Morgunblaðið - 13.03.1980, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
Brezk og frönsk yfirvöld hafa
ákveðið að leggja Concorde-áætlun-
ina á hilluna og verða því fleiri
hljóðfráar þotur af þessari gerð
ekki framleiddar, en alls voru 16
smiðaðar. Fimm vélar eru óseldar,
tvær hjá brezku verksmiðjunum og
þrjár hjá þeim frönsku, og verður
þeim ráðstafað til British Airways
og Air France. Mun þá hvort félag
um sig eiga sjö Concorde-þotur, en
frumgerðirnar tvær eru geymdar á
flugvélasöfnum. Unnið hafði verið
að útreikningum og athugunum á
hönnun Super Concorde-vélar, sem
hefði meira flugþol og meiri flutn-
ingsgetu en núverandi gerð, og
verða þær rannsóknir einnig lagðar
niður.
Áætlunin verður formlega lögð
niður í júlí nk. og eiga brezkir og
franskir embættismenn erfiða daga
fyrir höndum við að gera upp kostn-
að við áætlunina sem löndin áömdu
um að deila jafnt. Alls höfðu Bretar
varið 792 milljónum sterlingspunda
til áætlunarinnar í lok 1978, eða
jafnvirði rúmlega 700 milljarða
króna, og á sú upphæð eftir að hækka
um hundrað milljónir punda áður en
yfir lýkur. Útgjöld Frakka eru sögð
álíka.
British Airways fær sína sjöttu
Concorde-þotu í júlí og þá sjöundu og
síðustu skömmu síðar. Að meðaltali
er Concorde-floti félagsins í lofti í
9.300 klukkustundir á ári. Alls hafa
Concorde-vélar BA flutt um 210,000
farþega, um 120,000 milli London og
New York, um 60,000 milli London—
Washington og Dallas og um 30,000
milli London, Bahrain og Singapore.
I haust var sætanýtingin að meðal-
tali 71% frá London til New York og
65% til baka, 53% frá London til
Bahrain og
Singapore og 76% til baka
og 61% frá London til Wash-
ington og 55% til baka. Til að
Concorde-floti BA verði ekki rekinn
með halla þarf heildarnýtingin að
vera 65%, en þá eru ekki teknar með
í dæmið afborganir til stjórnvalda
vegna flugvélakaupanna.
Concorde-þotur Air France, en þær
eru nú fjórar, höfðu alls flogið í
16,985 klukkustundir í lok ágústmán-
aðar 1979 og flutt 206,461 farþega,
þar af 85,389 milli Parísar og New
York og 57,221 farþega milli Parísar
og Washington. Sætanýting á öllum
flugleiðum var 61,3% árið 1976,
53,5% árið 1977, 57,6% árið 1978 og
60,4% fyrstu átta mánuði síðasta árs.
í 87,3% flugferða 1976 lögðu vélarnar
upp innan 15 mínútna eftir auglýsta’
brottfarartíma, og hlutfallið
var 87,7% árið 1977 og 86,1%
árið 1978.
Smíðar McDonnel
hljóðfráa farþegaþotu?
Viðræður hafa átt sér stað milli
McDonnel Douglas flugvélaverk-
smiðjanna og British Aerospace, sem
Smíði
Concorde
hætt
San Diego:
50 sinnum lá við
árekstri í lofti
Síðan Boeing 727-þota Pacif-
ic Southwest-fiugfélagsins
(PSA) og Cessna Skyhawk-
kennsiuflugvél rákust á i lofti
við Lindbergh-flugvöll í San
Diego í Kaliforniu fyrir liðlega
ári, hafa flugmenn, sem farið
hafa um völlinn, skýrt frá um
50 tilfellum þar sem legið
hefur við ákrestri véla í nánd
við hann. Strax eftir fyrr-
greindan árekstur krafðist
borgarstjórn San Diego og
nokkur flugfélög þess af
bandaríska loftferðaeftirlit-
inu, að hert yrði stjórnun
flugumferðar við San Diego og
þar komið á sérstöku flug-
stjórnarsvæði. Ilefur síður en
svo dregið úr þessum kröfum
vegna framangreindra upplýs-
inga. en „tregða í bákninu“,
eins og það hefur verið orðað.
og andstaða einkaflugmanna
hefur valdið því að enn situr
allt við það sama.
Um miðjan nóvember sl. lá
við að tveir árekstrar yrðu yfir
San Diego. í öðru tilfellinu, sem
svipaði til árekstursins í fyrra,
munaði aðeins 100 fetum (30
metrum) að Boeing 727-þota
Western-flugfélagsins, er var að
koma frá Los Angeles með 108
manns innanborðs, og lítil vél-
fluga af gerðinni Aero Comm-
ander, rækjust saman í 4,400
feta hæð er þotan var að hefja
aðflug að Lindbergh-velli. Báð-
ar flugu eftir leiðbeiningum
sama flugturns.
