Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 + Móöir okkar, SIGRÍOUR HELGADÓTTIR, Heiöargeröi 55, lézt í Borgarspítalanum, þriðjudaginn 18. marz. Börnin. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNA ÞÓRUNN ÁRNADÓTTIR, Alfheimum 58, andaöist á Landspítalanum þriöjudaginn 18. marz. Birgir Magnússon Birna Ögmundsdóttir Freyr Magnússon Stefón Örn Magnússon Soffía Jensdóttir Sigríöur Gísladóttir og barnabörn. + Hjartkær eiginmaöur minn og faöir okkar MARKÚS H. GUÐJÓNSSON verkstjóri Fellsmúla 20 andaöist aö heimili sínu 18. marz. Sigurína Friöriksdóttir og börn. t Faöir minn EINAR HLÍÐDAL verkfræóingur andaöist í Nidau í Sviss föstudaginn 14. marz. Örn Einarsson. + Eiginmaöur minn GUÐJÓN SVEINBJÖRNSSON vólstjóri Asvallagötu 10, andaöist aö heimili sínu 18. marz. Oddný Guðmundsdóttir. Bróöir minn og mágur + ÞORBERGUR SVEINSSON veröur jarösunginn frá 14.00. Akraneskirkju laugardaginn 22. marz kl. Jónína Sveinsdóttir, Sverrir Bjarnason. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö við fráfall og jaröarför bróöur míns HAUKS VIGFÚSSONAR verkstjóra Auðbrekku 29 Kópavogi Síguróur Vigfússon. Minning: Guðný Sigríður Friðsteinsdóttir Fædd 27. desembcr 1940. Dáin 12. marz 1980. Þegar ég sest niður, til þess að minnast Guðnýjar Friðsteinsdótt- ur, koma fram í hugann margar ljúfar minningar nærri 27 ára vináttu. Það var haustið 1953, að leiðir okkar lágu fyrst saman, þegar við hófum nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Skólaárin verða, held ég hjá flestum, sem perlur í sjóði minn- inganna, og lestur og prófskrekk- ur víkur fyrir öllu því skemmti- lega sem unglingsárin bjóða upp á. Aður en við vissum af, voru árin fjögur í Kvennó liðin, og við tók annar skóli — skóli lífsins — þar, eins og í öðrum skólum, er sífeilt verið að prófa okkur. Við, mann- anna börn ýmist föllum eða stönd- umst þessi próf eins og gengur. Fyrr en varir er þessari skóla- göngu líka lokið. Gigga vinkona mín, er sú fyrsta úr hópnum okkar sem lýkur henni. Hún stóðst svo sannarlega öll próf. Og þvílíkur vitnisburður; æðruleysi, hógværð og einstakur kjarkur. Við vinir hennar fylltumst aðdáun yfir því þreki og stillingu sem hún bjó yfir. Guðný Sigríður, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Reykjavík 27. desember 1940. Einkadóttir hjónanna Lóu Kristjánsdóttur og Friðsteins Jónssonar bryta sem lést 1971. Guðný fór ung að læra ballet og þótti mjög efnileg. Hún tók þátt í fjölmörgum sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, dansaði m.a. sóló við Helga Tómasson í fyrstu balletsýningu sem Eric Bidsted setti upp þar. En það væri ekki henni að skapi, að tíunda slíkt hér, því hún var dul og fámál um sína hagi, í meðbyr sem og þegar á móti blés. Mér er það minnisstætt, að ég las það fyrst í Morgunblaðinu, þegar hún dansaði Svaninn í Dimmalimm, þó vorum við sessu- nautar og samferða heim úr skóla næstum hvern dag. Svona var Gigga, hún var ekki að miklast af velgengni sinni. Eftir Kvennaskólapróf 1957, hóf hún skrifstofustörf hjá ísarn h.f. Sumarið 1963 fór hún í skóla til Englands óg réðst síðan til Loft- leiða sem flugfreyja snemma árs 1964. 