Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 34

Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 Það sem menn segja eða segja ekki — vegna greinar Bjarna Bjarnasonar um dauða- gildruna á Keflavíkurflugvelli Vegna greinar Bjarna Bjarnason- ar um dauðagildruna á Kefla- víkurflugvelli Gjarnan hefði ég viljað svara grein Bjarnar fyrr, en þar sem hún var flutt óskrifuð varð ég að útvega handrit frá skrifurum þingsins. Hér kemur hún öll í eigin þýðingu svo að lesendur geti ráðið í það hvort ég hafi lýst yfir stuðningi við innrás Sovétmanna í Afganistan svo sem Björn heldur fram: Herra forseti. Ég ætti máske að byrja með spurningu þar sem ég er svo nýkominn í Norðurlanda- ráð. Hún hljómar þannig: Getur það hugsast að það hafi hent fyrr að svo margt fólk hafi farið um svo langan veg yfir hið grimma haf til þess að heiðra norrænt samstarf á þann hátt með fjar- veru sinni sem við sjáum hér í dag. Að minnsta kosti hafa um- ræðurnar, fram að þessu ein- kennst mjög af fjarveru sjálfra ræðumannanna. En ástæðan fyrir því að ég kom hér í ræðustólinn, er fyrst og fremst ræða Káre Willochs í gær, og þó fremur talsmáti hans en það sem hann sagði — og nú vildi ég gjarnan að hann hefði verið hér inni hjá okkur. Hann ræddi um þörfina fyrir verndun fiskistófn- anna umhverfis Jan-Mayen, sem hann nefndi hluta af norsku ströndinni. Og raunar hótaði hann með eindreginni kröfu flokks síns um einhliða útfærslu fyrir mitt sumar. Nú er ég þeirrar skoðunar að mögulegt ætti að vera fyrir okkur, Islendinga og Norðmenn, að fjalla um þetta mál og komast að samkomulagi um það. En eitt er víst, að erfitt verður fyrir Norð- menn að fá okkur íslendinga til að viðurkenna að Jan-Maeyn sé hluti af Noregsströnd, þó ekki væri vegna annars en af landfræði- legum ástæðum. Nei, við verðum að koma okkur saman um lausn, Norðmenn og við, fulltrúar norskra fiskimanna og íslenskra fiskimanna. Erlendur Patursson sagði í dag að tuttugu ár væru síðan Færey- ingar lögðu fram tillögu um sam- starf milli Norðmanna , Islend- inga, Færeyinga og Grænlendinga um nýtingu fiskimiða Norðuratl- antshafsins. Ég man eftir þeirri tillögu, og ég vil einnig minna á að 1973 var það að Alþingi íslands samþykkti tillögu um að ríkis- stjórnir þessara landa ræddu þetta mál og reyndu að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það, þar sem hagsmunir fiskimann- anna og fólksins sem lifir af fiskveiðum, yrðu tekin fram yfir hagsmuni þeirra, sem ávaxta fé í fiskveiðum. Ég óttast það ekki svo mjög að Norðmenn og Islendingar geti ekki komist að sæmilega skyn- samlegri niðurstöðu í þessu máli ef þeir ræða málið af bjartsýni og raunsæi. En að hugsa sér að nokkur skandinaviskur stjórn- málamaður skuli ræða um Jan- Mayen sem norskt land með þrjá veðurfræðinga og tuttugu og einn hermann, „sem hvorki hafa hjá sér konu, barn né kú“ svo ég leyfi mér að vitna í gamlan norskan selfangarasöng, „bara Krag Jörgensen (Norskur riffill) um öxl og heimskautsnefnið blátt“ — eins og segir í kvæðinu. Það er annað mál. Við vitum að hér er um loðnuna ð ræða, sem hrygnir við ísland. íún syndir norður í hafið. Og eitt víst, að