Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
3
Kæra Harðar ólafsson-
ar til Evrópuráðsins:
Sendir Mannrétt-
indanefnd S.þ.
afrit og óskar
þess að málið
verði tekið upp
HÖRÐUR ÓLafsson hæstaréttar-
lögmaður hefur sent Mannrétt-
indanefnd Sameinuðu þjóðanna í
New York afrit af kæru til
Evrópuráðsins vegna þeirrar
mismununar sem sé á atkvæðis-
rétti íslenskra kjósenda, eftir því
í hvaða kjördæmi íslands þeir
búi, en frá kæru Harðar var
skýrt hér í blaðinu í gær. Hefur
Hörður óskað þess að málið verði
tekið upp á vettvangi SÞ.
í bréfi sínu vitnar Hörður til 21.
greinar Alþjóða mannréttindasátt-
málans, og til 25. greinar Alþjóða-
samnings um borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi, en þáða þessa
alþjóðasamninga hafa íslensk
stjórnvöld staðfest og ritað undir.
I fyrrnefndri 25. grein segir svo
um rétt og tækifæri sérhvers borg-
ara til
(a) að taka þátt í opinberri
starfsemi, á beinan hátt eða fyrir
milligöngu fulltrúa sem eru kosnir á
frjálsan hátt;
(b) að kjósa og vera kjörinn í
raunverulegum reglubundnum
kosningum þar sem almennur og
jafn kosningaréttur gildir og kosið
er leynilegri kosningu sem tryggir
frjálsa viljayfirlýsingu kjósend-
anna;
(c) að hafa aðgang að opinberu
starfi 1 landi sínu á almennum
j af nréttisgrund velli.
í fylgiskjali með Alþjóðasamn-
ingnum um borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi segir svo meðal
annars:
Ríki þau sem aðilar eru að bókun
þessari, hafa í huga að, til þess að
ná frekar markmiðum samningsins
um borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi (hér á eftir kallaður sam-
ningurinn) og koma frekar í fram-
kvæmd ákvæðum hans, væri við
hæfi að gera mannréttindanefnd-
inni sem stofnuð er í IV. hluta
samningsins (hér á eftir kölluð
nefndin) kleift að taka við og
athuga, eins og gert er ráð fyrir í
bókun þessari, erindi frá einstakl-
ingum sem halda því fram að þeir
hafi orðið fyrir skerðingu á ein-
hverjum þeirra réttinda sem lýst er
í samningi þessum.
Misvægi atkvæðisrétt-
ar hér á landi:
„Lýðræðis-
nefnd“ stofnuð
STOFNUÐ hefur verið í
Reykjavík Lýðræðisnefnd, sem
hyggst beita sér fyrir því að
jafnaður verði atkvæðisréttur
allra íslendinga, hvar sem þeir
búa á landinu, en eins og kunn-
ugt er, þá er misvægi atkvæða nú
verulegt milli hinna einstöku
kjördæma landsins.
Einn forsvarsmanna nefndar-
innar, Hörður Ólafsson hæstarétt-
arlögmaður, sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í gær,
að ef „manngildi" íslendinga væri
mælt í atkvæðisrétti liti dæmið
þannig út:
atkvæði
1. Hver Vestfirðingur hefur 4.80
2. Hver Norðlendingur vestan hefur 4.36
3. Hver Austfirðingur hefur 4.00
4. Hver Vestlendi n KU r hefur 3.43
5. Hver Sunniendingur hefur 3.00
6. Hver Norðlendin^ur austan hefur 2.29
7. Hver Reykvfkingur hefur 1.26
8. Hver Reyknesinttur hefur 1.00
Þessar tölur eru miðaðar við
vægi í alþingiskosningunum og er
hér miðað við kjósendafjölda að
baki hverjum þingmanni í síðustu
kosningum. „Eigum við að láta hið
sama gilda í forsetakosningunum,"
spurði Hörður, og sagði Island
vera eina landið í heiminum fyrir
utan Suður-Afríku, sem hefur lög-
festan ójafnan kosningarétt, hér í
31. grein stjórnarskrárinnar. „Al-
þingi er því í rauninni ólöglegt, svo
og ríkisstjórnin, og allt sem þessir
aðilar gera,“ sagði Hörður að
lokum.
