Morgunblaðið - 10.02.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
55
fclk í
fréttum
Ný rödd í Morgunpósti
ÁRRISULIR útvarpshlustend-
ur, sem alla jafna hlýða á
Morgunpóstinn yfir morgun-
verðarborðinu munu hafa tekið
eftir því í byrjun þessa mánað-
ar, að komin var ný rödd í
póstinn. Með karlaroddum
þeirra Sigmars B. og Páls
Heiðars heyrðist nú engilblíð
kvenrödd, karlkynshlustendum
örugglega til mikillar ánægju.
Við eftirgrennslan kom í ljós
að eigandi raddar'innar er Erna
Indriðadóttir. Erna hefur séð um
útvarpsþætti, og auk þess unnið
við blaðamennsku, og er því ekki
alveg ókunnug fjölmiðlun er hún
tekur við starfi sem „febrúar-
stúlka" Morgunpóstsins.
Erna Indriðadóttir við skrifborð Morgunpóstsins. í býtið einn
morguninn fyrir helgi. Myndina tók Kristján Einarsson.
íslendingur
kvaddur
RITSTJÓRASKIPTI
standa nú fyrir dyrum á
vikublaðinu íslendingi á
Akureyri, eins og áður
hefur verið skýrt frá hér í
Morgunblaðinu. Gísli Sig-
urgeirsson ritstjóri hefur
nú kvatt blaðið, eins og
meðfylgjandi úrklippa úr
Islendingi ber með sér.
Ekki hefur hins vegar
verið gert opinskátt hver
tekur við ritstjórastóln-
um, en heyrst hefur þó að
blaðstjórn Islendings
hyggst leita fyrir sér í
einu nágrannabyggðar-
lagi Akureyrar í því efni.
Fyrst í stað mun hins
vegar fjögurra manna rit-
stjórn annast efnisval, en
í henni eiga sæti þeir
Sigurður J. Sigurðsson,
Gísli Jónsson, Guðmund-
ur Heiðar Frímannsson
og Björn Jósef Arnviðar-
son. Fréttastjóri verður
hins vegar Gunnar Berg
Gunnarsson.
Illjómsveitin Qmen 7, talið frá vinstri: ólafur Aðalsteinsson, sem
leikur á gítar og hljómborð, og er aðalsöngvari; Birgir Guðjónsson
trommuleikari og Sigurgeir Jónsson bassa og gítarleikari.
Vestmannaeyjar:
„Garan-
terað
stuð“
hjá
Qmen 7
í Allanum
I Vestmannaeyjum er starf-
andi hljómsveit er ber hið furðu-
lega nafn Qmen 7. Fyrir gos voru
raunar tvier liðsmanna hennar
saman í hljómsveit er hét Eldar
og frá þeim tíma er nafnið Qmen
7 komið. Þeir voru eitt sinn á
ferðalagi austur á fjörðum, hittu
þar fólk að máli og spurðu
hverjir væru vinsælastir austur
þar. Svarið var að það væri
Amon Ra og var spurt á móti
hvað þeir nefndust sem spyrðu.
Qmen 7 datt þá allt í einu út úr
gítarleikaranum svona til mót-
vægis við Austfjarðanafnið. Eft-
ir gos þegar leiðir lágu saman að
nýju í hljóðfæraleik var síðan
ákveðið að taka upp þetta nafn
og hafa þeir félagar leikið saman
í þrjú ár undir því nafni. í
byrjun var hljómsveitin fjögura
manna og voru ýmsir þekktir
menn þar á meðal svo sem
Sigurgeir Björgvinsson, Jóhann-
es Johnsen og Sigurður Rúnar
Jónsson en í ársbyrjun 1979 var
ákveðið að gera Qmen 7 að tríói
og þannig er það í dag.
Aðallega hafa þeir félagar
leikið í Vestmannaeyjum, eink-
um í Alþýðuhúsinu, bæði á
einkadansleikjum og almennum
böllum en skroppið upp á megin-
landið af og til og spilað víða t.d.
í Glæsibæ.
I vetur verða teknar nokkrar
rispur upp á land og eru þeir
bókaðir fjögur eða fimm kvöld í
Stapa og Festi. Höfuðvandamál-
ið segja þeir að komast yfir allt
það sem þeir eru beðnir og er
hljómsveitin bókur flestar helg-
ar fram á sumar, ýmist í Eyjum
eða uppi á landi.
