Morgunblaðið - 10.02.1980, Síða 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
Stórfjölskyldan er algengasta sambýlisformið í Vestur-Afríku. Hér er hluti Mandinka-
fjöiskyldunnar sem Jón bjó hjá í Bakau.
Við strönd Atlantshafsins. Fyrir norðurálfumenn hlýtur þetta að lita út sem Paradís á
jörð, enda eru ferðamenn að byrja að streyma til Gambíu.
Rannsakar
galdramenn
símaskránni. — Svo talað sé í
alvöru, þá yrðu rannsóknir á
slíkum hlutum hér á landi að
byggjast nær eingöngu á könnun
þjóðsagna og gamalla munnmæla,
á meðan galdramenn eru aftur
fjölmennir í löndum sem Gambíu.
Þar eru þeir valdamiklir víða og
hafa mikil áhrif, og það er til
dæmis varla farin sú ferð og ekki
byggt það hús, að ekki sé áður
rætt við galdramanninn um þær
fyrirætlanir."
Bjó hjá innfæddri
fjölskyldu
— Hvar hafðir þú aðsetur á
meðan þú dvaldist þarna?
„Eg vissi satt að segja ekki
kennsla í skólum landsins fer
fram á ensku. Fólkið sem ég bjó
hjá var af Mandinkaættbálki, sem
er áhrifamikill á þessum slóðum.
Annars eru þarna fjölmargir ætt-
bálkar sem tala ólík og jafnvel
óskyld tungumál, og menn verða
að gera sig skiljanlega á ensku þó
fáir kunni hana til nokkurrar
hlítar.
Fólk býr þarna í eins konar
stórfjölskyldum, en þær geta til
dæmis samanstaðið af bræðrum,
foreldrum þeirra, eiginkonum og
börnum, og oft fleiri ættmennum.
Oft dveljast hjá fjölskyldunni
ættingjar þeirra víða að, ýmist
vegna þess að þeir vinna í ná-
grenninu eða eru að leita sér að
vinnu. Þarna eru því oft milli 20
og 40 manns í einni fjölskyldu.
Atvinnuleysi er mikið og fólk
býr að mörgu leyti við eymdar-
kjör. Þó að sjaldan hafi ég fyrir-
hitt jafn alúðlegt og viðkunnan-
legt fólk. En flest það sem vestræn
þjóðfélög státa af er ekki að finna
á þessu svæði.
Forstöðumaður þessarar stofn-
unar var mér mjög hjálplegur og
vinsamlegur, en hann er innfædd-
ur Gambíumaður. Benti hann mér
meðal annars á marga galdra-
menn er ég síðar heimsótti og
ræddi við, en langan tíma tók að
kynna sér staðhftu þarna og allur
undirbúningur tók töluverðan
tíma.
En í stofnun þessari las ég allt
sem ég komst yfir um töfra, og
fræðum þessum fylgdi þvílíkur
kraftur að ljósaperur sprungu og
kettir töluðu tungum!
Eftir nokkurn tíma fór ég svo að
fara út um landið til að ræða við
galdramenn, og hafði ég þá með-
ferðis túlk og svo segulband, sem
ég tók viðtölin upp á. Heima á
stofnuninni gat ég síðan fengið
nákvæmari þýðingu, þegar farið
var að vinna upp úr viðtölunum.“
Ferðaðist um
í leigubílum
— Hvernig ferðast menn á milli
staða þarna?
kostum og kynjum. Einnig sýndu
þeir oft þakklæti fyrir það að
menn skyldu vera að rannsaka það
sem þeir eru að fást við, en flestir
þessara manna trúa staðfastlega á
það sem þeir eru að gera. Þetta
eru alls ekki neinir loddarar, þótt
falsspámenn finnist að sjálfsögðu
innanum eins og annars staðar.
Yfirleitt hafa þessir galdra-
menn, sem líklega væri þó réttara
að nefna galdralækna, tekið starf-
ið í arf eftir föður sinn, og taka
það mjög alvarlega. Eins konar
þekkingararfleið sem gengur frá
föður til sonar.
En þó að okkur hafi víðast hvar
verið ljúfmannlega tekið, þá
minnist ég nokkurra sérkenni-
legra atvika í sambandi við þessar
heimsóknir.
Viðtalið breyttist
i prédikun
Eitt sinn höfðum við til dæmis
ferðast allan daginn í leigubíl að
tilteknu þorpi, en er þangað kom
og við fórum að spyrjast fyrir um
hvar galdramaðurinn byggi, þá
konur, börn og unglingar fylgdust
með fyrir utan og í dyragættinni
og gluggagötunum. Voru áheyr-
endur að þessum viðræðum okkar
því orðnir milli 30 og 50 talsins
áður en lauk.
En eftir því sem áheyrendum
fjölgaði fór viðtalið að breytast úr
eiginlegu viðtali í prédikun þar
sem galdramaðurinn lagði út af
spurningum mínum. Gekk svo
lengi kvölds, eða allt þar til maður
kom æpandi inn í kofann og lenti í
hörkurifrildi við túlkinn, svo að
um hríð hafði ég ekki hugmynd
um hvað væri á seyði. Þegar hann
loks mátti vera að því að útskýra
fyrir mér hvað gengi á, kom í ljós
að komumaður, sem var í miklum
trúarhita taldi ástæðu til að
minna viðstadda á að tími væri
kominn til að ganga til bæna.
Leystist hópurinn upp við svo búið
og Umbi varð heim að hverfa.
