Morgunblaðið - 13.03.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 3 7
Sigurður Magnússon:________Strætisvagnakaup SVR:
Ikarusvagnarnir nú-
tímalegir og ódýrir
Vanstillingar-
skrif Sigríðar
Ásgeirsdóttur
lengur áfram á sömu braut og nú
hefur verið troðin um sinn. Það er
dýrt spaug, að eyðileggja og
skakkkeyra samfleytt marga ald-
ursflokka barna og ungmenna.Hér
dugir ekkert kukl.
Hvað ber að
gera — Lokaorð
Fyrst og fremst þarf að gera sér
raunhæfa grein fyrir, hvert halda
skal og því næst að hitta ráð, sem
leitt geta að takmarkinu. Losa
verður skólana undan hinni um-
komulausu og ömurlegu ráðstjórn
og þar með endurheimta mögu-
leika til stjórnunar þeirra. Þær
kröfur verður að gera bæði til
nemenda og kennara að starfa
með fullri virðingu fyrir og alúð
við viðfangsefni. Til þess að svo
megi verða þarf að endurvekja
heilbrigðan aga.
Stórlega verður að draga úr
hinu fá- eða einskisnýta leikspili,
sem hefur þann árangur einan, að
grunnfesta hjá nemendum alvöru-
leysi.
Nám er vinna, og því fyrr, sem
nemendum skilst það, því betra.
Lestur, skrift og reikning þarf að
stórauka og bæta í upphafi skóla-
göngu, en hætta að glundra með
erlend mál unz nemendur eru
orðnir að minnsta kosti bænabók-
arfærir á eigin tungumáli. Leggja
á niður tafarlaust hinn fáránlega
feluleik, sem nú er tíðkaður með
einkunnir nemenda og námsmat.
Það á beinlínis að vera skýlaus
réttur nemenda, að vita sem gerst
um getu sína og kunnáttu á hverju
stigi í stað þess að ganga þess
duldir fram eftir öllum aldri.
Verður það að fara eftir beztu
manna yfirsýn.
Skóiaskyldu á að stytta og miða
t.d. við fermingaraldur. Hins veg-
ar ber að leggja áherzlu á fræð-
sluskyldu ríkisins og sé mönnum
opin leið skólagöngu hvenær, sem
þeir þess óska og eru búnir til.
Valgreina fásinnuna á að tak-
marka yfirleitt við 16—18 ára
aldur, enda litlar líkur til að fólk
hafi „fundið sjálft sig“ fyrr. Þar
til þeim aldri er náð, ber að leggja
áherzlu á almenna uppfræðslu,
sem ætla má að fólk geti þá unnið
út frá sómasamlega eftir getu og
geðslagi, þegar upp er tekinn
þráður að nýju.
Draga má stórlega úr svoköll-
uðu ráðgjafarstarfi, sem nú er
harkað á að setja í hendur óviðk-
omandi fólki skólum landsins.
Vitað mál er, að eftir því sem
meira hefur verið — illu heilli —
dregið úr námskröfum druslast
fleiri gegnum nám, ef nám skyldi
kalla. Þetta fer einkennilega vel
saman við síaukinn fjölda allskon-
ar fræðinga, sem nú sækja út í
ráðgjafarstörf, þótt svo þyrfti
auðvitað ekki að vera og sé ekki í
öllum tilfellum samhengi í þessu.
En eitt er víst, að þeir, sem
aldrei þekktu ráð fyrir sjálfa sig,
bjarga ekki öðrum.
Er nú hér drepið á meginhluta
þess, sem vinda þarf bráðastan
bug að í fræðslumálum okkar.
Njóti svo hver, sem nemur.
Síðastliðinn þriðjudag var í
Morgunblaðinu grein eftir Sig-
ríði Ásgeirsdóttur lögfræðing,
annan af tveimur fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins í stjórn
SVR. Þar sem greinin er full af
rangtúlkunum er nauðsynlegt
að svara henni nokkrum orðum.
Greinin ber það með sér að hún
er skrifuð í mikilli geðshrær-
ingu enda full af dómgreind-
arskorti hjá hinum annars
velmenntaða höfundi, og er
engu líkara en einhver undir-
heimaöfl stýri penna hennar.