Lagaval er við það miðað að
geta gert sem flestum til hæfis,
áhersla er lögð á að hafa jafnan
þau lög sem eru á toppnum það
og það sinnið, en þekktastir
munu þeir þó fyrir hressilegt
rokk og einnig sínar eigin út-
setningar á gömlum og góðum
lögum. I Eyjum er sagt að það sé
„garanterað stuð“ í Allanurp ef
Qmen 7 er þar.
ár
I víni og ostum
hjá Portúgölskum
UNDANFARNA daga hefur
verið hér portúgölsk sendi-
nefnd til könnunarviðræðna við
íslendinga um áframhaldandi
viðskipti landanna. Eins og
alkunna er hafa íslendingar
selt Portúgölum mikið magn
saltfisks um mörg ár og var um
hríð svo komið að viðskipti
landanna voru Portúgölum
mjög í óhag og við borð lá að
endurskoða yrði öll saltfisk-
kaup af þeirra hálfu og beina
viðskiptunum annað. þar sem
íslendingar keyptu ekkert á
móti.
I fyrirsvari sendinefndarinnar
var sendiherra Portúgals á
Islandi, Fernando Reino og
viðskiptafulltrúi Joao Sousa
Machado, en þeir hafa aðsetur í
Osló. Auk þess komu fimm
fulltrúar frá iðnaðar-, viðskipta-
og utanríkisráðuneytunum í
Lissabon hingað til fundanna.
Þegar menn höfðu skeggrætt í
tvo daga slógu Portúgalarnir
síðan upp samkvæmi og var þar
boðið upp á portúgölsk vín og
osta.
A efri myndinni sjást þeir
takast í hendur glaðlega Fern-
ando sendiherra Reino og Ön-
undur Ásgeirsson, forstjóri Olís,
og að baki honum er Sousa
Macado viðskiptafulltrúi á tali
við einn gesta.
Á neðri myndinni má m.a. sjá
Kristján Jónsson, rafmagns-
stjóra, Vilmund Gylfason, þá-
verandi menntamálaráðherra,
Inga R. Helgason, hrl, Gunnlaug
Stefánsson, fyrrv. alþingismann,
Einar Benediktsson, sendiherra,
Örn Steinssen skrifstofustjóra
og Jóhönnu Kristjónsdóttur,
blm.
Myndirnar tók Gunnar V.
Andrésson ljósmyndari
Börnin tóku við bú-
rekstrinum, heimilis-
faðirinn fór á þing
Því hljóta að fylgja miklar breyt-
ingar, er menn verða skyndilega
alþingismenn, eins og hent hefur
margan góðan dreng á þessum
síðustu umbrotatímum íslenskra
stjórnmála! — Ekki hvað síst hljóta
að fylgja því miklar breytingar fyrir
menn úti á landi, sem flytja verða til
höfuðborgarinnar, og stofna þar nýtt
heimili. Við spurðum Egil Jónsson,
alþingismann og bónda á Seljavöllum
hvernig hann hefði farð að því að
leysa sín mál er hann tók sæti á
þingi.
„Það er alveg rétt, að því fylgja
miklar breytingar á einkahögum, að
taka sæti á þingi, jafnvel þó það hafi
ekki komið mér alveg á óvart“ sagði
Egill. „Ég gat þó leyst þetta á þann
hátt að fá frí í eitt ár til að byrja með
frá ráðunautsstörfum mínum, og
búskapnum er vel fyrir séð, því tvö
barna minna sem uppkomin eru, búa
heima og hafa tekið hann að sér. Þá
er sonur minn á Bændaskólanum á
Hvanneyri, og kemur hann heim um
miðjan maí til að hjálpa til við
búskapinn.“
Egill sagði þau hjónin hins vegar
hafa flutt heimili sitt til fteykjavíkur
um hríð, þar sem þau leigja ágæta
íbúð.
Egill Jónsson. alþingismaður,
ráðunautur og bóndi á Selja-
völlum í Nesjahreppi í Austur-
Skaftafeilssýslu. Myndina tók
Ólafur K. Magnússon.