ef um er að ræða þá nd verndar fyrir loðnustofn- nn, sem herra Willoch ræddi um í gær, þá eigum við næg skip, nógar nætur og nægar verksmiðjur til þess að veita loðnunni alla þá bræðsluvernd, sem hún þarfnast. En það er líka annað mál. En fyrst um það er rætt, þá er til gamall kínverskur málsháttur á þá lund að það þurfi góðan kokk til að elda litla fiska, og það þarf góðan ræðumann til að tala skynsamlega um jafn undursmáa fiska og loðnuna, og um þessháttar mál sem sameiginlegan fiskveiðirétt í hafinu. En þetta er semsagt annað þeirra tveggja mála sem ekki eiga að ræðast í Norðurlandaráði, en sem hér hafa nú eigi að síður borið á góma. Hitt fjallar ekki um smáfiska, heldur um stórveldi. En svo kynnu nú að finnast fleiri mál þar í milli, sem ekki á að ræða um. Ég vil undirstrika það sem Anker Jörgensen sagði í gær um nauðsyn þess að Norðurlandaþjóð- ir taki afstöðu til Afganistanmáls- ins. Ég vil gera þau orð hans að öllu leyti að mínum, að við hljót- um að láta það koma fram að við óskum þess að Afganistan eigi afturkvæmt á sinn stað meðal óháðra ríkja. Ég skil það vel að það er óþægilegt fyrir Finna að við hreyfum við þessu máli hér í Norðurlandaráði, og því hefði ég gjarnan viljað að við hefðum getað látið kyrrt liggja. En frá mínum bæjardyrum séð er það nauðsynlegt fyrir okkur Islend- inga að málið ræðist hér. Ekki get ég tekið hið minnsta mark á því, jafnvel þótt satt sé, að lögleg ríkisstjórn Afganistan bað Rússa um að senda herlið inn í Afganistan. Ég veit að það er satt að ríkisstjórnin gerði það. En það skiptir engu máli, það breytir engu. Og einmitt af hálfu íslend- inga er þetta ástæða til að mót- mæla, því árið 1951 bað lögleg íslensk ríkisstjórn ameríkana á nákvæmlega sama hátt að senda herlið til íslands. Og það gerðu ameríkanar. Það er ekki neitt nýtt að slíkt gerist eftir heimsstyrjöld- ina. íslenska ríkisstjórnin gerði það á sama hátt og sú afganska, spurði ekki lögþingið, Alþingi var ekki spurt, spurði ekki fólkið, en gerði það. Og það er svo auðvelt fyrir stórveldi, fyrir ríkisstjórn stórveldis að biðja smáþjóð um að biðja um herlið. Það er auðvelt mál. Nei, ég vildi óska að Olof Palme gæti greint okkur frá því hver það var sem sagði honum að ekki fyndust kjarnorkuvopn neins stað- ar á Norðurlöndum. Við höfum spurt utanríkisráðherra okkar hvort vera muni kjarnorkuvopn í Keflavíkurstöðinni, amerísku herstöðinni, og hann svaraði bara: Ég held ekki, því ef þau væru þar þá hefði ég séð þau. Nei, það er samband milli her- stöðvamálsins á Norðurlöndum og þess sem gerist í Afganistan. Auðvitað var það rétt sem Gutt- orm Hansen sagði, að Norðmenn vildu létta af sér herstöðvakröf- unni, og það gerðu þeir meðal annars með því að knýja íslend- inga til þess að taka við herstöð- inni þannig að sjálfir gætu þeir sagt að ekki væru neinar erlendar herstöðvar í Noregi. Þessi mál munum við ræða seinna, taka þau á dagskrá seinna og reyna að ræða þau á skynsamlegan hátt. En nú er svo komið sem oft til ber er ég hugsa um þessa herstöð sem við berum nú fyrir Norðurlandaþjóð- irnar, að mér kemur það í hug þegar Sigurður Jarl bað Hrafn inn rauða að bera merki sitt, en Kerþjálfaður hafði höggið sex merkisbera jarls hvern á fætur öðrum. Og nú sem Sigurður Jarl bað Hrafn inn rauða að taka merkið, þá sagði Hrafninn rauði: „Ber þú sjálfur fjánda þinn.