Morgunblaðið - 10.02.1980, Síða 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
Pottarím
Umsjón: SIGRUN
DAVÍÐSDÓTTIR
Alegg
og fleira
gott...
.Gott brauö stendur fyrir
sínu og vel það, en stundum
viljum við samt sem áður fá
gott álegg á brauðið. Ýmis-
legt fæst í búðun'um, en
margt gott er hægt að gera
heima við, og það án alltof
mikillar fyrirhafnar. Það er
slíkt álegg, sem ég ætla að
rabba um í dag.
Það er alitaf tækifæri til
að fá sér brauðbita með
áleggi. Margir borða aðeins
eina heita máltíð á dag, en fá
sér þá kalt snarl í hina
aðalmáltíðina. Þá er brauð og
alegg nokkuð sjáifsagður hlut-
ur. Um helgar eða á kvöldin
er gjarnan lagt meira í
eftirmiðdags- eða kvöldte,
eða -kaffi, og þá er ekki
amalegt að eiga eitthvað gott
ofan á ilmandi heimabakað
brauð til að gæða sér og
sínum á. Og hvernig væri að
bjóða gestum slíkt góðmeti
og sleppa þá sætmetinu? Ef
um kvöldsnarl eða miðnæt-
urmat er að ræða, fer vel á að
drekka ískaldan pilsner með,
eða þá þurrt hvítvín eða
rauðvín, ef meira er haft við.
Á sunnudagsmorgnum kjósa
víst flestir að sofa út, ef þeir
á annað borð fá næði til. Þá
er gjarnan orðið of seint að
elda heitan hádegismat, en
gott að fá sér matarmikinn
morgunverð. Það er ljóm-
andi að bjóða upp á gott
brauð, heimabakað eða keypt,
hrökkbrauð, og svo gott ál-
egg, og e.t.v. egg ef hungrið
sverfur mjög að. Englend-
ingar eiga reyndar sérstakt orð
yfir slíka máltíð og kalla
hana „brunch", sem er sam-
sett úr „breakfast", morgun-
verður og „lunch", hádegis-
verður. Á slíku borði fer vel
að hafa ávexti, t.d. grape-
aldin. Um daginn bragðaði ég
ávöxt, sem kallast „pomelo" og
ku vera blendingur grapeald-
ins og appelsínu. Þetta er
mjög góður ávöxtur, sætur
eins og góð appelsína, en jafn
frískandi og gott grapealdin.
Þessi ávöxtur er alveg ný-
kominn hingað í stærri búð-
ir. Ég sá að þeir hjá Heild-
verzlun Eggerts Kristjánsson-
ar voru að bjóða kaup-
mönnum þennan Ijómandi
ávöxt. Vonandi sést hann
sem oftast og víðast. Þetta er
heldur stór ávöxtur, sem fer
vel á sunnudagsmorgun-
verðarborðinu. En þá er það
áleggið...
Góða skemmtun!
Hér verður ekki eingöngu
talað um kjötkæfu, heldur er
I
ö Q’ö’
ESiBÍS
Ab serJAsr- v/'n) súgr Hc*6u*y
v ee.'öAego^ Á suuuu Ok>s-
hobghoí , öjcÍió4*ooí re, aeðue
°3- T.O
■síuo. nA OLbVhA Avcócr-
ekáíi sé Gú'iO AO
þé þA&oA Á goeeVe...
orðið notað um allt það sem er
hakkað og hrært saman á
einhvern hátt. E.t.v. finnst
ýmsum höggvið nærri okkar
ágætu kinda- og lifrarkæfu
með því að nota þetta orð svo
léttúðlega, en þarna hef ég í
huga franskt orð, „paté“. Það
er notað um það sem við
köllum kæfu, þ.e. kjötkæfu,
en einnig um fiskmeti, sem
er farið með á svipaðan hátt
og kjötið, þ.e. hakkað eða
stappað og hrært upp á
einhvern hátt, stundum
bakað og stundum ekki. Það
má búa til góða kæfu úr ýmsu
fiskmeti, og það er einkum
það sem ég ræði hér.
Túnfiskkæfa
Túnfiskur er fremur dýr,
svo þessi kæfa verður víst
seint hvunndagsmatur. Hún
sómir sér mjög vel á köldu
borði, sem miðnætursnarl,
eða við önnur tækifæri þegar
við viljum gera okkur dagamun
í mat. Allur galdurinn felst í
því að hræra eina dós af
túnfiski vel saman við hálfa
þyngd sína af mjúku smjöri.
Nokkrir dropar af sítrónu-
safa, svolítið af nýmöluðum
pipar, og kæfan er tilbúin.
Síðan er hún sett í skál og
kæld. Þá stífnar hún, svo að
hægt er að hvolfa henni á
disk og bera hana þannig
fram, auk þess sem það fer
ágætlega um hana í skál.
Magnið virðist e.t.v. ekki
mikið, en þetta er býsna
saðsamt, svo það þarf ekki
mikið.
Þessi kæfa býður upp á
ýmis tilbrigði. 1 tsk af góðu,
frönsku, ósætu sinnepi er góð
bragðbót, og 1 hvítlauksrif
sömuleiðis. 1 msk af kapers
gefur gott bragð, eða þá
nokkrar saxaðar ólífur. Rækj-
ur eru ekki amaleg viðbót.