1966 verða svo þáttaskil í lífi hennar. Hún giftist 6. ágúst Þór Símoni Ragnarssyni, útibústjóra Samvinnubankans, og eignuðust þau tvær dætur, Ásthildi Lóu f. 20. nóv. ’66 og Rögnu Sif f. 22. apríl ’69. í einkalífi sínu var Gigga ham- ingjubarn, þrátt fyrir erfið veik- indi s.l. 10 ára. Hún ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna, ásamt fjórum bræðrum. Hún eignaðist fallegt heimili, heilbrigð og efnileg börn og góðan eigin- mann sem var henni einnig mikill vinur og félagi — og dætrum þeirra einstakur faðir. Hans bíður nú mikið starf, en hann stendur ekki einn. María systir hans hefur alltaf verið heimilinu stoð og stytta og reynst þeim öllum ómet- anleg. Eg er sannfærð um að það var Giggu mikil huggun. Það er ósk mín og von að Ásta Lóa og Ragna Sif fái notið alls hins besta á lífsleiðinni, og hljóti í veganesti sem flesta af eðliskost- um móður sinnar. Nú, þegar leiðir skilja að sinni, vil ég þakka Giggu allar ánægju- stundirnar sem við áttum saman og vináttu og tryggð alla tíð. Það skarð sem komið er í hópinn okkar verður ekki fyllt — en minningin um hana er björt og hlý. Krjúptu að fótum friðarboóans fljÚKðu á vænKjum morifunroðans meira að starfa guðs um geim. Birna Björnsdóttir Að áliðnu hausti árið 1973 voru samankomnar í félagsheimili Víkings við Hæðargarð tæplega fjörutíu konur, sem áttu það allar sameiginlegt að vera á einhvern hátt tengdar Knattpsyrnufélaginu Víkingi, sumar fyrir eigin þátt- töku í íþróttum, aðrar voru eigin- konur starfandi Víkinga. Á þessari kvöldstund var stigið mikið og farsælt skref í sögu Víkings, er þessar ágætu konur tóku saman höndum og stofnuðu kvennadeild Víkings, sem er eitt mesta gæfuspor í rúmlega 70 ára sögu félagsins. Við þessi tímamót má segja að hefjist nýtt og öflugt blómaskeið félagsins, þegar það breytist úr samansafni einstakl- inga í öflugt félag með þátttöku margra fjölskyldna, ekki aðeins í félagsstarfinu, heldur einnig í íþróttastarfsemi félagsins. Þannig hófust kynni okkar Víkinga við Guðnýju Friðsteinsdóttur, er hún ásamt eiginmanni sínum, Þór Símoni Ragnarssyni, hóf störf innan okkar vébanda. Það er mikils vert fyrir íþróttafélög sem Víking að hafa á að skipa jafn fórnfúsu og ágætu fólki og þeim hjónum Þór og Guðnýju. En nú hafa skipast veður í lofti og í stað glaðværðar og framtíðardrauma hellist miskunnarleysi sorgarinn- ar yfir hið myndarlega heimili þeirra að Bjargartanga 8 í Mos- fellssveit, og eftur situr eigin- maður með tvær ungar dætur sér við hlið, einmitt á sama tíma og árangur brauðstritsins var raun- verulega farinn að bera ávöxt og árin framundan áttu að vera björt og hlý. Við sem nú í dag kveðjum í hinsta sinni Guðnýju Friðsteins- dóttur geymum í hjörtum okkar minningu um dugnaðarkonu sem með æðruleysi barðist við misk- unnarlausan sjúkdóm, sem allir innst inni óttuðust að mundi fyrr eða síðar leggja að velli þessa þrautseigu konu, sem aldrei kvart- aði undan örlögum sínum, þó miskunnarlaus væru. Við Víkingar lýsum okkar inni- lega þakklæti í garð Guðnýjar og biðjum góðan Guð að leggja sína + Dóttir okkar, ÞURÍÐUR INGIBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 21. marz kl. 10.