Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 Er eitthvað bak við blöffið? Flensborgarskóli Hafnaríirði: GULLDRENGIRNIR eftir Peter Terson. Þýðing: Birgir Svan Simonar- son. Tónlist: Sigurður Rúnar Jóns- son. Ljósameistari: Daniel Helgason. Búningar og leikmunir: Alda Sigurðardóttir. Aðstoðarleikstjóri: Sif Stef- ánsdóttir. Kór- og hljómsveitarstjóri: Sig- urður Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Gulldrengirnir eða Zigger- Zagger eru ekki alveg nýir af nálinni heldur frá sjöunda ára- tug, dæmigert breskt verk. Þýð- ing og staðfærsla Birgis Svans Símonarsonar breytir ekki þeirri staðreynd að leikritið er úr breskum jarðvegi, til dæmis er fótboltaáhuginn sem setur svip sinn á sýninguna naumast jafn mikill hérlendis og á Bretlandi. í sýningu Fle.isborgar er klæða- burður krakkanna og framkoma í pönkstíl. Ekki veit ég til þess að pönkarar séu áhugasamir um fótbolta. Það eru ýmsar mót- sagnir í leikritinu. Aftur á móti er ekki rétt að horfa á það mjög gagnrýnum augum. Það sem vegur upp á móti því sem aðfinnsluvert kann að vera er að sýningin er fjörleg og lifandi og rokkóperunafnið því ekki alveg út í hött. Mér skilst að Peter Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Terson, höfundur leikritsins, gangi fremur lauslega frá verk- um sínum, en ætli leikstjóra og leikurum að reka smiðshöggið á þau. Margt er vel gert í sýningu Flensborgar undir leikstjórn Ingu Bjarnason sem kunn er af því að fara aðrar leiðir en gengur og gerist í íslenskri leiklist. Tónlist Sigurðar Rúnars Jónssonar er einnig skemmtileg. Þýðing Birgis Svans Símonar- sonar er lipur, en dálítið upp- skriftarleg vinstrimennska í staðfærslunni. Daníel Helgason sér um ljós og er það ekki svo lítið verk. Alda Sigurðardóttir er höfundur búninga og leikmuna. í Gulldrengjunum kemur eig- inlega ekki nema einn gulldreng- ur við sögu. Leikritið fjallar mest um Halla, ungling sem flýtur með straumnum. Hann býr með móður sinni sem stund- ar gamla atvinnugrein, en verð- ur sjálfur að bera út og selja blöð til þess að hafa í sig og á. Hann fær alla upp á móti sér, hættir í skóla, kemst ekki í lögguna, stúlkan hans snýr við honum baki. Hann er algjörlega ráðvilltur undir lokin. Gefum höfundinum orðið: Það sem ég vildi ekki var að Halli samlagað- ist eða væri sér fyllilega meðvit- andi um stöðu sína. Ég vil að hann sé jafn þver og vitgrannur og eins auðvelt að glepja hann í lokin og í byrjun. Látum því endinn vera eins og hann er því allt leikritið hefur hrópað á þá spurningu hvort hann gæti ekki orðið staðfastur drengur, góður drengur, topp nemandi eða eitthvað annað og jafnframt verið fótboltaaðdáandi,,. Margir leikarar koma fram í Gulldrengjunum. Yfirleitt tókst þeim með sóma að skila hlut- verkum sínum. Ég nefni aðeins fáein dæmi: Gunnar Richardson í hlutverki Halla, Lárus Vil- hjálmsson í litríku gervi Blöffa Blöff, Kristínu Gestsdóttur sem lék mömmuna, Lúther Sigurðs- son sem var lögga, Jóhönnu G. Linnet starfsmann ráðning- arskrifstofu og Venna Einars S. Guðmundssonar. Það einkenndi sýninguna í heild að hún var vel undirbúin, leikarar og söngvarar höfðu greinilega fengið góða Ieiðbeiningu og er það ekki síst lofsvert. Nemendur Flensborgarskóla hafa á undanförnum árum verið djarftækir og óhræddir við erfið verkefni. Sýning Gulldrengja vitnar um að áfram er haldið á réttri braut. Eyktirnar hvísla lausnarorðum Per Olof Sundman: TVEIR DAGAR. TVÆR