Morgunblaðið - 13.03.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
„Eg gefst ekki upp fyrr en
sannleikurinn liggur fyrir4*
Segir Ólafur Lauf-
dal veitingamaður
í Hollywood
— ÉG gefst ekki upp fyrr en
sannleikurinn liggur fyrir í
málinu, sagði Ólafur Laufdal
veitingamaður í Hollywood í
samtali við Morgunblaðið í
gær, en hann hefur krafizt
opinberrar rannsóknar- á
fullyrðingum Borgþórs
Kjærnested um vændisstarf-
semi í Hollywood.
— Ég yrði fyrir miklum
vonbrigðum ef Rannsóknar-
lögregla ríkisins neitar að
rannsaka málið og þá mun ég
hiklaust stefna Borgþóri
Kjærnested fyrir ummæli og
reyna að fá sannleikann
fram á þar.n hátt, sagði
Ólafur.
— Þessar staðhæfingar
mannsins eru sVo fáránlegar
að engu tali tekur, sagði
Ólafur, þegar hann var
sj)urður um frétt Borgþórs.
A meðan Norðurlandaþingið
stóð og þó einkum þrjá
fyrstu dagana, mánudag til
miðvikudags, komu hingað í
Hollywood allmargir þing-
fulltrúar, þar á meðal nokkr-
ir erlendir ráðherrar. Ég var
sjálfur viðstaddur öll kvöldin
og get því fullyrt að fram-
koma þeirra var með ágæt-
um og það er fjarstæða að
einhver danskur ráðherra
hafi „dáið“ á gólfinu.
— I Hollywood eru tvenn
sýningarsamtök með sýn-
ingar, Karonsamtökin á
fimmtudögum og Model 79 á
sunnudögum. Það voru því
engar tískusýningar þau
kvöld sem norrænu gestirnir
komu hingað og ég minnist
þess ekki að neinar tískusýn-
ingarstúlkur hafi verið í
Hollywood þessi kvöld.
— Ég er sjálfur á staðnum
nær öll kvöld ársins þegar
opið er og það er algerlega
útilokað að einhver vændis-
starfsemi geti átt sér stað
hér í húsinu án þess að ég
yrði þess var. Ég myndi
fljótlega verða var við það og
uppræta um leið. Frétt
Borgþórs er því helber upp-
spuni, sagði Ólafur.
Ólafur sagði að lokum, að
frétt Borgþórs væri versti
atvinnurógur, gróf aðdróttun
að þeim stúlkum, sem lagt
hefðu fyrir sig sýningarstörf.
— Ég treysti og er þess
reyndar fullviss að fólk tekur
ekkert mark á manninum.
Ég er því ekkert hræddur við
minnkandi aðsókn að Holly-
wood þótt svona gróflega sé
vegið að staðnum, sagði Ólaf-
ur að lokum.
„Þetta er svo fáránlegt
að ég er nánast orðlaus“
Segir Matthildur Guðmunds-
dóttir hjá Model 79
—ÞETTA er svo fáránlegt að
ég er nánast orðlaus, sagði
Matthildur Guðmundsdóttir
talsmaður Model 79 í samtali
við Morgunblaðið.
— Það er óskiljanlegt hvað
fær manninn til þess að
senda slíkar fréttir til út-
landa og níða þannig mann-
orð samlanda sinna, sagði
Matthildur. Þetta mun vafa-
laust hafa áhrif á starf okkar
en það er alvarlegra, að þetta
mun eflaust hafa áhrif á
fjölskyldur okkar. Ég hef
rætt þetta við allmarga í dag
og allir hafa fordæmt þessi
óþverraskrif.
Matthildur sagði að lokum
að samtök sýningarfólks
hefðu haft samband við
Gísla Baldur Garðarsson
lögfræðing og væri hann nú
að athuga grundvöll fyrir
málshöfðun á hendur Borg-
þóri Kjærnested.
„Hulin ráðgáta hvaða hvat-
ir liggja hér að baki“
Segir Hanna Frímannsdóttir
hjá Karonsamtökunum
— ÞAÐ er mér hulin ráð-
gáta hvaða hvatir liggja að
baki þessum ógeðsiegu frétt-
um, sagði Hanna Frímanns-
dóttir hjá Karonsamtökun-
um í samtali við blaðið í gær.