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir um að láta Styrktarfélag vangefinna njóta þess. Sólveig Magnúsdóttir, Þórarinn Guðmundsson. Skrifstofur okkar og vörugeymslur veröa lokaöar frá hádegi í dag, fimmtudag, vegna jaröarfarar Guönýjar Friösteins- dóttur. Gunnar Eggertsson hf. Sundagörðum 6. + Lokaö vegna jarðarfarar GUÐNÝJAR FRIÐSTEINSDÓTTUR frá kl. 1.30—16.00 í dag. Topptízkan Aöalstræti 9. + ERLINGUR KRISTJANSSON sem andaöist að Reykjalundi, 16. þ.m. verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju, þriöjudaginn 25. marz kl. 16. Fyrir hönd systkina hins látna, Vinnuheimiliö að Reykjalundi. huggandi hönd yfir syrgjandi eig- inmann, dæturnar tvær, og móður hennar og allt venslafólk og kveðj- um Guðnýu með djúpri virðingu og þakklæti. Knattspyrnuíélagið Víkingur Anton Órn Kærnested I dag kveðjum við hinstu kveðju mágkonu okkar, Guðnýju Frið- steinsdóttur, er lést á Landspítal- anum 12. þessa mánaðar. Okkur langar til að minnast hennar og þakka liðin ár. Hún var lengi búin að berjast við erfiðan sjúkdóm af miklum kjarki á þann hátt að við nánustu vinir hennar og ættingjar tókum oft á tíðum ekki eftir því hversu veik hún var. Bjartsýni hennar og lífsvilji var óbugandi. I einkalífi sínu var Guðný gæfu- manneskja, hún átti góðan og skilningsríkan mann og tvær els- kulegar dætur, sem veittu henni á erfiðum stundum þann kærleika og lífsfyllingu, sem við þurfum öll með, þegar syrtir að. Heimili þeirra að Bjargartanga 8 í Mos- fellssveit er fallegt og smekklegt og ber handbragði Guðnýjar fag- urt vitni. Á kveðjustund er margs að minnast og margt að þakka. Bræðrum sínum og fjölskyldum þeirra hefur hún gefið gott for- dæmi. Er leiðir skiljast þökkum við henni fyrir allt er hún var okkur og biðjum guð að blessa hana og varðveita. Við biðjum guð að styrkja elsku Þór, Ástu og Rögnu á þessum erfiðu stundum, einnig móður hennar og alla ástvini sem eiga nú um sárt að binda. Blessuð sé minning Guð- nýjar Friðsteinsdóttur. Mágkonur Það er alltaf sárt þegar vinir manns falla í valinn og ennþá sárara þegar þeir falla frá í blóma lífsins. Frænka mín og vinkona, Gigga, er kvödd í dag til annars lífs er við ekki þekkjum sem eftir stöndum. Margs er að minnast frá samverustundunum þegar við sem krakkar lékum okkur saman á Ljósvallagötunni. Ófáar voru þær ferðirnar sem við fórum á milli heimila okkar og dagurinn entist okkur ekki við leiki og spjall og var þá spurt á hvorum staðnum sem var, mamma má ég gista? Og alltaf var svarið já. Gigga hafði ekki gengið heil til skógar í mörg ár af illkynjuðum sjúkdómi sem ágerðist með árunum, en aldrei heyrði ég hana kvarta eða aumka sig fyrir heilsu sína. Ef hún var eitthvað verri til heilsunnar einn dag frekar en annan talaði hún aðeins um letina í sér og eyddi öllu tali um iasleika. Nú er hún farin á fund við föður sinn sem er látinn fyrir nokkrum árum, en hún var einkadóttir foreldra sinna. Gigga var afskap- lega ástfólgin sínu venslafólki og bið ég Guð að styrkja Þór, dæt- urnar Ásthildi Lóu og Rögnu Sif svo og móðurina Lóu og alla aðstandendur aðra. Hrafnhildur Björnsdóttir „Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, aó heyra lífs og liöins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boöast oss í engils róm.“ (Einar Ben) Með þessum orðum viljum við kveðja félagssystur okkar, Guð- nýju Friðsteinsdóttur. Hún starf- aði með okkur í kvennadeildinni frá stofnun deildarinnar og ætíð sem mjög virkur félagi, enda bar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.