NÆTUR. Ólafur Jónsson íslenskaði. Almenna hókafélagið 1979. Tveir dagar, tvær nætur gerist í Norður-Svíþjóð, segir frá tveim mönnum sem leita morðingja í óbyggðum, finna hann og þurfa að leysa þann vanda sem í gæslunni felst og því að koma honum í hendur réttvísinnar. Annar leitar- mannanna er barnakennari, sí- malandi besserwisser, hinn er fátalaður lögregluþjónn. Söguþráður er ekki margbrot- inn, en leynir þó á sér. Eftir því sem á söguna líður kynnumst við mönnunum betur uns við þekkjum þá vel. Stíll sögunnar er merkileg- ur, byggir mjög á endurtekningum og nákvæmum lýsingum á um- hverfi og ýmsum háttum fólks. Setningar eru stuttar og yddaðar. Lögð er áhersla á að samtöl, einstaka setningar segi sem mest Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON um persónuna. Þá list kann hann Per Olof Sundman og má eflaust rekja það listbragð hans til fornra sagna. Milli barnakennarans og lög- regluþjónsins er allan tímann spenna. Ástæðan getur verið sú að þeir drukku báðir einum of mikið nóttina áður en þeir lögði í ferðina. Gefið er í skyn að barna- kennarinn hafi átt vingott við konu lögregluþjónsins. Kannski veit lögregluþjónninn það. Kannski er togstreitan milli þeirra bundin við þekkingarskort lögregluþjónsins sem barnakenn- arinn minnir hann óspart á. Per Olof Sundman Kannski eru þeir bara báðir hræddir og óöruggir, ekki síst lögregluþjónninn sem ber ábyrgð á aðgerðum þeirra við að klófesta morðingjann og því hvernig farið er með hann. Menn geta velt þessu og fleiru fyrir sér. En hver sem niðurstaðan verður, hana lætur höfundurinn ekki beint uppi, er ljóst að þegar lesandinn hefur raðað saman brotum ú samtölum mannanna tveggja og ýmsu sem fær þá til að rifja upp fyrri tíð verða persónurnar furðu heil- ólafur Jónsson steyptar í ekki stærra verki. Tveir dagar, tvær nætur er fremur stutt skáldsaga og fljótlesin. Ólafi Jónssyni hættir til nokk- urrar sérvisku í orðalagi. En í þessari bók tekur maður lítið eftir þeim einkennum stíls hans. Bókin er ágætlega þýdd og víða hugvit- samlega. Ég nefni sem dæmi þegar barnakennarinn vitnar í finnskt skáld: I norðri staldrar vindurinn i auðninni. en f suðri vakir undiralda. veatur heiisar austri. akrarnir mðunum ok eyktirnar hvisla lausnarorðum. Kínaferð ’56 segja ef hefðbundinn dómur mannskynssögunnar er lagður á hlutina: stórstyrjaldir engar, landamæri í svipuðum skorðum, stjórnarfar óbreytt í voldugustu ríkjum heims. Margt hefur hins vegar breyst á huglæga sviðinu, þar með talin hugarfarsbreyting Kínverja sem á allra seinustu árum hafa snúist á sveif með vestrænum ríkjum en á móti Sovétríkjunum. Björn Þorsteinsson er lærður maður og prófessor. En akadem- ískur er hann ekki í frásögn sinni, stundum meira að segja dálítið strákslegur. Það er galsi í honum, hann hefur gaman af að stílísera — krydda frásögnina með fyndni og ýmiss konar hugdettum sem geta verið skemmtilegar eða leið- inlegar eftir því hvernig komist er að orði en gera það fyrst og fremst að verkum að frásögn þessi eða ferðasaga verðjjr fremur til skemmtunar en fróðleiks. Góðum ferðafélögum er gjarnt að fara með spaug og spé hver við annan. Og á þann hátt hafa þeir félagarn- ir örugglega notið þessarar boðs- ferðar, þeir hafa — eins og Hafnaríslendingar forðum — heimfært hinar framandi aðstæð- ur upp á sína íslensku fyndni þegar þeim sýndist svo. Þeirri stemming kemur höfundur til skila. Ef þessi dagbókarblöð hefðu komið út