Morgunblaðið - 10.02.1980, Page 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
Stofna almenningshlutafélag
til að hef ja fiskeldi hér á landi
Kröfur farandverka-
fólks njóti forgangs
í samningaviðræðum
Ljósm. Gmilía.
Ronald Símonarson hefur opnað málverkasýningu í
Asmundarsal og verður hún opin til 24. febrúar. Er
þetta fyrsta málverkasýning hans og jafnframt
yfirlitssýning á verkum listamannsins frá upphafi,
en hann hefur lagt áherzlu á að fara eigin leiðir í
námi. Hefur Rónald Símonarsson helgað sig málara-
listinni eingöngu frá árinu 1978. Með honum á
myndinni er sonur hans, Hermann Friðrik.
MORGUNBLAÐINU heíur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
undirbúningsnefnd að stofnun
almenningshlutafélags til að
koma skriði á fiskeldismál hér-
lendis, eins og það er orðað í
fréttatilkynningunni:
„Að undanförnu hafa augu
manna hér á landi beinzt mjög að
þeim möguleikum sem hér kynnu
að vera fyrir hendi til fiskeldis í
stórum stíl. Svo sem kunnugt er
hafa Norðmenn á síðustu árum
náð verulegum árangri í eidi
laxfiska í sjó og er þessi ræktun
farin að skila þeim miklum hagn-
aði. Ýmisiegt bendir til þess að
aðstæður tii laxeldis séu mjög
hagstæðar hér á landi. I því
sambandi ber að hafa í huga að
nokkrar eldisaðferðir geta komið
til greina svo sem hafbeit, eldi í
fljótandi flotkvíum úti í sjó, eldi í
tjörnum eða kerjum á landi eða
einvher blanda þessara aðferða.
Fáeinir aðilar hafa á undan-
förnum árum hafið tilraunir til
fiskeldis í litlum mæli hér á landi,
en skortur á rannsóknum og
fjármagni hefur til þessa staðið í
veginum fyrir stórátaki á þessu
sviði.
Síðustu mánuði hefur á vegum
áhugamanna og ýmissa þeirra
sem fengist hafa við fiskiræktar-
tilraunir starfað undirbúnings-
nefnd sem faliÓ var að kanna
hvert stefna bæri í þessum efnum.
Undirbúningsnefndin hefur nú
orðið sammála um að gangast
fyrir stofnun almenningshlutafé-
lags um fiskeidi sem hefði þann
tvíþætta tilgang að gera skipulega
úttekt á líffræðilegum, tækni-
legum og fjárhagslegum mögu-
leikum á fiskeldi hér á landi,
þ.m.t. á markaðsmö^ .leikum og
hefja að því búnu fiskeidi þegar
fært og hagkvæmt þykir.
Standa vonir til að með stofnun
hlutafélags á almennum og
víðtækum grundvelli takist að
koma þeim skriði á fiskeldismál,
að möguleikar Islendinga á því
sviði verði ekki látnir ónýttir öllur
lengur.
Fundur tii undirbúnings undir
stofnun slíks almenningshlutafé-
lags verður haldinn í Kristalsal
Hótel Loftleiða fimmtudaginn 14.
febrúar n.k. kl. 2.30.
Farandverkafólk:
Mánudaginn 4. febrúar hélt
Baráttuhópur farandverka-
fólks fund í Festi í Grindavík
um málefni farandverkafólks
í fiskiðnaði. Á fundinum
höfðu framsögu Þórður
Hjartarson, Jakob Jónsson og
Sheila Hardaker, nýsjálensk
stúlka sem vinnur í frystihúsi
þar í þorpinu.
Þórður harmaði hve illa væri
búið að þessu fólki víða um land
og nefndi ófögur dæmi máli sínu
til stuðnings. Þá minnti hann á
kröfur farandverkafólks um bætt-
an aðbúnað og aukin réttindi
innan verkalýðsfélaga.
Næstur talaði Jakob Jónsson
farandverkamaður. Hann lýsti
ástandi þeirrar verbúðar sem
hann býr á í Grindavík, og taldi
mikið skorta á, að hún gæti talist
bústaður sæmandi mönnum.
Sheila Hardaker ræddi um að-
búnað þeirra erlendu stúlkna sem
Gerð verður grein fyrir stöðu
fiskeldismála og störfum undir-
búningsnefndar, lögð fram og af-
greidd drög að stofnsamningi og
kosin nefnd til að undirbúa stofn-
fund almenningshlutafélagsins.
Allir áhugamenn eru hvattir til
að fjölmenna.
Undirbúningsnefnd.“
starfa í fiskiðnaði hérlendis, og
sagði hann vera í litlu samræmi
við þau loforð sem gefin voru
þegar þær réðu sig til landsins. Þá
kvað hún atvinnurekendur og
verkalýðsfélög hafa vanrækt að
kynna þeim réttindi og skyldur á
íslenskum atvinnumarkaði.
Að loknum framsöguræðum
voru almennar umræður. Tóku þá
m.a. til máls Jón Björnsson for-
maður verkalýðsfélagsins í
Grindavík og Karl Steinar Guðna-
son alþingismaður og varafor-
maður Verkamannasambands
íslands. Karl Steinar kynnti fund-
armönnum þingsályktunartillögu,
sem hann hefur lagt fram á
Alþingi, varðandi málefni erlends
farandverkafólks á íslandi.
