Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 32

Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 Barði Friðriksson: Hausavíxl á höfundum Kjartan Ólafsson: Sovétríkin — Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Síðasta hlaupársdag hljóp Er- lendur Jónsson illilega á sig í gagnrýni sinni í Morgunblaðinu um ofangreinda bók, er hann skreytti hana mynd af Kjartani Ólafssyni ritstjóra Þjóðviljans (þ.e. kynnti hann í reynd sem höfund nefndrar bókar). En fæstir myndu treysta húskörlum á því heimili til fulls hlutleysis varðandi Sovétríkin. Suma myndi jafnvel ugga, að hér væði uppi fúlasti áróður í þágu kommúnista. Hinn sanni höfundur þessarar bókar er hins vegar Kjartan Ól- afsson hagfræðingur, sá er reit metsölubækurnar „Sól í fullu suðri" og „Eldorado", ferðasögur frá Suður-Ameríku og hlaut ein- róma lof allra gagnrýnenda m.a. sökum frábærrar stílsnilli. Kjartan er ennfremur einn allra mesti tungumálamaður þessa lands og víðförlastur allra Islendinga. En hvernig hefur fastur gagn- rýnandi um langt skeið við dagbiað getað hlaupið svo herfilega út undan sér — svo gjörólíkir sem þessir höfundar eru að máli og stíl? Reyndar hef ég hvað eftir annað orðið þess áskynja, að margir ýmist vissu ekki hver höfundur þessarar bókar um Sovétríkin var eða héldu þá helst, að hann væri Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóðvilj- ans. Enn aðrir höfðu alls ekki heyrt hennar getið, svo vendilega duldist útkoma hennar. Hér bera útgef- endur Menningarsjóðs mikla sök þar sem þeir auglýstu bókina nánast ekki neitt. Að vísu sendu þeir dagblöðunum fréttatilkynn- ingu um útkomu hennar. Slíkar tilkynningar eru jafnan ætlaðar sem auglýsing og þá síst dregið úr ágæti bókar og höfundar. I nefndri fréttatilkynningu er að vísu farið lofsamiegum orðum um höfundinn, hann er meðal annars talinn at- hyglisverður, en þess hins vegar hvergi getið — sem skipti þó megin máli — að hann hafi skrifað metsölubækur. Menningarsjóður verður því síst sakaður um skrum varðandi höfund sinn Kjartan Ól- afsson enda sæmir slík hófsemi vel jafn virðulegri stofnun. Útgefendur geta hins vegar hælt sér af „niður- talningu" á kostnað höfundarins. Flestir útgefendur stefna að sem mestri sölu á framleiðslu sinni. Slíkt virðist ekki gilda um Menn- ingarsjóð í þessu tilviki. Hér gæti því jafnvel læðst að manni sú hugsun að útgefendur hafi nánast viljað þegja sína eigin bók í hel af einhverjum annarlegum ástæðum og gæti slíkt vakið ýmsar spurn- ingar. Að mínum dómi hefði þessi bók orðið mikil sölubók, jafnvel metsölubók, en það hafa bækur í þessum flokki „Lönd og lýðir“ aldrei orðið, en bók Kjartans virð- ist mér bera af þeim öllum. Samtímis bók Menningarsjóðs um Sovétríkin birtist bók Arna Bergmanns „Miðvikudagar í Moskvu". Útgefandi hennar Mál og menning, seildist djúpt í gilda sjóði henni til framdráttar og auglýstu hana allt hvað af tók. Vikum saman leið vart nokkurt kvöld svo að á skjánum gæti að líta Árna Bergmann kreppa sem ólmast krík að hjóli sem hyggðist hann ríða of heima alla og myndi seint þykja fullriðið. Má nánast segja, að gönuskeið hins reiðglaða riddara hafi keyrt bók Menningarsjóðs um Sovétríkin á kaf svo gjörsamlega hvarf hún í skuggann. Glaptir af auglýsingaglamri keyptu ýmsir, sem vildu kynnast Rússlandi, bók Árna, enda vissu þeir ekki að önnur bók um Sovétríkin — og hún ótvírætt