strax eftir heimkomuna, þá hefði ferðasagan notið sín mun betur en nú — meðan félagarnir voru allir á lífi og þekktir menn í þjóðfélaginu og heimurinn eins og hann var. En ferðafélagar Björns voru þeir Bragi Sigurjónsson, Brynjólfur Bjarnason, Jakob Benediktsson, Jón Helgason, Jör- undur Brynjólfsson, Kristján Bender, Magnús Jónsson og Ólaf- ur Jóhannesson. Minna má á að fyrir tuttugu og fjórum árum voru heimboð stór- veldanna af þessu tagi mun al- gengari en nú. Fjölda hópa var á þann hátt boðið til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og hlutu Kín- verjar að hafa þetta eftir þeim til að vera ekki minni! Nú hefur þessa tísku sett ofan. En því aðeins nefni ég þetta hér að hópi eins og Birni og félögum var ekki aðeins vel tekið í Kína heldur var þeim tekið eins og þeir væru opinberir erindrekar, hittu t.d. að máli æðstu menn og fengu að sjá það besta sem landið hafði að bjóða. Þess vegna voru svo til eingöngu valdir í svona ferðir áhrifamenn á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, menn sem hið framandi ríki taldi hentara að hafa með sér en móti. Fyrir austan tjald, þar sem unnt er að skipuleggja alla hluti, voru móttökur allar skipulagðar í þaula. «í mínum augum virtust Kínverjar brosmildasta og ánægð- asta þjóð, sem ég hafði séð,» segir Björn. Ut af þessu brá þó að minnsta kosti einu sinni. En líklega hafði þá «gleymst að und- irbúa komu okkar og brosið á hópinn.* Þá segir Björn að «á vestrænan mælikvarða er Kína risastórt fá- tækrahverfi, mismunandi ömur- legt eða aðlaðandi, eftir því hvern- ig á málin er litið og hvernig menn eru innrættir.» Þeir félagarnir höfðu þó giska lítið af fátæktinni að segja vel haldnir í mat og drykk og yfirhöfuð veglega séð fyrir öllum þeirra þörfum. Því má segja að sú yfirsýn sem hér gefst yfir kínverskt þjóðlíf árið 1956 sé í raun harla takmörk- uð. Bók þessi segir okkur hvernig móttökur erlendrar sendinefndar var háttað í landi eins og Kína á því herrans ári, ennfremur hvern- ig þær móttökur komu sendinefnd fyrir sjónir, en ekki mikið fram yfir það. Sýnilega hefur höfundur á stöku stað farið ofan í sögu sína og aukið við eða breytt með hliðsjón af atburðum er síðan hafa gerst. Til dæmis víkur hann að tortryggni Kínverja og Rússa hvors í annars garð — telur að þá hafi mátt finna á sér fyrirboða þess er síðar varð. Fyrir tuttugu og fjórum árum voru þeir spá- menn í heiminum fáir er svo voru forspáir. Að minnsta kosti er óhætt að segja að í röðum vinstri manna hafi naumast fyrirfundist nokkur slíkur. Síðan hefur ýmislegt gerst, þó stórveldin hafi að vísu haldið frið hvert við annað. Kína er í augum heimsins orðið annað en það var. Og ferðalög hafa aukist svo að ferð til Kína þykir ekki lengur neitt ævintýri. Þessi reisubók Björns Þorsteinssonar er því tutt- ugu og fjórum árum of seint á ferðinni. Björn Þorsteinsson: Kínaævintýri. 132 bls. Bókaútg. Menningarsjóðs. Rvík, 1979. Dagbókarhlöð frá 1956, stendur á titilblaði. Klukkan mælir tímann jafnt. Rás atburðanna, hæg eða hröð, getur á hinn bóginn valdið því að hann sýnist líða hægt eða hratt eftir atvikum. Sitthvað hef- ur að vísu borið til tíðinda á þeim tuttugu og fjórum árum sem liðin eru síðan Björn og félagar heim- sóttu Kína í boði þarlendra en — ekkert viðlíka og gerst hafði í heiminum næstu tuttugu og fjög- ur árin þar á undan! Það er að Björn Þorsteinsson. Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.