Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
31
Sölustofnun lagmetis rædd á Alþingi:
Norðurstjarnan áfram í
sölusamtökum lagmetis
— sagði iðnaðarráðherra
óvissa um markaðsmál lagmetis á Bandaríkjamarkaði olli því að
stjórn Norðurstjörnunnar hf. sagði upp aðild sinni að Sölumiðstöð
lagmetis, sagði Hjörleifur Guttormsson. iðnaðarráðherra. á Alþingi á
þriðjudag — i svari við fyrirspurn frá ólafi Ragnari Grímssyni (Abl).
Hins vegar benda likur til að ekki komi til raunverulegrar úrsagnar
árið 1981, enda vinnur Sölustofnunin að samningsgerð i Bandarikjun-
um um sölu á léttreyktum sildarflökum (kipper snacks), sem er
meginframleiðslutegund fyrirtækisins.
ustofnunar. Óyfirfært er frá
íslandi 60.000 dalir af umræddum
Ríkissjóður varði 25 milljónum
króna á ári í 5 ár til stofnunar og
starfsemi Sölustofnunar, sagði
ráðherra, eins og fyrir var mælt í
lögum nr. 48/1972. Tekjur stofn-
unarinnar af eigin starfsemi hafa
samtals numið 315 m. kr. en
heildarkostnaður af sölu- og
markaðsstarfsemi 442 m. kr. Ráð-
herra sagði að þróunarsjóður lag-
metis hefði staðið straum af
kostnaði vegna söluskrifstofu lag-
metis í New York, er þar hefði
verið ráðist í markaðsátak í þágu
þessarar framleiðslu. Fengist
hefðu mikilvægar markaðsupplýs-
ingar og komið hefði verið á fót
umboðsmanna- og dreifikerfi.
Heildarvelta frá upphafi til árs-
loka 1979 hefði numið 3 milljónum
dollara en hallarekstur, sem að
stórum hluta væri þó stofnkostn-
aður, næmi tæpum 400 þús. döl-
um. Söluskrifstofunni hefði verið
lokað um sl. áramót, en yfir stæðu
samningaviðræður um nýtingu
þeirrar viðskiptalegu aðstöðu, sem
unnizt hefði með rekstri hennar,
þ.e. að tryggja sölusambönd, um-
boðsmannakerfi og fleiri mark-
aðsatriði með samstarfssamningi
en án fjárhagslegrar áhættu Söl-
fyrir báða aðila. Eina stóra vanda-
málið, er upp hefur komið, er
kvörtun Sovétmanna vegna gaff-
albita í upphafi árs 1979. Það mál
var leyst með beinum samningum
framleiðanda og seljanda annars-
vegar og kaupanda hinsvegar.
Bætti framleiðandinn að fullu á
sinn reikning þann kostnað, kr.
130 milljónir, er kaupandinn taldi
sig hafa orðið fyrir og á það
raunar við einnig um öll hin
smærri tilfelli.
í árslok 1979 kom kvörtun frá
iðursoðna rækju. Taldi umboðs-
maðurinn gæði vörunnar ekki
vera samkvæmt samningum eða
gæðin a.m.k. umdeilanleg.
Samningar eru nú á lokastigi,
en ljóst er að beint markaðstjón
hefur ekki orðið.
Óhöpp og tjón sem lagmetisiðn-
aðurinn hefur orðið fyrir á undan-
förnum árum hafa verulega dregið
úr bjartsýnustu vonum um skjóta
uppbyggingu þessarar iðngreinar.
Erfiðleikarnir sem við er að
glíma eru margvíslegir, smæð
heimamarkaðar veitir fyrirtækj-
um ekki þá kjölfestu, sem rennur
traustum stoðum undir þessa
framleiðslu hjá nágrannaþjóðum,
starfsreynsla og þekking er af
skornum skammti og eftirliti hef-
ur verið ábótavant.
