Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
„Steinullarverksmiðja
á Suðurlandi til
umræðu árið 1969“
„Tékknesk rannsóknarstofnun bauð Glit h/f tækniaðstoð, sem
fól í sér nýtinjíu á íslenzkum jarðefnum til framleiðslu á
keramiki. Fyrsti sérfræðinKurinn kom til landsins 1967 ok í
niðurstöðum rannsókna sinna bendir hann á mögulcika til ýmiss
konar iðnaðarframleiðslu úr íslenzku basalti, aðra en keramik-
framleiðslu“ sagði Einar Elíasson forstjóri, er Mbl. ræddi við
hann, en hann var á umræddu tímabiii framkvæmdastjóri Glits
h/f og hafði þá nokkur kynni af ýmiss konar rannsóknum á
íslcnzkum jarðefnum or huRmyndum, sem þá komu fram um
rekstur steinullarverksmiðju hériendis.
í upphafi voru þessar rann-
sóknir eingöngu hugsaðar til
ábóta fyrir leirkeraiðnað, en
þær urðu víðtækari og þar kom
að ég og Þorvarður Alfonsson,
þáverandi framkvæmdastjóri
Félags ísl. iðnrekenda, fórum til
Tékkóslóvakíu til að kynna okk-
ur iðnaðarframleiðslu úr bas-
alti. A þeim tíma var miðað við
að basalt væri malað úr föstu
bergi.
í lok ársins 1967 voru tekin
jarðvegssýni á ýmsum stöðum á
Reykjanesskaga, en þau gáfu
neikvæða niðurstöðu. í sept.
1969 kemur til landsins á vegum
Glits tékkneskur jarðfræðingur
að nafni KOPECKY til frekari
rannsókna og voru þá tekin
fjöldi sýna á Suðvesturlandi, en
það var talinn heppilegasti hluti
landsins, jarðfræðilega séð, og
voru þær niðurstöður jákvæðar.
Bjarni Benediktsson
hvatti til
frekari rannsókna
5 Þegar hér var komið sögu var
ljóst, að þetta verkefni væri
orðið það umfangsmikið að það
væri ofviða Glit h/f að fást við,
en skv. eindreginni hvatningu
frá þáverandi forsætisráðherra
Bjarna Benediktssyni, létum við
halda áfram rannsóknunum,
þar sem álitið var, að þær gætu
haft mikla þjóðhagslega þýð-
ingu í framtíðinni. Rannsókn-
irnar héldu þvi áfram á okkar
vegum þar til í september 1972,
er við semjum við iðnaðarráðu-
neytið um yfirtöku á gögnum og
rannsóknarniðurstöðum, sem þá
lágu fyrir.
— Að hvaða jarðtegundum
beindust þessar rannsóknir?
Þær beindust fyrst og fremst
að basaltbráð, sem nýtt er til
steintrefjaiðnaðar annars vegar
og hins vegar til steypu. Glit tók
upp bréfasamband, skv. ábend-
ingu Tékka, árið 1969 við
sænska verksmiðjufyrirtækið
Jungers, sem byggir steinullar-
verksmiðjur, svo segja má, að
Glit h/f hafi upphaflega verið sá
aðili, sem innleiddi hérlendis
hugmyndir um slíka verksmiðju.
Eftir að iðnaðarráðuneytið
tók við málinu var rannsóknum
fram haldið í samvinnu við
Tékka og var mikill áhugi fyrir
þessu á þeim tíma. Þáverandi
iðnaðarráðherra, Magnús Kjart-
ansson, fjallaði oftsinnis um
þennan möguleika til að „spinna
gull úr grjóti" eins og það var
orðað í blaðaviðtali við hann í
apríl 1973. Hann vitnaði einnig
oft í ræðum sínum í niðurstöður
rannsókna tékkanna.
Stefnubreyting í iðnaði
— En hvað hamlaði því að
framleiðsla gæti hafist á þess-
um tíma?
Sú stefnubreyting verður í
íslenzkum iðnaði 1973—74, að
allt kapp er lagt á endurnýjun
togaraflotans og síðan á upp-
byggingu frystihúsa landsins og
á meðan á því stendur gleymist
þetta og verður laust í böndun-
um. Annað spilaði einnig inn í,
þ.e. að steinullarverksmiðjur
voru hannaðar á þeim tíma með
þá viðmiðun, að hráefnið væri
fast berg, ekki sandur, og að þær
nýttu olíu sem orkugjafa.
— Eru þá einhver tengsl á
milli þessara fyrri rannsókna og
þeirra, sem fram hafa farið
síðar og þá umræðu sem átt
— rætt
við
Einar
Elíasson
forstjóra
i
Jónatan Þórmundsson prófessor:
Hvað er vændi?
