Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 11

Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 11 íslenskt leikrit undir islenskri stjórn á f jalirnar í New York? Mikill áhugi á evrópskri leiklist En þennan tíma sem ég var í New York var ég vör við mikinn áhuga á evrópskri leiklist. Hingað til hafa Bandaríkjamenn aðallega sett upp engilsaxnesk verk, þá aðallega söng- leiki en þar eru fáir þeim fremri. En nú er að vakna áhugi á að leita á önnur mið. Ég hef flakkað um heiminn í 4 ár með leikinn Inuk, þ.e.a.s. um Austur- og Vestur Evrópu og Suður- og Mið-Ameríku og hafði ég því frá ýmsu að segja þarna ytra. Einnig fórum við Erlingur Gíslason, maður- inn minn, í árs ferð um aðalleikhús- svæði Evrópu árið 1965—1966. Við vorum þar svo heppin að geta kynnst og fylgst með vinnubrögðum frábærs leikhúsfólks svo sem Helenu Weigel, ekkju Brechts, og Benno Besson í Berlín, Darió Fo og Strehlers á Italíu og próf. Rott í Vín og dvöldumst í nokkra mánuði á hverjum stað. Slíkri reynslu sækist leikhúsfólk í Bandaríkjunum eftir. Mér var boðið til að ræða leikhúsmál í við prófess- ora og nemendur í Suny-háskólanum (ríkisháskólanum) og hafði mikið gagn af og vonandi þeir eitthvað. Einnig komst ég inn í ýmsa umræðu- hópa og hlustaði á óformlega fyrir- lestra. Ég held að Bandaríkjamenn séu að sækja lengra á miðin í leiklistinni inn á ný menningarsvæði. Því gafst mér tækifæri til-að fræða þá um íslenskt leikhús líka. M.a. talaði ég síðasta daginn í um 2 klukkutíma um leiklist á íslandi inn á segulband fyrir bandarískt tímarit. Flugleikur eða óvitar á sviði í New York — Hvers vegna valdir þú Banda- ríkin? „Af því ég hef verið alls staðar annars staðar. Við höfum t.d. sýnt Inuk í 20 löndum en aldrei í ensku- mælandi löndum. Aftur á móti sýnd- um við Flugleik í Englandi í sumar. Mig langaði einnig til að rifja upp gamla tíma í New York. Þegar ég var í skóla flaug ég á sumrin og sótti mikið leikhús. Þá spilaði það líka inn í að ég hafði fengið boð um verkefni í Bandaríkjunum eins og ég sagði áður. En mér fannst fyrirvarinn of stuttur og ef ég tek að mér uppfærslu á verki þar ytra á það helst að vera íslenskt. Leikritið sem um ræddi í fyrstu var Lýsistrata en það verk hef ég fært upp 5 sinnum. Núna eru tvær síðustu uppfærslur mínar, Flugleik- ur, saminn í samvinnu við Erling Gíslason og Þórunni Sigurðardóttur, og Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur í skoðun í leikhúsi við 42. götu í New York. Hvað úr verður veit ég ekki ennþá.“ 80% bandarískra leikara eru stöðugt atvinnulausir — Hvað kom þér mest á óvart? „Það sem kom mér mest á óvart var tvímælalaust þessi mikla fjöl- breytni. Þarna er allt að gerast og allt að gerjast. Það er leikið í svo að segja hverjum kjallara. Það kom mér líka á óvart að í stéttarfélagi leikara eru 29.000 leikarar og 80% þeirra eru stöðugt atvinnulausir. Núna er þetta stéttarfélag að vinna þrekvirki sem m.a. miðar í þá átt að útvega sem flestum leikurum verkefni. Stéttar- félag leikara hér á landi vinnur einnig á þessari sömu línu. Nú, eins hefur stéttarfélagið gert listafólki í leikhúsi kleift að stunda list sína, m.a. með því að útvega þeim æfingasali, íbúðir og leikhús í göml- um hverfum sem átti að rífa. Fremstur í flokki þeirra sem hafa unnið að því að fá borgaryfirvöld til að afhenda leikurum húsin eru m.a. Ellen Stewart leikhússtjóri og Ted Thursten hjá stéttarfélaginu. — Geta íslendingar og Banda- ríkjamenn