Guðnín
He»9aH.
Krlafin
Stolnunn
Gunnar
Yfirlýsing átta fulltrúa í verðlagsráði:
Krlstján
Óskað opinberrar rannsókn-
ar og málshöfðun undirbúin
Yfirlýsing frá sýningarfólki:
Skora á Borgþór að standa fyrir máli sínu
FRÉTT sem Borgþór S. Kjærne-
sted fréttaritari dönsku Ritz-
au-fréttastofunnar sendi að
loknu þingi Norðurlandaráðs
og dreift var um öll Norðuriönd
hefur valdið hörðum viðbrögð-
um hér á íslandi. í fréttinni
segir Borgþór m.a., að íslenzk-
ar sýningarstúlkur stundi
vændi í veitingastaðnum Holly-
wood og hafi fulltrúar á þingi
Norðurlandaráðs notfært sér
þá þjónustu.
Vegna þessarar fréttar hafa
samtök sýningarfólks ráðið Gísla
Baldur Garðarsson til þess að
kanna möguleika á málshöfðun á
hendur Borgþóri Kjærnested og
Ólafur Laufdal framkvæmda-
stjóri Hollywood hefur óskað
eftir opinberri rannsókn á þeirri
staðhæfingu, að vændi hafi verið
stundað í veitingastaðnum og
hann þar með bendlaður við
refsiverða háttsemi. Allir þeir,
sem Morgunblaðið ræddi við
vegna þessa máls, hafa harðneit-
að ásökunum Borgþórs Kjærne-
sted. Telja þeir fréttina vega að
mannorði sýningarstúlkna og
starfsemi veitingahússins.
Rannsóknarlögregla ríkisins
mun væntanlega í dag taka
ákvörðun um það hvort opinber
rannsókn verður hafin vegna
fréttar Borgþórs.
I samtölum, sem Mbl. átti í
gær við yfirlögregluþjónana
Njörð Snæhólm og Bjarka Elías-
son, kom fram, að kærur' um
vændisstarfsemi hafa ekki borizt
til lögreglunnar í áratugi.
Fréttin, sem Borgþór sendi var
dreift víða um Norðurlönd og var
henni slegið upp í allmörgum
blöðum. Vakti fréttin víða mikla
athygli. Extrablaðið í Danmörku
sá sérstaka ástæðu til þess að
kanna sannleiksgildi fréttarinn-
ar og segir blaðið í frétt á
þriðjudag, eftir að hafa talað við
allmarga Dani, sem sóttu Holly-
wood á meðan Norðurlanda-
ráðsþingið stóð yfir, að fréttin
eigi ekki við nein rök að styðjast.
Sjá fréttir og viðtöl um
málið á bls. 22.
VIÐ UNDIRRITUÐ meðlimir í
Módelsamtökunum lýsum því
yfir hér með, að þessar óljósu
greinar, sem hafa birst í dag-
blöðunum miðvikudaginn 12.
marz um lúxusvændi í Holly-
wood, hafa ekki við nein rök að
styðjast hvað okkar samtök
varðar.
Við skorum á Borgþór
Kjærnested að standa fyrir
máli sinu og ef með þarf að
nefna nöfn þeirra sýningar-
stúlkna. sem þessar þungu
ákærur beinast að.
Ásdís Loftsdóttir, Auður
Guðmundsdóttir, Elín Árna-
dóttir, Guðrún Möller, Helga
Hilmarsdóttir, Helga Sveins-
dóttir, Henný Hermanns,
Herdís Óskarsdóttir, Hlíf
Hansen, Hólmfríður Gísla-
dóttir, Kristín Helgadóttir,
Kristjana Geirsdóttir, Mar-
grét Birgisdóttir, Ragnheiður
Einarsdóttir, Ragnheiður
Rósarsdóttir, Steinunn Bene-
diktsdóttir, Unnur Steinson,
Guðmundur Hreiðarsson,
Gunnar Ólafsson, Kristján
Einarsson.
