Morgunblaðið - 20.03.1980, Side 23

Morgunblaðið - 20.03.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 23 Ursula Andress Fæðingum f jölgar hjá fertugum ÞÝZKA blaðið Welt am Sonntag skýrir frá því að sífellt fleiri konur á fimmtugsaldri ali nú börn. Segir blaðið að ein kunnasta verðandi móðir á þessum aldri sé leikkonan Ursula Andress, en hún er 43 ára. Hún á von á sínu fyrsta barni í maí, og faðirinn er 29 ára bandarískur leikari Herry Hamlin að nafni. Meðal fertugra mæðra á síðasta ári var leikkonan Claudia Cardinale sem er 41 árs. Talið er að líkurnar á því að eignast líkamlega eða andlega skaddað barn séu 1/2000 hjá tvítug- um mæðrum, en 1/50 hjá 45 ára konum. Engu að síður fjölgar jafnt og þétt þeim mæðrum, sem komnar eru yfir fertugt. Þar á móti kemur að framfarir í læknavísindum hafa leitt til þess að strax á þriðja mánuði meðgöngutímans má ganga úr skugga um hvort fóstrið er heilbrigt, og sé svo ekki er unnt að grípa til fóstureyðingar. Khomeini: Gíslamálið ekki for- gangsmál þingsins Teheran, 19. marz — AP. SENDIHERRA írans i Kuwait, Ali Shams Ardakani, sagði i dag eftir fund með ayatollah Khom- eini, trúarleiðtoga írana, að gíslarnir í bandaríska sendiráð- inu í Teheran yrðu ekki lausir úr haldi fyrir 15. maí. Hann hafði eftir Khomeini, að örlög gislanna yrðu ekki forgangsverkefni hins nýkjörna þings i lran. Bandaríkin ásökuðu írani um ómannúðlega meðferð gíslanna í sendiráðinu. Þessa ásökun báru Bandaríkjamenn fram fyrir Al: þjóðadómstólnum í Hag í dag. I einu tilfelli, að sögn Bandaríkja- manna beindi „námsmaður" byssu að höfði konu og tók hvað eftir annað í gikkinn — lék rússneska rúllettu. Málflutningur fyrir dómstólnum hófst í gær. Gíslarnir hafa nú verið í haldi í 137 daga og að sögn Ardakani, verða þeir að minnsta kosti í 67 daga til viðbót- ar í gíslingu. Sadegh Ghotbzadeh, utanríkisráðherra írans, sagði í dag, að byltingarráðið myndi skipa fimm til sjö manna nefnd til að rannsaka ásakanir um kosn- ingamisferli í þingkosningunum í byrjun mánaðarins. Víetnamar ráðast á flóttamannabúðir Non Mark Moon, Thailandi, 19. marz — AP. VÍETNAMSKIR hermenn gerðu stórskotaliðsárás á flóttamanna- búðir, sem stjórnað er af hvítum Khmerum, við landamæri Thai- lands og Kambódíu í dag. Að minnsta kosti 9 manns féllu og þúsundir flóttamanna flúðu lengra inn í Thailand. Hvítir Khmerar sögðu, að að minnsta kosti 200 víetnamskir hermenn hefðu ráðist á búðirnar og kveikt Málaferlum í Amsterdam frestað Amsterdam, 19. marz — AP. Hollenskur dómstóll samþykkti í dag að fresta málaferlum vegna kæru Korschnois á hendur Al- þjóða skáksambandinu, FIDE, um þrjá mánuði. Korschnoi vill, að síðasta skák hans í einvíginu við Anatoly Karpov verði dæmd ógild, þar sem Vladimir Zhoukar, dá- leiðslusérfræðingur, hafi haft truflandi áhrif á hann. Korschnoi heldur því fram, að ástæðan fyrir tapinu i síðustu skákinni hafi einmitt verið dáleiðsluáhrif Zhoukars. Báðir málsaðilar fóru fram á frestun. Jafntefli Hiibners og Adorjan Bad Lauterberg, 19. marz AP. Robert Húbner, V-Þýzkalandi, og Andras Adorjan, Ungverja- landi, sömdu um jafntefli eftir aðeins 19 leiki í annarri ein- vígisskákinni. Hubner hafði svart. Fyrri skákinni lauk einnig með jafntefli. Ætla ekki að láta að kröfum skæruliða Bogota, 19. marz — AP. Julio Cesar Turbay Ayala, for- seti Kolombíu, sagði í dag, að stjórnvöld myndu ekki láta að kröfum skæruliða, þar sem slíkt myndi stofna sendiráðsmönnum víðs vegar um heim í hættu. Forsetinn sagði, að ef