Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
19
Vitneskjan um að leiðtogaúr-
val Norðurlandanna glímdi við
stórvandamál þjóða sinna og
drjúgan hluta heimsvandamál-
anna hér í Reykjavík í viku, fór
vitaskuld ekki framhjá nokkrum
manni, jafnvel ekki þeim, sem
skorti áhuga á samkomuhaldinu.
Hins vegar vefst fyrir okkur
sumum, um hvað allt þetta tal
snérist, og þegar festa skal hend-
ur á tilteknum efnisatriðum hef-
ur áhuginn og skilningurinn, hjá
mér a.m.k., tilhneigingu til að
hlaupa í baklás.
Eitt mál þykist ég þó hafa
gripið nægilega vel til að geta
rætt utan þingfundar, og það
sem meira er, lagt fram tillögu
Magnús Óskarsson:
Færeyinga inn
íslendinga út
Höggvið á hnút Norðurlandaráðs
til lausnar þess, sem ekki er með
öllu víst, að sé sú vitlausasta,
sem heyrzt hefur í samanlögðum
ræðum skandinavískum.
Tillagan er á þá leið að veita
Færeyingum fulla aðild að Norð-
urlandaráði þegar í stað, með
þeim hætti að Islendingar gangi
þaðan kurteislega út og taki
Færeyingar frá samri stundu við
öllum réttindum þeirra og skyld-
um. Ef Islendingar taka svo
skelegga og stórbrotna ákvörðun,
ættu formsatriði ekki að þvælast
fyrir þeim snillingum stjórnmála
og lagasetninga, sem t.d. Svíar
telja sig hafa yfir að ráða.
Einum fyrirvara vildi ég þó að
lokum koma að, Færeyinga
vegna, og hann er sá, að ef þeir,
að fenginni t.d. 10 ára reynslu,
vildu skila þessum Norðurlanda-
ráðsréttindum aftur á sama stað,
hefðu þeir til þess einhliða rétt.
Gætu þá Islendingar ekki undan
því skorizt að taka á móti
réttindunum og yrði að ráðast
hvort þeirri afhendingu fylgdi
sérstakt þakklæti Færeyinga
fyrir lánið.
Leifur Sveinsson lögfræðingur:
Sambúðarerfiðleik-
ar á Sjálfstæðisheimil-
inu og Morgunblaðið
Undanfarnar vikur höfum við
Sjálfstæðismenn beint þeirri
spurningu hvor til annars: „Hvað
er að gerast í Sjálfstæðisflokkn-
um?“
Mörg svör hafa borizt, en mis-
góð.
Þó tókst vini mínum Jónasi
Guðmundssyni á Tímanum ágæta
vel upp í útvarpserindi því, er
hann flutti um Sólvelli þann 20. 2.
s.l. Þar lýsti hann heimili Jóna-
tans heitins Þorsteinssonar og
konu hans Huldu, er lengi bjuggu
að Sólvallagötu 12 hér í þorg, sem
nú er Húsmæðraskóli Reykja-
víkur.
Heimilið var barnmargt og
fylgdi börnum þeirra að vanda
nokkur hávaði.
Einu sinni keyrir hávaðinn svo
úr hófi, að Hulda segir við mann
sinn: „Jónatan minn, hvað í ósköp-
unum gengur eiginlega á?“ Þá
svarar maður hennar: „Þetta eru
börnin mín og börnin þín að
fljúgast á við börnin okkar"
Jónas stýrimaður sigraði því
óafvitað spurningakeppni sjálf-
stæðismanna.
Almenningur í landinu er orð-
inn svo þreyttur á stjórnmála-
þrasinu, að farið er að flokka
stjórnmál undir mengun.
Nauðsynlegt er því, að stjórn-
málamennirnir heyi hjaðningavíg
Leifur Sveinsson
sín sem mest afsíðis í eigin
málgögnum, en þreyti ekki lesend-
ur Morgunblaðsins með því leið-
indapexi, sem boðið hefur verið
upp á í blaðinu síðustu vikur.