Þannig byrjar hún á því að ausa
úr sér rógi um að tilboð Samafls
í 20 strætisvagna fyrir SVR
lykti af pólitík, Sigríður kemst
að þessari niðurstöðu vegna
þess að ég sem er varaþing-
maður Alþýðubandalagsins í
Reykjavík er tengdur tilboðinu,
sem stjórnarformaður í Samafl
umoðsaðila Ikarusvagnanna.
Ekki trúi ég að flokksbræður
Sigríðar sem fjölmargir fást við
viðskipti, séu sammála henni
um að stjórnmálaskoðanir
þeirra og störf, geri viðskipti
þeirra pólitísk og vafasöm, eins
og látið er að liggja varðandi
þátt minn að tilboði Samafls.
En það er fleira sem gerir
málið pólitískt, haldið er fram í
greininni að Ingi R. Helgason
lögmaður, sé stjórnarmaður í
Samafl og gefi það glöggt til
kynna þá pólitísku lykt sem sé
af meðferð málsins. Því miður
verð ég að valda Sigríði von-
brigðum með því að greina frá
því sanna í þéssu efni. Ingi R.
Helgason á enga aðild að fyrir-
tækinu Samafl, og hefur aldrei
átt. Fyrirtækið er eign Fram-
Ieiðslusamvinnufélags Iðnað-
armanna, sem er félag u.þ.b. 200
iðnaðar- og tæknimanna, og
samkvæmt lögum félagsins á
lögmaðurinn Ingi R. Helgason
ekki rétt á inngöngu í félagið,
fullyrðingar um að hann sé þar
stjórnarmaður eru því svo
fjarri sanni sem verið getur.
Það er hinsvegar ljóst að lög-
fræðingurinn Sigríður Ásgeirs-
dóttir hefur engann áhuga á að
rita sannleikann, henni er ann-
að hugstæðara eins og öll grein-
in ber merki um.
Um það atriði hverjir eigi
sæti í stjórn Samafls hefði verið
hægt að leita upplýsinga á
skrifstofu Borgarfógetans í
Reykjavík, þar sem fyrirtækið
er skráð, og getið i firmaskrán-
ingu stjórnarmanna, eins og lög
gera ráð fyrir. Ég á auðvelt með
Sigurður Magnússon
að skilja að tæknileg mál eins
og útboð og kaup á strætisvögn-
um geti vafist fyrir Sigríði
Ásgeirsdóttur en grundvallar-
atriði firmaskráningar hélt ég
að væri lögfræðingnum ekki
ofviða. Það er hins vegar annað
og alveg óskylt mál að Ingi R.
Helgason hefur um langt árabil
verið lögmaður Framleiðslu-
samvinnufélags Iðnaðarmanna,
og hefur veitt félaginu þjónustu
sem slíkur þegar óskað hefur
verið eftir.
En greinarhöfundur lætur sér
ekki nægja í umræddri blaða-
grein að róta upp póljtísku
moldviðri um tilboð Samafls í
strætisvagnana, heldur er vaðið
fram með sleggjudómum og
vanþekkingu um ýmis tæknileg
atriði vagnanna. Óhjákvæmi-
legt er að víkja aðeins að helstu
atriðunum í grein hennar er
snerta þetta atriði.
Þannig segir á einum stað að
Ikarusvagnarnir séu byggðir
með mjög úreltum framleiðshl-
aðferðum og sé það ástæðan
fyrir hinu lága boði. Benda má
Sigríði á að úreltar framleiðslu-
aðferðir leiða oftast til mikils
framleiðslukostnaðar, en það er
nú annað mál. Staðreyndin er
sú að Ikarusvagnarnir eru mjög
nútímalegir í allri tækni og
uppbyggingu, sérstaklega á
þetta við um vagnramman, yfir-
bygginguna og innréttingar,
enda hafa vagnarnir fengið al-
þjóðleg verðlaun fyrir nútíma-
lega hönnun og tækniútfærslu.
Framleiðsluaðferðin við smíði
vagnanna er svonefnd sjálfber-
andi bygging, sem er viður-
kennd aðferð hjá öllum stærstu
vagnasmiðjum í heiminum, m.a.
