26-51.46 112.72 8. Marta Óskarsdóttir R 54.84-58.51 113.35 I alpatvíkeppni kvenna sigraði Steinun eins og fyrr segir, en Asdís Alfreðsdóttir varð í öðru sæti. I alpatvíkeppni karla var Björn Olgeirsson í öðru sæti. Keppnin fór fram í mjög góðu veðri, en frekar lítill snjór setti mark sitt á brautirnar. 21-17 ( 8- 7) Belgía — England 24—17 (14—10) í A-riðli hefur Austurríki 4 stig eftir tvo leiki, einnig Noregur. ítalir hafa tvö stig eftir tvo leiki, Færeyjar 2 stig eftir þrjá leiki og Lúxemborgarar reka lestina með ekkert stig eftir þrjá leiki. Glíman stendur því milli Norðmanna og Austurríkismanna um efsta sætið í riðlinum. í B-riðli er einnig tvísýn keppni og getur allt gerst. ísraelar og Belgar hafa hlotið 4 stig hvor þjóð, Israelarnir að loknum tveimur leikjum, en Belgar hafa leikið þrjá leik;. Portúgalir og Frakkar hafa tvö stig hvor eftir tvo leiki og Englendingar reka lestina með ekkert stig. Það ætlaði allt vit- laust að verða er Frakkar unnu Portúgali. Frakkar, sem töpuðu óvænt fyrsta leik sínum í keppn- inni, skoruðu sigurmark sitt gegn Portúgölum þegar klukkan sagði að 2 sekúndur væru til leiksloka. Hins vegar grófu Portúgalirnir það upp, að 10 sekúndur voru enn til leiksloka, klukkumanninn hafði orðið á mistök. Hófst leikurinn því að nýju eftir 5 mínútna rifrildi, en lokatölurnar breyttust þó ekkert. sóknarleikurinn var aftur á móti líflegur, sérstaklega hjá Þór. Þórsarar beita mikið hraðaupp- hlaupum en Vestmannaeyingar tóku þann kostinn að reyna að byggja upp sóknaraðgerðir sínar í rólegheitum. Hittni þeirra sunn- anmanna var ekki aðdáunarverð nema kannski hjá Páli Sveinssyni sem skoraði 23 stig og var lang- stigahæstur því hann var sá eini sem rauf 10 stiga múrinn. Fóru þeir oft illa með góð færi og ekki fóru mörg langskot í gegnum körfuhringinn. Hittni Þórsara var aftur á móti með ágætum en í liði þeirra bar Bandaríkjamaðurinn Gary Schwartz höfuð og herðar yfir aðra leikmenn og skoraði hann 37 stig. Þórsurum gekk vel að hirða fráköst í leiknum og voru þeir Eiríkur Sigurðsson og Alfreð Tulinius einna iðnastir við það. Eiríkur skoraði 13 stig, Erlingur Jóhannsson skoraði 13, Ellert Finnbogason og Ólafur Krist- jánsson 10 stig hvor og aðrir færri. Hilmar Björnsson þjálfari Vals: — Þessi leikur þróaðist allt öðru vísi en leikurinn í Halmstad. Hann reyndi meira á taugarnar og var erfiðari. Ég lagði á það áherslu að reynt yrði að koma þeim á óvart og það tókst. Ég tók vissa áhættu með því að láta taka tvo menn úr umferð en það heppnaðist fullkomlega. Þeir voru búnir að ná góðum takti í spilið og það varð að brjóta niður. Þetta var sætur sigur. Stefán Gunnarsson fyrirliði: — Það var fyrst og fremst góð barátta og góð stjórn á bekknum sem færði okkur þennan stóra sigur. Taugaspennan var mikil og sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við gerðum hverja vitleys- una á fætur annarri sem olli því að Drott náði 6 marka forskoti. Stuðningur áhorfenda var mikill, þeir áttu sinn þátt í sigrinum, þeir voru stórkostlegir. Það er gaman að standa í þessu þegar svona vel gengur. Ég var alveg viss um það í lokin að við gætum haldið boltan- um og að sigurinn yrði okkar. Sænsku leikmennirnir tóku tap- inu af mestu karlmennsku og þjálfari Drott svaraði spurningum blaðamanns Mbl. af mestu kurt- eisi og stillingu: — Það reyndist okkur afar dýrkeypt að missa einn okkar bestu manna, Kingwall, hann meiddist í síðasta leik og er í gipsi, með slitin liðbönd. Annars á ég erfitt með að skýra hvers vegna okkur tókst ekki að halda forskot- inu, það er afskaplega klaufalegt að tapa niður sex marka forskoti. Reyndar óafsakanlegt fyrir hvaða lið sem er. En við verðum að sætta okkur við tapið. Valsmenn léku nú betur en þeir gerðu í Svíþjóð. —þr. Mikil spenna í C-keppninni Öruggt hjá Þór í körfunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.