Morgunblaðið - 10.02.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
37
Myrkir
músikdagar
Síðustu tónleikar Myrkra mús-
ikdaga verða af mörgum ástæðum
að teljast til merkari tónlistarvið-
burða hér á landi. Þar fór saman
glæsilegur flutningur og einnig
flutningur góðrar tónlistar, bæði
af gamalli og nýrri gerð. Islensk
tónsköpun, formbundin í stærri
gerðum verka, er svo til ný í
menningu okkar íslendinga. Þeir
sem höfðu forgöngu um þessi mál
eru nýgengnir hjá, lærisveinar
þeirra orðnir fullorðnir menn og
þriðja kynslóðin tekin að kalla
menn til þagnar og hlustunar. Nú
voru það Manuela Wiesler og
Helga Ingólfsdóttir, sem fluttu
hlustendum nýja og gamla tónlist,
á hljóðfæri, sem sögulega brúa 200
ára bil í tónmennt Evrópu.
Um það bil, eða á seinni hluta
18. aldar, er sembalinn var látinn
víkja fyrir píanóinu, hefur þver-
flautan náð feikna vinsældum,
bæði sem hljómsveitar- og ein-
leikshljóðfæri.
Þverflautan hefur síðan notið
meiri virðingar en flest önnur
blásturshljóðfæri, en sembalinn
aftur á móti verið friðaður af þögn
gleymskunnar. Nú skeður það,
„norður við heimskaut í svalköld-
um sævi“, að hér í Reykjavík eru
þessi hljóðfæri orðin samvirk í
höndum afburða tónlistarmanna
og félagsskapur þeirra leiðir til
þess að kolbítar rísa úr öskustó til
að yrkja brag og vinna stórvirki.
Tvö hundruð ára menningarskil
eru rofin, þar sem gamlar og nýjar
gátur sameinast í líðandi nútíma.
Rétt eins og eilífðin skynjuð í
andartaks bergmáli löngu liðinna
stunda, þar sem tímabilið, er
skilur að liðið og það sem er að
ské, er horfið. Tónleikarnir hófust
á Sónötu eftir Mattheson, sem var
uppi á fyrri hluta 18. aldar og var
mjög frægur sem gagnrýnandi og
höfundur ritverka um tónlist.
Hann gerði tilraun til að skil-
greina hljóðfæratónlist í sam-
bandi við túlkun tilfinninga og er
skilgreining hans á sérkennum
hinna ýmsu dansþátta svítunnar
mjög skemmtileg. Hann telur að
hver dans sé gæddur sérstöku eðli,
ákveðinni tilfinningu. Sem dæmi
mætti nefna að hann telur Menu-
ett vera meðal glaðlegan, rigaudon
daðurslegan og þægilegan, sarab-
ande metnaðarmikinn og Passep-
ied lauslætisfullan. Hann þýðir
einnig ítölsku hraðaheitin sem
tilfinningatákn og vill láta Adagio
túlka þunglyndi, eða dap-
urleika, Andante von, Allegro
huggun og Presto ánægju. Þrátt
fyrir það, að slíkar vangaveltur
séu ekki viðfangsefni nútíðar-
manna, eru þær skemmtilegar
eins og margt hjá Mattheson, sem
talinn er vera fyrsti eiginlegi
tónlistargagnrýnandinn. Annað
verkið var Da eftir Leif Þórarins-
son, verk fyrir sembal og var þetta
frumflutningur þess. Leifur er
einn þeirra íslensku tónskálda er
leggur frekar áherslu á lagferlið
en blæbrigðin og þess vegna er
nauðsynlegt að heyra verk hans
nokkrum sinnum, enda þola verk
hans það vel. Það og að hljóðfæra-
leikarinn nær sífellt betri tökum á
verkefni sínu við hverja nýja
uppfærslu kom ljóslega fram í
næstu tveimur verkum, Stúlkunni
og vindinum, eftir Pál P. Pálsson
og Sonata per Manuela, eftir Leif
Þórarinsson, sem þær stöllur
fluttu síðastliðið sumar í Skál-
holti. Það er í rauninni stórkost-
legt a bera saman flutning þess-
ara góðu verka þá og nú, hvernig
sérkenni verkanna breytast í
meistaralegum leik þeirra. Tón-
leikunum lauk svo með h-moll
flautusónötunni, eftir Bach, ein-
hverju stórkostlegasta verki tón-
bókmenntanna. Um flutning
Manuelu Wiesler og Helgu Ing-
ólfsdóttur er í rauninni ekkert
hægt að segja annað en að tónleik-
arnir í heild voru stórkostlegir.