Mercedes Benz. Varðandi vélar-
hluta bílsins svo sem gírkassa,
drif, stýri og rafkerfi og m.fl. þá
er það vestur-þýsk framleiðsla,
vélin er hinsvegar ungversk
framleiðsla, en eftir vestur-
þýskri hönnun frá MAN verk-
smiðjunum. Fullyrðingar um
úreltar framleiðsluaðferðir eru
staðleysa, byggð á vanþekkingu
greinarhöfundar.
í greininni er því haldið fram
að vagnarnir séu óhentugir
fyrir aldraða og öryrkja vegna
þess hve erfitt sé að komast inn
í þá og úr þeim. Þetta er rangt,
hið rétta er að það er sama hæð
upp í neðsta þrep vagnsins bæði
við fram- og afturdyr og beðið
er um í útboðslýsingu og aðrir
framleiðendur bjóða, auk þess
sem dyr eru breiðari og gólfið
allt jafnslétt, en ekki flórbyggt
(með upphækkun þar sem sæt-
um er fyrirkomið) eins og sumir
framleiðendur bjóða, m.a.
Volvo.
Sigríður heldur því einnig
fram að verulega minni verð-
munur sé á tilboði Ikarus og t.d.
Volvo en tilboðstölur segja, eða
sem nemi tveimur vögnum.
Þetta finnur hún út með því að
slá metramáli á vagnana og
verðleggja þá í samræmi við
lengd, slíkar reikningskúnstir
eru vitaskuld ekki sæmandi
neinum sem vill láta taka mark
á málflutningi sínum, og eru
lögfræðingnum ekki til álits-
auka. Læt ég þá lokið að sinni
athugasemdum við sleggjudóma
Sigríðar, en vil þó víkja aðeins
að yfirskrift greinar hennar,
þar sem segir að íslenskur
iðnaður sé útilokaður með til-
boði Samafls. Hér er reynt í
fyrirsögn að halda því fram að
tilboðinu sé ætlað að vega að
íslenskum iðnaði, ég veit að
allir sem til þekkja trúa því
ekki að Framleiðslusamvinnu-
félag Iðnaðarmanna vilji með
hagstæðu tilboði sínu í strætis-
vagna fyrir SVR vega að iðnað-
inum hér heima, hann verður
hinsvegar í þessu tilfelli eins og
svo víða annars staðar að lúta
því að hann er í harðri sam-
keppni, það er jafn ljóst að það
er keppikefli okkar allra að efla
hann og styrkja, jafnvel með
sérstökum stuðningsaðgerðum,
þar sem möguleikar hans og
þróun getur notið sín til fulls
með eðlilegum hætti.
Að lokum vil ég segja það að
ég er sammála Sigríði Ásgeirs-
dóttur um það atriði, að það sé
sjálfsagt og eðlilegt að stjórn
SVR fjalli fyrst og fremst um
þetta mál og hafi áhrif á
framvindu þess, allt annað er
óeðlilegt. Við hjá Samafl teljum
hagsmunum okkar varðandi til-
boðið best borgið með því að
sem flestir fjalli um málið, af
skynsemi og yfirvegun. Nú er
tækifæri til þess þegar skýrsla
skoðunarmanna hefur verið
fram lögð. Sjálfur er ég trúaður
á að eftir slíka umfjöllun, þar
sem kostir og gallar allra til-
boðanna verða vegnir og metn-
ir, muni allir ábyrgir aðilar
verða sammála um að taka hinu
hagkvæma tilboði frá Samafl,
sem er hundruðum milljóna
lægra en næsta tilboð og býður
betri greiðslukjör. Með slíkri
ákvörðun væri verið að skapa
fjárhagslegt svigrúm til að
bæta og efla þá mikilvægu
almenningsþjónustu sem rekin
er á vegum SVR.
Sigurður Magnússon,
stjórnarformaður Samafl.
\
k
Stjórnandi: Ragnar Bjarnason
Glæsilegt RISABINGO verður haldiö í Sigtúni fimmtu-
daginn 13. mars kl. 20.30. Fjöldi stórglæsilegra
vinninga aö heildarverömæti hátt í 2 milljónir króna.
Meöal vinninga, utanlandsferð fyrir tvo meö Eimskip, ferð meö
Útsýn, húegagnavinningar aö upphæö kr. 300.000, reiöhjól,
málverk og fjöldi annarra glæsilegra vinninga.
Enginn aögangseyrir, hús opnaö kl. 19.30.
Fjáröflunarnefnd Áskirkju