Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980
11
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNOAGERÐ
AOALSTR4ETI • SÍMAR: 17152-17355
43466
Hraunbær — 2ja herb.
65 ferm góö íbúö. Verö 24 millj.
Hverfisgata — 2ja herb.
nýstandsett íbúö. Verö 19 millj.
Á Melunum — 2ja herb.
samþykkt íbúö í kj. Verö 22
millj.
Eyjabakki — 2ja herb.
góö íbúð á 2. hæö.
Lundarbrekka — 3ja
herb.
mjög góö íbúö. Suöur svalir.
Hofteigur — 3ja herb.
90 ferm nýlega standsett góö
íbúö.
Eskihlíö — 3ja herb.
70 ferm snyrtileg risíbúö.
Sæbraut — 3ja herb.
falleg íbúö í nýju húsi.
Reynigrund —
Viölagasjóöshús
128 ferm vel umgengin íbúð á
tveimur hæöum.
Akureyri — 3ja herb.
100 ferm ný íbúö. Suður svalir.
Siglufjöröur — 4ra herb.
á efri hæö. Sér inngangur. Verö
12 millj., útb. 5 millj.
Vogar — Vatnsleysu-
strönd
170 ferm svo til fullfrágengið
einbýli á einni hæö. Bílskúrs-
réttur.
Veitingastaður
— Næturgrill
— Söluturn
ásamt góöum tækjakosti. Laust
strax.
Hafnarfjörður —
Verkstæðis- eða
iönaöarhúsnæði
240 ferm á einni hæö. Verð ca.
35 millj.
Vantar 4ra—5 herb.
í Hafnarfirði, greiösla viö samn-
ing 10 millj.
í Breiðholti, í Kópavogi.
Vantar — sérhæöir og
einbýlishús
í Reykjavík, Kópavogi og Hafn-
arfiröi.
EFasteignasalon
EIGNABORG sf.
Hamraborg \ ■ 200 Kópavogur
Símar 43466 A 43805
sölustjóri Hjörtur Gunnarsson
sölum. Vilhjálmur Einarsson
Pétur Einarsson lögfræðingur.
31710
31711
Fasteigna- _
SeíTd
___Magnús Þórðarson. hdl
Grensasvegill
Engihjalli KÓP.
Nýleg rúmgóö 3ja herb. íbúö á
efri hæö í 2ja hæöa blokk,
vandaöar Innréttingar.
ENGJASEL 110 FM
Rúmgóö 4ra herb. íbúö á 1.
hæö. Þvottahús og búr innaf
eldhúsi. Verö 36.0 millj.
HRAUNBÆR 110 FM
Mjög snyrtileg íbúö á 1. hæð.
Mlkiö skápapláss, flísalagt baö,
vestur svalir. góö sameign.
Verö 37 millj. útb. 28 millj.
KRUMMAHÓLAR 60 FM
Rúmgóö og falleg 2ja herbergja
íbúö á 6. hæö í lyftuhúsi. Góöir
skápar, útsýni, góö sameign,
suöur svalir. Verö 24 millj. útb.
19 mlllj.
REYKJABYGGÐ
MOSF.SVEIT
Einbýlishús rúmlega tilbúið
undir tréverk ( íbúöarhæft) stór
bílskúr. Samtals 196 fm. íbúö
og bílskúr. Verö 47.0 millj.
FOSSVOGUR RAÐHÚS
Glæsileg endaraöhús á 4 pöll-
um. 4—5 svefnherbergi, stofur,
gesta snyrting eldhús, búr.
Tveir inngangar. Stór garöur,
bílskúr. Bein sala. Verö 75 millj.
HELGALAND
MOSF.SVEIT
Sérlega vandaö 127 fm.
einbýlishús með 35 fm. bílskúr.
Góöar innréttingar. Möguleg
skipti á raöhúsi í Mosf.sveit.
LINDARBRAUT
Sérlega skemmtileg 2ja herb.
íbúö á 1. hæö í fjórbýlishúsi.
