Morgunblaðið - 20.03.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
Við skulum áfram
sinna viðskiptum
af fullum krafti
FERNANDO Reino sendiherra PortÚKals á íslandi, með aðsetri í Ósló, heíur verið
hérlendis síðustu daga ásamt konu sinni Mariu, ok þau eru að kveðja um sinn, því að Reino
er að taka við nýju embætti í Lissabon; hann verður starfsmannastjóri Eanesar, forseta
Portúgals, (>K tekur við því í marzlok. Reino er doktor í lógum frá háskólabænum Coimbra
í Mið-Portúgal ok hóf störf í utanríkisþjónustunni árið 1958. Þau hjón eiga tvær dætur, sú
eldri er Ana Isabel 17 ára og Sofia Alexandra 12 ára. Reino varð sendiherra íslands og
Noregs fyrir tæpum þremur árum. Þá voru viðskiptamál Portúgals og Islands í
sannkölluðum hnút, Portúgalar börðust við óhemju mikla efnahagsörðugleika, viðskipta-
halla, framleiðslutregðu og svo mætti áfram telja. Samt keyptu þeir sem fyrr gnótt
saltfisks frá íslandi, og höfðu gert um iangar tíðir. íslendingar sýndu á hinn bóginn
sáralítinn lit á að gera það átak á móti í viðskiptum landanna sem Portúgölum fannst
nauðsynlegt og var raunar allt að því lífspursmál fyrir þá.
Fernando Reino tók til
óspilltra málanna að snúa
þessu dæmi við, eða að
minnsta kosti ná þarna sæm-
andi jöfnuði. Óhætt er að
segja að viðleitni hans hafi
reynzt árangursrík. Hann
kvað umbúðalaust upp úr
með það að nú hefðu Portú-
galar sýnt nægilegt lang-
lundargeð, nú væri tímabært
að setjast niður og tala
saman í alvöru. Islendingar
gerðu stórátak í þessum mál-
um, enda rann vitanlega ljós
upp fyrir aðilum: færi þessi
markaður okkar fyrir lítið
hefði blasað við fullkomið
hrun í saltfiskframleiðslu.
Fernando Reino hefur
síðan komið hingað nokkrum
sinnpm í fyrirsvari viðræðu-
nefnda og hefur gustað af
honum hressilega. Einhver
embættismaður sem lengi
hafði hrærzt í diplómatahóp-
um, hvíslaði því að mér að
Reino væri „ósendiherra-
legur“ í öllu sínu fasi, hann
nálgaðist viðfangsefnin á
óvenjulegan og frísklegan
máta og það kann í bland að
vera ástæðan fyrir því
hversuótrúlega vel honum
hefur orðið ágengt. Þó að
hann sé nú að láta af sendi-
herrastarfi er hann enn full-
ur af áhuga um, hvernig eigi
að halda áfram.
— Eftir stríðið hafa
íslendingar og Portúgalar
unnið saman í alþjóðasam-
tökum, segir hann. — Efta-
Nato svo að eitthvað sé
nefnt. — Ég hafði haft kynni
af íslendingum áður en ég
kom hingað, m.a. þegar ég
var fulltrúi í Brussel hjá
EBE. En þegar ég kom
hingað fyrst var ljóst að
samskipti á viðskiptasviðí
voru í meira lagi þröng. Ég
viðurkenni fúslega að yið-
brögð manna hér í fyrstu
viðræðum voru ekki mjög
jákvæð. En skilningur jókst
og undirtektir eftir því. Nú
að liðnum aðeins tveimur
árum erum við á réttri leið
en samt hef ég á tilfinning-
unni að það megi hvergi
slaka á. Því fer auðvitað
víðsfjarri, að ég sé endanlega
ánægður. En nútíðin er í
lagi, ég vona svo að fram-
vindan verði í samræmi við
það sem báðum er hagstætt.
Á næstu árum er líka aug-
ljóst að við viljum færa þessi
viðskipti meira í það horf að
benda til þess að þið notfær-
ið ykkur alls konar fyrir-
greiðslu í tæknimálum,
ráðgjafarþjónustu, stórvirk-
um vélum, skipasmíðum —
sem ég veit að er allvið-
kvæmt mál þar sem þið
þurfið líka að huga að því að
vernda ykkar innlendu
skipasmíðar. Á sviði raf-
eindabúnaðar höfum við ým-
islegt að bjóða, portúgölsk
verktakafyrirtæki hafa getið
sér gott orð við stórverkefni
vítt um veröld. Það er svo
fjöldamargt sem kemur til
greina.
