Morgunblaðið - 13.03.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
27
Tæknilegt og f járhagslegt vandamál:
Mengunarvarnir í
fiskimjölsverksmiðium
Loðnan er lítill fiskur en stór í þjóðarbúskapnum. Á
sl. ári vóru fluttar út loðnuafurðir fyrir 38 milljarða
króna að f.o.b.-verðmæti. Flutt vóru út 160.000 tonn af
loðnumjöli fyrir 21,4 milljarða króna, 87.000 tonn af
loðnulýsi fyrir 11,1 milljarð króna, 9.000 tonn af frystri
loðnu fyrir 2,7 milljarða og 3,600 tonn af frystum
loðnuhrognum fyrir 2,8 milljarða. Útflutningsverðmæti
frá loðnuverksmiðjum (mjöl og lýsi) var 32,5 milljarðar
króna.
Hér á landi munu nálægt 30
loðnuverksmiðjur (sem unnið geta
úr feitum fiski) og um 20 verk-
smiðjur, sem einungis vinna úr
fiskúrgangi. Samtals mun hafa
verið flutt út frá þessum verk-
smiðjum hátt í 200.000 tonn fiski-
méls og hátt í 100.000 tonn lýsis
1979. Verksmiðjur þessar vega því
þungt í öflun gjaldeyris- og þjóð-
artekna.
Á síðari árum hafa komið fram
háværar kröfur frá íbúum ýmissa
sjávarplássa um úrbætur vegna
mengunar frá þessum verksmiðj-
um. Mengunarvandinn er þríþætt-
ur. í fyrsta lagi loftmengun, sem
er tíðust. í annan stað sjávar-
mengun (grútarmengun). Og loks
mengun á vinnustað, m.a. vegna
ónógrar loftræstingar, hávaða o.fl.
Fram til ársins 1969 vóru af-
skipti af mengunarmálum verk-
smiðja alfarið í höndum heilbrigð-
isnefnda viðkomandi sveitarfé-
laga. Þá vóru sett lög sem m.a.
fela í sér yfirumsjón Heilbrigðis-
eftirlits ríkisins með störfum heil-
brigðisnefndanna. Loks var í
reglugerð frá 1972 kveðið á um, að
rekstur verksmiðja, sem mengun
kann að stafa frá, skuli bundinn
sérstöku starfsleyfi heilbrigðis-
ráðuneytisins. Nær það ákvæði
jafnt til eldri verksmiðja sem
nýrra.
Treglega mun hafa gengið að fá
framgengt kröfum heilbrigðis-
nefnda um mengunarvarnir í
fiskimjölsverksmiðjum. Veldur
þar einkum tvennt. Tæknilegur
vandi, sem reynzt hefur torleyst-
ur, svo ekki sé meira sagt, og
kostnaðarhlið mengunarvarn-
anna, sem ofvaxin mun fjárhags-
getu fyrirtækjanna eins og rekstr-
arstaða þeirra er í dag.
Helgi F. Seljan og Hjörleifur
Guttormsson hafa flutt á Alþingi
tillögu til þingsályktunar sem
felur í sér að ríkisstjórnin skuli
„beita sér fyrir því, að á árinu
1980 verði gert átak til að ráða bót
á mengun frá fiskimjölsverk-
smiðjum og jafnframt verði gerð
Útflutnings-
verðmæti
loðnuafurða
1979 38
milljarðar
króna
áætlun um varanlegar úrbætur í
mengunarmálum slíkra fyrir-
tækja í samvinnu við hlutaðeig-
andi eigendur og samtök þeirra,
svo og heilbrigðis- og náttúru-
verndaryfirvöld. — Áætlunin taki
m.a. mið af að lágmarkskröfum
um mengunarvarnir allra starf-
andi fiskimjölsverksmiðja verði
fullnægt innan tveggja ára og að
fjármagn sé tryggt til þeirra
aðgerða. Verði í senn haft í huga
ytra og innra umhverfi verksmiðj-
anna og athugaðir möguleikar á
bættri nýtingu hráefnis og orku-
sparnaði samhliða viðhlítandi
mengunarvörunum."
Hinn almenni skilningur mun
sá að mengun sé spilling á ein-
hverju. í þeim skilningi er fram-
angreind tillaga víðfeðm í meira
lagi. Þrengri skilningur er að
mengun sé eitthvað, sem náttúran
(umhverfið) ráði ekki við að eyða.
I hinum þrengri skilningnum
verður umfang tillögunnar minna.
Staðbundin aðstaða verksmiðj-
anna er mjög mismunandi. Loft-
mengun frá verksmiðju í þröng-
um, lokuðum firði — í eða við
byggð er t.a.m. önnur og meiri en
frá verksmiðju á vindasömu ann-
esi. Grútarmengun er og mismun-
andi eftir sjávarstraumum. Vind-
ar og straumar „ráða við“ eyðingu
lyktar og grúts í einhverjum
tilfellum, öðrum ekki. Hollustu-
hættir á vinnustað eru svo kapit-
uli út af fyrir sig.
Lóftmengun frá fiskimjölsverk-
smiðjum er flókið vandamál sem
fyrr segir, bæði tæknilega en ekki
síður fjárhagslega. í greinargerð
frá Heilbrigðiseftirliti (1976) er
bent á þessar leiðir:
• 1. Tekinn verði upp þvottur
útblásturslofts í svonefndum
efnahreinsiturnum.
• 2. Tekin verði upp brennsla
útblásturslofts í eldhólfi þurrkara
með svonefndri Hetland-aðferð.
