Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 3
rvivisjoAMdrr MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 3 Um 45% tekna íslenzku þjóðarinnar til hins opinbera: „Skattheimtu- hlutíall aldrei hærra en nú“ — sagði Hjalti Geir Kristjánsson á, fræðslufundi VI um skattamál „Á þessu ári má búast við að i skatta og gjöld til hins opinbera renni 45% af tekjum islenzku þjóðarinnar. Hefur skattheimtu- hlutfallið því aldrei verið hærra en nú,“ sagði Hjalti Geir Krist- jánsson formaður Verzlunarráðs lslands í ávarpi sínu á fræðslu- fundi VÍ um skattamái i gærdag. „Talið er, að í fyrra hafi rúm- lega 44% af þjóðartekjum runnið til hins opinbera, þannig að enn er stefnt upp á við. Sé og litið aftur í tímann, var hlutfall skattheimtu hins opinbera af þjóðartekjum 25% árið 1950, tæplega 35% árið 1960 og nær sama hlutfall árið 1970,“ sagði Hjalti Geir ennfrem- ur. Þá sagði Hjalti Geir að hlutfall- ið hefði því nær staðið í stað á tímabilinu 1960—1970 eftir tals- verða hækkun á áratugnum á undan. „En hvað hefur gerzt á líðandi áratug? Hlutfall skatt- heimtu hins opinbera af þjóðar- tekjum hefur aukist úr rúmum 35% í rúm 45%. íslendingar þurfa að greiða 10% meira af tekjum sínum i skatta og gjöld í ár en þeir gerðu 1970. Þetta gerist þrátt fyrir vaxandi tekjur einstaklinga, sem að óbreyttum sköttum hefðu því einnig aukið tekjur hins opin- bera,“ sagði Hjalti Geir. „Þá má einnig líta með svolítið öðrum hætti á skattheimtuna. Fróðlegt er að líta í þessu sam- bandi á og athuga hversu mikið skattar á mann hafa aukist á föstu verðlagi síðustu tvo áratugi. Er skemmst frá því að segja, að skattar á mann hafa rúmlega tvö- og hálffaldast frá árinu 1960. Á sama tíma hafa rauntekjur ein- staklinga um það bil tvöfaldast," sagði Hjalti Geir ennfremur. Frá blaðamannafundi Tómasar Árnasonar Ljósm.: Kristján Einarsson á hvern hátt vandi fiskvinnslunnar yrði þá leystur, að minna mætti á að gengissig frá áramótum væri um 4,5%, og væri búist við áframhald- andi gengissigi, ákveðið hefði verið að hætta við fyrirhugaða minnkun afurðalána, vaxtahækkun hefði ekki verið framkvæmd hinn 1. mars og fleira mætti telja. Um það hvort hann teldi þessar ráðstafanir nægi- legar til að leysa vanda fiskvinnsl- unnar sagði Tómas: „Ég vil ekkert fullyrða um það.“ Þá kom fram að ríkisstjórnin staðfesti ekki á fundi sínum í gær bensínhækkun, þar sem meðal ann- Blaðamannafundur Tómasar Arnasonar í gær: „Gengisfelling ekki á döfinni“ En áframhaldandi gengissig „ÞAÐ ER engin gengisfelling á döfinni yfirleitt, hvorki nú á næst- unni né siðar á árinu,“ sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti samþykkt rikisstjórn- arinnar frá 20. þessa mánaðar um niðurtalningu verðlags, en Mbl. hefur áður skýrt frá meginefni hennar. Tómas kvaðst vona að samkomu- lag væri um það innan ríkisstjórn- arinnar að ekki yrði gripið til gengisfellinga, og víst væri að þa væri ekki á stefnuskrá ráðherra Framsóknarflokksins að fara þá leið. Um það hver væri stefna annarra ráðherra í málinu sagðist Tómas ekkert vilja segja, hann talaði aðeins fyrir sig. Kvaðst hann þó vilja benda á að hann væri bankamálaráðherra og þyrfti ákvörðun um gengisfellingu því að fara um sínar hendur, en það væri sem sagt ekki á döfinni. Tómas sagði, er hann var spurður ars átti að hækka hvern lítra um 37 krónur vegna skattheimtu ríkisins. Um það hvort ríkið myndi aftur notfæra sér heimild til að hækka gjöld af bensíni í samræmi við útreikning byggingarvísitölu hinn 1. apríl kvaðst ráðherrann ekki geta tjáð sig. Á fundinum kvaðst Tómas vona að verðhækkun á þessu ári frá upphafi til loka þess yrði ekki meiri en 31% sem væri ein af meginfor- sendum efnahagsmála ríkisstjórn- arinnar, en viðurkenndi þó að erfitt yrði að ná því marki. hvílíkur munur Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax í forþvotti. Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög viðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta- stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér í tandurhreinum cfe Ll.iJ._l____1____J-J.1 ■ blettalausum þvotti \ja\ lágfrcydandi rirallan þvott þvottacfni Ajax skilar tandnrhrcinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.