Þeim er þá bætt heilum í
hrærða kæfuna, eða að þær
eru skornar 2—3 bita, er þær
eru mjög stórar.
Svo ég víki nánar að
tölfræðilegu hlið uppskriftar-
innar, takið þið t.d. eina 200 gr
dós af túnfiski. Innihald
hennar er líklega oftast um
150 gr. Þá notið þið um 75 gr
af mjúku smjöri. Ef þið bætið
rækjum í, er hæfilegt að nota
allt að 100 gr af rækju. Þið
sjáið að það er um ýmsar
leiðir að velja í kæfumálunum,
auk allra þeirra, sem þið
finnið sjálf...
Fiskkæfa
Á sama hátt og þið getið
notað túnfisk í kæfu, getið
þið einnig notað venjulega soð-
inn fisk með góðum árangri.
Það er auðvitað engin
ástæða til að fleygja fiskaf-
göngum, og þetta er ágæt leið
til að nýta leifar, nema þið
sjóðið eða bakið fisk sér-
staklega í þessa kæfu. Hlut-
fallið af fiski og smjöri er það
sama og áður er nefnt um
túnfiskinn, þ.e. 1 hluti fisk-
ur á móti hálfum hlut af
smjöri. Fiskurinn er ekki mjög
bragðsterkur og því má
bragðbæta hann kröftug-
lega, en gjarnan með því
sama og nefnt var um túnfisk-
inn. Þar fer vel á að nota
hvítlauk, sítrónusafa, ólífur
og e.t.v. rækjur. Auk þess
ýmiss konar kryddjurtir, t.d.
steinselju, timjan, oregano og
esdragon (tarragon á
ensku). En þarna gildir að
þreifa fyrir sér, og finna hvað
hverjum finnst bezt. Ýsa og
þorskur er fara vel í kæfu,
en lúða er kannski einna bezt.
Auk þess sem þessi kæfa
er gott álegg, þá er hún
ágætur forréttur, skorin í
sneiðar og e.t.v. borin fram
með góðri sósu úr sýrðum
rjóma.
Kæfa
úr reyktri síld
Reykt síld fæst mjög víða
og er einkar góð, auk þess
sem hún er fremur ódýr miðað
við annað álegg. Reyktu
síldina má nota með góðum
árangri í kæfu.
200 gr reykt síld, eða þar
um bil
150 gr mjúkt smjör, gjarn-
an ósaltað, því síldin er sölt
2-3 msk rjómi, kaffirjómi
eða sýrður rjómi
1. Roðflettið síldina og
stappið hana vel. Bezt er að
setja bæði síldina og smjörið í
tætara (mixer, blender), ef
þið eru svo vélvædd, því
hún þarf helzt að vera mjög
fínhökkuð svo bragðið njóti sín
sem bezt. Blandið síðan rjóm-
anum saman við og kælið
kæfuna. Hún er einkar góð
með þunnu hrökkbrauði, rist-
uðu heilhveitibrauði, eða
öðru brauðmeti sem þið
hafið við hendina.
Betrumbætt
lifrarkæfa
Þeir sem búa til lifrar-
kæfu þurfa kannski ekki mik-
ið að hugsa um að betrumbæta
hana, en þeir sem kaupa
kæfu geta haft þetta á bak
við eyrað. í ýmsum kjötbúð-
um er búin til kæfa og seld í
sneiðum eins og hver vill
hafa. Það er sú kæfa sem ég
hef í huga, en ekki sú sem
fæst í dósum eða í plastpyls-
um, því hún er þegar hrærð á
einhverm hátt og er mun
mýkri en sú sem er seld í
sneiðum.
200 gr lifrarkæfa
100 gr mjúkt smjör
nýmalaður pipar
e.t.v. örlítið af nýrifnu
múskati
1. Allt sem þarf að gera
er að hræra saman kæfu,
smjör og krydd. Síðan er kæf-
an kæld og þannig er hún
herramannsmatur, hvort
sem er á nestisbrauðsneiðar
eða sem miðnætursnarl.
Af þessari kæfu er einnig
til hátíðaútgáfa. Þá er sett í
hana 1—2 tsk af þurru sérrí,
þurru frönsku vermút, þurru
portvíni, eða jafnvel koní-
aki. Gróft saxaðar valhnetur
eða heslihnetur, ca. 50 gr.,
spilla ekki fyrir að marki.
Þessi kæfa nýtur sín einna
bezt á þunnu, ristuðu heil-
hveitibrauði.
Ath.: Allar þessar kæfu-
tegundir er bezt að setja
jeint á ósmurðar brauðsneið-
ar, ef þið notið þær sem
álegg. í þeim er smjör og
þær eru því nægilega feitar,
svo að smjör er algjör óþarfi og
hreint ekki til bóta.
VIKU
/ Kaupmenn — verslunarstjórar! / .
AVEXTIRI ÞESSARI
Appelsínur
Sítrónur
Grapealdin
Epli græn
Bananar
Klementínur
Vínber græn
Vínber rauö
Perur
Melónur
Ananas
Avokado
AVEXTIR ALLA DAGA
Eggert Kristjánsson hf.
Sundagörðum 4, sími 85300