Morgunblaðið - 10.02.1980, Side 1

Morgunblaðið - 10.02.1980, Side 1
Sunnudagur 10. febr. 1980 „Upphaf þessa má raunverulega rekja til Íieirra ára sem ég var við nám í Kennaraskóla slands, en þar kviknaði hjá mér áhugi á sálarfræði, einkum höfðu fyrirlestrar Brodda Jóhannessonar og kynni mín af honum mikil áhrif á mig, og er ég lauk námi í Kennaraskól- anum ákvað ég að lesa meira í sálarfræði en þar var kennt.“ — Sá sem þetta mælir er Jón Ársæll Þórðarson, sem nýkominn er heim frá Gambíu í Vestur-Afríku, en þar hefur hann verið að viða að sér efni í ritgerð sem er hluti af námi hans við Háskólann í Lundi. Þar sem ekki er mjög algengt að íslendingar séu á ferð í Afríku, báðum við Jón að segja nánar frá þessu ferðalagi sínu og dvölinni í Gambíu, og féllst hann á það, „þótt mér finnist að vísu fullmikið af því að fólk komi fram í f jölmiðlum og segi afrekasögur af sjálfu sér,“ eins og hann orðaði það. Rannsakar galdramenn Töírar í þágu landbúnaðar eru algengt íyrirbrigði í Gambíu. Híbýli manna úti í sveitunum eru gerð samkvæmt aldagömlum venjum. úr hálmi. tágum og leir. Hér er korngeymsla í þorpinu Albadarr. ílátin undir búrinu eru til að mala korn í. og áhrif þeirra í Afríkurík- inu Gambíu Úr Kennó í Háskólann „Já, ég fór sem sagt úr mennta- deild Kennaraskólans í Háskól- ann,“ heldur Jón Ársæll áfram, „og var þar í þrjú ár í sálarfræði, sem þá var talin til heimspeki- deildar. Þaðan lauk ég B.A. prófi í sálarfræði, en las einnig sem aukagreinar mannfræði og afbrotafræði í félagsfræðideild. Að námi loknu var ég orðinn þreyttur á peningaleysinu, og fór að vinna í tvö ár, og var þá starfsmaður Ferðaskrifstofunnar Sunnu á Mallorca og Kanaríeyj- um. Sú reynsla var ágætur undir- búningur að námi í klínískri sálarfræði. Framhaldsnám í Lundi í Svíþjóð Að liðnum þessum tveimur ár- um fór ég síðan til Lundar í Svíþjóð, og las þar „klíníska sálar- fræði“, sem er tveggja ára nám. Þar kviknaði fyrst áhugi minn á því að fara til Vestur-Afríku, og vinna að ritgerð þar, því með mér á skólanum var nokkuð af fólki frá Gambíu, sem ég kynntist. Raunar var það svo að ég kynntist og hafði mun meira samband við útlendinga þarna við skólann heldur en Svía, þó að vitanlega hafi margir ágætir Svíar verið þar samtíma mér. Þetta fólk, sem var frá Gíneu og Gambíu og fleiri Vestur-Afríku- löndum, var oft að tala um það sem þau kölluðu „marabouts", en það þýðir nánast kennari, og mun upphaflega hafa verið notað um islamskan kennara. Þegar mú- hammeðstrú eða Islam breiddist út um Afríku blönduðust islamsk- ir kennarar þeim galdramönnum eða galdralæknum sem fyrir voru. En múhammeðstrúin virðist hafa verið það sveigjanleg gagnvart þeim átrúnaði sem fyrir var að fólk hefur haldið hluta af sínum fyrri trúarbrögðum, eða þá að þau hafa runnið saman við hinn nýja síð. Utkoman hefur því orðið sú að þeir galdramenn sem fyrir voru hafa öðlast nýjan sess á gömlum grunni með tilkomu hinnar nýju trúar. Þetta vakti allt saman forvitni mína og áhuga, ekki hvað síst það sem ung stúlka frá Gambíu sagði mér, en hún var þá við nám í Lundi. Hún var ættuð frá Gíneu, og hafði farið þangað til að grennslast fyrir um framtíð sína hjá einum þessara „marabouts" eða galdramanna. Sá spáði fyrir um framtíð hennar, og sagði hún að fram til þess dags hefði spá hans ræst í öllum atriðum! — Allt þetta varð til þess að ég ákvað að fara til Afríku til að viða að mér efni í ritgerðina, og þannig gat ég um leið séð mig um í þessari heimsálfu eins og ég hafði mikinn áhuga á. Raunar hafði ég, áður en þetta kom til, þegar valið mér efni í ritgerðina, en það var efni sem ég gat unnið að hér heima. Ætlaði ég Rætt við Jón Ársæl Þórð- arson BA í sálar- fræði Kominn heim i norðangarrann og nepjuna; Jón Arsæll Þórðar- son nýkominn heim frá Gamb- íu. Ljósm: Emilia B. Björnsdóttir. Vestur- að fjalla um hvernig nýta mætti sumarvinnu íslensks skólafólks á betri hátt en nú er gert í skólun- um. Auðvelt ætti að vera að tengja skólana meira við atvinnulifið, og þannig auka gildi sumarvinnunn- ar fyrir bæði nemendur og þjóð- félag. Mér dettur til dæmis í hug í þessu sambandi, að víða um land hefur það tíðkast að gefa frí í skólum í miklum aflahrotum. Nær væri að „færa skólastofuna í frystihúsin" ef svo má að orði komast, og kenna nemendum þá ýmislegt um atvinnulífið í leið- inni. En ég ákvað semsé að sleppa þessu í bili, en fást í þess stað við galdramenn í Gambíu!" Var ekki leitað langt yfir skammt? — Hefði ekki verið unnt að rannsaka galdra- og dulræn fyrir- brigði hér á íslandi í stað þess að fara alla leið suður til Afríku? „Já, það kann ýmsum að þykja einkennilegt, að Islendingar skuli þurfa að fara út fyrir landstein- ana til að fást við þess háttar viðfangsefni! — En sannleikurinn er sá, að ekki er hægt að gera hér á landi hliðstæðar rannsóknir. íslensku galdrakörlunum fer hríðfækkandi, eða að minnsta kosti er erfitt að finna þá í SJÁ EINNIG BLS. 46 Jón Arsæll ásantt innfæddum kunningja sínum að leggja upp veiðiferð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.