— Ég er búin að tala við
allar stúlkurnar í Karon-
samtökunum í dag og eins og
ég vissi var ekki fótur fyrir
þessum aðdróttunum. Stúlk-
urnar voru allar miður sín og
þær áttu ekki orð yfir þetta,
þeim þótti það svo fráleitt.
Það voru allir á einu máli um
að stefna manninum, það er
ekki hægt að láta hann
komast upp með þetta.
— Ég vona bara að fólk
taki ekkert mark á þessum
manni. Við verðum með
tízkusýningu í Hollywood í
kvöld. Við látum engan bil-
bug á okkur finna enda allar
stúlkurnar með hreina sam-
vizku og geta borið höfuðið
hátt, sagði Hanna Frímanns-
dóttir.
Borgþór ekki í
Blaðamannafélaginu
— BORGÞÓR Kjærnested er
ekki meðlimur í Blaðamanna-
félagi íslands og málið er því
félaginu óviðkomandi, sagði
Kári Jónasson formaður fé-
lagsins þegar hann var spurður
að því í gær hvort siðareglu-
nefnd félagsins hefði borizt
kæra vegna fréttar Borgþórs.
Kári sagði að Borgþór hefði
á sínum tíma sótt um inngöngu
í Blaðamannafélag Islands en
umsókn hans verið hafnað, þar
sem hann hefði ekki uppfyllt
inntökuskilyrði.
„Stúlkurnar og að
standendur þeirra
í uppnámi“
Segir Unnur
Arngrímsdóttir
— ÉG er alveg gáttuð á
þessum fréttum. Þær hafa
ekki við rök að styðjast hvað
varðar Modelsamtökin og ég
er viss um að það sama á við
um hin sýningasamtökin,
sagði Unnur Arngrímsdóttir
hjá Módelsamtökunum við
Mbl.
— I fyrstu fréttum sem ég
heyrði um þetta mál var
talað um Modelsamtökin en
það gat ekki staðist, þar sem
þau sýna aldrei í Hollywood,
sagði Unnur. Hún sagði að 17
stúlkur væru í Modelsamtök-
unum og að sjálfsögðu væru
þær og aðstandendur þeirra í
uppnámi vegna þessa óhróð-
urs, sem dreift hefði verið.
— Við ætlum að halda
fund um málið og ráða ráð-
um okkar. Ég hef þegar haft
samband við lögfræðing,
Helga V. Jónsson. Það er mín
skoðun að Borgþór Kjærne-
sted verði að svara til saka í
málinu og það er númer eitt
að saklaust fólk verði hreins-
að af svona óhróðri, sagði
Unnur.
Ákvörðun um rann-
sókn væntanlega
tekin í dag
Segir rannsóknarlögreglustjóri
— ÞESSI beiðni verður
skoðuð og þá væntanlega í
samráði við ríkissaksókn-
ara og ég vona að það liggi
fyrir ákvörðun um það á
fimmtudag hvort opinber
rannsókn verði látin fara
fram í þessu máli eða
ekki, sagði Hallvarður
Einvarðsson rannsóknar-
lögreglustjóri í samtali
við Morgunblaðið í gær.
— Mér barst í dag erindi
frá fyrirsvarsmanni
skemmtistaðarins Holly-
wood, þar sem hann fer
fram á að opinber rann-
sókn fari fram á blaða-
fréttum, en þar er stað-
hæft að skipulagt vændi
eigi sér stað í veitingahús-
inu. Telur fyrirsvars-
maðurinn að þarna sé
aðdróttun um refsiverðan
verknað og óskar því eftir
fyrrgreindri rannsókn,
sagði Hallvarður.
Kærur hafa ekki
borizt í áratugi
KÆRUR vegna vændis-
starfsemi hafa ekki borizt í
áratugi. Þetta var sam-
hljóða álit yfirlögreglu-
þjónanna Njarðar Snæ-
hólms og Bjarka Elíasson-
ar, þegar Mbl. ræddi við þá
í gær. Hallvarður Ein-
varðsson rannsóknarlög-
reglustjóri tók í sama
streng og sagði að embætti
hans hefði engin slík kæra
borizt síðan það tók til
starfa um mitt sumar 1977.