“ Nei, þau eru mörg málin sem mér skilst að ekki beri að ræða á þingi Norðurlandaráðs. Má ver að orðið sé tímabært að ræða sum þeirra. Þetta er nú Norðurlandaráðs- ræðan í heild. Með henni fylgir ljósrit af bókum ritara Norður- landaráðs svo að ritstjórn Morg- unbl. geti gengið úr skugga um hvort hér sé nokkru við vikið eða því stungið undir stól. Má svo hver sem vill lesa úr orðum mínum eindreginn stuðning við innrás Rússa í Afganistan. Varðandi hreinleika Norður- landa af kjarnorkuvopnum vil ég aðeins vísa Birni Bjarnasyni á skýrslu hermála- og stjórnmála- nefndar Nato frá því í nóvember 1978. Ég ætla að hann kannist við hana, því þar er hann nafngreind- ur persónulega og borinn fyrir því að forsætisráðherra Sovétríkj- anna hafi sagt Geir Hallgrímssyni það í Moskvu að ekki væru kjarn- orkuvopn á íslandi. í þeirri sömu Natóskýrslu segir hinsvegar (á bls. 22, málsgr. 108) að fyrsta verk sovéska flughersins, komi til hern- aðarátaka, verði að þurrka út herstöðvar á íslandi. Ég tel mig hafa mjög svo rökstudda ástæðu til að ætla (m.a. herfræðileg rök natóhershöfðingja) fyrir því að Rússar muni beita kjarnorku- vopnum til að eyðileggja kjarn- orkuvopn — og er raunar viss um að ekki má Björn Bjarnason til slíks hugsa fremur en ég, hvernig okkar blessuðu þjóð muni þá reiða af- Rvík 17. mars 1980. Stefán Jónsson. Hjónin Gróa Jónatansdóttir og Kristmundur Halldórsson eru meðal efstu para í barometerkeppni Bridgefélags Kópavogs. Hér spila þau gegn ungum og upprennandi bridgespilurum hjá Brídge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Vesturlandsmót í tvímenningi Vesturlandsmót í tvímenningi var spilað um síðustu helgi og var spilað með barometerformi. Vesturlandsmeistarar urðu Jón Alfreðsson og Alfreð Viktorsson sem hlutu 93 stig yfir meðalskor. Röð efstu para varð annars þessi: Ólafur G. Ólafsson — Guðjón Guðmundsson 74 Guðmundur Sigurjónsson — Arni Bragason 40 Karl Ó. Alfreðsson — Björgólfur Einarsson 34 Ingi Steinar Gunnlaugsson — Einar Guðmundsson 21 Halldór Hallgrímsson — Sigurður Einarsson 11 Ellert Kristinsson — Halldór Magnússon 5 Meðalskor 0 Fimm efstu pörin fengu þátttökurétt á íslandsmóti í tvímenningi. Mótið fór fram á Akranesi. Bridgefélag Akureyrar Nú er lokið firma- og ein- menningskeppni Bridgeféiags Akureyrar. Einmenningsmeist- ari BA varð Jóhann Helgason með 316 stig, en annar varð Frímann Frímannsson 13 ára. félaginu. Jíöð efstu manna varð þessi: Jóhann Helgason 316 Frímann Frímannss. 307 Rafn Kjartansson 301 Örn Einarsson 293 Guðmundur Víðir 292 Ólafur Ágústsson 292 Grétar Melsteð 281 Hafþór Jónsson 266 Jafnhliða einmenningskeppn- inni var spiluð firmakeppni, þar sigraði Vélsmiðjan Atli, annars er röð efstu fyrirtækja þessi og eru nöfn spilara undir: Vélsmiðjan Atli 120 Jóhann Helgason Verkfr.skrst. Sig. Thor. 118 Frímann Frímannsson Efnaverksm. Sjöfn 116 Örn Einarsson Skeljungur h/f 115 Ólafur Ágústsson Bókabúð Jónasar 115 Hörður Steinbergsson Bílaleiga Ak. 108 Soffía Guðmundsdóttir Akurvík h/f 108 Hafþór Jónasson Varmi h/f 108 Zarioh Hammond Úrsm. Jóns Bjarnas. 