Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
23
Gerö
látinn
Budapest, 12. marz, AP.
LÁTINN er Ernö Gerö, leiðtogi
ungverska kommúnistaflokksins
þegar byltingin var gerð í land-
inu 1956. Hann var 82 ára. Gerö
var rekinn úr flokkn'um sakaður
um að bera ábyrgð á ólöglegum
réttarhöldum á Stalíntímanum.
Ungverska fréttastofan Mti gat
um andlát Gerös í aðeins fjög-
urra lína skeyti og sagði að hann
hefði látist úr hjartaslagi.
Ekki teflt
Velden, 12. marz, AP.
PETROSIAN fyrrum heims-
meistari í skák tók sér í dag frí
og var því biðskák í einvígi hans
og Korchnois um réttinn til að
skora á Karpov, núverandi
heimsmeistara, ekki tefld. Skák-
in verður til lykta leidd á
morgun og fjórða skákin hefst á
laugardag.
Bankarán
í Freiburg
mistókst
Basel. 12. marz, AP.
TILRAUN tveggja manna til að
ræna banka í Freiburg í Vestur-
Þýzkalandi í dag fór út um þúfur
og gáfust ræningjarnir upp á
flótta undan lögreglu, en þá hafði
eltingaleikurinn borist til Sviss.
Þegar ræningjarnir létu til
skarar skríða í bankanum
skömmu eftir opnun í morgun
tókst bankastarfsmanni að gera
lögreglu viðvart og fyrr en varði
hafði lögreglan umkriiigt bank-
ann og lokað nærliggjandi göt-
um.
Tóku ræningjarnir bankamær
í gíslingu og hótuðu að myrða
hana ef þeim yrði ekki leyft að
komast undan. Eftir þriggja
klukkustunda samningaþóf
leyfðu lögregluyfirvöld ræningj-
unum að yfirgefa bankann og
létu þeir bankameyna aka bif-
reiðinni. Héldu þeir fyrst norður
á bóginn en síðan suður í átt að
landamærum Sviss. Var fylgst
vel með ferðum þeirra.
Á undankomunni óku ræningj-
arnir í gegnum vegartálma á
landamærunum í bænum Weil,
en eltingaleiknum lauk í Basel er
sprakk á hjólbarða hjá þeim.
Fundið lík
Nieder-
mayers
Beliast, 12. marz, AP.
Lögregluyfirvöld skýrðu frá
því í dag að mannsleifar sem
fundist hefðu á öskuhaug i
borginni í gær væru af líki
vestur-þýzka iðnjöfursins Thom-
as Niedermayer, sem hryðju-
verkamenn úr IRA eru sagðir
hafa rænt fyrir sex árum. Nied-
ermayer var forstöðumaður
Grundig-verksmiðjanna í Bel-
fast og ræðismaður V-Þýzka-
lands á Norður-írlandi. Honum
var rænt við heimili hans 27.
desember 1973.
Carter og Reagan vinna
stórsigra í Suðurríkjunum
RONALD Reagan, frambjóðandi
repúblikana, og Jimmy Carter,
frmabjóðandi demókrata, unnu
stóra sigra yfir mótherjum
sínum í forkosningum flokkanna
á þriðjudag í Suðurríkjunum
Alabama, Flórída og Georgia.
Reagan sagði, þegar úrslit voru
kunn, að sér kæmi á óvart,
hversu miklu munaði á honum
og George Bush í Flórída. Þega
90% atkvæða í Flórída voru
talin, hafði Reagan hlotið 57%
atkvæða og Bush 30% en Flórída
var eina ríkið þar sem Bush
hafði lagt sig fram í kosningab-
aráttunni. Hann sagðist ekki
vita, hvernig á þessu stæði, en
hann myndi halda baráttu sinni
ótrauður áfram.
Edward Kennedy lagði litla
áherzlu á kosningarnar í þessum
Suðurríkjum. Georgia er heima-
ríki forsetans og Alabama og
Flórída eru íhaldssöm ríki, og
Kennedy átti þess vegna litla
von um að standa sig vel þar.
Jody Powell, blaðafulltrúi for-
setans, gagnrýndi Kennedy fyrir
þetta, og sagði Carter ekki hafa
forðast Nýja England þótt það
væru heimaslóðir Kennedys.
Kennedy stóð sig bezt meðal
Gyðinga í Flórída. Þeir hafa enn
ekki fyrirgefið Carter mistök,
sem ríkisstjórn hans urðu á í
Sameinuðu þjóðunum fyrir
rúmri viku. Þá samþykktu Band-
aríkin tillögu þess efnis, að
ísrael bæri að hverfa frá nýb-
yggðum sínum á herteknum
Arabasvæðunum. Kennedy von-
ar, að þetta mál hjálpi honum
einnig í New York 25. marz, en
verulegur hluti kjósenda þar eru
Gyðingar.
