Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 Útsýn 25 ára á þessu ári: „Ferðalög nú almennings- eign en í upphafi aðeins í brýnustu erindagjörðum“ — segir Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri „ÞEGAR Útsýn hóf starfsemi sína fyrir aldarfjórðungi voru ferðalög erlendis einungis fárin í brýnustu erindagjörðum en nú eru ferðalög almenningseign á íslandi og ég fullyrði, að ef ekki væri fyrir brautryðjendastarf Útsýnar, þá ætti fólk ekki kost á að fara erlendis í eins ríkum mæli og raun ber vitni,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri ferðaskrifstofunnar Út- sýnar á fundi með blaðamönnum en Útsýn verður 25 ára á þessu ári og verður þess minnst á fjölbreytilegan hátt. Á síðasta ári fóru um 8 þúsund farþegar erlendis á vegum Útsýn- ar. „Þjóðfélaginu í heild sparast milljarðar króna vegna hag- stæðra viðskiptakjara erlendis því ef ekki kæmu til ferðaskrif- stofurnar, sem hafa náð hagstæð- um samningum, þá væri Islend- ingum nánast ókleift að ferðast erlendis. Farþegi með Útsýn sparar sér 2—3 krónur fyrir hverja krónu sem greidd er til okkar vegna hagstæðra við- skiptakjara sem við höfum náð vegna rótgróinnar og traustrar starfsemi," sagði Ingólfur enn- fremur. Hér fer á eftir fréttatilkynning Útsýnar (millifyrirsagnir Mbl.) Útsýn — stærsta ferðaskrifstofan Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá stofnun Útsýnar, sem smám saman hefur orðið stærsta ferðaskrifstofa landsins með um- fangsmikla þjónustu fyrir hópa og einstaklinga. Á síðasta sumri flutti Útsýn nærri 80% allra farþega frá íslandi í sólarlanda- ferðum. Áætlun Útsýnar um hóp- ferðir sumarið 1980 er nýkomin út, fjölbreytt og glæsileg. Útsýn býður ferðir í 3 heimsálfum. Almenn farseðlasala og þjón- usta við einstaklinga er einnig sívaxandi grein í starfsemi Út- sýnar, enda hefur verið lögð áherzla á, að hafa á að skipa færasta starfsfólki í þessari vandasömu þjónustugrein. Þó virðast allmargir ekki gera sér grein fyrir þvi enn, að Útsýn selur alla farseðla í áætlunar- ferðum flugfélaga um allan heim á lægsta fáanlegu verði. Útsýn heldur upp á 25 ára afmæli sitt með ýmsu móti, t.d. ferðakynningum og skemmtunum tvisvar í mánuði á Hótel Sögu við mikla aðsókn og vinsældir, en aðal afmælishátíðin mun fara fram 13. apríl n.k. Jón Guðnason ráðinn til Útsýnar Á sl. ári var framboð ferða á íslenzkum markaði alit of mikið og nokkuð um svonefnd tilboðs- verð, þar sem ferðir voru boðnar undir kostnaðarverði. Nú hefur dregið verulega úr framboðinu og munu allar ferðaskrifstofurnar stefna að því að fullnýta sæta- magn sitt. Hagsmunir neytand- ans eru fólgnir í því, að njóta fyrirgreiðslu trausts, vel rekins fyrirtækis og notfæra sér þann sparnað og hagræði, sem ferða- skrifstofan lætur honum í té með hagstæðum magnsamningum. Til þess að slíkir samningar náist og jafnframt nauðsynleg hagræðing í rekstri, þurfa fyrirtæki að ná vissri stærð. Því er það takmark Útsýnar að halda ekki aðeins hlut sínum á íslenzkum ferðamarkaði heldur efla hann og stuðla þar með að enn betri árangri í að veita fullkomnustu þjónustu með beztu kjörum. í því skyni m.a. hefur Útsýn ráðið Jón Guðnason, sem starfaði á annan áratug hjá Sunnu sem sölufulltrúa og mun hann leggja áherzlu á, að fá tækifæri til að veita sínum fyrr- verandi