Morgunblaðið - 20.03.1980, Side 3

Morgunblaðið - 20.03.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 3 Álögur á borgarbúa 2,6 millj- arðar kr. umíram verðbólgu Er nauðsynlegt að hækka enn álögurnar, spyr Davíð Oddsson VEGNA þeirrar tillögu sem nú liggur fyrir Alþingi og gerir ráð fyrir að útsvarsálagning geti orðið allt að 12,1%, sem þýðir um 10% hækkun á gjöld- um, hefur Davíð Oddsson borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins borið fram fyrirspurn í borg- arstjórn varðandi þessi mál. Aðeins fryst upp í brot af loðnusamn- ingunum AÐEINS hefur verið fryst loðna upp í brot af samningum við Japani, samkvæmt því sem Hjalti Einarsson framkvæmdastjóri SH hefur upplýst Mbl. Samningar voru gerðir um allt að 6000 tonn en aðeins hafa verið fryst 13—1400 tonn hjá frystihús- um innan Sölumiðstöðvarinnar. í fyrra voru einnig gerðir samning- ar um 6000 tonn og var fryst upp í þá samninga. Hjalti sagði að helsta ástæðan fyrir lítilli loðnufrystingu nú væri sú, að frystihúsin hefðu verið upptekin í frysta fiskinum vegna góðra aflabragða að undanförnu. Einnig hefði loðnan verið smá og tíðarfar erfitt til loðnuveiða. Um fyrirspurn Davíðs verður fjallað á fundi borgarstjórnar í dag. Fyrirspurnin er svohljóðandi: 1. Hafa borgaryfirböld í Reykjavík (meirihluti borgar- stjórnar) sótzt eftir því, að Al- þingi setti í lög heimild til sveit- arfélaga um hækkun útsvars um 10%. 2. Nú er aðeins tæpur mánuður til lokaafgreiðslu á fjárhagsáætl- un borgarinnar. Því er spurt, hvort borgaryfirvöld (meirihluti borgarstjórnar) stefni að því að nýta slíka heimild, sem að framan er nefnd, ef að lögum verður? 3. Er borgarstjórnarmeirihlut- anum ekki ljóst, að hann hefur þegar aukið skattheimtu af borg- arbúum langt umfram verðbólgu með verulegri hækkun fasteigna- gjalda, aðstöðugjalda og fleiri gjalda, þannig að 10% almenn hækkun útsvara er líkleg til að ofbjóða greiðsluþoli þeirra? Davið Oddsson „Þessi fyrirspurn er flutt vegna þráfalds orðróms innan borgar- innar um það að vinstrimeirihlut- inn í borgarstjórn knýi á í ríkis- stjórninni um þessar auknu álög- ur,“ sagði Davíð í viðtali við Morgunblaðið. „í fyrra reyndi ákveðinn hluti borgarstjórnar að fá fram svipaðar breytingar, er það reyndist ekki unnt á þeim tíma vegna þess að ekki var meirihluti fyrir þeirri ráðstöfun vegna andstöðu eins borgarfull- trúa Alþýðuflokksins, auk sjálf- stæðismanna. Þá má og benda á að forsendur borgarinnar fyrir hækkun eru ekki þær sömu og forsendur sveitarstjórnasatfi- bandsins. Borgin hefur þegar auk- ið skattaálögur í borginni um 2.6 milljarða umfram verðbólgu, en það er hærri upphæð en hallast á borgina vegna innheimtu útsvara eftir á,“ sagði Davíð. „Ég tel tímabært að ræða um fjárhagsstöðu borgarinnar og óneitanlega vaknar sú spurning, hvort nauðsynlegt sé fyrir borg- arsjóð að hækka enn álögur á borgarbúa eftir aðeins tveggja ára valdatíma vinstrimeirihlutans í borgarstjórn." Reykjavikurhöfn: Bæta úr að- stöðu smá- bátaeigenda Samþykkt hefur verið í hafnar- stjórn Reykjavíkur tillaga um skipulag fyrir trillubátaaðstöðu í Reykjavikurhöfn. Lagði hafnarstjóri fram tillögu á síðasta fundi hafnarstjórnar um skipulag trillubátaaðstöðu fyrir austan Ægisgarð, milli Ægisgarðs og Grófarfyllingar og var hún samþykkt með 4 atkvæðum. Kem- ur þetta svæði í stað þess er trillubátaeigendur höfðu vestan Ægisgarðs en hefur nú verið tekið undir uppfyllingu fyrir Slippfélag- ið. Lágt verð fyrir ísf isk í Bretlandi TOGARINN Stálvik frá Siglufirði seldi 118 tonn af þorski i Grimsby i gærmorgun og fékk fyrir aflann 48 milljónir króna. Meðalverðið er 403 krónur fyrir hvert kíló, sem er mjög lágt verð, miklu lægra en það sem togararnir fengu 8.1. haust á Bretlandsmarkaði. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við fréttaritara sinn í Grimsby, Þórleif Ólafsson, og innti hann eftir ástæðunum fyrir lélegum markaði í Bretlandi. Þórleifur sagði að í Grímsby væri sama sagan og annars staðar í Evrópu núna, allt væri fullt af fiski, aðaliega þorski. Veturinn hefur ver- ið með eindæmum mildur og frátafir nánast engar. Sagði Þórleifur að aflabrögð hefðu verið sérstaklega góð í Norðursjó og hrúgast upp fiskur frá brezkum, belgískum, frönskum, hollenskum, dönskum, þýzkum og norskum skipum. Þá sagði Þórleifur að Þjóðverjar, Hollendingar og Danir styrktu út- gerðina mjög mikið og gætu því þessar þjóðir boðið fisk á mun lægra verði en Islendingar gætu sætt sig við. Loks hefðu bankar þrengt að fyrirtækjum að undanförnu og gætu fiskkaupendur því ekki birgt sig eins upp af fiski og þeir áður gerðu. Vistgjöld hækka í 100 þúsund kr. BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum þann átjánda mars siðastliðinn að verða við tilmælum félagsmálastjóra borgar- innar um að hækka greiðslur vistgjalda á einkaheimilum. Hefur því verið ákveðið að vist- gjöldin verði eitt hundrað þúsund krónur á mánuði fyrir tímabilið 1. janúar til 1. mars 1980. Páskaferöin er uppseld En þér býöst ekki annað eins ferðatilboð í ár: 2ia vikna BEZTU GISTISTAÐIRNIR: dvöl a Costa del Sol — því að 26 daga ferðin 13. apríl kostar jafnt og 2 vikur í sumar. Hefurðu áttað þig á, að apríl og maí eru einna ákjósan- legustu og fallegustu mánuöir ársins á Costa del Sol? Sólin er hátt á lofti, veðráttan hlý og mild og allur gróöur í blóma. Tamarindos La Nogalera El Remo Hótel Alay verö frá kr. verö frá kr. verö frá kr. meö hálfu fæöi — verö kr. 269.600 263.000 321.500 421.100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.