Garter vann 183 fulltrúa af 208
í þessum þremur Suðurríkjum.
Hann hefur nú 267 fulltrúa á
landsþingi demókrata í sumar,
en 1666 er þörf til að vinna
útnefningu flokksins. Kennedy
hefur nú 135 fulltrúa. í næstu
viku verður kosið um 179 full-
trúa í Illinois. Kennedy hefur
eytt miklum tíma og peningum í
kosningabaráttuna þar og einnig
í New York, sem heldur forkosn-
ingar vikur síðar. Hann vonast
til að standa sig vel í báðum
ríkjunum, en hefur ekki fengizt
til að segja, að hann þurfi að
vinna til að halda baráttunni
áfram.
Skoðanakannanir New York
Times og CBS sjónvarpsstöðvar-
innar sýndu í fyrsta sinn á
þriðjudag í langan tíma, að þeir
sem eru óánægðir með fram-
mistöðu Carters, sem forseta,
eru fleiri en hinir sem eru
ánægðir. Hann þykir ekki standa
sig sem skyldi í utanríkismálum
og innanríkismál eru í hinum
mesta ólestri. Þetta ætti að
hjálpa Kennedy, en svo er þó
ekki. Hann þykir ekki búa yfir
þeim mannkostum, sem forseta
hæfir, og því hallast æ fleiri
demókratar að Repúblikönum og
þá einna helzt John Anderson.
Vænta má, að slæm frammi-
staða Bush í Suðurríkjunum ýti
frekar undir framboð Geralds
Ford, fv. forseta. Hann hefur
sagt, að hann sé eini repúblikan-
inn, sem getur sigrað Carter í
forsetakosningunum. > Skoðan-
akannanir í síðustu viku sýndu
að 54% kjósenda myndu styðja
Ford gegn Carter, sem hlaut
44% stuðning aðspurðra. í kosn-
ingu á milli Reagans og Carters
fengi Carter hins vega 58% en
Reagan 40%. Ford og Reagan
börðust harðri baráttu um út-
nefningu repúblikanaflokksins
1976 og þá munaði ekki nema 54
fulltrúum á þeim á landsþingi
flokksins. Til að eiga möguleika
nú, þarf Ford að gera upp hug
sinn fyrir 20. marz, því þá
rennur fresturinn út til að kom-
ast á lista í Ohio, sem kýs 77
fulltrúa og heldur forkosningar
3. júní.
Samkvæmt skoðanakönnun-
um, sem gerðar voru um helgina,
verður John Anderson sigurveg-
ari forkosninganna í heimaríki
sínu, Illinois, á þriðjudag. Reag-
an verður annar og Bush þriðji.
Samvkæmt sömu könnunum
mun Carter vinna stóran sigur
yfir Kennedy, jafnvel þótt borg-
arstjóri Chicago, Jane Byrne,
hafi lýst yfir stuðningi við
Kennedy og lofað honum öllum
fulltrúunum sem kosnir verða
þar í borginni.
AB
400,000 tonna olíuskip
sökk á 40 sekúndum
Las Palmas. 12. mars. AP.
SPÆNSKT oliuskip sökk undan
ströndum Vestur-Afríku i gær-
kvöldi og fórust með þvi a.m.k. 36
manns af 43 manna áhöfn skips-
Tító hrakar
Ljubljana. 12. marz, AP.
LÆKNAR Títós forseta sögðu í
dag, að heilsu forsetans hrakaði
verulega. Lungnabólgan hefði
ágerst og hjartað sýndi meiri
veikleikamerki. Væri líðan for-
setans „mjög alvarleg“, sagði í
tilkynningu læknanna.
1978 — Suður-Mólúkkumenn taka
rúmlega 70 gísla í Essen, Hollandi.
1967 — Blóðugar bændaóeirðir í
Kína.
1957 — Samningur Breta og Jórd-
aniumanna frá 1948 rennur út.
1939 — Þjóðverjar setja Tékkósló-
vakíu úrslitakosti.
1938 — Austurríki innlimað í
Þýzkaland.
1930 — Fundur reikistjörnunnar
Plútó kunngerður.
1920 — Kapp-byltingartilraun í
Berlín.
1900 — Liðsafli Frederick Roberts
tekur Bloemfontein, S-Afríku.
1881 — Alexander II Rússakeisari
ráðinn af dögum og Alexander III
tekur við.
1858 — Tilræðismaðurinn Felice
Orsini tekinn af lífi í Frakklandi.
1781 — Sir William Herschel finnur
agsins hafði það í dag eftir einum
þeirra sjö, er björguðust, að
skipið María Alejandra, sem er
400.000 smálestir, hefði sokkið á
innan við 40 sekúndum eftir að
margar sprengingar urðu í því.