langtum merkilegri — hafði birtst á sama tíma um sama land. Nú hefði mátt ætla, að hinir spöku ármenn Menningarsjóðs hrykkju um síðir upp af værum blundi og hefðu í frammi nokkra tilburði til að kynna þetta afrækta afkvæmi sitt. Þó sváfu þeir enn „ofur dofa í stofu kofa“. Hvers vegna? Um gagnrýni Erlends á bókinni mætti ýmislegt segja. Hann kemst meðal annars svo að orði: „En fyrir þann, sem vill fræðast um þetta víðáttumikla ríki, er hún auðvitað betri en ekki“. Ekki fer milli mála, að hann telur, íslendingum veittur nor- rænn menningarstyrkur NORRÆNI menningarsjóðurinn veitti rösklega 2,3 milljónir danskra króna til norrænnar menningarstarfsemi á fundi sinum í Kaupmannahöfn dagana 10. tii 11. mars síðastliðinn. Samtals veit- ir sjóðurinn hins vegar um átta milijónir danskra króna í styrki árlega, eða jafngildi rúmlega 564 milljóna islenskra króna. Meðal þeirra sem styrki hlutu á fundinum að þessu sinni voru eftir- taldir íslendingar: Elsa E. Guð- jónsson, 30 þúsund danskar krónur til námskeiðs um varðveislu al- þýðufatnaðar og þjóðbúninga. Björn Þorsteinsson prófessor hlaut 50 þúsund danskar krónur til að rannsaka breytingar á stöðu kvenna á miðöldum. Félag leiðsögumanna fékk 25 þúsund krónur danskar til að halda norræna leiðsögumannaráðstefnu. Þá hlaut Gylfi Jónsson sóknar- prestur í Hornafirði fimmtíu þús- und krónur danskar í styrk fyrir hönd Karlakórsins Jökuls í Horna- firði til söngferðalags um Norður- lönd. að hér sé ekki feitan gölt að flá. Furðuleg og fáránleg ummæli þar sem þessi bók er heill hafsjór af fróðleik og þvi ágætasta uppslátt- arbók, er bætir úr brýnni þörf. Ennfremur segir Erlendur um höf- undinn: „Þó hann gerist stundum orðheppinn, er bók hans enginn skemmtilestur. Yfir heildina litið er hún heldur þurr“. Undarlegt mat á bók, sem er einmitt einkar skemmtilega skrifuð hvar sem efn- ið gerir slíkt kleift. Ólafur Hansson prófessor segir um bók Kjartans í gagnrýni sinni 8. janúar í Morgun- blaðinu: „Stundum getur frásögnin minnt á skemmtilega riddarasögu". Ég hef að minnsta kosti ekki lesið jafn skemmtilega skrifaða bók um slík efni. Máli mínu til stuðnings Bókin um Rúss- land og myndin í Morgunblaðinu 1 Timanum í gær birtist frétt, sem byggð er á viðtali við Kjartan Olafsson, hagfræðing og höfund bókarinnar Rússland sem út kom fyrir nokkru hjá Menningarsjóði. í fréttaviðtali þessu eru vangaveltur um það, hvort Morgunblaðinu verði stefnt vegna ritdóms um bók- ina, þar sem birt var mynd af Kjartani Ólafssyni, ritstjóra Þjóðviljans, en ýmsum hafi dottið i hug að með þvi væri verið að „setja kommmastimpil á bókina“. Jafnframt var þess getið að Menningarsjóður hefði sent Morgunblaðinu leiðrétt- ingu fyrir 10 dögum. sem ekki hefði verið birt. Af þessu tilefni vill Morgunblaðið taka fram eftirfarandi: Þau mistök, að mynd af Kjart- ani Ólafssyni var birt með rit- dómi um bók þéssa urðu við vinnslu á blaðinu en voru gagn- rýnanda þeim, sem um bókina skrifaði, óviðkomandi. Morgun- blaðið birti strax daginn eftir að ritdómurinn birtist leiðréttingu, sem var svohljóðandi: „Þau mistök urðu við mynd- birtingu með ritdómi Erlends Jónssonar í Morgunbiaðinu í gær um bók Kjartans Ólafssonar hagfræðings um Sovétríkin, að birt var mynd af Kjartani Ólafs- syni, fyrrverandi alþingismanni og ritstjóra. Eru viðkomandi aðilar beðnir velvirðingar á þessum mistökum." Þar sem leiðrétting þessi hafði þegar birzt er Morgunblaðinu barst nokkrum dögum síðar leiðrétting frá Menningarsjóði ÍLeiðrétting 1 ÞAU mistök uröu vift myndbirt- ingu með ritdómi Erlends Jóns- sonar í Morgunblaðinu í g*r um bék Kjartans Ólafssonar hagfræð- ings um Sovétríkin, að birt var 1 mynd af Kjartani Olafssyni íyrr- um alþingismanni og ritstjóra. 