Morgunblaðið - 20.03.1980, Side 45

Morgunblaðið - 20.03.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 45 Breiðholtsbúa vegna iðnaðarsvæð- anna á Ártúnshöfða og í Hálsa- hverfi, en það eru þó vafalaust margir í Árbæjarhverfi sem hafa erindi að reka í Breiðholt. En það er með ólíkindum hvað mótmæl- endur geta fengið fólk til að skrifa undir, hvort sem það eru mótmæli við bensínstöðvum, verslunum, barnaheimilum eða jafnvel brennivínsbúðum og síðan bagsar þetta sama fólk langa vegu eftir þessari þjónustu. Fólk eða bílar spyr Þórir Einarsson, og margir hafa spurt á undan honum, en góðu menn, gáið inn í bílana, þar situr nefnilega fólk, og kannske áhlaupsveðrið sem gerði sama daginn og grein Þóris britist í Mbl. hafi barið það inn í höfuðið á einhverjum að bíll er nauðsyn í dreifðri borg. Leó S. Ágústsson Flúðaseli 63, R. • Sjálfsagður þegnskapur Mér finnst ég aldrei hafa heyrt eins oft kallað í landsbúa og þeir áminntir um að greiða skuld- ir sínar fyrir ýmsa þjónustu. Það er mjög slæmt, ef þjóðin kann ekki að meta t.d. rafmagn, þennan undursamlega kraft, sem allar þjóðir þrá að eiga í ríkum mæli. Þá er sjálfsagður þegnskapur að greiða skatta, þó að ýmsum þyki þeir kannski háir, en þetta á nú að heita þjóðfélag. Við erum svo lánsöm að eiga einhverja beztu náttúruauðlegð sem fyrirfinnst, þ.e. heita vatnið, sem landið geymir í skauti sér. Þetta er eitthvert umfangsmesta mál, sem þjóðirnar ræða nú á tímum, þ.e. orkumálin, lönd skjálfa undir því viðfangsefni. Sem betur fer höfum við yfir- leitt næga atvinnu, bæði til lands og sjávar. Þess vegna finnst mér að Islendingar ættu að greiða með glöðu geði þá orku sem þeir nota og þakka fyrir gæði hennar í lífsbaráttunni. Gestur. Þessir hringdu . . . • Enn um málgefið fólk Kona hringdi: Ég vil taka undir orð þeirra sem tjáð hafa sig um málgefið fólk á áhorfendabekkjum. Mér finnst oft skorta á að fólk taki tillit til samborgaranna, sérstaklega í leikhúsum. Sumir eru haldnir þeirri áráttu að koma alltof seint, hvort sem er á fundi, í leikhús eða kvikmyndahús, þannig að heil röð fólks þarf að standa upp fyrir þeim með tilheyrandi hávaða. Síðan eru það þeir, sem alltaf þurfa að ræða efni leikritsins við sessunautinn, eins og nægur tími sé ekki til þess í lokin, eða hléinu. Sumir finna alltaf þörf hjá sér til að hlæja þegar tilefni er fremur'' til að gráta. I lokin vil ég beina einni ábend- ingu til þeirra, sem reka leikhús, kvikmyndahús og aðra staði sem fólk kemur saman á til að njóta menningar. Er ekki hægt að sjá til þess, að sælgæti, sem afgreitt er á viðkomandi stöðum, sé í umbúð- um, sem ekki skrjáfar í, þar á ég við konfekt, brjóstsykur o.þ.h. Skrjáf í konfektpoka, sem opnaður SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á fyrsta Ólympíumóti kvenna í bréfskák, sem lauk í fyrra, kom þessi staða upp í skák þeirra Jokhelsons og Belavenets, sem hafði svart og hristi nú fram úr erminni stórskemmtilega fléttu: 26 ... H8xe6! 26. dxe6 Df3!! og hvítur gafst upp, því að eftir 27. gxf3 Hg5+ 28. Khl Bxf3 er hann mát. er í miðju þýðingarmiklu atriði, hljómar oft eins og verið sé að rífa niður léreftsdúka í akkorði. Á þessari „plastöld" okkar ætti að vera hægt að kaupa inn sælgæti frá aðilum, sem kynnst hafa þessari nýju tækni, þ.e. mjúku plasti, sem ekki skrjáfar í. HÖGNI HREKKVlSI ÓANHaPISíA '( v/vsctóefX)M ...' LITAVER — LITAVER LITAVER — LITAVER — Málning og málningarvörur Afslattur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 þús. 50 þús. veitum við 10% veitum við 15% afslátt. afslátt. Þetta er málníngarafsláttur {Litaveri íyrir aila þá. sem eru að byggja, breyta eða bseta. Lfttu við í Litaveri, því það hefur ávallt borgað *ig. Gr«n*A$v#gi, Mr«yfö*húainu. Sími 82444. AÐALFUNDUR Félags íslenska prentiðnaðarins veröur haldinn í félagsheimili FÍP, Háaleitisbraut 58—60, föstudaginn 21. mars 1980, kl. 17.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin -------1 Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og íallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð. Rafstöðvar á mjög hagstæöu verði Getum útvegaö 20, 50 og 75 KVA rafstöðvar 220/380 V meö stuttum fyrirvara. Þessar vélar fengu gullverölaun á kaupstefnunni í Leipzig. Uppl. á skrifstofunni. XCO HF. XCOhf. INN- OG OTFLUTNINGUR Vesturgötu 53b. Símar 27979 — 27999.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.