Á sviði ferðamannaiðnað-
ar er hann einnig afdráttar-
laus og enda hefur Portúgal
flest það upp á að bjóða sem
glatt getur ferðamen í leyf-
um sínum, þótt sárafáir
Islendingar hafi lagt leið
sína þangað. — Ég veit ekki
gjörla af hverju þessi tregða
stafar, segir hann. — Túr-
ismi er fjöldaiðnaður og nú
hafa flestir ferðaskrifstofu-
menn hér sýnilega megin-
hagsmuni á Spáni og hafa
ekki bolmagn til að færa út
kvíarnar og taka Portúgal
inn í myndina. Ferðamanna-
straumur frá Norðurlöndun-
um til Portúgals hefur hrað-
vaxið síðustu ár, þrefaldast
frá Noregi, veit ég. Og ferða-
lög er ekki bara það að
sleikja sól. Á íerðalögum
kynnist fólk og fær nasasjón
af lífsháttum og menningu
annarra landa. Þetta er mik-
ils vert til skilningsauka
manna í milli. Þá er ég líka
kominn að öðrum þætti sem
ég hef afar mikinn áhuga á
og það er að samvinna land-
anna tveggja eflist á menn-
ingarmálasviðinu. Ég held að
hægt sé að orða það svo að
nú ríki á þessu sviði gagn-
kvæm vanþekking. En bæði
Portúgalar og Islendingar
eru mjög menningarlega si-
nnaðar þjóðir og hafa áreið-
— en vegir
Islands og
Portúgals
ættu líka
að liggja
saman á
sviði menn-
ingarmála
Rætt við Fernando
Reino, fráfarandi
sendiherra
Portúgals
anlega mikið að miðla hvorir
öðrum. Nú verður opnuð á
næstunni sýning í Ósló sem
heitir „Tvær hafsins þjóðir
— Noregur, Portúgal". Slík
sýning ætti erindi hingað að
mínum dómi ef þið settuð
upp hluta á móti og mér
dettur til dæmis í hug hvort
ekki mætti leita eftir stuðn-
ingi frá hinu mikla Gulbenk-
ian-listasafni í Lissabon, en
einn forstjóra þess er Victor
Sa Machado fyrrverandi ut-
anríkisráðherra og kvæntur
íslenzkri konu, Kirsten Thor-
berg. Ég er viss um að hann
myndi vera jákvæður í þessu
efni. Eftir því sem ég hef
kynnzt Islendingum betur
verð ég æ sannfærðari um að
við eigum margt sameigin-
legt. Keltnesk áhrif á báðar
þjóðirnar eru óumdeilanleg
og tengja okkur saman, ná-
lægðin við hafið og mikil-
vægi þess í lífsafkomu
beggja. Svona mætti nefna
fleira. Og við erum ekki síður
hneigðir fyrir bókmenntir.
Af hverju kynna þjóðirnar
ekki hvor annarri bókmennt-
ir sínar. Eitt merkasta skáld
núlifandi er Miguel Torga.
Tvær bækur hans eru nú að
koma út í norskri þýðingu.
Hann hefur til dæmis ver-
ið nefndur í sambandi við
Nóbelsverðlaunin. Ég hugsa
það séu ekki margir hér sem
kannast við hann frekar en
Portúgalar þekkja til
íslenzkra höfunda. En bækur
íslenzkra höfunda sem kæmu
út á portúgölsku eiga ekki
aðeins aðgang að íbúum
Portúgals, því að málið er
talað af um 200 miiljónum
manna í Brasilíu og Áfríku.
Nú, — mér koma í hug
íþróttir. Hér eru allir á kafi í
íþróttum, áhugi á fótbolta
brennandi — og eins er hjá
okkur. Þarna er óplægður
akur líka.
Portúgalar eru smáþjóð í
samfélagi þjóðanna. það eru
Islendingar líka. Tvær smá
þjóðir eiga að geta skilið
hvor aðra betur. Mér hefur
geðjast afar vel að fólki hér,
það er opið og hreinskilið í
fasi, óformlegt í framkomu
og tekur ákaflega vel á móti
gestum, hneigist til að ræða
um bókmenntir og listir ekki
síður en efnahagsmál og al-
þjóðastjórnmál. Sá hringur
fólks sem hefur áhuga á
Portúgal hefur víkkað mikið.
En samt verður niðurstaðan
auðvitað sú að svo feiknalega
margt er enn ógert.
Aðspurður um nýtt starf
og stjórnmálaástandið í
Portúgal nú sagði. Reino:
— Þetta er mikivægt og
nokkuð vandmeðfarið starf.
Ég hlakka til að takast á við
það, þótt því fylgi verulega
þung ábyrgð. Ég er reiðu-
búinn að axla hana. Ég fæst
þarna við margs konar atriði
sem m.a. býður upp á sam-
skipti við hvers konar fólk og
umfam allt lít ég svo á að ég
sé að vinna í þjóðarþágu. Og
ekki þarf ég að taka fram að
ég mun sérstaklega fagna
íslenzkum vinum í Portúgal.
Ástandið í stjórnmálum er
allt miklu kyrrara nú, efna-
hagsástandið hefur batnað
snöggtum og þjóðlífið allt
komið í fastari skorður. Það
verður að vona að við höldum
áfram rétta leið.
h.k.