Morgunblaðið - 10.02.1980, Side 6

Morgunblaðið - 10.02.1980, Side 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 Streitan ætlar æ fleiri lifandi að drepa HIÐ alvarlega nútímavanda- mál — streitan — magnast stöðugt, og verður sífellt fleir- um ofviða í hinu daglega lífi, hvort sér er í einkalífi í skólum og einkum þá á vinnu- stöðum. Streituþjakað fólk verður oft líkamlega veikt eða andlega sjúkt, sem er þó sýnu alvarlegra. Geðlæknar, er einkum fást við geðsjúkdóma af félagsleg- um toga, komu fyrir skömmu saman til ráðstefnu í Heidel- berg í Vestur-Þýzkalandi til þess að fjalla um þessa þróun. Þar skýrði brezkur geðlæknir, Desmond Bennett að nafni, frá helztu ástæðum þessara and- legu og geðrænu truflana. Streita á vinnustöðum virðist magnast af ýmsum orsökum, t.d. vegna aukinnar sjálf- virkni, ópersónulegs umhverf- is, hávaða á stórum skrifstof- um, þar sem margir vinna í sama sal, og loks vegna aukins vinnuhraða. Allir þessir þættir hafa djúpstæð, sálræn áhrif á fólk, og ennfremur langvarandi at- vinnuleysi. Ótti manna við að missa atvinnuna getur einnig valdið mikilli streitu og and- legri vanlíðan. Af þessu leiðir að andlegu og sálrænu heilbrigði verk- smiðjufólks og skrifstofufólks í Þýzkalandi er hætta búin. Þar láta árlega um 23.000 manns af störfum fyrir aldur fram vegna sálrænna vanda- mála. Þau lýsa sér m.a. í svefnleysi, þunglyndi og of- skynjunum. Þetta er uggvæn- lega há tala og bendir til þess að ekki sé seinna vænna fyrir lækna og geðlækna að velta því fyrir sér, hvernig má bæta umhverfi á vinnustöðum og gera það manneskjulegra. Vísindamennirnir á ráð- stefnu þessari töldu það mjög mikilvægt fyrir geðheilbrigði einstaklings, að hann væri fær um að sinna störfum og gæti með réttu álitið sjálfan sig þarfan þjóðfélagsþegn. And- lega sjúkt fólk, sem enga vinnu hefur, telur sér gjarnan vera ofaukið. Meðferð þess hlýtur því að miðast að því umfram allt að koma því út í atvinnulífið á nýjan leik. - CHRISTA ROSENBERGER OFFITA/TANNSKEMMDIR Sálrænt fremur en sykurát Sykurinn fær mildari dóma Venjulega er sagt að offita stafi af of miklu sykuráti, en á ráð- stefnu í Frankfurt í Þýzkalandi fyrir skömmu kom fram það sjónarmið, að hún stafaði fremur af slæmum matarvenjum. Sagði vísindamaðurinn Volker Pudel frá Göttingen, að það væru fyrst og fremst sálrænar orsakir, sem yllu því, að fólk hlypi í spik. Engin ráðstefnugesta mælti gegn því, að ofneyzla á sykri gæti leitt til offitu, en þeir töldu nauðsynlegt að líta á fleiri hliðar málsins en gert hefði verið. Pudel taldi það ósvinnu hjá foreldrum að banna börnum sæl- gætisát. Gæti það leitt af sér alvarlega árekstra og að sjálf- sögðu yrðu börnin fyrir bragðið ennþá sólgnari í sælgæti. Hann sagði að mikil sykurneyzla ylli að sjálfsögðu tannskemmdum en gegn því væri hægt að bregðast með aukinni tannhirðu. Hins veg- ar sagði hann það hvergi vera sannað að börn eða fullorðnir, sem stríddu við offitu, væru óvenjum- iklar sælgætisætur. Bernhard Guggenheim frá tannlæknadeild háskólans í Zur- ich sagði að tannskemmdir færu fremur eftir því, hversu oft fólk borðaði sælgæti en hversu mikið magn það léti ofan í sig. Það skiptir afar litlu máli, hvort maður borðar 30 grömm af sykri eða 320, svo framarlega sem hann er í fljótandi formi og er hluti af aðalmáltíð dagsins. Ef hann borð- ar hins vegar um 100 grömm af sykri daglega á milli mála eru mjög miklar líkur til tann- skemmda. Giinter Schlierf frá háskólanum í Heidelberg gerði útdrátt úr vísindalegum skrifum um sam- band sykurneyzlu og hjartasjúk- dóma. Sagði hann að samkvæmt gildum upplýsingum, sem fyrir lægju, væri engin ástæða til þess að telja að óhófleg neyzla á sykri leiddi til hjartabilunar. Frá Síberíu til fyrirheitna landsins Á árinu 1977 