íbúöin veröur afhent tilbúin u.
tréverk, í sumar. sér inngangur,
góöur bílskúr. teikn. á skrifstof-
unnl.
LAUFAS
L
GRENSASVEGI22-24 _
(LITAVERSHÚSINU 3.H/EÐ)
GL.^miinduf Roykjalín. viösk fr
Við Skipasund
Björt 4ra herb. kjallaraíbúö í þríbýlishúsi til sölu.
Upplýsingar í síma 15198.
Lágmúli 400 ferm.
Til sölu er í Lágmúla tæplega 400 ferm. hæö í háhýsi
Magnús Hreggviðsson, Síöumúla 33,
símar 86888 og 86868.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Sinfóníutónleikar
Efnisskrá:
R. Strauss: Borgari og
aðalsmaður
Stravinsky: Tónles og Baba-
leta úr Rakés Progress
Mozart: Tónles og aría úr
Brúðkaupi Fígarós
Páll ísólfsson: Úr Ljóðaljóð-
unum
Stravinsky: Eldfuglinn
Einsöngvari: Sieglinde Kah-
mann
Stjórnandi: Paul Zukofsky
Tónleikarnir hófust á
„Gentilhommanum“ eftir
Strauss, en í því verki sýndi
Strauss á sér nýja hlið með
því að nota litla hljómsveit,
verandi frægur fyrir trölls-
legar tiltektir á því sviði og
einnig ,að ritháttur verksins
var sérlega gagnsær og blátt
áfram. Glæsileiki verksins
og hversu Strauss tekst að
leika sér með gamansöm
augnablik í leikverkinu, er
nær óviðjafnanlegt enda
telja margir að með þessu
verki hafi Strauss skapað
einstætt listaverk, er aðeins
eigi samleið með tónlist
Griegs við Pétur Gaut og
tónlist Prókofjéffs við Alex-
ander Nevsky. Fyrir hlust-
endur var það áreiðanlega til
baga hversu illa og óhönd-
uglega var greint frá inni-
haldi verksins í efnisskrá, en
hver þáttur er tónræn túlkun
á frægustu gaman- og háð-
atriðum leikverks Moliers.
Verkið er erfitt í flutningi og
var hljómsveitin mjög góð, sé
tekið tillit til þess að Strauss
hefur ekki verið mikið á
dagskrá hjá sveitinni.
Paul Zukofsky er snilling-
ur og gefin sterk tilfinning
fyrir því skáldlega í tónlist,
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Sieglinde Kahmann
en eitt hefur honum skotist
yfir að gaumgæfa og það er
hans eigin „pallmynd“, sem
truflar margan hlustandann,
er telur sig oft skynja áhuga-
leysi og jafnvel andúð í
afstöðu hans til hljómsveit-
arinnar.
Annað verkefni hljóm-
sveitarinnar á þessum tón-
leikumer í rauninni þrískipt,
en með sveitinni söng Sieg-
linde Kahmann þrjú verk,
fyrst aríu greifafrúarinnar
úr Brúðkaupi Fígaros, þá
Tónles og Cabalettu úr The
Rakés Progress og síðast
söngva úr Ljóðajjóðunum,
eftir Pál ísólfsson. Sieglinde
Kahmann söng Mozart-
aríuna glæsilega og eimfig
Cabalettuna eftir Stravinsky
en náði ekkji vel tökum á
lögum Páls, aðallega vegna
textans og túlkunar á inni-
haldi hans. Sieglinde er góð-
ur listamaður og fær um að
fást við margvíslega tónlist,
allt frá léttri skemmtitónlist
til erfiðra nútímaverka. Þá
er ekki síður fengur að heni
sem kennara fyrir okkur
íslendinga. Það var því mikið
undrunar- og umhugsunar-
efni að lesa ótugtarleg (eða
óblaðamannsleg) ummæli
um söngkonuna í blaði, sem
nýlega hefur verið að flagga
Paul Zukofskv
með menninguna og verð-
launa fólk. Svona menning-
arfjandsamleg skrif opin-
bera aðeins vankunnáttu og
hroka greinarhöfundar og
má búast við að mörgum
þyki fölva hafa slegið á
menningarverðlaun blaðsins.