viðskiptavinum bezta fyrirgreiðslu og halda þannig áfram tengslum við þá, sem hann hefur veitt þjónustu árum saman. „Klúbbur 25“ stofnaður í tilefni afmælisins mun Útsýn leggja sérstaka áherzlu á, að greiða fyrir ferðalögum ungs fólks. í því tilefni er í undirbún- ingi stofnun nýs ferðaklúbbs Út- sýnar, sem nefnist „Klúbbur 25“, og er ætlaður fólki á aldrinum 16—25 ára, sem vill kynnast heiminum, skemmta sér, fræðast og ferðast á menningarlegan hátt. Auk ákveðinna Útsýnar- ferða, þar sem meðlimir klúbbs- ins fá 25 þúsund króna afslátt, mun klúbburinn hafa forgöngu um námsferðir og útvegun skóla- vistar við valda sumarskóla er- lendis og einnig gangast fyrir skemmtunum og ferðakynningum með listrænu ívafi, þar sem ungt fólk kemur fram. Fyrsta skemmtunin af þessu tagi verður næsta Útsýnarkvöld á Hótel Sögu 30. þ.m., sem haldið verður í nafni „Klúbbs 25“. Costa del Sol vinsælastur íslendinga í sumarleyfum er enn Costa del Sol. Um 200 manns fara þangað á vegum Útsýnar um páskana, og er ferðin uppseld með leiguflugvélinni, en sumir farþeganna fara í áætlunarflugi, þótt dýrara sé. Vorferðirnar 13. apríl og 8. maí eru þær ódýrustu. Þá geta farþegar dvalist í 26 daga í Torremolinos fyrir sama verð og í 2ja vikna ferð í sumar og er verðið frá 269.600 krónum og 3ja vikna ferð 8. maí fæst á sama verði. En Ítalíuferðir Útsýnar fylgja fast eftir að vinsældum, enda ber Lignano „Gullna ströndin" langt af öðrum baðstöðum við Adríahaf hvað fegurð, fjölbreytni og að- stöðu farþeganna snertir með nýtízku gististaði alveg við ströndina og ótal skemmtilega ferðamöguleika í nágrenninu. Meðaltalsnýting í Ítalíuferðum Útsýnar í fyrra var 98,5 af hundraði. Það er til aukins hag- ræðis fyrir farþega Útsýnar til Italíu og Júgóslavíu að nú verður lent á flugvellinum við Trieste, sem styttir mjög leiðina á gisti- stað, aðeins 40 mínútur til Lign- ano og klukkustund til Portoroz, í stað 3—4 klst. ferðar frá Feneyj- um. Dagflug verður í öllu leigu- flugi Útsýnar í sumar, og ferðast nú einungis Útsýnarfarþegar með vélunum, en eins og kunnugt er flutti Útsýn í fyrra bæði sólar- landafarþega Sunnu og Sam- vinnuferða/Landsýnar. Júgóslavíuferðir Útsýnar eiga líka miklum vinsældum að fagna vegna frábærrar aðstöðu á bezta gististaðnum í Portoroz, Grand Hotel Metropol og hagstæðs verðs, en þar er hálft eða fullt fæði innifalið í verðinu. Júgó- slavía er líka sérkennilegt land með fagurt landslag og fjölbreytt litríkt þjóðlíf og alúðlegt viðmót íbúanna vantar ekki. Fararstjór- ar Útsýnar hafa hér sem annars staðar unnið sér hylli fyrir vel unnin störf. Ferðir til Ítalíu og Júgóslavíu hefjast í lok maí og verða vikulega, þegar kemur fram á sumarið og til Costa del Sol verða þrjár ferðir í mánuði. Mikið hefur borizt af pöntunum upp á síðkastið, og eru sumir gististaðir nú þegar upppantaðir í mörgum ferðum. Útsýn hefur einkaumboð á Islandi fyrir stærsta skipuleggj- anda hópferða í Evrópu, Tjære- borg, og efnir í samvinnu við þá til Rínarlandaferða og einnig ferðar um Vestur- og Mið- Evrópu, sem nefnist „Sex landa sýn“, þar sem m.a. er dvalizt í París og Nice. Ekki verður haldið uppi leiguflugi til Grikklands í sumar, en þó boðið upp á ferðir til eyjarinnar Rhodos, hinnar vin- sælustu af grísku eyjunum. Boðið upp á ferðir til Kenya Nú býður Útsýn einnig ferðir til Afríkuríkisins Kenya í sam- vinnu við British Airways og Sovereign Holidays í London, sem Útsýn hefur einnig fengið umboð fyrir hér á landi. Nýlega tók Útsýn upp samstarf við Haf- skip og F.