Morgunblaðið - 13.03.1980, Síða 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
Hvar voru
skáldin?
Leikfclag Menntaskólans
á Akureyri 1980.
TÝNDA TESKEIÐIN
Höfundur: Kjartan ItaKnarsson.
Lrikstjóri: Steinunn
Jóhannesdóttir.
Leikmynd: Þorvaldur Þorstcinsson
og Sverrir Páll Erlcndsson.
Um þessar mundir eru liðnir
fjórir áratugir frá stofnun Leik-
félags Menntaskólans á Akureyri.
Það var þó ekki upphaf leiklistar-
iðkunar í sögu skólans, sem hefur
starfað í eina öld. Þegar á öðru ári
Möðruvallaskóla, um jól 1881, léku
piltar „Brúðarránið" eftir Hannes
Blöndal skólapilt. Síðan hefur
leiklist oftast skipað nokkurt rúm
í félagslífi nemenda. Þó fór það
eftir áhuga manna, hvort í mikið
var ráðist. Stundum voru stuttir
ieikþættir á skólaskemmtunum
eina viðleitnin, en svo komu öðru
hverju fram stórhuga menn, sem
létu sér það ekki nægja, heldur
fengu því til leiðar komið, að æft
voru viðamikil leikrit. Hermann
Stefánsson íþróttakennari var
helsti hvatamaður þess, að form-
legt leikfélag var stofnað árið 1940
og með honum í fyrstu stjórn þess
voru Brynjólfur Ingólfsson og
Hörður Helgason síðar ráðuneyt-
isstjórar. Þá var æfður gaman-
leikurinn Frænka Charleys og
sýndur í Samkomuhúsi Akureyrar
við mikla hrifningu. Leikfélagið
hefur gegnt því hlutverki fyrst og
fremst að glæða félagsþroska,
veita ungu fólki tækifæri til þess
að koma fram og jafnframt að
hleypa hressandi andblæ inn í
skólalífið. Oft voru leiksýningar
þessar umtalsverður búhnykkur
menningarlífi Akureyrarbæjar,
meðan það var fáskrúðugra en nú
er.'Fæstir þeirra, sem leikið hafa
á vegum L.M.A., héldu áfram á
leiklistarbrautinni, þótt nefna
megi sæmdarfólk úr M.A. í hópi
leikara höfuðstaðarins og for-
göngumenn leiklistar í fámennari
byggðarlögum. En allir þeir, sem
þátt tóku í þessu skemmtilega
starfi, voru þó reynslunni ríkari.
Það er ekki að vita, nema það hafi
komið að góðu gagni fyrir ráðu-
neytisstjórana að hafa leikið í
Frænku Charleys, þegar hugað er
að tíðum skiptum þeirra, sem fara
með aðalhlutverkin í Stjórnarráð-
inu. Verða ráðuneytisstjórar ým-
ist að tjá söknuð á kveðjustund
eða fögnuð endurfundanna, þegar
ráðherrar fara og koma.
Þegar horft er til baka, dylst
engum, að viðfangsefni L.M.A.
hafa löngum verið af léttara
taginu og valin með það fyrir
augum, að sem flestir ættu þess
kost að taka þátt í glensinu. Þá
hafa menntaskólaleikritin oft ver-
ið söngvum prýdd. Ég verð að játa,
að ekki var ég alls kostar sáttur
við val viðfangsefnis á þessum
tímamótum félagsins. Grátt gam-
an í Týndu teskeiðinni hæfði vart
tilefninu. Þótt verkið hafi sjálf-
sagt verðskuldað ágæta dóma
virtra gagnrýnenda, þegar það var
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu haustið
1977, þá er ekki þar með sagt, að
það hæfi öllum aðstæðum. Getur
höfundurinn, Kjartan Ragnars-
son, þess í viðtali, — að reynsla
hans sem leikari hafi komið hon-
um að miklu gagni við höfundar-
störfin. Þetta eru leikrit fremur
en bókmenntaverk, eðli texta og
samspil hans og áhorfandans vega
meira en bókmenntaleg fagur-
fræði. — Þessi orð leiða í ljós, að
það verður að krefjast mjög mikils
af leikurum við flutning verka
Kjartans. Þau njóta sín í fullnustu
í meðförum þrautþjálfaðra leik-
ara, sem hafa yfir mikilli þekk-
ingu og reynslu að ráða. Grá-
glettnin í Týndu teskeiðinni renn-
ur því út í sandinn og missir
marks í meðförum æskufólks, sem
ekki getur gert sér upp spillt
Kristín Þorgerður Magnúsdóttir
(Ásta) og Ingibjörg Aradóttir
(Júlla).