1 Eru viökomandi aðilar beðnir 1 velvirðingar á þessum mistokum. Kjartan Ólafsson. þótti ekki ástæða til þess að endurtaka leiðréttinguna. Nú hefur athugasemd verið gerð við það og er þá sjálfsagt að birta leiðréttingu Menningarsjóðs, sem er svohljóðandi: Reykjavfk. 4. mars 1980. „Vegna ritdómsins „Um lönd og iýði í austri" eftir Erlend Jónsson í Morgunblaðinu föstu- daginn 29. febrúar um bók Kjartans Ólafssonar Sovétrikin og meðfylgjandi ljósmyndar skal tekið fram að höfundur hennar er Kjartan Ólafsson hagfræðing- ur sem samið hefur ferðasögurn- ar Sól i fullu suðri (1954) og Eldóradó (1958), en þær voru metsölubækur á sínum tíma. Kjartan Ólafsson hefur einnig þýtt á íslensku eftirtaldar bækur efitr rússneska skáldið Maxím Gorki: Barna-ska min. lljá vandalausum, lláskólar minir og Kynlegir kvistir". Vangaveltur um það, að Morgun- blaðið hafi með þessari mynd- birtingu, sem varð vegna mis- taka, sem óhjákvæmilega verða stundum við vinnslu á dagblaði, viljað koma kommúnista- stimmpli á bók þessa eiti út í hött. innri ró“ komin út Bók um, BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina „Innri ró“ eftir Argentínumanninn Silo. Bókin er þýdd af Hrafni Pálssyni, félagsráðgjafa og fyrrverandi hljómlistarmanni, og var hún kynnt blaðamönnum á fundi í gær. „Innri ró“ fjallar um hagnýta lífsspeki og bíður upp á mörg holl ráð til þess að lifa heilsteyptu og tilgangsríku lífi. Bókin er undir- staða fyrir nýja, hagnýta sálar- fræði, sem dr. Pétur Guðjónsson, ráðunautur, hefur kennt og er þessi heimspeki Silos einnig grundvöllur að bókum þeim er Pétur hefur skrifað, eins og t.d. „Bókin um hamingjuna", sem út kom í Japan fyrir um það bil ári. Einnig er bók Silos notuð á námskeiðum þar sem Pétur hefur kennt nú að undanförnu, en þar er fólki kennt að varast streitu, svo og á framhaldsnámskeiðum hans, þar sem takmarkið er að ná innri samræmingu og jafnvægi í hegð- un. „Innri ró“ var fyrst gefin út á spænsku árið 1973, en bókin hefur nú komið út á 10 tungumálum, þar af flestum meginmálum Evrópu, nokkrum Austurlandamálum, svo sem arabísku, kínversku, hindi og japönsku. í fréttatilkynningu út- gefanda segir svo meðal annars: „Þegar bók þessi, þar sem frið arinntakið kemur mikið við sögu, er lesin, er erfitt að gera sér grein fyrir stað og stundu uppruna hennar. Erfitt er að trúa því, að hún sé skrifuð í lítilli borg undir fjallsrótum Aconcaqua, hæsta fjalli Ameríku, á miklu ofbeldisári — því ári sem Allende var drepinn í Chile og Peron kom aftur til Argentínu. Bókin „Innri ró“ talar til hjarta mannsins og fjallar m.a. um tilgang lífsins, og hvernig unnt er að öðlast sálarró. Bókin skýrir út mörg „orku“ fyrirbrigði, sem ísle ndingar hafa lengi haft áhuga á, t.d. drauga, miðla og önnur „yfir- INNRI RÓ SII.O vil ég aðeins nefna eitt dæmi. (Hér lýsir höfundur fimbulfrosti og fár- viðrum Síberíu. Heldur síðan áfram, bls. 105—106) „... En öðrum stundum verða stillur mikl- ar. í dögun stafar blárri birtu frá snæ og frera. Úr fjarska má heyra marr í sleðum. Reykur frá húsum líður beint til lofts. Sól glóir rauð sem bráðinn hnöttur af blóði. Þá er lengra líður á dag geislar allt með annariegu gliti, blár himinn ljómar án enda. Og eftir sólfall leiftra norðurljós hið efra ...