Hugtakið vændi (prostitution)
má nota um þá hegðun karls eða
konu að gefa hverjum sem er
öðrum, karli eða konu, kost á
líkama sínum til einhvers konar
kynferðismaka fyrir borgun.
I skilgreiningu þessari felast
fjögur meginatriði:
1. Vændi er ólíkt annars konar
lauslæti að því leyti, að greiðsla er
áskilin fyrir þátttöku í kynferðis-
athöfnum. Greiðsla getur komið
fyrir hvert einstakt skipti eða sem
föst greiðsla fyrir eitthvert tíma-
bil og getur verið hvort sem er í
svika (lyfjagjöf, skortur á lífs-
nauðsynjum).
Er vændi út-
breitt á íslandi?
Engin rannsókn hefur mér vit-
anlega farið fram hér á landi á
hugsanlegri útbreiðslu vændis, og
þá í hvaða formi það helzt tíðkast
og við hvaða aðstæður. Ætla má,
að ýmsir aðilar, t.d. lögreglan,
mundu fá pata af vændi, ef það
væri stundað hér í einhverjum
mæli, einkum þó ef væri í atvinnu-
skyni. Af ummælum lögreglunnar
að dæma virðist slíkt nær óþekkt
VÆNDI
peningum eða öðrum verðmætum
(íbúð, bifreið, ferðalög).
2. Vændi getur átt sér stað milli
karls og konu, með greiðslu á
hvorn veginn sem er, eða milli
persóna af sama kyni. Umræður
um vændi snúast oftast um vændi
kvenna, er taka við borgun af
karlmönnum.
3. Vændi byggist á því, að
kynferðisþjónustan standi til boða
hverjum sem vera skal. Sá, sem
vændi stundar, kann þó að fara í
manngreinarálit, t.d. vegna
gjaldsins, sem upp er sett, eftir
litarhætti eða hreinlega eftir eigin
vali hverju sinni.
4. Það er forsenda vændis, að
báðir aðilar gangi viljugir til
einstakra kynferðisathafna, því að
ella er háttsemin annars eðlis og
yfirleitt refsiverð sem gróft brot,
t.d. ólögmæt nauðung, nauðgun,
frelsissvipting (hvít þrælasala).
Það raskar ekki þessari niður-
stöðu þótt manneskja hafi upp-
haflega lent nauðug út á þessari
braut, t.d. vegna nauðungar eða
á síðari árum. Það mun álit
margra, að nokkurt lauslæti þekk-
ist hér á landi. Af því verður þó
engan veginn sú ályktun dregin,
að vændi sé stundað. Reyndar er
það forvitnilegt athugunarefni, ef
þetta álit er rétt, hvaða forsendur
aðrar þurfi að vera fyrir hendi, til
þess að vændi þrífist. Vændi
þekkist í flestum samfélögum. Ef
vændi er svo til óþekkt hér á landi,
hljóta að vera einhverjar sérstak-
ar ástæður til þess. Setja mætti
fram ýmsar tilgátur til prófunar í
afbrotafræðilegri eða almennri
félagsfræðilegri athugun á fyrir-
bærinu:
1. Margir halda því fram, svo
sem nefnt var, að lauslæti sé
talsvert í landinu og að íslending-
um sé þess vegna fjarlægt að
borga fyrir kynferðissambönd sín.
2. Vændi fylgir einkum stór-
borgarlífi og fátækrahverfum, þar
sem vændiskonur (og karlar) eru
einkum sprottnar úr jarðvegi, þar
sem ekki er úr háum söðli að detta
varðandi félagslegt álit og öryggi.
3. Aukið sjálfstæði og frum-
kvæði kvenna á öllum sviðum
þjóðlífsins og þar með aukin
virðing fyrir konunni sem per-
sónu, en ekki aðeins sem kynveru,
gæti dregið úr hættunni á vændi,
þar sem það á annað borð þekkist.
Þessi þróun leiðir þó ekki nauð-
synlega til batnandi siðferðis-
ástands að öðru leyti.
Hvað er refsivert
við vændi?
Því er oft haldið fram, að vændi
sem slíkt sé ekki refsivert sam-
kvæmt íslenzkum lögum, heldur
aðeins hvatning og meðalganga
þriðja manns. Þetta er aðeins rétt
að nokkru leyti svo sem nú skal
nánar skýrt. Verður fyrst fjallað
um sjálfa aðilana að slíku kyn-
ferðissambandi, en síðan um
milligöngu eða annan tilverknað
þriðja manns, er stuðlar að vændi
eða hefur af því fjárhagslegan
ávinning.
