Morgunblaðið - 13.03.1980, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
SINNI
VAR—
Kvikmyndlr
eftir SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
Austurbæjarbíó:
VEIÐIFERÐIN
Framleiöendur: Gísli
Gestsson og Andrés
Indriöason. Hljóöupptaka:
Jón Kjartansson. Hljóó-
setning: Sigfús Guö-
mundsson. Kvikmynda-
taka: Gísli Gestsson.
Handrit, klipping og leik-
stjórn: Andrés Indriða-
son. Aðalhlutverk: Sig-
uröur Karisson, Sigríöur
Þorvaldsdóttir, Siguröur
Skúlason, Guðmundur
Klemenzson, Kristín
Björgvinsdóttir, Yrsa Björt
Löve, Pétur Einarsson,
Árni Ibsen, Halli og
Laddi o.fl.
Það er vissulega góðra gjalda
vert og virðingarverð sú bjart-
sýni aðstandenda Veiðiferðarinn-
ar. að ráðast í gerð barnamyndar.
Einkum þá haft er í huga að hér
hefur taepast verið gerð löng,
leikin mynd um árabil og barna-
myndir álíka fáséðar og hvtir
hrafnar nema þá helst frá Disney
félaginu. Vægast sagt tvísýn fjár-
festing. Og það dylst heldur
engum að það er góð meining og
andi sem er megin bakhjarl
Veiðiferðarinnar.
Veiðiferðin gerist á einum
fögrum sumardegi, austur á
Þingvöllum. Segir frá nokkrum
ólíkum persónum, ungum sem
gömlum, og athöfnum þeirra á
þessum drottins dýrðardegi.
Fyrst og fremst segir myndin
frá börnum, þeim Bjössa, Stínu
og Elísabet, sem koma með for-
eldrum sínum árla morguns. Þau
fullorðnu hyggjast veiða grimmt
eða þá sóla sig, börnin verða fyrir
og lenda í mestu ævintýrum,
uppá eigin spýtur. Þar loma við
sögu margvíslegustu persónur:
tveir knáir lögregluþjónar; eldri
hjón sem silast austur yfir heiðar
á skódanum sínum; hressir Eyja-
peyjar (Halli og Laddi), komnir á
land í kvenmannsleit; skúrkar
tveir sem koma mikið við sögu
dagsins, að ógleymdu hundkvik-
indinu Bóbó. Og eins og í öllum
björtum ævintýrum fer allt vel
um síðir, börnin sleppa úr klóm
skúrkanna sem lenda á bak við
lás og slá.
Af þessari upptalningu má
ráða að aðalpersónurnar eru all-
margar, en ókosturinn við það er
aðallega sá að í handritinu bind-
ast þær aðeins lauslega saman.
Kaflarnir verða því ansi margir
og myndin fyrir bragðið nokkuð
sundurleit.
Eins og í öllum fallegum ævin-
týrum er léttur húmor yfir mynd-
inni, er börnum sem fullorðnum
virtist falla vel. Og það mega
áhorfendur gjarnan hafa hugfast
að hann er fyrst og fremst
ætlaður yngri kynslóðinni, þeir
eldri fá nóg.
Undir niðri kveður samt við
aivarlegri tón, þó að ekki beri
mikið á honum; gagnrýni á stöðu
barna í nútíma þjóðfélagi hinna
fullorðnu. Þetta er málefni sem
er Andrési hugstætt, eins og
alþjóð er kunnugt af leikritum
hans. Hér blasir oft við okkur
tillitsleysi og óþolinmæði þeirra
fullorðnu, sem jafnvel „kaupa sér
frið“ frá börnum sínum og taka
gæludýr fram yfir sín eigin af-
kvæmi.
Hasarsaga myndarinnar er
eins og fyrr segir, nokkuð sund-
urlaus, og það rýrir heildarsvið
Veiðiferðarinnar. Þarna er ágæt
hugmynd, sem hefði kannski not-
ið sín betur samanþjappaðri á
skjánum.
Leikurinn er frekar góður,
einkum hjá yngri leikurunum,
sem mega vel við una í frumraun
sinni. Hinir sviðsvönu eru svona
upp og ofan. Lögregluþjónarnir
standa sig einnig með prýði,
ofleika alveg mátulega. Þá eru
ótaldir þeir ágætu bræður Halli
og Laddi. Mikið skelfing væri
fyndni landsmanna grámusku-
legri ef þeirra nyti ekki við. Enda
liggur við að farið sé að nota
meðfædda gamansemi þeirra og
leikhæfileika eins og Kínalífsel-
ixír. Þeir eru húmorskur burðar-
ás myndarinnar og hljóta að
launum ómældan hlátur áhorf-
enda.
Hér hefur hinum ágæta tón-
listarmanni, Magnúsi Kjartans-
syni, verið fengið nýtt verkefni
upp í hendurnar: gerð kvik-
myndatónlistar og leysir hann
það með miklum ágætum, eins og
hans er von og vísa. Tónlist hans
fellur vel að efni myndarinnar, er
hóflega notuð, stílhrein, og
melódískt þema myndarinnar er
sterkt.
Tæknilega er myndinni nokkuð
ábótavant, einkum hvað snertir
hijóðupptöku og klippingu. Og
áhorfendur, sem velflestir þekkja
til á Þingvöllum, rekur sjálfsagt
nokkrum sinnum í rogastans, því
nokkuð frjálslega er farið með
landslagið.
Loksins, eftir ára bið frá frum-
sýningu barnamyndarinnar Síð-
asti bærinn í dalnum, fáum við
tækifæri til að bjóða börnum
okkar, sem að svo mörgu leyti eru
annarsflokks þjóðfélagsþegnar, á
alíslenska kvikmynd, gjörða þeim
til heiðurs. Og þrátt fyrir þá galla
sem drepið hefur verið á, er
Veiðiferðin skemmtileg barna-
og fjölskyldumynd, með margar
góðar hliðar og kafla. Með þetta í
huga ber að skoða hið yngsta
afkvæmi íslenskrar kvikmynda-
gerðar.