“. Þess má geta til gamans að Erlendur tilfærir eina klausu um Rússneska tungu, bls. 107 „ .. .í rússneskum fjölmiðlum leika því engir greinisjaplarar lausum hala líkt og blótneyti bölvandi í flagi...“. Sennilega mun þessi til- vitnun Erlends ætluð sem hugvekja af greinis-glöðum starfsmönnum við íslenska fjölmiðla. En þar ríða þeir húsum svo að hriktir í hverj- um rafti — að sögn Jóns Gissurar- sonar í merkri grein í Morgunblað- inu 12. febrúar 1975. (Hannes Pétursson skáld snéri ómaklega út úr þessari grein í Morgunblaðinu 16. s.m.) Ég ætla ekki að hafa þessar línur öllu fleiri. Ég vil hvetja menn til að lesa bók Kjartans Ólafssonar, hag- fræðings og rithöfundar um Sov- étríkin og tel að allir þeir sem unna fögru máli og fræðast vilja á hlutlausan hátt um þetta mikla ríki finni við lestur bókarinnar það, sem þeir leita að. Reykjavík 12. marz 1980, Barði Friöriksson. Aths. ritstj: I upphafi þessarar greinar segir Barði Friðriksson m.a.: „Síðasta hlaup ársdag hljóp Érlendur Jónsson illilega á sig í gagnrýni sinni í Morgunbiaðinu um ofan- greinda bók er hann skreytti hana mynd af Kjartani Ólafssyni, rit- stjóra Þjóðviljans ... “ Ennfremur segir Barði Friðriksson í grein- inni: „En hvernig hefur fastur gagnrýnandi um langt skeið við dagblað getað hlaupið svo herfi- lega út undan sér — svo gjörólíkir, sem þessir höfundar eru að máli og stíl?“. Hér vegur Barði Friðriksson að Erlendi Jónssyni, einum af bók- menntagagnrýnendum Morgun- biaðsins á þann veg, að ekki er hægt að láta kyrrt liggja. Barða Friðrikssyni er full kunnugt um það, að birting myndar með um- sögn um bók þessa var gagnrýn- andanum gersamlega óviðkomandi. Hann átti enga sök á því, að röng mynd var valin með ritdómi þessum, þegar greinin var í vinnslu hjá Morgunblaðinu. Það er óskiljanlegt með öllu, að Barði Friðriksson skuli skrifa á þennan veg þegar hann veit sjálfur, að hann fer með rangt mál. Og raunar er dæmalaust það mold- viðri, sem búið er að þyrla upp í tilefni af mistökunum, sem urðu við vinnslu þessarar greinar hjá Morgunblaðinu. Það skal tekið fram, þar sem grein Barða Frið- rikssonar er dagsett 12. marz sl., að hún berst Morgunblaðinu til birtingar hinn 17. marz sl. Að öðru leyti skal hér endurbirt athuga- semd, sem Morgunblaðið gerði af þessu tilefni í síðustu viku og er svo væntanlega lokið furðulegum tilraunum manna til þess að gera stórmál úr mistökum við mynda- val. náttúrleg fyrirbrigði". Hún drepur einnig lauslega á annað orkufyr- irbrigði, kynlífið, á mjög sérkenni- legan hátt. Af stíl og efni er þessi litla bók ef til vill líkust bók Lao Tze, „Um veginn", en ber þess vitanlega vitni að hún er skrifuð 2500 árum síðar af manni, sem áður en hann gaf bókina út hafði aðeins talað opinberlega einu sinni í miðri fjallshlíð hæsta fjalls Ameríku. Éftir þessa ræðu var honum bannað að tala opinberlega af yfirvöldunum, herstjórninni í Argentínu, og fylgisfólk Silos of- sótt og fangelsað. Ákvað Silo að flytja ekki ræður opinberlega og sagði um þá ákvörðun sína: Ef það, sem ég segi, er ósatt, hverfur það bráðlega."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.