A) Þáttur aðilanna sjálfra
1. Þáttur þess, sem greiðsluna
innir af hendi, er refsilaus.
2. Vændi er ætíð refsivert fyrir
þann, er tekur við greiðslu fyrir
kynferðismök við persónu sama
kyns (207. gr. hgl.). Við broti
liggur varðhald eða fangelsi allt
að 2 árum.
3. Manni verður ekki refsað
fyrir viðtöku á greiðslu frá per-
sónum af gagnstæðu kyni, ef um
er að ræða kynferðismök í ein-
stakt skipti eða endrum og eins án
framfærslutilgangs.
4. Það varðar hins vegar refsi-
ábyrgð (fangelsi allt að 2 árum), ef
maður aflar sér framfærslu með
reglubundnum kynferðismökum
við persónur af hinu kyninu (181.
gr. hgl.). Sennilega þarf vændi að
vera verulegur þáttur í framfærsl-
unni.
B) Milliganga eða annar til-
verknaður þriðja manns
1. Það er refsivert að hafa
viðurværi sitt frá kvenmanni, sem
hefur ofan af fyrir sér með vændi
(181. gr. hgl.). Sá, sem það gerir
(alfons), getur sætt ábyrgð, hvort
sem hann er í hjúskap með
konunni eða ekki. Strangt tekið
verður alfons, sem sjálfur er
óvinnufær, refsiábyrgur, þótt hon-
um sé óljúft að lifa af slíkum
tekjum, en brot hans er þó ólíkt
saknæmara, ef hann hefur ráð
vændiskonu í hendi sér og notfær-
ir sér vald sitt yfir henni. Ákvæði
þetta er kynbundið og því ekki
refsivert fyrir konu að hafa viður-
væri sitt frá karlmanni, sem hefur
ofan af fyrir sér með þessum
hætti.
2. Það varðar einnig refsingu,
ef maður stuðlar að því í ávinn-
ingsskyni með ginningum, hvatn-
ingum eða milligöngu, að aðrir
hafi kynferðismök, eða gerir sér
að öðru leyti lauslæti annarra að
tekjulind (1. mgr. 206. gr. hgl.).
Engin aldursskilyrði eru í ákvæði
þessu, og ekki skiptir máli, hvort
hinn brotlegi er giftur öðrum
hvorum aðilanum.Á síðasta atriði
ákvæðisins hefur reynt fyrir ís-
lenzkum dómstólum, þar sem leigð
hafa verið út herbergi með óeðli-
legum kjörum, svo sem hærra
verði en venja er til í öðrum
samböndum og útleigu til einnar
nætur í senn, þar sem leigusölum
hefur verið kunnugt um tíða
samdvöl stúlkna og leigjenda.
3. Þá er það refsivert að ginna,
hvetja eða aðstoða ungling, yngri
en 18 ára, til þess að hafa ofan af
fyrir sér með vændi (2. mgr. 206.
gr. hgl.). Þarf það ekki að vera í
ávinningsskyni gert, þegar um
brot gegn svo ungu fólki er að
ræða.
4. Enn liggur refsing við því að
stuðla að útflutningi nokkurs
manns úr landi í því skyni, að
hann hafi ofan af fyrir sér erlend-
is með vændi, ef útflytjandinn er
yngri en 21 árs, og jafnvel þótt
hann viti um tilganginn með
ferðinni (3. mgr. 206. gr. hgl.).
5. Loks er það refsivert brot,
sem alvarlegt þykir, að stuðla að
útflutningi manns úr landi, án
tillits til aldurs, í því skyni að
hann hafi ofan af fyrir sér erlend-
is með vændi, enda sé honum
ókunnugt um þennan tilgang með
utanförinni (svik), sjá 3. mgr. 206.
gr. hgl. Sé útflytjandi auk þess
sviptur frelsi sínu til þess að koma
honum úr landi, á 226. gr. hgl. við
(hvít þrælasala).
6. Brot gegn 181. gr. varða
fangelsi allt að 2 árum, en brot
gegn allri 206. gr. fangelsi allt að 4
árum.
Vændi stuðlar að
afbrotum og
öðrum meinsemdum
Þeirri kenningu hefur oft verið
haldið á lofti, einkum áður fyrr, að
afbrotahneigð kvenna fái útrás í
öðru en afbrotum, einkum þá í
athöfnum, er þykja félagslega og
siðferðislega ámælisverðar (af-
brotaígildi), t.d. vændi og annars
konar lauslæti. Sú hugmynd býr
að baki, að við ákveðnar aðstæður,
einkum í fátækrahverfum stór-
borganna, geti konur freistazt eða
neyðst til að afla sér skjóttekins
ávinnings með því að selja blíðu