Ummælin eru að því leyti
óblaðamannsleg, að höfund-
ur þeirra greinir frá því að
hann hafi ekki haft fyrir því
að hlusta á umrædda söng-
konu og minnir því á söguna
af karlinum, sem kallaði
Halldór Laxness klámhöf-
und, en hafði, þegar eftir var
spurt ,ekki lesið neitt eftir
skáldið. Ekki væri fráleitt að
svona mál ætti erindi til
siðanefndar Blaðamannafé-
lags Islands og gæti einnig
flokkast undir atvinnuróg.
Tónleikunum lauk með
Eldfuglinum eftir Strav-
insky. Þessi svíta er með
vinsælustu verkum tón-
skáldsins og var þessi upp-
færsla á margan hátt
skemmtileg. Sinfóníuhljóm-
sveit íslands er vaxandi
hljómsveit og er orðið stutt í
það hún geti tekið til með-
ferðar öll erfiðustu og
stærstu hljómsveitarverk
tónbókmenntanna, þó enn
um sinn muni mannfæðin
vera nær eina hindrunin.
Sembaltónleikar
FIMMTU Háskólatónleikarn-
ir fóru fram í forsal Þjóð-
minjasafnsins og vígði Helga
Ingólfsdóttir nýjan sembal er
Tónlistarskólinn í Reykjavík
hefur nýverið fest kaup á.
Hjóðfærið er smíðað í París
og að gerð og útliti eins og þau
voru á 18. öldinni. Tónleikarn-
ir hófust á Tokkötu í e-moll,
eftir Bach, sem Helga lék
mjög fallega. Annað verkið á
efnisskránni, Fantasíu eftir
Leif Þórarinsson, sem frum-
flutt var fyrr í vetur, lék
Helga mjög glæsilega, enda
býr verkið yfir mörgu fallegu
og er ritháttur þess víða
magnaður, einkum í rismesta
kaflanum um miðbik verks-
ins. Þá frumflutti Helga són-
ötu eftir undirritaðan. Síðasta
verkið á efnisskránni var For-
leikur í frönskum stíl, eftir
Bach, og í þvi verki var leikur
Helgu með afbrigðum glæsi-
legur, enda er verkið eitt af
meistaraverkum tónskáldsins.
Forleikurinn, eða Partítan í
h-moll eins og hún er einnig
kölluð, var prentuð með
ítalska konsertinum, sem er
' \ \ I
Helga Ingólfsdóttir
eitt af vinsælustu hljómborðs-
verkum Bachs. Partítan hefst
á glæsilegum forleik og er
þýzka dansinum (Allemande)
sleppt, en annar þátturinn því
Courante. Þá fylgja á eftir tvö
pör af léttum og lagfögrum
þáttum er nefnast Gavotte og
Passepied. Það er sérkenni-
legt við sumar svítur og
partítur eftir Bach, hversu
honum tekst að gera magnaða
tónlist í saraböndu-þáttunum
og er sarabandan í h-moll
partítunni ekki undantekning.
Helgu lætur vel að laða fram í
leik sínum fínlegar tilfinn-
ingalegar djúpar stemmn-
ingar, eins og í saraböndunni.
Næst síðasti kaflinn er hryn-
sterk Gigue, sem Helga lék
með sterkri danssveiflu. Sér-
kennilegast við þessa Partítu
er síðasti kaflinn og er hann
einstæður í Svítum og Partít-
um Bachs. Kaflinn kallast
Echo og þar leikur Bach með
tvískiptingu hljómborðanna.
Echo-kaflinn er í rauninni
sinfónískur, miklu fremur
hljómsveitarverk að innri
gerð en píanóverk og var
leikinn með miklum tilþrifum
af Helgu Ingólfsdóttur, sem
nú hefur náð þeim áfanga að
geta flutt list sína á gott
hljóðfæri, sem væntanlega
gerir henni kleift að flytja
okkur í framtíðinni ný og
gömul sembalverk.