• 3. Breytt verði um framleiðslu-
hætti og tekin upp gufuþurrkun,
samfara brennslu lyktarefna und-
ir gufukötlum eða eyðingu þeirra í
hreinsiturnum.
Minna má og á hreinsibúnað,
sem Jón Þórðarson hannaði, og
verið hefur í tilraunanotkun í
Hafnarfirði.
Tillaga sú, sem hér um ræðir, er
nú flutt í þriðja sinn. Það, hve
Alþingi hefur farið sér hægt í
málinu, kann að stafa af vand-
kvæðum úrlausna, tæknilegum og
kostnaðarlegum. En víst er um
það að mál þetta skiptir miklu,
bæði viðkomandi útflutnings-
framleiðslu og fólkið í fiskvinnslu-
plássunum.
-sf.
Þingmaður spyr:
Húshitunar-
kostnaður
og heilsufar
í ráðuneyti
í UMRÆÐU um tillögu Egils
Jónssonar (S) og Halldórs
Blöndal (S) um jöfnun húshitdn-
ar minnti Þorvaldur Garðar
Kristjánsson (S) á frumvarp um
sama efni, sem hann og fleiri
þingmenn hafa flutt í efri deild
Alþingis. Hefði það frumvarp
verið rætt í iðnaðarnefnd deild-
arinnar og við formann iðnaðar-
nefndar neðri deildar, sem þá
var núverandi iðnaðarráðherra,
Hjörleifur Guttormsson. Kom
mér og núverandi iðnaðarráð-
herra saman um, sagði ÞGKr, að
málið væri brýnt og að því bæri
að hraða sem kostur væri. Var
málið því rætt á sameiginlegum
fundum beggja deilda, sem m.a.
komu sér saman um að fá fram
umsögn iðnaðarráðuneytis um
málið, þ.e., hver væri stefna
ráðherra og ríkisstjórnar í við-
fangsefninu. Við lögðum áherzlu
á skjót svör.
Nú er kominn 11. marz, sagði
ÞGKr, og ekkert Hefur heyrst
frá ráðuneytinu. Iðnaðarnefnd
efri deildar barst orðsending frá
iðnaðarráðherra 22. febrúar sl.,
þar sem sagt var, að umsögn
væri í undirbúningi, en hún hafi
tafizt vegna veikinda starfs-
manns og annríkis í ráðuneyti.
Ég spyr nú ráðherra, hvernig
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
er heilsufarsástand í ráðuneyt-
inu? Hefur það skánað — og
hvað um annríkið? Og ég veit að
fólkið á olíuhitunarsvæðunum
spyr með mér og væntir svars.
Ráðherra svaraði því til að
svar gæti enn borizt en spurning
væri, eða matsatriði, hvort ráðu-
neyti ætti að láta í té umsögn í
máli, sem það hugsanlega undir-
byggi sjálft tillögu- eða frum-
varpsflutning í.
Gallar á útfluttu lagmeti:
Ekki á ábyrgð
Sölustofnunar
lagmetis
í UMRÆÐU á Alþingi um fyrirspurn frá ólafi Ragnari
Grímssyni (Abl) varðandi íslenzkt lagmeti, sagði Lárus
Jónsson (S), að hann sem stjórnarformaður hefði fengið
greinargerð frá ltígmanni Sölustofnunar lagmetis, Ragnari
Aðalsteinssyni hrl., um hugsanlega ábyrgð stjórnar og
starfsliðs stofnunarinnar vegna galla sem fram hafa komið
á útfluttu lagmeti. Lárus sagði að hann vildi að gefnu
tilefni, m.a. vegna aðdróttana i blöðum að starfsliði
stofnunarinnar, að fram kæmi á Alþingi þetta álit
lögfræðingsins. Hann las greinargerð lögfræðingsins upp
en þar segir m.a. orðrétt:
„Árið 1976 var sett ítarleg reglugerð um framleiðslu,
eftirlit og útflutning á lagmeti nr. 221/1976. Var í rglg. gert
ráð fyrir auknu hráefniseftirliti á vegum Framleiðslueftirlits
sjávarafurða. Iðnaðarráðuneytið gaf út reglugerð þessa með
stoð í lögum nr. 48/1972. Af einhverjum ástæðum tókst
ráðuneytinu ekki að koma reglugerðinni í framkvæmd og
situr við svo búið ennþá, en ný reglugerð er nú nánast tilbúin
til útgáfu í meginatriðum byggð á sömu hugsuninni. í
reglugerð þessari er áfram byggt á meira eftirliti framleið-
enda og opinberu eftirliti, en eftirlit ekki lagt á söluaðila eins
og t.d. SL. Virðast allir aðilar sem um mál þetta hafa fjallað
vera sammála um að ekki sé rétt að leggja eftirlit á
söluaðilann, SL, heldur auka hið opinbera éftirlit og innra
eftirlitið. S1 hefur ítrekað bent stjórnvöldum á þörf aukins
eftirlits og ekki síst þörfina á því að koma reglugerðinni frá
1976 í framkvæmd.
Niðurstaða mín er sú að allar hugsanlegar hugleiðingar um
ábyrgð stjórnar SL eða starfsmanna SL á göllum í útfluttri
framleiðslu frá aðildarverksmiðjum eigi sér enga stoð.
Stjórnin hefur engar lagaskyldur vanrækt á þessu sviði og
jafnan reynt að hafa áhrif á rétta aðila um aukið og bætt
eftirlit."