stjórnvöld létu úr haldi 28 fanga, þá myndu hryðjuverk gegn diplómötum víðs vegar um heim aukast um allan helming. í byggingum. Rauði krossinn flutti að minnsta kosti 15 særða menn til Kahobúðanna, um 12 kílómetra inn í Thailand. Flutningur mat- væla stöðvaðist til Non Mark Moon og ásamt þúsundum flótta- manna fóru starfsmenn hjálpar- stofnana til öruggari svæða. Stór- skotahríðin kom í kjölfar átaka víetnamskra hermanna og her- manna Pol Pots, en þeir voru sagðir um 3 kílómetra frá búðun- um. í Non Mark Moon eru um 200 þúsund flóttamenn. Búðirnar eru við landamærin en þau eru fremur óljós. Hvítir Khmerar undir stjórn van Sarens ráða þessu svæði en þeir berjast bæði gegn skæruliðum Pol Pots og Víetnöm- um. Síðdegis í dag hættu bardagar og flóttafólk fór að streyma aftur til búðanna. Veður Akureyri 7 skýjaö Amsterdam 4 heiðskírt Aþena 16 skýjað Barcelona 16 skýjað Bertín 0 skýjað BrUssel 10 skýjað Chicago 10 heiðskýrt Frankfurt 13 skýjað Genf 3 heiöskírt Helsinki -4 heiöskírt Jerúsalem 13 skýjað Jóhannesarborg 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 snjókoma Las Palmas 19 skýjað Lissabon 12 rigning London 3 rigning Los Angeles 19 heiðskírt Madríd 14 rigning Malaga 15 alskýjað Mallorca 16 lóttskýjað Miami 27 skýjað Moskva -5 heiðskírt New York 10 heiðskírt Ósló -2 heiðskírt París 13 skýjað Reykjavík 4 skýjað Rio De Janeiro 34 heiðskírt Rómaborg 12 heiðskírt Stokkhólmur -5 heiðskírt Tel Aviv 16 rigning Tókýó 6 skýjað Vancouver 8 skýjað Vínarborg 9 heiðskírt Sovétríkin: Eiturský drap hundruð manna ERLENT Washington, 19. marz. AP. TALSMAÐUR bandaríska utanríkisráðuneytisins, David Passage, skýrði frá því í gær, að faraldur í sovéskri borg á síðasta ári „kunni að hafa stafað af slysi vegna tilrauna í sýkla- hernaði“. Þetta var í fyrsta sinn sem utanríkisráðuneyt- ið lét frá sér fara ummæli um fregnir í vestrænum blöðum undanfarið um stór- fellt slys í Sovétríkjunum vegna tilrauna Sovétmanna í sýklahernaði. Þetta gerðist 1956 — Frakkar viðurkenna sjálfstæði Túnis. 1848 — Lúðvík I, konungur Bæjaralands, leggur niður völd. 1815 — Napoleon Bonaparte kemur til Fontainebleau og „Hundrað dagarnir" hefjast. 1602 — Hollenzka Austur- Indíufélagið stofnað. 1549 — Thomas Seymour, æðsti maður enska flotans, tekinn af lífi. Afmæli. Ovid, rómverskt skáld (43 f. Kr.—17 e.Kr.) - Henrik Ibsen, norskur leikritahöfundur (1828—1906) — Benjamino Gigli, ítalskur óperusöngvari (1890— 1957). Andlát. 1413 Hinrik IV Eng- landskonungur — 1727 Isaac Newton, vísindamaður — 1894 Fréttir hafa hermt, að hundruð manna hafi beðið bana nærri borginni Sverdlovsk í Uralfjöllum í apríl á síðasta ári. Banvænt eiturgas hafi komist út í and- rúmsloftið eftir sprengingu. Einn- ig hafa verið fréttir um svipað slys í fyrra nærri Novosibrisk í Síberíu en ekki eins alvarlegt. David Passage sagði, að Banda- ríkjamenn hefðu vakið máls á þessu á fundum í Genf en þar fer fram ráðstefna um 5 ára gamlan sáttmála um bann við sýklahern- aði. Passage neitaði að skýra nánar frá slysinu. 20. marz Lúðvík Kossuth, frelsisleiðtogi — 1925 Curzon lávarður, stjórn- málaleiðtogi — 1929 Ferdinand Foch, hermaður — 1964 Berndan Behan, leikritahöfundur. Innlent. 