FYRIRSÆTUR - SÝNINGARFÓLK
(dömur, herrar, börn)
SKIPULAG OG STJÓRN
TÍSKUSÝNINGA
UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR
— vegna fréttar Borgþórs Kjærne-
steds um vændi sýningarstúlkna
Hópurinn úr Modelsamtökunum, sem kom á ritstjórn Mbl. í
gærkvöldi með yfirlýsinguna, sem lesa má hér á síðunni.
Verðbólgan verður ekki kveðin niður
með reglum um hámarksverðhækkanir
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi yfirlýsing frá átta
fulltrúum í Verðlagsráði:
I fréttum sjónvarpsins í gær-
kvöldi var rætt við fjármálaráð-
herra, Ragnar Arnalds. í því
viðtali fullyrti hann, að afstaða
verðlagsráðs til draga að reglu-
gerð um ráðstafanir í verð-
lagsmálum benti ekki til, að
þessar aðgerðir ríkisstjórnar-
innar í niðurfærslu verðlags
orkuðu tvímælis. Þar sem ráð-
herra túlkar hér afstöðu verð-
lagsráðs í þessu máli, án þess að
gerð hafi verið grein fyrir henni
opinberlega, teljum við undirrit-
aðir, sem stóðum að samþykkt-
um verðlagsráðs, okkur skylt að
senda fjölmiðlum samþykkt
ráðsins til birtingar. Fylgir sam-
þykkt verðlagsráðs hér með.
Ásmundur Stefánsson, tiln. af
Alþýðusambandi íslands, Árni
Árnason, tiln. af Verzlunarráði
íslands, Einar Ólafsson, tiln. af
Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja, Kjartan P. Kjartansson,
tiln. af Sambandi ísl. samvinnu-
félaga, Unnsteinn Beck, skipaður
af hæstarétti, Snorri Jónsson,
tiln. af Alþýðusambandi íslands,
Þórir Einarsson, skipaður af
hæstarétti, Þorsteinn Pálsson,
tiln. af Vinnuveitendasambandi
íslands.
Samþykkt Verðlagsráðs
Eftirfarandi samþykkt var
gerð á fundi Verðlagsráðs þann
10. marz s.l. Var hún samþykkt
með átta atkvæðum gegn einu:
Verðlagsráð hefur fjallað um
drög að reglugerð um ráðstafan-
ir í verðlagsmálum og vill í því
sambandi taka eftirfarandi
fram:
Verðlagsráð er að sjálfsögðu
reiðubúið til að stuðla að jafn-
vægi í verðlagsmálum að því
leyti sem það getur haft áhrif í
þeim efnum með aðhaldssemi í
verðákvörðunum. Verðlagsráð
telur að rétt geti verið að setja
ákveðin stefnumið varðandi
verðhækkanir á riæstu ársfjórð-
ungum til þess að veita aukið
aðhald við verðákvarðanir. Jafn-
framt bendir Verðlagsráð á að
verðbólgan verður ekki kveðin
niður með því einu að setja
reglur um hámarksverðhækkan-
ir.
Reglugerðardrögin, ef staðfest
yrðu, setja starfsemi Verðlags-
ráðs þröngar skorður um leið og
ráðinu er ætlað að meta á
hverjum fundi breytingar á
helstu þáttum efnahagsmála.
Slíkt reglubundið heildarmat á
efnahagsástandinu á hverjum
fundi er ekki á færi ráðsins.
Verðlagsráð bendir ennfremur
á, að ágreiningur er um hvort
nægjanlega skýrar og ákveðnar
lagaheimildir séu fyrir hendi til
þess að breyta viðmiðunarregl-
um Verðlagsráðs við verð-
ákvarðanir með þessum hætti.
Slík lagaleg óvissa gæti leitt til
þess að gildi verðákvarðana á
þeim grundvelli yrði vefengt.
Það gæti dregið mjög úr líkum á
að reglugerðin næði tilætluðum
árangri.
Af framangreindum ástæðum
varar Verðlagsráð við því að
reglugerð verði sett á grundvelli
þeirra draga, sem ráðinu hafa
verið kynnt.