Fulltrúinn sagði, að svo stórt
Tító hefur verið á sjúkrabeði í
tvo mánuði, eða frá því að hann
var lagður inn á sjúkrahús vegna
blóðrásartruflana í vinstra fæti.
Fóturinn var tekinn af 20. janúar
og upp úr því gáfu nýrun sig og
hjartað. Þá var skýrt frá því 23.
febrúar, að forsetinn hefði fengið
lungnabólgu, en 4. marz var sagt
að honum væri að batna af henni,
en í dag er sagt að honum hafi enn
elnað sóttin.
reikistjörnuna Uranus.
1758 — Halastjarna Halleys í sól-
nánd — eins og Halley spáði 1682
(birtist næst 1986).
1714 — Ósigur Svía í orrustunni um
Storkyro leiðir til rússneskra yfir-
ráða í Finnlandi.
1567 — Margrét af Parma, ríkis-
stjóri Niðurlanda, beitir þýzkum
málaliðum til að útrýma 1,000
kalvínistum.
1552 — Hinrik II af Frakklandi
gerir innrás í Lothringen — Tyrkir
gera innrás í Ungverjaland.
Afmæli. Jósef II keisari (1741—1790)
— Hugo Wolf, austurrískt tónskáld
(1860—1903) — Joseph Priestley,
enskur vísindamaður (1733—1804).
Andlát. 1901 Benjamín Harrison,
stjórnmálaleiðtogi — 1979 Per
Hækkerup, stjórnmálaleiðtogi.
Innlent. 1828 Víg Natans Ketilsson-
skip þyrfti venjulega talsvert
lengri tíma til að sökkva. Sökum
þess hve hratt skipið sökk, gafst
áhöfninni ekki tóm til að senda út
neyðarkall.
Skipið kom í síðustu viku úr
umfangsmikilli klössun sem fram
fór í borginni Algeciras á Suður-
Spáni. Var það á leiðinni til
Persaflóa til að sækja hráoliú-
farm, en þangað hefur skipið sótt
olíufarm með reglulegu millibili
síðan því var hleypt af stokkunum
í apríl 1977 og jafnan verið þrjár
vikur í ferðum.
Skipið sökk um klukkan 12:30 að
íslenzkum tíma, en það var ekki
fyrr en 10 klukkustundum seinna
ar — 1833 Landlæknir flyzt til
Reykjavíkur samkvæmt konungs-
úrskurði — 1808 d. Kristján VII —
1831 f. Guðbrandur Vigfúson — 1867
— Hvalur laskar bát frá Flateyri —
1897 Tillaga Einars Benediktssonar
um hvítbláa fánann í „Dagskrá" —
1939 Þjóðverjar tilkynna að Luft-
hansa ætli að senda menn hingað til
að undirbúa flug til íslands — 1947
Fjórir fórust í flugslysi í Búðardal —
1963 Vantraust á Viðreisn fellt —
1974 Áætlun um „græna byltingu" í
Reykjavík kynnt — 1979 Dæmt í
Grjótjötunsmáli og ákært í Lands-
bankamáli — 1881 f. Jónas Tómas-
son tónskáld — 1888 f. Jón Sigurðs-
son alþm. á Reynistað.
Orð dagsins. Vondur friður er verri
en alls enginn friður — David
Lloyd-George, brezkur stjórnmála-
leiðtogi (1863-1945).
að eigendur skipsins fengu fregn-
irnar um slysið er norskt olíuskip
tilkynnti-um slysið.
Akureyri -2 alskýjað
Amsterdam 9 rigning
Aþena 15 skýjað
Berlín 4 skýjað
BrOssel 9 rigníng
Chicago -1 snjókoma
Dytlinni 12 rigning
Feneyjar 11 heiðskírt
Frankfurt 7 rigning
Gent 10 heiðskirt
Helsinki -2 skýjað
Jerúsalem 14 heiðskírt
Jóhannesarborg 22 skýjað
Kaupmannahöfn 2 skýjaö
Las Palmas 20 iéttskýjað
Lissabon 20 heiðskirt
London 11 rigning
Los Angeles 21 skýjað
Madríd 17 heiöskírt
Malaga 19 heiðskírt
Mallorca 14 lóttskýjað
Miami 28 skýjað
Moskva -8 heiðskírt
New York 6 heiðskfrt
Osló 0 skýjað
París 9 skýjaó
Reykjavík -2 snjókoma
Rio de Janeiro 36 heíóskfrt
Róm 11 skýjað
Stokkhólmur 0 snjókoma
Tel Aviv 18 heiðskírt
Tókýó 10 heiðskirt
Vancouver 8 skýjað
Vínarborg 5 helóskírt
íns.
Fulltrúi Lloyd's tryggingafél-
Þetta gerðist 13. marz