1770 Landsnefndin fyrri skipuð — 1813 Castenskiold skipaður stiftamtmaður — 1815 Tilskipun um peningagildi — 1818 Bær ferst í snjóflóði í Skutulsfirði — 1850 f. Jón Ól- afsson — 1877 d. Páll stúdent Pálsson — 1935 d. Jón Þorláks- son ráðherra — 1907 „Kong Trygve" ferst í ís út af Langa- nesi. Orð dagsins. Háskóli laðar fram alla hæfileika og einnig hæfi- leikaskort — Anton Chekov, rússneskur rithöfundur (1860— 1904). Prófkjörin í Bandaríkjunum: Af drif arík úrslit í Illinois Jimmy Carter og Ronald Reagan halda sínu striki Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. i Washington. JIMMY CARTER og Ronald Reagan unnu stóra sigra í forkosningum bandarisku stjórnmálaflokkanna i Illinois á þriðjudag. Mótherjar þeirra, þeir Edward Kennedy, frambjóðandi demókrataflokksins og John Anderson og George Bush, frambjóðendur repúblikanaflokksins. fullyrtu þó allir, þegar úrslit voru kunn, að þeir myndu halda kosningabaráttu sinni áfram. Allt bendir þó til þess, að ekkert nema kraftaverk geti gert þeim kleift að hljóta forsetaútnefningu flokks sins úr þessu. Kjósendur í Ulinois velja fram- bjóðanda og fulltrúa á landsþing flokka sitt í hvoru lagi. Carter hlaut 65% atkvæða í vinsælda- kosningunni, en Kennedy aðeins ■ 30%. Talningu fulltrúa á lands- þingið er ekki lokið, en allt bendir til að meirihluti þeirra verði stuðningsmenn Carters. Það er mikill ósigur fyrir Jane Byrne, borgarstjóra Chicago, sem lýsti yfir stuðningi við Kennedy snemma í haust og lofaði honum meirihluta fulltrúa frá Chicago og um leið frá Illinois. Illinois sendir 179 fulltrúa á landsþing demó- krata. Stuðningsmenn Carters fögnuðu úrslitunum. Kennedy og stuðn- ingsmenn hans voru ekki eins kampakátir. Kennedy sagði, að ekki mætti túlka sigur Carters, sem stuðningsyfirlýsingu kjós- enda við stefnu hans í efnahags- og utanríkismálum. Hann sagði, að forkosningarnar í New York í næstu viku yrðu prófsteinn á ánægju kjósenda með stefnu Cart- ers. Hann gaf enga skýringu á því, hvers vegna New York frekar en Illinois er prófsteinn á hana. Kennedy sagðist þurfa að standa sig vel í New York til að geta hlotið útnefningu flokksins, en að hann hygðist halda baráttunni áfram, þótt hann tapi í New York. Reagan hlaut 49% atkvæða í vinsældakosningu repúblikana, en Anderson 36% atkvæða og Bush aðeins 11%. 92 fulltrúar voru kosnir á landsþing flokksins og er meirihluti þeirra talinn styðja Reagan. Skoðanakannanir sýndu viku fyrir forkosningarnar, að Anderson hefði meira fylgi í Illinois en Reagan. Starfsmenn hans segja, að hann hafi tapað því niður, þegar mótherjar hans, þeir Reagan, Bush og Phil Crane, lögðust allir á eitt í kappræðum sl. fimmtudag og sögðu að frjálslynd- ar skoðanir hans ættu miklu frekar heima í flokki demókrata en repúblikana. Anderson sagði á sama fundi, að hann gæti • ekki stutt Reagan, sem forsetafram- bjóðanda repúblikanaflokksins. Þegar úrslit voru kunn í Illinois, sögðust Anderson og Bush báðir ætla að halda baráttu sinni áfram. Anderson á ekki mikla möguleika fyrst að hann vannn ekki sigur í heimaríki sínu, Illinois, þar sem að forkosningar repúblikana voru opnar öllum. Bush leggur áherzlu á að vinna kosningarnar í Conn- ecticut, sem er heimaríki hans, næsta þriðjudag. Honum hefur gengið svo illa að undanförnu, að hann á á hættu að missa styrk úr kosningasjóði ríkisins. Hann gerir það um leið og hann hlýtur minna en 10% atkvæða í einhverri kosn- ingu. Reagan og Carter virðast örugg- ir um útnefningu flokka sinna úr þessu. Reagan hefur þegar 25— 27% þeirra fulltrúa, sem á þarf að halda til að hljóta útnefningu repúblikana og Carter hefur 36% nauðsynlegra fulltrúa á þingi demókrata. 30% fulltrúa á lands- þing flokkanna í sumar hafa verið kjörnir. — ab

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.