Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 41
fcflk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 41 + Þegar þetta er skrifað situr enn allt við hið sama í máli sendiherranna, sem skæruliðahópurinn M-19 í Colombia i S-Ameriku handtók á dögunum og hefur síðan haft i haldi sem gisla. — Þessari fréttamynd var dreift um daginn á vegum AP-fréttastofunnar. Hún er af einum sendiherranum, Ricardo Galan, sendiherra Mexico. — Skæruliðinn, kona, er með grimu fyrir andlitinu merkt skæruliðahópnum M-19. Hún heilsar með hinu gamla vaffsigurtákni Breta, úr síðustu heimsstyrjöld. + Þessi virðulegi aldraði maður, var eitt sinn einn helzti maðurinn í heimsfrétt- unum, ekki aðeins um skamma hríð heldur í ára- tugi. — Þetta er einn af nánustu samstarfsmönnum Stalíns, sjálfur Vyacheslar Mikhailovich Molotov. — Hann var utanríkisráðherra Sovétríkjanna á árunum 1939—49. — Hann tók t.d. þátt i samningagerð ekki árásarsamningsins milli Stalín og Hitlers. — Og hann tók þátt í þjóðarleiðtogafund- inum í Yalta og Potsdam er sigurvegararnir í heimsstyrj- öldinni héldu fundi — Nú er Molotov orðinn háaldraður maður. Hann varð níræður 9. marz sl. Hann býr í Moskvu og gárungarnir höfðu verið að velta því fyrir sér hvort hann hefði þá gefið „Molotov- kokteir (heimatilbúnar handsprengjur Finna í finnsk-rússneska stríðinu fengu þetta nafn). — Það var Khrutsjov sem tók hann úr umferð, gerði hann áhrifalausan með öllu árið 1964. Á stríðsárunum, mun Molotov hafa komið hingað til Reykjavíkur. — Væri Mbl. þökk í að einhver lesandi blaðsins gæti staðfest þetta. En ártalið 1941 hefur verið nefnt í sambandi við komu hans. Hann er fæddur í Len- ingrad. + Þessi brezka húsmóðir, sem liggur hér á bakinu og verið er að brjóta steinhellu á hefur vakið athygli fyrir þetta uppátæki. — Þetta fellur innan iþróttarammans. — Heitir iþróttin Kung-Fo. Þessi iþrótt er í því fólgin, að iþróttakonan, Pat Keane, 22ja ára leggst á bakið, en síðan er lögð gangstéttarhella, sem vegur rúmlega 50 kg á maga konunnar. — Síðan kemur maður með sleggju, og vegur sleggjuhausinn 7,5 kg. Með sleggjunni er svo hellan brotin á maga konunnar. — Hún segist ekki verða þess vör er sleggjan brýtur helluna, — hún einbeiti huganum að magavöðvunum. — Pat Keane segist hafa byrjað að þjálfa sig í þessu vegna þess að hún hafi verið heldur heilsuveil. Eftir að hún byrjaði að iðka þessa óvenjulegu iþrótt, hafi henni ekki orðið misdægurt. — Nú er upp undir ár frá því hún byrjaði. — íþróttakonan er þriggja barna móðir. 2. HÆÐ LAUGAVEGI 66 Ennþá er hægt að gera stórkostleg kaup: Herraföt frá .......... 39.900 Stakir herrauilar- jakkar frá ... 23.900 Stakir Blazer jakkar frá .......... 17.900 Skyrtur frá ........... 3.900 Buxur allskonar frá ........... 8.900 Smekkbuxur frá ........... 8.900 Dömukápur frá ........... 9.900 Pils frá 'As.. 4.900 Kjólar frá ........... 7.900 Úlpur frá .......... 14.900 Blússur frá ........... 3.900 Vesti frá ........... 3.900 og margt fleira. ALLT A AÐ SELJAST KARNABÆR PRÚTTMARKAÐUR PRUTTMARKAÐUR 2. hæð. Laugavegi 66 Síöasti fundur SUS og Varöar um húsnæöismál voröur haldinn í Valhöll í kvöld og hefst kl. 20.30. Frummælendur: Ellert B. Schram, ritstjóri. Gunnar Björnsson, form. Meistarasambands byggingarmanna. Ellert B. Schram Gunnar Björnsson Gunnar Helgason Fundarstjóri: Gunnar Helgason, formaöur Húsnæðismála- stjórnar. VALHÖLL — KL. 20.30 — SUS — VÖRÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.