lært eitthvað hvorir af öðrum í leiklistinni? „Það held ég. Við höfum lært mikið af þeim í sambandi við uppfærslur söngleikja, bæði gott og slæmt. Ég býst við því að þeir geti líka lært eitthvað af okkur, m.a. vegna þess að leikhúsfólk hér verður að taka að sér miklu fleiri og fjölbreyttari verkefni en það ytra. Á 20 ára starfsævi er hlutverkalisti íslensks leikara marg- falt lengri en hins bandaríska sem kannski leikur sama hlutverkið á Broadway í 2—3 ár í senn eða festist í líkri rullu alla ævi. Ég heyrði Bandaríkjamenn líka tala um það með nokkurri eftirsjá hversu við erum heppin hér á landi að geta unnið með sama fólkinu. Þar vinnur sami leikhópurinn saman í 2—3 mánuði og siðan ef til vill aldrei aftur. Hins vegar er gangur leiklistar í Bandaríkjunum allt annar en hér. Það má líkja honum við það að barn fæðist, fer síðan að skríða og ganga, fer í skóla og verður loks fullorðið. Byrjað er að æfa leikrit í Bandaríkj- unum ef til vill úti í sveit, síðan er það fært nær borginni og ef vel gengur hafnar verkið á Broadway sem er toppurinn," sagði Brynja að lokum. rmn. sem reynir að fara bil beggja. Kjarninn í kosti númer tvö kemur fram í slagorðinu „að leggja niður með skynsemi", og er hugmyndin sú, að halda kjarnaofnunum, þar til eitthvað getur komið í stað þeirra. Ef aðrar orkulindir finnast og verða þróaðar, er ætlunin að leggja kjarnorkuverin niður eft- ir 25 ár. Þetta er nokkuð stórt „ef“. Svíar hafa föndrað við vindorku, svokallaða „orku-skóga“ með hraðvöxnum við, mó og að sjálf- sögðu sólarorku, en til þessa með harla rýrum árangri. Þeir flytja inn meiri olíu á hvert manns- barn en nokkuð annað ríki í heimi. Síðastliðið ár hljóðaði reikningurinn upp á 25 milljarða sænskra króna. Ef þetta er borið saman við þá staðreynd að landið hefur yfir að ráða 75— 80% af nothæfum úranium- auðlindum í Evrópu og 15% af auðlyndum alls heimsins, fara efnahagsleg rök með kjarnork- unni að verða ærið ómótstæði- leg. Það væri óviturlegt að van- meta styrk þeirra, sem berjast fyrir „nei“-yrði, en aðalrök þeirra snúast um hið óleysta vandamál, hvernig á að losna við geislavirkan úrgang, og mögu- leikann á Harrisþurg-slysi í Svíþjóð. Þegar síðast var talið , var áætlað, að þeir hefðu stuðning 36 orósent kjósenda gegn 56 pró- sent, sem studdu kjarnork- una. Bilið kynni að mjókka, þegar þeir, er svöruðu „veit ekki“, gera upp hug sinn. Hinn sérstæöi bíll frá Svíþjóö TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16 — SÍMI 81530 Söluumboö og þjónusta á Akureyri: Bldf&ll S.f. Óseyri 5. Sími 21090. 1 Missið ekki af akstursgleðinni SAAB er kraftmikill bt'll, meö frábæra aksturseiginleika, liggur vel á vegi og kemst hreinar torfærur, sannkailaöur vetrarbíll og auðvitað framhjóladrifinn. O Öruggur bíll meö stálstyrkta yfirbyggingu ■■ M og fjarörandi höggvara. o Vandaður bíll jafnt utan sem innan ■ SAAB merki sænskra kunnáttu vel gerðurog smekklegur. ber verk- 4 Traustur bíll . með lítinn viöhaldskostnaö ■ og endist og endist og endist. 5 Góð verk- stæðisþjónusta Þá sjaldan aö á því þarf aö halda, er vara- hluta- og verkstæöisþjónusta okkar meö ágætum. 6 Neyzlugrannur SAAB kemst langt á dropan- um, eyðir litlu. Hvaö segiröu um 8 lítra á hundraöi. 7 0dýr bíll miöaö við lítinn viðhalds- ■ kostnaö og litla bensín- eyðslu, þá veröur SAAB yöur ódýr bðt. Til afgreiðslu strax. Verö í dag trá kr. 7.700.000.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.