fluttust 25.000 manns, fólk af þýskum ættum, til V-Þýskalands frá löndunum aust- an járntjalds, einkum frá Póllandi og Sovétríkjunum. Hér segir frá þessu fólki kennari, sem hefur það starf með höndum að búa það undir lífsbaráttuna í nýjum heim- kynnum. Nemendurnir, sem allir voru frá Sovétríkjunum, voru samankomn- ir í skólastofunni fyrsta kennslu- daginn. Þeir voru áhyggjufullir á svip þegar ég gekk inn í stofuna og út úr þreytulegum andlitunum mátti lesa spurninguna sem öllum var efst í huga: Við hverju er búist af okkur? Ég bað þá um skráningarnúmer vinnumálaskrifstofunnar og María Arnold, sem var efst á listanum mínum, reis á fætur og hneigði sig. María var 42 ára gömul, eða svo sagði í þeim plöggum, sem ég hafði undir höndum, en hér hlaut að vera einhver maðkur í mysunni því að hún virtist ekki vera deginum yngri en sextug. Seinna sagði María mér frá lífi sínu: „Við virðumst öll vera eldri en við erum. Það er vegna erfiðis- vinnunnar. í Síberíu urðum við að fella trén með handsögum og klofa snjóinn upp í mitti. Frostið var langtímum saman 50 gráður á celsíus og maturinn var lítill sem enginn, nokkrar frosnar kartöflur og rotinn fiskur var allt og sumt sem við gátum gert okkur vonir um. Við erum enda mörg mjög magaveik." Þessir þýsk-rússnesku nemend- ur mínir eru nú að hefja níu mánaða skólagöngu þar sem lögð verður áhersla á að kenna þeim eins mikla þýsku og mögulegt er. Þessi hópur er þó aðeins lítið brot af því þýskættaða fólki sem fékk brottfararleyfi frá austantjalds- löndunum árið 1977. í Sovétríkj- unum búa enn þann dag í dag tvær milljónir manna af þýsku foreldri og eru þeir 13. stærsti þjóðernis- minnihlutinn. í Sovétríkjunum búa fleiri Þjóðverjar en hvorir- tveggja Litháar og Eistlendingar. Forfeður Maríu í Rússlandi bjuggu út af fyrir sig, í nýlendum eins og þeir kölluðu það, og margir höfðu lítið saman að sælda við Rússana í nágrannaþorpunum. Þeir þurftu því ekki mikið á rússneskunni að halda og foreldr- ar Maríu t.d. gátu rétt gert sig skiljanlega á því máli. Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út voru Þjóðverjarnir allir sem einn grunaðir um að vera samverkamenn nasista. íbúar þýsku þorpanna á Volgubökkum voru reknir frá heimilum sínum og fluttir nauðungarflutningi austur á steppur Kazakhstan eða í fangabúðir, einkum þeir sem ein- hverja menntun höfðu. Á þessum tíma var María enn ógift og hún og foreldrar hennar voru flutt til Karaganda þar sem þau urðu að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar við afar erfiðar aðstæður. Margir lifðu þessa flutninga ekki af. Frænka Maríu bjó í þeim hluta Sovétríkjanna sem hérnuminn var af Þjóðverjum og flýði með þeim vestur á bóginn þegar halla tók undan fæti fyrir nasistum. Á þennan hátt var mörgum fjöl- skyldum stíað í sundur en suma flutti Rauði herinn aftur til Sov- étríkjanna, ekki þó til ættingja sinna heldur í fangabúðir. Það er ekki auðhlaupið að því að komast á burt frá Sovétríkjunum. Þeir sem sækja um brottfararleyfi eiga það á hættu að missa vinnuna eða verða að gera sér annað verra starf að góðu og þeir, sem er leyft að fara, fá aðeins að hafa með sér þann farangur sem þeir geta haldið á. Beiskjufull sýndi mér kona nokkur úr, sem hún varð að geyma í veskinu sínu vegna þess, að keðjuna, sem var úr gulli, höfðu rússneskir tollverðir slitið af þeg- ar hún fór yfir landamærin. Leirmuni, sem hún hafði keypt fyrir peninga, sem hún fékk fyrir grísinn sinn, til þess að koma nú ekki alveg tómhent til nýja lands- ins, brutu tollverðirnir alla með tölu þegar þeir komust að því að hún og fjölskylda hennar voru að yfirgefa Sovétríkin fyrir fullt og allt. SOVÉSKAR FANGABOÐIR: „Frostið var langtímum 50 gráður“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.