Morgunblaðið - 10.02.1980, Page 29

Morgunblaðið - 10.02.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 61 u 'Z? rs VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI íslenzk hetjulund? „íslendingar eru, sem kunn- ugt er, hetjur af konungakyni. Þar eru sirkuskratar engin undan- tekning. Síður en svo. — Sighvat- ur Björgvinsson er til dæmis ekkert hræddur við Alþingi. Hann er konunglegur kjarkmaður. Hann þorir að gefa út reglugerðir í samræmi við fyrirmæli Smjörlíkis hf. hvað sem Alþingi segir. Næst vonum við að Sigurbjörn í Klúbbn um eða Sigmar í Sigtúni panti sér einhvern reglugerðaranga. Hetjur í ráðherrastólum geta nefnilega vel komist af án Alþingis. Kannski mætti bara leggja þá stofnun niður og láta kjaftagleiða menn, sem hlaupa um í hlutafélagafrum- skóginum, segja ráðherrum fyrir um hvað skuli vera lög í landi? „Kjarkmaður Kolbeinn í Dal,“ sögðu Djúpmenn fyrr á öldinni. Kristinn Vilhjúlmsson.“ • Fleiri kvikmyndir Áhugamaður: — Núna er svo mikið talað um íslenzkar kvikmyndir að við ættum að hefja þær til vegs nú þegar allir eru á því að styðja íslenzka kvikmyndagerð og nota tækifærið til að koma þeim á framfæri erlendis eftir því sem hægt er. Við höfum nýlega átt okkar fulltrúa í poppinu erlendis og við höfum átt íslenzkar kvik- myndir úti um allan heim, en þar á ég við ýmsar landslagsmyndir ef svo má segja, þ.e. myndir eftir t.d. Ósvald Knudsen, sem gert hafa garðinn frægan. Nú þegar leiknar myndir eru að verða atvinnugrein hérlendis eigum við ekki síður að reyna að koma þeim á framfæri meðal erlendra þjóða, enda ekki minna til þeirra vandað að því er virðist þrátt fyrir að mun spar- legar sé unnið að þeim og augljóst að hægt er að gera vel án þess að milljóna- eða milljarðafyrirtæki standi að baki framleiðslunni. Þessir hringdu . . • Vantar fram- kvæmdirnar Maður nokkur, sem kvaðst vera kominn fast að efri árum, ræddi launamál ellilífeyrisþega: Mikið er búið að ræða um fjármál ellilífeyrisþega í landinu og marg- ar hvatningar hafa stjórnmála- menn fengið um að bæta nú hag þeirra í eitt skipti fyrir öll, en ekkert virðist ganga. Það eru alltaf sömu smánarlegu upphæð- irnar, sem við skömmtum gamla fólkinu, og þessar litlu upphæðir eru jafnvel skattlagðar og skerð- ast eftir ákveðnum reglum ef fólkið hefur nokkrar krónur aðrar í tekjur, leigutekjur af stórum húsum sínum eða hvað sem það nú gæti verið. Nú á síðustu misserum hefur í þessu sambandi mikið verið talað um lífeyrissjóð allra landsmanna og verðtryggðan lífeyrissjóð og hver veit hvað. Hvenær megum við búast við að eitthvað raunhæft megi fara að gerast í öllum þessum málum? Hvenær geta gamlingjarnir búist við að hætta að lifa í stöðugum ótta við að þurfa á efri árum að selja ofan af sér húseignir til að standa við SKAK Umsjón: Margeir Pétursson 60. a7! og svartur gafst upp, því að eftir 60. ... Bxa7, 61. Kc8 er hann í leikþröng. 60. Kc8 strax hefði hins vegar verið gróf mistök, því að eftir 60. ... Ka7 er komin upp vel þekkt jafnteflisstaða. Á alþjóðlega skákmótinu í Bled-Portoroz í Júgóslavíu í fyrra komu þessi athyglisverðu tafllok upp í skák stórmeistaranna Bent Larsens, sem hafði hvítt og átti leik, og Tony Miles: skatta sína og skyldur, sem við leggjum á þetta fólk svo það ætlar það lifandi að drepa? Þessum málum þarf nú að hrinda í framkvæmd, við erum áreiðanlega búnir að skoða þau nógu vandlega og nógu oft, nú er komið að framkvæmdum. S^5 SIG6A V/öGA £ Á/LVtRAU W Z& VARVAIÍSÍ rm mmnm \il %%% awá wm A wi wm tK m Til sölu er þessi fallegi Mercedes Benz 280 SE Ekinn 61.000 km. 6 cyl., sjálfskiptur, vökva- stýri. Litað gler. Dýrasta innrétting (velour). ^ Stjórnunarfélag Norðurlands CPM-áætlanir AKUREYRI Stjórnunarfélag Noröurlands gengst fyrir námskeiöi í CPM-áætlanagerð á Akureyri, dagana 15. febrúar kl. 13—18, 16. febrúar kl. 10—12 og 13—18 og 17. febrúar kl. 10—12 og 13—16. Námskeiöiö veröur haldiö í sal Landsbanka íslands, Akureyri. CPM, eöa Critical Path Method, er kerfisbundin aöferö viö áætlanagerö og skipulagningu verkefna. CPM-áætlunum er ætl- að aö tryggja fljótvirkustu og ódýrustu leið að settu marki og spara meö því tíma, mannafla og fjármuni. Áhersla er lögð á verk- legar æfingar. Námskeiöiö er ætlaö stjórn- endum fyrirtækja, yfirverk- stjórum og öllum þeim er standa fyrir framkvæmdum, jafnt einstaklingum sem opinberum aðilum. Leiöbeinendur veröa Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræöingur, og Eiríkur Briem, hagfræöingur. Skráning þátttakenda fer fram hjá Jóni Kr. Sólnes, formanni Stjórnunarfélags Norðurlands, í síma 96-21820. Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur Eirikur Briem. hagfræðingur Stjórnunarfélag Norðurlands í"-3 V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.