Þetta er aðeins lítið dæmi um
hve erfitt gat verið að halda
mönnum við efnið, og oft vildu
þeir frekar ræða eitt og annað sem
þeim var hugleikið, án tillits til
þess sem spurt var um. Þeim var
Hrísgrjón eru aðalfæða Gambíumanna. Hér eru konur að störfum við uppskeruna og Hluti stórrar bændafjölskyldu frá Albadar, litlu þorpi við landamæri Senegal og
ekki slegið slöku við; tíu til tólf stunda vinnudagur í brennandi sólinni. Gambiu.
mikið um land og þjóð áður en ég
lagði af stað, en var svo heppinn
að hitta í flugvélinni á leið þangað
útlending búsettan í Gambíu, og
fékk ég að hafast við hjá honum
þar til ég fékk inni hjá innfædd-
um. Var ég raunar hjá þéssum
manni í um það bil viku, þar sem
ég veiktist illilega og lá með háan
hit.a í nokkra daga, hélt ég væri að
deyja og fussum svei.
Síðan fékk ég svo inni hjá
fjölskyldu nokkurri skammt utan
höfuðborgarinnar þar sem ég bjó
mestan þann tíma sem ég var í
landinu. Fólkið sem þarna býr, í
nágrenni höfuðborgarinnar Banj-
ul, er eiginlega á milli vita í
menningarlegu tilliti. Má segja að
það standi með annan fótinn í
sinni gömlu menningararfleið, en
hinn fótinn í vestrænni menningu
sem þarna er að flæða yfir. Landið
var áður bresk nýlenda, og bresk
eða evrópsk áhrif eru þarna mikil,
og enska er hið opinbera mál, og
Fékk inni i
þjóðháttar-
rannsóknarstofnun
Fljótlega eftir komu mína til
Banjul komst ég svo í kynni við
stofnun sem nefnist The Cultural
Archives, menningarstofnun sem
einkum fæst við þjóðháttarann-
sóknir á þessum slóðum. Þar sem
mínar rannsóknir féllu vel að því
sem þessi stofnun var að fást við
fékk ég þar aðstöðu til að vinna og
afla upplýsinga, aðstöðu sem erf-
itt hefði verið að vera án.
Til dæmis fékk ég þarna túlka
og margvíslega aðstoð þegar ég
fór að ferðast um landið og ræða
við fólk, og þá var þarna að finna
margvíslegar upplýsingar um
galdramenn og þjóðhætti sem ég
gat notfært mér, en bandarískir
og evrópskir sagnfræðingar sem
hafa unnið að ritun sögu Vestur-
Afríku hafa talsvert fjallað um
þessa hluti.
„Ég ferðaðist um á milli þorp-
anna í eins konar leigubílum. Það
gengur þannig fyrir sig að þeir
fara ákveðna rútu, og fara ekki af
stað fyrr en þeir eru orðnir fullir
af fólki. Heldur eru þetta léleg
farartæki, og ekki er óalgengt að
farþegarnir verði að ýta þeim í
gang áður en lagt er af stað!
Vegirnir eru heldur ekki ýkja
merkilegir, þetta eru moldarvegir,
sem geta orðið erfiðir yfirferðar
þegar regntíminn stendur yfir.
Þegar komið var að því þorpi
sem ætlunin var að heimsækja í
það og það skiptið, byrjaði ég
venjúlega á því að leita uppi
galdramanninn í viðkomandi
þorpi, og ræddi síðan við hann og
spurði spurninga.
Yfirleitt var okkur vel tekið,
mér og túlknum, og oft með
Viðtal:
Anders Hansen
kom í ljós að með okkur í bílnum
allan daginn hafði verið ein af
þremur eiginkonum hans!
Eitt sinn höfðum við til dæmis
ferðast allan daginn í leigubíl að
tilgeknu þorpi, en er þangað kom
og við fórum að spyrjast fyrir um
hvar galdramaðurinn byggi, þá
kom í ljós að með okkur í bílnum
al'.an daginn hafði verið ein af
þremur eiginkonum hans!
Er við svo komum til hans voru
hjá honum trúbræður hans að
ræða við hann, en þeir fóru hvergi
þegar við komum, og raunar var
oft erfitt að fá að tala við þessa
menn í einrúmi. í þessu tilviki
reyndist auðsótt mál að fá viðtal
við höfðingjann, en ekki þótti
þeim félögum þó ráðlegt að hefja
viðtalið fyrr en beðið hefði verið
til Allah, og gerðu þeir það.
Hófum við síðan að ræða sam-
an, og fjölgaði smám saman þeim
er hlýddu á okkur. Karlarnir í
þörpinu komu inn og settust
umhverfis okkur í kofanum, en
til dæmis mjög í mun að segja frá
forfeðrum sínum ýmsum og rekja
ættir sínar, en það er raunar
fyrirbrigði sem okkur er ekki
alveg ókunnugt um hér heima! En
raunar er margt fleira líkt með
okkur Islendingum og þeim
mönnum er byggja Gambíu, svo
ólíklegt sem það kann að virðast.
Hlutverk og staða
galdramannanna
Galdramenn þessir eða „moros“
eins og þeir eru kallaðir á man-
dinkamáli, eru fjölmargir, og hlut-
verk þeirra mjög margvísleg" seg-
ir Jón þegar við spyrjum nánar út
í hlutverk þessara galdramanna.
„Það sem einkum greinir á milli
þeirra, er hversu nátengdir þeir
eru Islam, múhammeðstrú. Sumir
þeirra byggja nánast allt á þeirri
trú, en aðrir byggja svo aftur svo
til allt á hinni gömlu afríkönsku
þekkingu sem til var fyrir daga
múhammeðstrúar á þessum slóð-
um.