Á fundinn mættu fast að sextíu
manns, innlent og erlent farand-
verkafólk. Einnig mættu þrír úr
hópi atvinnurekenda. Andmæltu
þeir ekki þeirri skoðun sem fram
kom, að atvinnurekendur í fisk-
iðnaði, sem ekki tryggja verka-
fólki mannsæmandi aðbúnað á
verðbúðum séu stétt sinni til
skammar.
Að lokum samþykktu fundar-
menn einróma svohljóðandi álykt-
un:
„Almennur umræðufundur far-
andverkafólks haldinn 4. febrúar
1980 í Festi í Grindavík ítrekar
réttmæti krafna farandverkafólks
um bætt kjör og aðbúnað. Einnig
krefst fundurinn þess að þær njóti
forgangs í samningum atvinnu-
rekenda og verkalýðshreyfingar,
sem nú standa yfir.
Fundurinn átelur Verkalýðs-
hreyfinguna fyrir seinagang í
málefnum farandverkafólks, en
hvetur jafnframt til virkara sam-
starfs verkalýðsfélaga á hverjum
stað með farandverkafólki í sam-
eiginlegri baráttu fyrir bættum
kjörum allri alþýðu til handa.
Ennfremur gagnrýnir fundurinn
harðlega forystu Sjómannasam-
bandsins vegna neikvæðrar af-
stöðu hennar gagnvart kröfum
farandverkafólks, þrátt fyrir að
mikill hluti farandverkafólks séu
sjómenn.
Fundur farandverkafólks í
Grindavík vill að lokum senda
farandverkafólki um land allt
baráttukveðjur, og um leið hvetja
það til virkrar samstöðu og bar-
áttu fyrir bættum kjörum sínum.“
Þess skal að lokum getið að
Baráttuhópur farandverkafólks
hefur opnað skrifstofu og hyggst
safna og miðla upplýsingum um
aðbúnað á einstökum stöðum á
landinu.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar \
Lækningastofa
mín í Domus Medica verður lokuð frá 1. mars
næstkomandi
Grétar Ólafsson yfirlæknir.
Sérgr.: Brjóstholsskurðlækningar, almennar
skurölækningar.
Byggðaþjónustan
Atvinnurekendur — stofnanir — félög.
Nú er rétti tíminn til að stilla upp bókhaldinu
og gera drög að áætlun næsta árs.
Bókhaldsþjónusta, skattaþjónusta, áætlana-
gerð.
Byggðaþjónustan,
Ingimundur Magnússon,
Birkihvammi 3,
200 Kópavogi,
sími 41021.
Iðnaðarhúsnæði
óskast
Upplýsingar í síma 71104, 71369 og 72973.
Geymsluherbergi óskast
Rúmgóð geymsla (helzt með stórum hillum)
fyrir bækur og tímarit óskast á leigu. Gjarnan
á jarðhæð, kjallara eða fyrstu hæö. Þurr og
upphitaður bílskúr kemur til greina.
Tilboð merkt: „Helzt í Vesturbæ — 4852“
sendist augld. Mbl. fyrir fimmtudaginn 14.
febrúar.
Við Bíldshöfða
Til leigu iðnaðarhúsnæði á tveimur hæöum,
jarðhæð 750 fm leigist frá 1. marz 1980, 2.
hæð 1050 fm leigist innréttuð eöa óinnréttuð
eftir nánara samkomulagi. Allar nánari uppl. í
síma 32233.
Akranes
Til sölu tvílyft einbýlishús að grunnfleti 80 fm.
Húsiö er álklætt með nýju gleri. Allt í
toppstandi. Upplýsingar veittar í síma 31782.
Skrifstofuhúsnæði
36 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í gamla
miöbænum, aðgangur að telexi ef óskaö er
og hugsanleg símaþjónusta.
Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „H —
4845“ fyrir 15. febrúar.
Borgarnes — húsnæði
til sölu
Til sölu er lítið einbýlishús ásamt 200 m2
iðnaðarhúsnæði. Húsnæði þetta verður að
telja heþpilegt t.d. fyrir iðnaðarmann eða
aöila sem stendur í rekstri. Hagstætt verð.
Góð atvinna í héraðinu. Upplýsingar gefur
Halldór Brynjúlfsson símar 93-7370 og 93-
7355 (kvöldin).
Skrifstofuhúsnæði
— Austurborg
Til leigu er vel innréttað skrifstofuhúsnæði
örstutt frá Hlemmtorgi. Húsnæðið er fjögur
skrifstofuherbergi m.m. og telst vera um 105
fm, brúttó, auk mögulegrar viðbótar, ef þörf
krefur. Góð bílastæði. Húsnæðið getur
verið laust hvenær sem er á tímabilinu 1. apr.
til 1. júní.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 15. febr.
n.k. merkt: „Skrifstofuhúsnæði — 216“.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu er skrifstofuhúsnæði á einum besta
stað við Grensásveg. Húsnæðið sem er tilb.
nú þegar er á 2. hæð. Frekari uppl. í síma
83539.