hugarfar; leikgleðin, sem er ein
kenni og aðal þessa hóps, verður
ekki hamin. Þótt leikstjórinn hafi
haft löngun til „að fletta ofan af
tvöföldu siðgæði íslenskra smá-
borgara" með þessari afmælissýn-
ingu og segja Akureyringum og
nágrönnum þeirra dálitla dæmis-
ögu „um mannleg samskipti í
stéttaþjóðfélagi, þar sem aðstæð-
urnar kalla fram það versta og
lágkúrulegasta í fólki", þá fór sú
áætlun fyrir ofan garð og neðan,
vegna þess að tamningu skorti,
gangurinn vár víxlaður og við,
þessir íhaldssömu Norðlingar,
voru alls ekki móttækilegir fyrir
það siðbótarstarf við þetta tækif-
æri. Við kunnum óneitanlega
miklu betur að meta ólgandi
hressingu Grísanna hans Böðvars
Guðmundssonar, sem þó hefur
ekki ennþá verið vændur um
afturhaldstilhneigingu. Það verk
hans, sem L.M.A. sýndi í fyrra,
var skrifað fyrir skólaleikhóp,
krafðist um fram allt leikgleði og
gaf mörgum kost á þátttöku, auk
þess sem það var prýtt viðeigandi
tónlist, er gladdi geð guma og
svanna.
Þótt æskublómi og mennilegt
upplit leikenda væri til trafala í
hæðnisádeilu Kjartans Ragnars-
sonar, þá gerðu allir það, sem þeir
gátu og Kristinn Hrafnsson sýndi
býsna góð tilþrif í hlutverki þess
volduga gróssera, Boga, ekki síst,
þegar á leið kvöldið. Ingibjörg
Aradóttir leikur frú Júlíu af því
öryggi, sem hægt er að vænta,
enda öðrum sviðsvanari í hópnum.
Asgeir Páll Júlíusson leikur Adda
mann hennar skörulega. Önnur
Leiklist
eftir BOLLA
GÚSTAVSSON
hlutverk eru í höndum Sigríðar
Pétursdóttur, Kristínar Þorgerðar
Magnúsdóttur, Hjörleifs Jónsson-
ar, Hjálmars Hjálmarssonar og
Margrétar Björnsdóttur Blöndal.
Þau stóðu sig öll eftir efnum og
ástæðum. Umgerð sýningarinnar
var góð, svört og hvít (á móti öllu
þessu blóði) og til sóma fyrir þá
smekkmennina Þorvald Þorsteins-
son og Sverri Pál Erlendsson.
Hugljúfa tónlist meistara Mot-
sart var erfitt að tengja verkinu
og hefði farið betur á að láta
dimmraddaða skólasveina syngja:
„Sé ég eftir sauðunum“ með við-
eigandi rykkjum. — Leikstjórinn,
Steinunn Jóhannesdóttir, hafði
skamman tíma til ráðstöfunar og
náði ótrúlegum árangri. Þegar
þess er gætt, hversu vel hefur
verið unnið, þá verða vonbrigðin
með val viðfangsefnis meiri. Nú
var tilefni til sannkallaðrar af-
mælisóperettu, því Menntaskólinn
á Akureyri á skáld og tónlistar-
menn. Af nógu var að taka úr
aldarlangri sögu skólans.
Frá vinstri: Kristinn Hrafnsson (Bogi), Kristín Þorgeröur Magnúsdóttir (Ásta), Ásgeir Páll Júlíusson (Aggi),
Hjálmar Hjálmarsson (Rúnar), Margrót Björnsdóttir Blöndal (Jóa) og Ingibjörg Aradóttir (Júlla).
Yngvi Jóhannesson:
EFNISVAL SJÓNVARPSINS
Það er margt gott í sjónvarpinu.
Innlent efni, fréttir, viðtöl og
ýmsir þættir, kallar tæplega á
neina sérstaka gagnrýni. En út-
lendu skemmtiþættirnir sumir,
einkum kvikmyndir og leikrit, er
miklu mislitara, sumt vægast sagt
varhugavert að dómi hugsandi
manna. Þar þyrfti að vera betur á
varðbergi.
Áreiðanlega er það töluvert
vandaverk að velja þetta efni ef
vel á að vera. Hroðinn og bullið er
svo yfirgnæfandi í heimi nútím-
ans. En sjónvarpið, og útvarp
yfirleitt, átti að vera menntandi
og mannbætandi — eða var það
ekki?
Sjálfsagt er það minnst fyrir-
höfn, gerir minnstar kröfur til
menntunar og mannkosta efnis-
veljenda, að láta berast með
straumi tímans og tízkunnar.
Menn afsaka sig með því að segja,
heimur mannanna er svona, það
er nauðsynlegt að vera raunsýnn
og vita hvernig hann er. Nokkuð
er auðvitað til í þessu, en má ekki
fara út í öfgar, þá er verr farið en
heima setið. Sem betur fer eru
stór svæði mannlífsins góð og
fögur, eða geta verið það. Það
úrtak mannlífskynningar sem
felst í glæpasögum og öðum lág-
kúrulegum sora, er áreiðanlega
mjög villandi ef of mikið er af því.
Það verður alla vega nóg af þeirri
kynningu, þótt henni sé ekki otað
svo einhliða sem gert er. Mig
grunar að hér eigi sinn þátt hin
meðfædda mannlega eðlisgrimmd,
ásamt sjúklegri þróun, jafnvel
kvalalosta, og ekki sízt nokkurs
konar mikillæti og hroki (sem allt
kemur líka fram í vígbúnaðar-
kappi og hernaðarræði nútímans,
að ekki sé talað um morð og
mannrán, sem veður uppi þótt
friður eigi að heita). Það er
löngum eins og einhver yfirlætis
gæti í frétta- og skemmtiiðnaði, —
um að gera að yfirganga allt og
alla, ef ekki með góðu, þá með
ósköpum illsku og ófarnaðar, eða
skrípa.
Þroskað fullorðið fólk er
kannski ekki í mikilli hættu frá
þessu drasli, og má vera að það
nægi ýmsum manngerðum til að
„drepa tímann". En er ekki synd
að drepa hann þannig, er okkur
gefinn of mikill tími til góðs í
þessu gestaherbergi okkar sem
jarðlífið er?
En það eru börnin og ungl-
ingarnir, sem eru í hættu af hinu
óholla andlega fóðri. Varla leikur
vafi á til dæmis, að sú glæpaalda
seni upp á síðkastið hefur verið að
rísa, líka hjá okkar litlu þjóð, er
að töiuverðu leyti ávöxtur kennslu
og uppörvunar af hálfu sjónvarps
og annarra fjölmiðla. Unga fólkið
er reynslulítið og varnarlaust.
Myndir og glæpasögur brenna sig
inn í hugskot þess, sökkva í djúp
undirvitundarinnar og búa þar um
en getur skotið upp aftur fljótlega,
eða löngu síðar, og þá stundum
sem sá harði hugarjarðvegur sem
ekkert vinnur á.
Til nánari skýringar á umræðu-
efni þessarar greinar ætla ég að
koma með eitt dæmi. Föstudaginn
7. marz er sýnd í sjónvarpinu hér
frönsk bíómynd um 18 ára pilt,
sem myrðir móður sína og systkin
eins og segir í dagskrárkynning-
unni. Skylt er að geta þess, að
kynningin bætir við að myndin sé
alls ekki við hæfi barna. Út af
þessum varnagla datt mér í hug að
hringja fyrir kvöld þennan sama
dag til tveggja fjölskyldna þar
sem eru nokkur börn sem horfa
töluvert á sjónvarp. Þetta eru
fjölskyldur þar sem er regla og vel
hugsað um börnin. En viti menn, í
öðru tilfellinu hafði að vísu verið
litið á dagskrána, en fljótlega og
ekki verið tekið eftir aðvöruninni,
í hinu tilfellinu hafði hvorki verið
tekið eftir prentuðu dagskránni
eða upplestri á henni. Og hvað
mundi þá vera í ýmsum öðrum
fjölskyldum þar sem meira er
látið reka á reiðanum? Á báðum
stöðum var mér þakkað fyrir
aðvörun mína og síðan gætt þess
að krakkarnir væru ekki að hanga
yfir sjónvarpinu, eins og annars
hefði vel getað orðið. Þetta dæmi
sýnir að þessir varnaglar af hálfu
sjónvarpsins, þótt sjálfsagðir séu,
eru minna öryggi en menn
kannski halda. Eina örugga ráðið
er auðvitað að láta vera að sýna
hroðalegar eða siðspillandi mynd-
ir.
„Þroskaö og fulloröiö fólk er
kanski ekki í mikilli hœttu frá
þessu drasli, og má vera aö þaö
nægi ýmsum manngeröum til
aö „drepa tímann“ ...“
En hvernig var svo þessi mynd?
Hún hefur þann alkunna lærdóm
að geyma, að ófriður á heimilum
og einkum ástleysi á börnunum
getur haft hroðalegar afleiðingar.
En svona boðun er hættulegt
sleggjuhögg. Og hvað um „afþrey-
ingargildi" fyrir venjulega áhorf-
endur? Ég verð að segja það, að
eftir að hafa setið á þriðja klukku-
tíma yfir svona sýningu á sárri
ógæfu og mannlegu helvíti er það
ekki með neinum hlýhug sem
maður hugsar til myndveljandans
hver sem hann kann að vera.