Iðnaðarráðuneytið hefur í sam-
ráði við sjávarútvegsráðuneytið og
eftirlitsstofnanir endurskoðað
reglugerð um eftirlit, framleiðslu
og útflutning á lagmeti, og er hún
nú tilbúin til útgáfu. En opinbert
eftirlit eitt nægir ekki, auka þarf
þekkingu manna við framleiðslu
og koma þarf á stöðugu eftirliti í
verksmiðjunum sjálfum. Er hér
mikið verkefni fyrir velmenntað
fólk í matvælafræðum. Fyllri
vinnsla sjávarafla hefur ef til vill
aldrei verið eins brýn og einmitt
nú.
Til eru markaðir fyrir ýmsar
þær vörutegundir sem
lagmetisiðnaðurinn framleiðir,
nægir hér að minnast á lifur og
rækju. En gæði framleiðslunnar
verða að vera í fyrirrúmi —
endurskipulagning og endurbætur
í lagmetisiðnaði verða að taka mið
af því.“
rekstrarhalla.
Ráðherra sagði rekstrartap
Sölustofnunar 17 m. kr. 1979 og
eiginfjárstaða væri neikvæð um 7.
m. kr. Eiginfjársfaða þróunar-
sjóðs í lok sama tímabils væri hins
vegar jákvæð eða 250 m. kr.
bróunarsjóður lagmetis hefur
tekjur af þrennu: 1) 1% útflutn-
ingsgjald af lagmeti, 2% útflutn-
ingsgjald af söltuðum grásleppu-
hrognum og 3% útflutningsgjald
af matarhrognum. Samtals námu
þessar tekjur hans frá upphafi til
ársloka 1979 343 m. kr. Helzta
verkefni sjóðsins hefur verið
vöruþróun, hönnun umbúða, hag-
ræðingarviðfangsefni o.fl., auk
stuðnings við söluskrifstofuna í
Bandarikjunum. Samtals hefur
verið ráðstafað úr sjóðnum
1972-79 196 m. kr.
Um kvartanir, sem borizt hafa
vegna vöruskemmda, sagði ráð-
herrann orðrétt:
„Almennt orðað hafa kvartanir
þær, er upp hafa komið á árinu,
ekki verið margar né stórar og
málin leystust á fullkomlega
viðskiptalegan hátt hverju sinni,
Fyrirspurn um lánakort á Alþingi:
„Hjálpar fólki til að kaupa
meira en það hefur efni á“
— sagði Guðrún Helgadóttir
EKKI þarf að leita leyfis stjórnvalda til stofnunar lánakortafyrirta'kis.
sagði Tómas Árnason. viðskiptaráðherra. í svari við fyrirspurn Guðrúnar
Ilelgadóttur (Abl.) um þessa tegund viðskipta i sameinuðu þingi sl.
þriðjudag. Ef um hlutafélag er að rasla fvlgist hlutafélagaskrá með þvi að
ga-tt sé ákvæða nýrra hlutafélagalaga (nr. 12/1978) um skil.vrði fyrir
skrásetningu fyrirtækisins. Viðskiptaráðuneytið fjallar nú um með
hverjum hætti bezt verður fyrir komið framkvæmd skrásetningar í
samræmi við lögin.
Lánakortaf.vrirtæki eru ekki, sam-
kvæmt gildandi lögum, háð samsvar-
andi eftirliti og bankastarfsemi. Það
m.vndi hins vegar háð hlutafélagalög-
um, sem f.vrr segir, og skattalögum,
og þeim stjórnvöldum, sem fram-
kvæmd þeirra laga annast. Þá yrði
slíkt fyrirtæki að fara eftir ákvörðun
Seðlabanka um vexti og annað eftir-
gjald fyrir umlíðun skuldar, sam-
kvæmt lögum um Seðlábanka Islands
(nr. 29/1961) og lögum um bann við
okri, dráttarvexti o.fl. (nr. 58/1960).
Að lokum sagði ráðherra, að við-
skiptaráðune.vtið hefði aflað sér upp-
lýsinga um lög og reglur um lána-
kortafyrirtæki í nágrarpialöndum og
m.vndi meta, er úrvinnsla upplýsinga
lægi fyrir, hvort nauðsynlegt væri að
setja sérlög um þessa starfsemi.
Kjartan Jóhannsson, fyrrv. við-
skiptaráðherra, sagði vanda þessarar
starfsemi erlendis þrenns konar: 1)
stuldur lánakorta, 2) hvern veg megi
tryggja hagsmuni sölufyrirtækja
gagnvart hugsanlegu gjaldþroti lána-
kortaf.vrirtækis og 3) að fólk stofni
til óheyrilegra skulda eftir þessari
viðskiptaleið.
Fyrirspyrjandi, Guðrún llelga-
dóttir, sagði ekki ástæðu til að auka
fjölbreytni fjármálalífsins nieð því
að taka upp þjónustu af þessu tagi.
Hún sagðist hrædd við að opna þessa
hjálparleið til að auðvelda fólki að
kaupa meira en það hefði efni á. Hún
vitnaði til umsagnar í verzlunarriti
þar sem þetta viðskiptaform væri
kallað „verra en eiturlyf" og að
forðast ætti í lengstu lög að bæta
„slíkri plágu við það sem fyrir er af
slíku". Hún sagði ennfremur að uni
svipað leyti og lánakort héldu innreið
sína í Svíþjóð hefðu sakamál, sem
fjölluðu um peningavanskil, auki/.t
um 83'// þar i landi.
Fríverzlunarsamningur
EFTA-ríkja og Spánar
— Tekur væntanlega gildi í marz-apríl nk
í júnimánuði 1979 var undir-
ritaður i Madrid fríverzlunar-
samningur sjö EFTA-rikja og
Spánar með fyrirvara um sam-
þykki viðkomandi landa. Með
honum er stefnt að afnámi tolla
og annarra viðskiptahafta í
viðskiptum viðkomandi rikja.
Þessi samningur nær fyrst og
fremst til fríverzlunar með iðn-
aðarvörur. En að frumkvæði
íslands fékkst tekinn inn við-
auki. sem fjallar um fríverzlun
með fisk og fiskafurðir. og
fylgir sérstakur vörulisti þar
um. í viðaukanum er og tekið
fram, að stefnt skuli að frekara
afnámi innflutningshafta á
sjávarafurðum til Spánar mcð
það að markmiði, að innflutn-
ingur verði algjörlcga frjáls.
Vörulistinn, sem samningur-
inn um sjávarafurðir nær til, er
tvískiptur. í fyrri hlutanum eru
vörur, sem falla undir 60%
lækkun innflutningstolls. Þar
undir falla t.d. mjöl og lýsi. í
síðari hlutanum eru vörur sem
falla undir 25% lækkun inn-
flutningstolls. Þar undir fellur
saltfiskur og lækkar tollur á
honum úr 10% í 7,5.
Fríverzlunarsamningurinn
skyldar Spán til að veita EFTA-
ríkjum sams konar tollalækkan-
ir í iðnaðarvörum og hann veitir
EBE-ríkjunum. EFTA-ríkin
veita Spáni sömu viðskiptaað-
stöðu. Þannig myndu verndar-
tollar á flestar iðnaðarvörur frá
Spáni lækka um 60% svo til
strax við fullgildingu samnings-
ins. Þó er lækkunin minni, 30—
40%, á nokkrum vörutegundum.
I árslok 1982 á að kanna vand-
lega með frekara afnám við-
skiptahafta í viðskiptum
ríkjanna. — Lækkun tolla í
EFTA-ríkjum á innflutningi frá
Spáni miðast við beztu tollakjör
þriðja ríkis, eins og þau voru í
hverju fyrir sig í ársbyrjun 1978.
Spánn miðar hins vegar sínar
tollalækkanir við þá tolla, sem í
gildi verða, þegar fríverzlunar-
samningurinn hlýtur fullgild-
ingu. Sérstök nefnd aðildarríkj-
anna fylgist með framkvæmd
samningsins.
Alþingi íslendinga samþykkti
síðla liðins árs heimild til ríkis-
stjórnarinnar til þess að full-
gilda viðskiptasamninginn af
Islands hálfu. Var svo gert 28.
desember sl. Auk íslands hafa
Austurríki, Finnland, Noregur,
Portúgal, Svíþjóð og Sviss full-
gilt samninginn. Spánverjar
hafa hins vegar ekki fullgilt
hann enn.
í greinargerð með tillögunni,
er hún var lögð fram á Alþingi,
kemur m.a. fram, að útflutning-
ur héðan til Spánar var 2,6%
heildarútflutnings 1978 og skipt-
ist sem hér segir (f.o.b. verðmæti
í m.kr.):
Saltfiskur ............ 4392,7
Hörpudiskur ..............13,9
Þorskalýsi ................0,6
Hvalmjöl .................75,6
Lagmeti ..................10,4
Ullarlopi og band .........0,7
Ullarteppi ................0,2
Prjónavörur ...............0,4
Járn og stálúrg..........72,7
Frimerki .................2,9
Samtals .............. 4570.1
Af útflutningi til Spánar 1978
voru 98,3% sjávarafurðir, þar af
saltfiskur 96,1%, en tollar á
honum lækka um 25%, er Spán-
verjar staðfesta samninginn, þ.e.
í 7,5%.
Innflutningur íslands frá
Spáni nam 0,6% heildarinnflutn-
ings 1978, samtals að c.i.f.
-verðmæti 1065 m.kr. Stærstu
þættir kaupa okkar þar voru:
salt 283,6 m.kr, ávextir og
grænmeti 150,6 m.kr. og vín
101,3 m.kr. Þar af var salt
tollfrjálst fyrir. Ávextir, græn-
metið og vínin falla ekki undir
samninginn og eru reyndar einn-
ig tollfrjáls. Lækkun verndar-
tolla hér er því sáralítil fórn af
okkar hálfu. Tollalækkun hér á
spænskum vörum tekur aðeins
til lítils hluta innflutningsins,
þ.á.m. vefnaðarvöru og unninnar
málmvöru, og missir tolltekna er
óverulegur.
Spánn hefur sótt um inngöngu
í EBE. Vart verður Spánn þó
aðili að bandalaginu fyrr en á
árinu 1983. Gera verður og ráð
fyrir nokkurra ára aðlögunar-
tíma unz tollar hafa að fullu
verið afnumdir milli Spánar núv.
og EBE-ríkja. Þegar Spánn verð-
ur aðili að EBE fellur fríverzlun-
arsamningur EFTA-ríkis um sig
við Efnahagsbandalagið, með
óhjákvæmilegum breytingum.
Með Fríverzlunarsamningnum
við Spán er ekki aðeins tryggð
tollalækkun í viðskiptum
EFTA-ríkja við Spán í næstu
framtíð. Jafnframt er lagður
grundvöllur að því að frekari
tollalækkanir milli EBE-ríkja og
Spánar í framtiðinni komi til
með að gilda milli EFTA-landa
og Spánar.
Samkvæmt upplýsingum, sem
telja verður öruggar, hafa mikl-
ar annir í utanríkismálanefnd-
um beggja þingdeilda spánska
þingsins valdið nokkurri töf á
þinglegri meðferð málsins þar í
landi. Áhugi mun fyrir hendi að
afgreiða málið innan ekki langs
tíma og líkur benda til að
spænsk fullgilding samningsins
verði fyrirliggjandi í marz eða
aprílmánuði n.k.
sf.