Margir óttast nú, að þingræð-
isskipulagið sé að ganga sér til
húðar hér á landi.
Tvær meginforsendur eru fyrir
þvi, að slíkt skipulag fái staðist.
Önnur er tveggja flokka kerfi.
Hin er víðlesið, ábyrgt, óháð blað,
sem leggur hlutlægt mat á gerðir
ríkisstjórna og veitir þeim aðhald,
án tillits til, hvaða flokkar standa
að slíkum stjórnum.
Lítil líkindi eru til þess, að
tveggja flokka kerfi komist á hér á
landi a.m.k. í bili, að óbreyttri
kjördæmaskipan.
Morgunblaðið hefur aftur á
móti margt það til að bera, til að
geta orðið slíkt blað, sem lýst er
hér að ofan, ef breytt væri þar
nokkuð um stefnu.
Meðal stjórnenda Árvakurs h.f.,
útgáfufélags Morgunblaðsins eru
nokkuð mismunandi viðhorf til
blaðaútgáfu og stjórnmála. Annar
hópurinn vill hafa sem nánust
tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og
telur að Morgunblaðið hafi stuðn-
ing af flokknum og flokkurinn
stuðning af blaðinu. Hinn hópur-
inn vill, að Morgunblaðið sé alger-
lega frjálst og óháð blað, án
tengsla við alla stjórnmálaflokka,
víðsýnt menningarblað, byggt á
grundvelli frjálshyggju.
Sá er þetta ritar er í síðari
hópnum. Ég skora á alla sanna
Morgunblaðsmenn að styðja þenn-
an málstað okkar og stuðla þannig
að heilbrigðara þjóðlífi á Islandi.
Reykjavík, 11. marz 1980.
BULGARIA
1980
Ódýrt — vinsælt
ferðamannaland
Lærið ensku í
Englandi
12 skólar — Bournemouth — London
— Poole — Sherbourne — Blandon
og Wimborne.
Hópferðir á Nova School: 10. maí, 1. júní, 22. júní, 13.
júlí, 3. ágúst, 24. ágúst, 14. september í 3 vikur, sem
hægt er að framlengja. Verð 387.400. Innifalið: Flug,
keyrsla af flugvelli á einkaheimili, hálft fæði virka
daga og fullt fæöi um helgar, 18 tíma kennsla á viku.
Fullkomin kennslutæki. Urvalskennarar. Lágmarks-
aldur 14 ára.
Bókiö strax. Bankamanna- og
kennaranámskeiö 1. júní. Einstaklings-
bókanir allt áriö.
Ferðaskrlfstofa
KJARTANS
HELCASONAR
Gnoðavog 44 — 104 Reykjavík.
Sími 29211 A 86255.
Páskaferöir 31. mars 2, 3 eöa 4 vikur — Nokkur sæti
laus.
2ja eða 3ja vikna feröir 28/4,19/5,15/9 og 6/10.
Vikulegar ferðir alla mánudaga frá 2. júní — 15. september, 2 eða 3 vikur á
baöströndum Drushba eöa Zlatni Piatsatsi.
Lúxus hótel Varna og 1. flokks hótelin, Preclav, Shipka, Zlatana-Kotva og
Ambassador (endurnýjuð herbergi) að viöbættri einnar vikur ferð um Búlgaríu frá
Sofiu eða Varna eftir brottfarardögum. Gist á lúxushótelum New Otani, Sofiu og
Novotel á öðrum stöðum, stuttar dagleiöir, loftkældir M. Benz vagnar. Fullt fæöi í
ferðinni, hálft fæöi á baöströndinni. Verð frá 320.900 — 2 vikur, 348.200 — 3 vikur.
Vikuferöin 80.500 á mann, 50% uppbót á gjaldeyri við skipti á hótelum. Engin
vegabréfsáritun né ónæmisaðgerðir.
# Byrjaö er aö bóka — ekki missir sá er fyrstur fær.
# íslenskir leiösögumenn, eigin skrifstofa.
# Skoöunarferöir innanlands og utan.
# Sendum bæklinga. Nánari upplýsingar íþeim.