í hinu tilfellinu munaði 300
fetum (100 metrum) að Boeing
727-þota PSA og vélfluga af
gerðinni Piper Comanche lentu
saman í 6,200 feta hæð, nánast
beint yfir íþróttavelli þar sem
fram fór kappleikur að við-
stöddum tugþúsundum manna.
Þotan var að koma frá San
Francisco með 133 manns inn-
anborðs. Var þotan að lækka
flugið fyrir aðflug að Lindbergh
er aðstoðarflugmaður hennar
tók eftir litlu flugvélinni sem
var hættulega nærri og í leið
þotunnar. Greip flugmaðurinn í
stýrishjól þotunnar, reisti nefið
og sveigði um leið til vinstri.
Snarræði flugmannsins verður
seint fullþakkað, því hann hefur
að öllum líkindum komið í veg
fyrir hörmulegt slys þar sem
aðeins 100 metrar voru á milli
vélanna er leiðir þeirra skárust.
I ljósi þessara upplýsinga og
vegna þeirra erfiðu og sérkenni-
legu aðstæðna sem flugmenn
stóru þotnanna (og smærri véi-
anna að sama skapi) geta átt
BLAÐ var brotið í sögu flugsins
á nýársdag er tveggja sæta flug-
vél hóf sig á loft og flaug fyrir
mannsafli. Atvikið átti sér stað á
flugvelli brezka flughersins á
Greenham Common í Berkshire í
Englandi. Flugvélin. með þá
Tony Wing og Simon Grant
innanborðs, flaug um 400 metra
áður en bilun í væng batt enda á
flugið.
von á við San Diego hefur gripið
um sig hálfgerð „lofthræðsla"
þar í grennd. Flugumferð er
mikil á svæðinu. Er þriðjungur
lifði af árinu höfðu 2,8 milljónir
farþega farið um Lindbergh-
flugvöll. Um það bil 2,500 einka-
flugvélar og 10,000 flugmenn
eru á San Diego-svæðinu. Þrír
einkaflugvellir eru þar auk
tveggja herflugvalla og Lind-
bergh, og loks er alþjóðlegur
flugvöllur í Mexíkó í aðeins 40
km fjarlægð.
Af þessum sökum eru margar
flugvélar að fljúga út og suður í
öllum hæðum á tiltölulega litlu
svæði. Og þær lúta ekki stjórn
eins flugturns, heldur margra,
þótt þær séu á sama svæði.
Flugvélina, sem nefnist New-
bury Manflier, hannaði H.C.N.
Goodhart undirflotaforingi. Hún
er stærsta loftfar sem flogið hefur
fyrir mannsafli. Vænghafið er 138
fet, eða litlu minna en á Boeing
707 þotu. Flugmennirnir eru hvor
í sínum klefanum og eru tæp 80
fet á milli þeirra á vængnum.
Ekkert samband er þeirra á milli,
Venjuleg aðflugsleið að Lind-
bergh gerir ráð fyrir því, að
farþegaþoturnar fljúgi rétt við
þrjá aðra flugvelli, hina stóru
hvor um sig hefur hæðarstýri og
hallastýri sem óháð eru stýrum
hins. Þá geta flugmennirnir ekki
borið saman bækur sínar varðandi
snúningshraða skrúfanna. Stað-
setning klefanna og skrúfurnar
tvær leysa ýmis burðarvandamál
sem hefðu verið samfara því að
hafa báða flugmennina í einum og
sama klefanum.
Miramar-flugstöð sjóhersins,
Montgomery-einkavöllinn, sem
mikil umferð er að staðaldri
um, og flugstöð sjóhersins á
North Island. Þoturnar fljúga
um á miklu meiri hraða en
litlar flugvélar og dregur það
ekki úr erfiðleikum við að
stjórna umferðinni. Þá er stór
hluti smávélanna illa búinn
fjarskipta- og leiðsögubúnaði,
og enn færri eru með radar-
svara, sem sýnir viðkomandi
flugvél sem númer á radar-
skerm flugumferðarstjórans og
auðveldar stórlega alla umferð-
arstjórnun. Að vísu var Sky-
hawkinn sem lenti í árekstrin-
um við þotu PSA fyrir ári búinn
radarsvara og fullkomnum
leiðsögutækjum.
Skömmu eftir þann árekstur
lagði stofnun er fjallar um
umferðaröryggismál til að
loftrýmið í nánd Lindbergh-
vallar yrði gert að sérstöku
flugstjórnarsvæði (TCA) og
gert yrði að skilyrði að' allar
vélar sem færu um svæðið yrðu
að vera búnar radarsvara og
hafa stöðugt samband við flug-
turn.
Þegar bandaríska loftferða-
eftirlitið í framhaldi af þessu
Flugvélin The Newbury Manflier hefur sig á loft af flugvelli brezka flughersins í Greenham Common á
Englandi fyrir afli tveggja manna. Flugvélin er sú stærsta sem flogið hcfur fyrir mannsafli.
Stærri vél hefur ekki
flogið fyrir mannsafli