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
P.s.
Aðstandendur hátíðarinnar eru
beðnir velvirðingar á því hversu
seint þessi umfjöllun kemur fram,
en til þess liggja persónulegar
ástæður.
J.Ásg.
Efnisskrá:
Berlioz: Rómverskt karnival op. 9
Prokoffjeff: Fiðlukonsert nr. 2, op.
63.
Sjostakovits: Sinfónía nr. 5. op. 47
Einleikari: Pina Carmirelli
Stjórnandi. Giibert Levinc
Rómverska karnivalið eftir
Berlioz var skemmtilega leikið,
opnað á fallega leikinn sóló á
enskt horn af Duncan Cambell, og
var auðheyrt að hljómsveitar-
stjórinn hafði lagt mikla rækt við
túlkunarþáttinn. I fallegu sam-
spili á milli fiðlanna og sellóanna
vantaði mikið á að sellóin hefðu til
jafns við fiðlurnar vegna mann-
fæðar. Fámenni strengjasveitar-
innar og ójöfn skipting í flokka
gerir hljómsveitinni erfitt fyrir í
flutningi stærri tónverka og leiðir
til þess, að óeðlilegt álag er á
strengjasveitinni, þegar hátt er
reitt til höggs og óhjákvæmilega
hlýtur það að koma niður á
tóngæðunum.
Annað verkið var 2. fiðlukons-
ertinn eftir Prókoffjeff og lék
Pina Carmirelli verkið mjög glæ-
silega. Verkið er samið fyrir
franskan fiðluleikara, Róbert
Soetens, og var upphaflega hugsað
fyrir fiðlu og píanó. A þessum
tíma hafði Prókoffjeff samið
fimm píanókonserta, fjórar srtl-
fóníur, balletta, óperu, hljómsveit-
arsvítur og nokkrar píanósónötur
og þykir þessi konsert bera merki
þess, að hann sé að leita fyrir sér
varðandi stíl og tónmál, nokkuð
mikið rómantískur og lagrænni en
fyrri fiðlukonsertinn, sérstaklega
þó annar þátturinn, sem er sérlega
skýr og fallegur.
Síðasta verkið á efnisskránni er
eitt af meistaraverkum Sjostakó-
vits, en þá hafði hann mátt þola
Sinfóníutónleikar
opinberar ávítur fyrir tónverk sín
og fyrri sinfóníur hans, fyrir utan
þá fyrstu, verið taldar ómögu-
legar. Til að nefna dæmi, var
fjórða sinfónían ekki frumflutt
fyrr en 1962. Það er ekki nýtt að
sovésk stjórnvöld hafi orðið sér til
skammar vegna afskipta af skap-
andi list, en þennan smánarblett
er nauðsynlegt að minnast á, til að
minna menn á að rugla ekki
saman pólitískum ætlunarverkum
og sköpun listar, sem að verulegu
leyti sækir sköpunarkraft sinn í
andstöðu við tískubundnar venjur
og hefðir. Þegar slíkir atburðir
hafa gerst, hefur það þráfaldlega
komið fyrir að listaverkið stendur
eins og æpandi mótsögn við allt að
því ófyrirgefanlegt þekkingarleysi
og heimsku. Flutningur sinfóní-
unnar var að þessu sinni eins og
hann væri magnaður mótmælum
og baráttu gegn ófyrirgefanlegu
ranglæti, þrunginn krafti og
spennu er sprengir af sér allar
viðjar lítilmótlegra álaga. Gilbert
Levine hefur sterka tilfinningu
fyrir „dramatískum“ leik tónanna
og tókst að laða fram sterkar
andstæður í geðsveiflum þessa
tilfinningaþrungna verks.
Eigum
nokkra
og fáum fljótlega fleiri
Tovota bfla
argerð 1979
á einstaklega góðu verði
og góðum kjörum
Verð frá
kr. 3.756.000-
Tegundir:
Toyota Starlet
Corolla 2ja dyra
Corolla stadion
Corolla
2ja dyra Hardtop
Corolla Liftback
Carina 2ja dyra
Carina stadion
Cressida
2ja dyra Hardtop
beinskipt
og sjálfskipt
Cressida 4ra dyra
Cressida stadion
m TOYOTA
UMBOÐIÐ
NYBYLAVEGI 8
KÖPAVOGI SÍMI
UMBOÐIÐ Á AKUREYRI: BLÁFELL S/F ÓSEYRI 5A — SlMI
Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur