Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 2

Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 Hyggst selja Víkurbæ og einbeita sér að kvikmyndahússrekstri Sendiherra Portúgals á tslandi. Fernando Reino, sem hefur búsetu í Noregi, afhenti í «ær portújfalskar orður sem forseti Portúífals sæmir fyrir störf að portúgölskum máiefnum. Fimm mönnum voru veittar orður,J)eim ólafi Jóhannessyni, Þórhaili Ás(?eirssyni, Tómasi Þorvaldssyni, Jóhönnu Kristjónsdóttur og Karli Manúel. A myndinni eru frá vinstri: Frú Reino, Fórnando Reino sendiherra, frú Dóra Guðbjartsdóttir, ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra, Þórhallur Ásjfeirsson ráðuneytisstjóri, Tómas Þorvaldsson forstjóri. Jóhanna Kristjónsdóttir hlaðamaður o« Karl Manúcl kaupmaður. Orðurnar eru af ýmsum (fráðum. Ólafur hlaut Krists kross sem cr aðeins veitt í sérstökum tilvikum, en aðrar orður voru af ýmsum gráðum kenndar við Hinrik sæfara. Samið um kaup á skut- togara frá Frakklandi „ÞAÐ er búið að leggja inn um- sóknir á öilum vígstöðvum varð- andi kaup á þessum 500 tonna togara frá Frakklandi. þannig að við erum inni í kerfinu þótt ég geti ekki svarað því hvar ég er staddur í því,“ sagði Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði i samtali við Morgunblað- Jan Mayen-deilan: í FRÉTT frá Noregi í gær sem lesin var i útvarpinu var sagt að tveir norskir blaðamenn hefðu rætt við Eyjólf Konráð Jónsson alþing- ismann á Hafréttarráðstefnunni i New York í gær og var talað um í norsku fréttinni að ný stefna og tilboð frá íslendingum lægi nú fyrir í Jan Mayen-deilunni. Morgunblaðið ræddi við Eyjólf Konráð í gærkvöldi og kvað hann rétt að hann hefði rætt við norska ið i gær, en hann hefur samið um kaup á 5 ára gömlum togara frá Frakklandi til endurnýjunar 350 tonna togaranum Hólmatindi sem er nú 13 ára gamall og var einn af þremur fyrstu notuðu togurunum ásamt Barða og Hegranesinu sem keyptir voru til landsins fyrir 10 blaðamenn og kynnt þeim þá mörk- uðu stefnu sem íslendingar hefðu í máliriu og væri það rétt eftir haft hjá blaðamönnunum, en hins vegar væri ekki um nýja stefnu eða ræða. Þessi stefna sem væri frá 1978 byggðist á því að íslendingar hefðu réttindi til jafns við Norðmenn utan 12 mílna marka Jan Mayen og 200 mílna marka íslands, jöfn réttindi til yfirráða yfir fiskveiðum og botni og sameiginleg yfirráð yfir svæðinu öllu. árum. Kaupsamningurinn er háður því að stjórnvöld samþykki kaupin. Kaupverðið er 900 millj. kr., en miðað er við að Hólmatindur gangi upp i það verð og er hann metinn á 420 milljónir króna. „Skipið er í Frakklandi, og ég er búinn að festa það og semja um það,“ sagði Aðalsteinn, „ég skoðaði það fyrst í haust og síðan aftur í vetur með sérfræðingum frá íslandi og er það samhljóða álit þeirra að um úrvalstæki sé að ræða. Skipið var tekið í notkun í janúar 1975 og var smíðað í Póllandi. Þetta skip á að vera til endurnýj- unar gamla Hólmatindi sem verður þá seldur utan upp í kaupverðið og er það frágengið ef malið dagar ekki uppi vegna langs tíma í afgreiðslu. Bæði Barði og Hegranesið sem keypt voru á svipuðum tíma og Hólmatind- ur hafa verið seld úr landi í skiptum upp í nýrri skip. Mér finnst það mikið óréttlæti ef það á að skilja okkur eina eftir á Eskifirði með gamalt skip, því við verðum að búa við eðlilega endurnýjun. Gera þarf smávegis breytingar á skipinu en það er vel búið og er með helmingi kraftmeiri vél en gamla skipið. Ef málið fæst agfreitt getur það verið tilbúið á veiðar hér eftir einn og hálfan mánuð." í Keflavik er nú til sölu verzlunin Víkurbær, en þar er um þrjár verzlanir að ræða, vörumarkað, hljómplötu— og filmuverzlun og tízku— og snyrtivöruverzlun og eru þær allar við Hafnargötu í Keflavik. Eigandi þeirra er Árni Samúelsson og kvaðst hann í samtali við Mbl. hafa hug á að snúa sér að frekari kvikmyndahús- rekstri, jafnvel i Reykjavík, en hann hefur frá árinu 1967 rekið kvikmyndahús i Keflavik. Árni Samúelsson kvaðst ekki geta sagt til um verðhugmyndir, en óskað væri tilboða. Selja á allar verzlanirnar ásamt lager, innan- stokksmunum og samböndum þeirra, en leigja húsnæðið, nema að húsnæði Vörumarkaðarins er til sölu, 900 fermetra hús á tveimur hæðum. Selja á verzlanirnar hverja um sig eða allar í einu eftir því hvers kaupendur kunna að óska, en hann kvaðst hafa þreifað fyrir sér um sölu allt frá áramótum þótt ekki hefði verið auglýst fyrr en nú. Kvað Árni ástæðu sölunnar alls ekki þær að illa gengi, hér væri um traust fyrirtæki að ræða er stofnað hefði verið 1973 og smám saman hlaðið utan á sig, en hugmynd hans væri að snúa sér meira að kvikmynda- húsarekstri. Hefur hann rekið kvik- myndahús í Keflavík frá 1967 og FRAMLEIÐSLA frystihúsanna í landinu á fyrstu mánuðum þessa árs er meiri en nokkru sinni fyrr, samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og sjáv- arafurðadeild Sambandsins. Er hér átt við frystan fisk annan en loðnu. Fram til 15. marz var framleiðslan hjá frystihúsum innan SH 22,234 tonn en var 23,900 tonn sömu mánuði í fyrra. Aftur á móti voru fryst um 7000 tonn af loðnu og loðnuhrognum í fyrra en aðeins rúmlega 1000 tonn í ár. Aukning framleiðslu í bolfiski er því um sagðist hafa sín eigin sambönd um útvegun kvikmynda frá útlöndum og sagði að illa gengi að koma þeim á framfæri við kvikmyndahúsin í Reykjavík og því dytti honum helzt í hug að hefja rekstur kvikmynda- húss í Reykjavík sjálfur. 100 þúsund- um stolið frá gamalli konu SKÖMMU eftir hádegi í gær var veski stolið frá gamalli konu á biðstöð SVR á Hlemmi. Seinna um daginn fannst veskið á mótum Reykjavegar og Suður- landsbrautar. Var þá búið að hirða 100 þúsund krónur úr veskinu en annað var óhreyft, þar á meðal bankabækur og persónuskilríki. Eins og gefur að skilja er tilfinn- anlegt fyrir konuna að tapa þessum fjármunum og eru þeir, sem upplýs- ingar geta veitt um þennan ljóta verknað, beðnir að hafa samband við Rannsóknarlögreglu ríkisins. 23,5% miðað við sömu mánuði í fyrra. Hjá Sambandsfrystihúsunum var framleiðslan frá áramótum til 8. marz 6200 tonn 1 bolfiski og er aukningin 8—9% miðað við sama tíma í fyrra. Aukning framleiðsl- unnar í janúar var umtalsverð. Hjá öllum frystihúsum í landinu hefur mest aukning orðið í framleiðslu á þorskafurðum. Miklar birgðir af fiski eru í frystigeymslum húsanna en hvergi eru umtalsverð vandræði með geymslupláss. Afskipanir hafa geng- ið vel. Tveggja ára gömul stefna íslands kynnt sem ný í Noregi Metframleiðsla hjá frystihúsum Kristján Ragnarsson, formaður LIU: Verkfall og kröfur, sem eiga sér ekki eðlilegar forsendur „ÉG VIL leggja áherzlu á, að þessi kjaradeila er ekki við sjómcnn á Vestfjörðum. eins og látið hefur verið í veðri vaka, heldur við Sjómannafélag ísfirðinga, þvi að það eitt, hefur boðað til verkfalls,“ sagði Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands islenzkra útvegsmanna í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Kröfugerðin er um hækkuð hlutaskipti, hækkun kauptryggingar og annarra greiðslna, greiðslur fyrir vinnu á frívöktum o. fl. Allt eru þetta kröfur, sem leiða til verulegra kauphækkana.“ „Eina félagið, umfram Sjó- mannafélag ísfirðinga, sem sett hefur fram kröfur er Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, en það gerir ekki kröfu um neitt þessara atriða, sem ég nefndi," sagði Kristján. „Við þær aðstæður, að eitt sjómannafélag á landinu stofni til verkfallsaðgerða við út- vegsmenn, er eðlilegt, að þeir leiti til heildarsamtakanna, vegna þess að ljóst er að ef einhver breyting yrði gerð á samningum á ísafirði, myndi það leiða til breytinga alls staðar á landinu. Það, sem mesta athygli vekur við þessa deilu er, að það skuli vera eingöngU sjómenn á Isafirði, sem hana hefja." „Sjómenn á ísafirði eru á beztu og bezt búnu skipum landsins og hafa á undanförnum árum haft hæstu tekjur sjómanna í landinu. Af þessum ástæðum fæ ég ekki skilið, að þeir skuli nú kljúfa sig frá öðrum samtökum sjómanna og hefja verkfall. Það getur ekki verið neitt leyndarmál, hverjar heildar- tekjur vestfirzkir sjómenn hafa, vegna þeirra áhrifa, sem verkfall þeirra hefur á störf annarra. Af þeim ástæðum höfum við birt launagreiðslur meðalháseta á þess- um skipum. Á það hefur verið bent, að menn taki sér frí og því séu þetta ekki laun, sem allir hafi fengið. Við bendum aftur á móti á að þetta séu launin, sem staðið hafi til boða og þeir sem tekið hafa sér frí — þeir eru ótrúlega fáir — hafa vafalaust gert það vegna hárra tekna. Ég tel eðlilegt, að menn við slík kjör taki sér frí, vegna þess að þessi störf eru mjög erfið." „Aðalatriði þessa máls stendur hins vegar óhaggað og það er, að 40 tekjuhæstu sjómenn landsins eru nú að leggja í verkfall. Yfirmenn á skipunum eru ekki þátttakendur í þessum aðgerðum. Ég undrazt því mjög viðbrögð Sjómannafélags ísfirðinga við því, að við skulum neita þeim um launahækkun, því að það má öllum ljóst vera, að launa- hækkun til þessara manna myndi leiða til launahækkunar til ann- arra. Ég vísa því algjörlega á bug, að við séum að lýsa yfir einhverju stríði við sjómenn á ísafirði, heldur er hitt ljóst, að ísfirzkir sjómenn hafa hafið stríð við útvegsmenn á ísafirði með einhliða aðgerðum af þeirra hálfu.“ Og Kristján Ragnarsson sagði ennfremur: „Sjómenn hafa rökstutt kröfur sínar um hækkun hluta- skipta með því að verið sé að fara aftur inn í sjóðakerfið með álagn- ingu olíugjalds. Á síðasta ári hækk- aði gasolía til fiskiskipa úr 49,75 krónum hver lítri í 155,25 krónur hver lítri. Olíukostnaður skipanna, sem var í ársbyrjun 8,2 milljarðar króna, var í árslok 25,6 milljarðar. Vegna þessa vanda var fiskkaup- endum gert að greiða til viðbótar við fiskverð, fyrst' 2,5%, er ekki Kristján Ragnarsson komu til hlutaskipta, og síðast á árinu 12%. Vegna betri hags út- gerðarinnar á síðasta ári, vegna góðra aflabragða, var gjald þetta lækkað um síðastliðin áramót í 5%. Lög um þetta efni voru afgreidd frá Alþingi í janúarlok og varð algjör samstaða allra stjórnmálaflokka um afgreiðslu þeirra. Eins og ég gat um hér áður, kemur gjald þetta til viðbótar við fiskverð og er því ekki af sjómönnum tekið. Gjald þetta er nú tímabundið til næstu áramóta. Hækkun hlutaskipta vegna þessa gjalds væri því einung- is til þess að ómerkja þessa laga- setningu, sem Alþingi er nýbúið að setja.“ „Sem dæmi um þetta vil ég nefna,“ sagði formaður LÍÚ, „að meðalskuttogari, sem brennir gas- olíu, eyðir olíu fyrir 205 milljónir króna á ári, en kostnaðurinn af sama olíumagni fyrir ári var 65 milljónir króna. Hækkunin, sem útgerðin þarf að greiða til þess að sjómaðurinn komist á sjó er því 140 milljónir króna á ári. Olíugjaldið eins og það er nú, gefur meðal- skuttogara 30 til 35 milljónir króna. Þannig hefur útgerðin orðið að taka á sig óbætt 105 til 110 milljón króna árlegan olíukostnað án þess að hlutaskiptum væri raskað." Að lokum sagði Kristján Ragn- arsson: „Þegar þetta dæmi liggur fyrir, skilur maður vel, að sjó- mannasamtökin skuli hafa fallist á þessa leið og látið hafa eftir sér opinberlega, að sjómenn vilji ekki hagnazt á óförum útgerðarinnar vegna þessarar miklu olíuverð- hækkunar. Ég vænti þess, að sjó- menn, þegar þeir hafa athugað þessi mál af gaumgæfni, átti sig á, að þeir hafa verið leiddir út í vinnustöðvun og kaupkröfur, sem eiga sér ekki eðlilegar forsendur."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.