Í.B. um ódýra flutninga á farþegum og bílum til Kaup- mannahafnar, sem mælzt hefur vel fyrir. Stærsta nýlundan eru Flórídaferðir Stærsta nýlundan í áætlun Útsýnar í ár eru þó Floridaferðir, sem nú eru kynntar á umfangs- meiri hátt en áður með úrvali gististaða bæði í St. Petersburg og Miami Beach. Útsýn verður með starfsfólk og þjónustu fyrir viðskiptavini sína á báðum þess- um stöðum og vikulegar brottfar- ir frá 3. maí og fram eftir hausti. Fjölsóttasti áfangastaður Mbl. mynd: Ól.K.M. Örn Steinsen, skrifstofustjóri, Kristin Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri hópferða, og Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, kynntu ferðaúætlun Útsýnar í tilefni 25 úra afmælis Útsýnar. Pétur Sigurðsson, formaður ASV: Krafan um hækkun skipta prósentu 1V2 % en ekki 3% „FORMAÐUR Útvegs- mannafélags Vestfjarða ber í Morgunblaðinu til baka, það, sem ég sagði við blaðið í fyrradag, að Kristján Ragn- arsson hafi sagt, að ekki skipti máli, hvort verkfalli yrði aflétt eða ekki, útvegs- menn myndu ekki semja. Segist formaðurinn sjálfur hafa sagt þetta,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þótt Guðmundur hafi sagt þetta, þá veit ég ekki hvort hann hafi haft leyfi til þess frá Kristjáni, en Krist- ján talaði fyrir þeirra hönd allan tímann, nema þetta eina innskot og lýsti hann þessu þannig yfir, eins og ég skýrði frá.“ „Þar fyrir utan,“ sagði Pét- ur, „þá sagði Guðmundur Guðmundsson aftur í útvarpi, gegn betri vitund, að krafan sé enn þriggja prósentustiga hækkun. Það er rangt, því að strax á fyrsta fundinum lýst- um við því yfir, að þessi krafa væri helmingi lægri, því að hún væri miðuð við aðra tölu í olíusjóðnum. Hún er ekki nema 1V2 %. Þá vil ég gjarnan leggja fram þá spurningu til Kristjáns, vegna þess sem sagt var í sjónvarpinu í gær um þessar aflatölur. Hvað er það í raun, sem sjómenn mega hafa mest í tekjur? Hve há er sú tala á mánuði? Þá væri og gott að hann svaraði því, hvað væri það hæsta, sem útgerðin ætti að fá. Myndu sjómenn þá vilja leggja jafnt af mörkum og útgerðin af þessum umframtekjum til annarra stétta, sem minna hafa.“ Pétur sagði, að í gær hafi verið haldinn fundur með þeim sjómönnum, sem verið hefðu í landi af þremur skip- um. Þar kom fram, að menn eru fúsir til þess að falla frá öllum kröfum, ef Kristján Ragnarsson vildi aðeins tryggja þær tekjur, sem hann tíundaði, út allt árið. Voru menn sammála um að bjóða það til lausnar deilunni. Leiðrétting í SAMTALI Mbl. við Kristján Ragnarsson formann L.Í.Ú., sem birtist í miðopnu blaðs- ins í gær, féllu niður setn- ingahlutar í vinnslu fréttar- innar. í samtalinu við Mbl. sagði Kristján, að meðaltekj- ur háseta á fjórum ísafjarð- artogurum hefðu verið 2.508 þúsund krónur á mánuði frá áramótum. Að tekjum yfir- manna meðtöldum hefðu meðaltekjurnar verið 3.043 þúsund krónur á mánuði, en netamenn fá 10% auka, bátsmenn 20%, matsveinar, annar vélstjóri og annar stýrimaður 25%, fyrsti vél- stjóri og fyrsti stýrimaður 50% og skipstjórinn 100%. Mbl. biðst afsökunar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.