106 Rafn Kjartansson Bláfell 106 Grétar Melsted Vélsmiðjan Oddi 105 Guðmundur Víðir Iðunn, skógerð 105 Stefán Ragnarsson Bautinn 102 Alfreð Pálsson Brunabótafél. ísl. 102 Adam Ingólfsson Bridgefélag Akureyrar þakkar öllum er studdu starfsemi fé- lagsins með þátttöku í firmak- eppninni. Bridgeklúbbur Akraness Akranesmótið í sveitakeppni stendur yfir og er lokið 4 um- ferðum. Staða efstu sveita: Bjarni Guðmundsson 64 Oddgeir Árnason 62 Guðmundur Bjarnason 60 Alfreð Viktorsson 54 Halldór Sigurbjörnsson 50 Fimmta umferðin fer fram í kvöld. Bridgefélag Kópavogs Sl. fimmtudag voru spilaðar 5 umferðir í barometertvímenn- ingi hjá Bridgefélagi Kópavogs. Besta árangri náði: Vilhjálmur Sigurðsson — Sigurður Vilhjálmsson 113 Jóhann Bogason — Alfreð Erlingsson 85 Guðbrandur Sigurbergs — Jón Páll Sigurjónss. 51 Jón Andrésson — Valdimar Þórðarson 51 Gróa Jónatansdóttir — Kristmundur Halldórss. 50 Að loknum 10 umferðum er röð efstu para þessi: Vilhjálmur Sigurðsson — Sigurður Vilhjálmsson 149 Haukur Hannesson — Bjarni Pétursson 143 Grímur Thorarensen — Sigurður Thorarensen 99 Guðmundur Arnarson — Sverrir Ármannsson 97 Gróa Jónatansd. — Kristmundur Halldórss. 93 Guðbrandur Sigurbergs. — Jón Páll Sigurjónss. 82 Keppninni verður haldið áfram í kvöld. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 21 Norræna jafnvægið og „dauðagildran44 NOKKRAK umræður urðu um oryggÍMnál á þingi Norður landaráðs her i Reykjavik. Eins og eðlilegt er á jafn miklum óvisNU timum i alþjóðamálum. minntust forystumenn þjóð- anna á eina meginstoðina fyrir sjálfsUeði þeirra, þ.e. hvaða ráðstafanir þær hafa gert til að tryggja oryggi sitt. Athyglis- vert er. að rnginn taldi þðrf á breytingum. þvert á móti var áhersla á það logð, að núver- andi skinan orvirgismála. sem horðum andróðri sinum gegn Noregi og DanmOrku vegna fyrirhugaðra aðgerða til að treysta enn varnir landanna Sérstaklega hefur sovésku áróð- ursvélinni verið beitt af hórku gegn Norðmónnum. Greinilegt, er að hvorki Olof Palme né Mauno Koivisto taka undir þann sovéska áróður, að Norðmenn séu að umbylta allri öryggis- málastefnunni í okkar heims- hluta. — Norður- landaráð og öryggis- málin þar er hlynntur óbreyttri stefnu landanna. Minnihluti kommún- ista, sem hikar ekki við að ganga erinda Kremlverja, reynir hins vegar að malda f móinn en má sin Iftils vegna þess að rðksemdafcrslan er ðll byggð á sandi Raeða Stefáns Jónssonar er skýrt dsemi um þetta. Þegar Varsjárbandalagslðnd- in gerðu innrás í Tékkóslóvakiu 1968 reyndi Þjóðviljinn að bera blak af þeirri hernaðaraðgerð Norðurlöndin séu kjarnorku- vopnalaus, vaeri rétt Áður hefur verið vakið máls á því, að það virðist kommúnistum mikið kappsmál að telja sem flestum trú um, að hér á landi séu kjarnorkuvopn Þeir neita alltaf að taka fullyrðingar um hið gagnstæða trúanlegar, hvort sem þær eru gefnar af Kosygin forsætisráðherra Sovétríkjanna eða nú Oiof Palme. Hvað veldur þessari þráhyggju kommúnisU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.